Morgunblaðið - 14.06.2018, Page 44
44 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018
PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til 25. júní.
Landsmót hestamanna
Veglegt sérblað tileinkað Landsmóti hestamanna
fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 29. júní
Blaðið mun gera mótinu, og hestamennsku
góð skil með efni fyrir unnendur íslenska hestsins.
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Sigríður Hvönn Karlsdóttir
Sími: 569 1134
siggahvonn@mbl.is
SÉRBLAÐ
DAGSKRÁ
13:00 SETNING
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
Samgönguáætlun 2019-2033 – staða og helstu áherslur
Þórunn Egilsdóttir, formaður samgönguráðs
13:20 FRAMKVÆMDIR
Áskoranir, framkvæmdir og fjármögnun
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
Skattstofnar ökutækja og eldsneytis – framtíðaráskoranir
Benedikt S. Benediktsson, sérfræðingur í fjármála-
og efnahagsráðuneyti
Fjármögnun stærri vegaframkvæmda
Eyjólfur Árni Rafnsson, verkfræðingur
Umræður: Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA,
og Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB
14:20 Kaffihlé
14:40 ÞJÓNUSTA
Almenningssamgöngur – ávinningur af heildstæðri stefnu
Árni Freyr Stefánsson, verkfræðingur hjá Mannviti
Umræður: Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar,
Páll S. Brynjarsson, framkvæmdastjóri SSV, og Þorsteinn R.
Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar
15:20 ÖRYGGI
Umferðaröryggi og samfélagslegur kostnaður
Berglind Hallgrímsdóttir, umferðarverkfræðingur hjá Eflu
Ástandið í umferðinni og ávinningur af sýnilegu eftirliti
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi
Umræður: Sigríður Vala Halldórsdóttir, forstöðumaður hagdeildar
hjá Sjóvá, og Haraldur Sigþórsson, verkfræðingur
16:00 TÆKNI
Upplýsingatækni, iðnbylting og samgöngur: Hvaða möguleikar
skapast í samgöngum með nýrri tækni 4. iðnbyltingarinnar
Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík
Umræður: Lilja G. Karlsdóttir, framkvæmdastjóri Viaplan, og
Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar
16:30 Léttara hjal með Sóla Hólm, þinglok og léttar veitingar
Þingstjóri: Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri.
Þingið er öllum opið en þátttakendur eru beðnir að skrá sig með
tölvupósti, netfang: kristin.hjalmarsdottir@srn.is
Samgönguáætlun 2019-2033
21. júní í Súlnasal Hótel Sögu
Samgöngu
þing 2018
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Sókn stjórnarhers Jemen inn í
hafnarborgina Hudaydah er hafin.
Nýtur herinn stuðnings frá Sádi-Ar-
abíu í baráttu sinni við uppreisnar-
sveitir Húta, sem eru studdar af
Írönum. Er stríðið í Jemen þannig
þáttur í baráttu stjórnvalda í grann-
ríkjunum Sádi-Arabíu og Íran um
áhrif í Mið-Austurlöndum.
Vopnuð átök í Jemen hafa valdið
ómældum þjáningum fyrir almenna
borgara þar. Er áætlað að yfir 11
milljón börn þurfi á aðstoð að halda,
hátt í tvær milljónir vegna vannær-
ingar, og greinir breska ríkisútvarp-
ið (BBC) frá því að um átta milljónir
manns eigi nú á hættu að svelta.
Neyð fólks í Jemen er sögð sú mesta
frá lokum síðari heimsstyrjaldar.
Borgin Hudaydah er sögð mikil-
væg vegna legu sinnar, en uppreisn-
armenn Húta hafa að sögn BBC nýtt
hafnarsvæðið til að smygla inn vopn-
um frá Íran. Þessu hafa hins vegar
uppreisnarmenn og stjórnvöld í Te-
heran staðfastlega neitað. Stjórnar-
herinn í Jemen leggur nú allt kapp á
að endurheimta borgina og segist
viss um að þá muni Hútar neyðast að
samningaborðinu.
Sögð marka vendipunkt
Talið er að um 600 þúsund manns
búi í og við borgina Hudaydah.
Robert Mardini hjá Rauða krossin-
um segir líklegt að árás stjórnar-
hersins muni auka enn frekar á neyð
almennings. Óttast Sameinuðu þjóð-
irnar að allt að 250 þúsund manns
muni missa allt sitt – jafnvel týna lífi.
Að sögn BBC hófust árásir hersins
eftir að Hútar virtu ekki þann frest
sem gefinn hafði verið til að yfirgefa
svæðið. Hófst sóknin með loftárásum
orrustuþotna og í kjölfarið hófst um-
fangsmikill landhernaður.
Fréttastöðin al-Arabiya, sem er í
eigu Sáda, greinir frá „miklum og af-
mörkuðum“ loftárásum nærri hafn-
arborginni. „Frelsun Hudaydah-
hafnar er vendipunktur þegar kem-
ur að því að endurheimta Jemen úr
klóm þeirra uppreisnarmanna sem
rændu landinu til að þjóna hagsmun-
um útlendinga,“ er haft eftir stjórn-
völdum. Uppreisnarmenn segjast
munu berjast við stjórnarherinn „á
öllum vígstöðvum“.
Sláandi frásagnir barna
Fréttavefur breska ríkisútvarps-
ins birtir viðtöl við ung jemensk börn
sem hafa þurft að þola afleiðingar
styrjaldarinnar þar í landi. Frásagn-
ir þessara barna eru sláandi.
„Þeir settu [tækið] undir bíl og ég
tók það og fór inn í hús. Ég fór upp á
þak og áður fór ég til systkina minna.
Ég reyndi að opna þetta en það gekk
ekki. En þá beitti ég kröftum og tæk-
ið sprakk í höndunum á mér og ég
fékk í mig sprengjubrot og særðist
hér,“ segir barnungur drengur og
bendir á höfuð sitt, fótlegg og hand-
legg. Vegna þessa missti drengurinn
hægri handlegg sinn og er nú með
gervilim. „Ég get ekki lengur skrifað
í skólanum eða gengið inn á klósett.
Ég meina, ég kom á sjúkrahúsið og
þeir gáfu mér gervihandlegg. Guði
sé lof, ég er þakklátur.“
Ung stúlka segist vona að átök-
unum ljúki sem fyrst. Fjölskylda
hennar missti heimili sitt í loftárás
sem gerð var af stjórnarhernum.
„Ég vil að stríðinu ljúki og að húsið
okkar sé öruggt. Ég vil bara að við
förum aftur í borgina okkar og ég vil
að það sé öruggt,“ sagði stúlkan í við-
tali við fréttamenn BBC.
Sókn hersins inn í
Hudaydah nú hafin
Neyð almennra borgara í Jemen gríðarmikil vegna átaka
AFP
Umkomulaus Barnung stúlka situr við eldstæði í flóttamannabúðum.
Hudaydah
» Í borginni Hudaydah má
finna höfn sem sögð er mikil-
væg þegar kemur að vopna-
flutningum.
» Um 600 þúsund manns búa
á svæðinu og er óttast að neyð
þess fólks aukist til muna á
næstunni.
„Var að lenda – langt ferðalag, en öllum getur nú liðið
mun öruggar en áður en ég tók við embætti. Það er nú
engin kjarnorkuógn af Norður-Kóreu. Fundurinn með
Kim Jong-un var áhugaverður og mjög jákvæð upplifun.
Norður-Kórea á mikla möguleika til framtíðar.“
Var það forseti Bandaríkjanna, Donald J. Trump, sem
ritaði þessa færslu á Twitter eftir för sína til Singapúr.
Hitti hann þar fyrir leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-
un, og virtist fara nokkuð vel á með þeim. Óvíst er
hverju fundurinn mun skila en skýrendur eru flestir
sammála um að brýnt sé að þeir ræðist við og er fundur-
inn því sagður mikilvægt skref í rétta átt.
BANDARÍKIN
„Engin kjarnorkuógn af Norður-Kóreu“
Donald J.
Trump