Morgunblaðið - 14.06.2018, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Almenningur,sem neydd-ur er til
þess að standa
undir hinni hlut-
drægu ríkis-
stofnun „RÚV“,
hefur enga að-
komu að því fyrirtæki. Stjórn,
sem sett var upp eins og til
málamynda, virðist hafa það
meginhlutverk að vera þrýsti-
hópur stofnunarinnar gagn-
vart ríkisvaldinu og vitagagns-
laus fyrir almenning.
Lengi vel var talið að lág-
markið til að tryggja hlutleysi
þessarar stofnunar í samræmi
við lög væri tilvera útvarps-
ráðs sem teldi sig hafa lýðræð-
islegt umboð frá Alþingi og
bæri að gæta sérstaklega að
hlutleysisþættinum. Það var
ekki gallalaus aðferð til að
tryggja að fyrirmæli laga um
hlutleysi væru ekki þver-
brotin, eins og nú er orðið
daglegt brauð, og frekar regla
en undantekning.
Morgunblaðið er ekki opin-
ber stofnun, en það leggur sig
fram um að gefa öllum færi á
að koma sjónarmiðum sínum á
framfæri í blaðinu, óháð skoð-
unum. Almenningur hefur því
ríkulegan aðgang að blaðinu,
en engan að Ríkisútvarpinu!
Flest mál sem pólitískur þefur
er af frá vinstri verða þegar af
þeirri ástæðu að vandræða-
máli hjá þessari stofnun.
Ríkisútvarpið tekur þátt
„fyrir Íslands hönd“ í Söngva-
keppni evrópskra sjónvarps-
stöðva. Ekki er vitað til þess
að „RÚV“ hafi gert þann fyrir-
vara við stjórn þessarar
keppni að Ísrael væri heimil
þátttaka í keppninni með því
skilyrði að það
mætti ekki vinna
hana. Hafi stofn-
unin ekki gert
þann fyrirvara þá
er fráleitt að vera
með vafninga og
rugl eftir að úrslit
liggja fyrir.
Magnús Ægir Magnússon
skrifar um þetta grein í blaðið
í gær. Hann rekur hvernig
nettröll og kjaftaskar á netinu
hafi misst sig eftir að Ísrael
vann og krafist þess að Ísland
tæki ekki þátt í næstu keppni
þar. Magnús segir: „Efnt var
til undirskriftasöfnunar á net-
inu þar sem þátttaka er að
stórum hluta frá útlöndum,
meðal annars frá fjarlægum
löndum eins og Indónesíu þar
sem 90 prósent landsmanna
eru múslímar, eingöngu 10%
kristnir og engir gyðingar, bú-
ið að drepa þá alla eða flæma
þá burt.“
Síðar segir Magnús: „Í
haust var ákveðið að eyða tíma
stjórnarinnar (RÚV) í að ræða
á stjórnarfundi „áskoranir
einstaklinga til RÚV“ um að
sniðganga Söngvakeppni evr-
ópskra sjónvarpsstöðva.“
Magnús taldi að þessi stjórn
hefði annað við sinn tíma að
gera. En þar sem stjórn
„RÚV“ ætli að sökkva sér nið-
ur í spurningu um keppni í
Ísrael vill Magnús vita hvort
„ekki sé rétt að stjórnin komi
hið snarasta saman og ræði út-
sendingar RÚV frá HM í
Rússlandi á sömu nótum?“
Vitnar hann í þessu sambandi
til innlimunar Krímskaga og
hernaðar í Austur-Úkraínu
sem kallað hafi á viðskipta-
þvinganir sem enn standi.
Það vekur undrun að
ofstæki virðist lita
sífellt meira þau
sjónarmið sem hæst
ber hjá „RÚV“ }
Andúð „RÚV“ á
Ísrael er þekkt
Í dag verðurflautað til leiks
í opnunarleik
heimsmeist-
aramóts karla í
knattspyrnu. Við-
burðurinn er jafn-
an talinn stærsti einstaki
íþróttaviðburður heimsins að
frátöldum Ólympíuleikunum.
Keppnin er að þessu sinni
sérstök fyrir okkur Íslend-
inga, enda ekki verið þátttak-
endur áður. Hvernig sem fer
kemur Ísland sem sigurvegari
frá mótinu, enda verður Ísland
á laugardag langfámennasta
ríki sem nokkurn tímann hefur
látið ljós sitt skína á þessum
vettvangi.
Það segir sig sjálft að þegar
á þennan stall er komið eru
engir leikir auðveldir. Að því
sögðu verður ekki
ráðist á garðinn
þar sem hann er
lægstur í fyrsta
leik, þar sem spil-
að verður við Arg-
entínu. Íslenska
landsliðið hefur þó sýnt að með
samheldni, baráttu og öflugri
liðsheild getur það haldið í við
hvaða keppinaut sem er.
Á sama tíma er það til marks
um öflugt íþróttalíf landsins að
kvennalandsliðið ætlar sér
ekki að vera neinn eftirbátur
karlanna. Það náði með góðum
sigri í vikunni að tryggja sér
hreinan úrslitaleik á Laugar-
dalsvelli í haust um þátttöku á
HM kvenna.
Íslendingar geta sannarlega
verið stoltir af þessum lands-
liðum sínum.
Heimsmeistara-
keppnin hefur sér-
staka þýðingu í ár
fyrir Íslendinga}
Knattspyrnuveislan hefst í dag
V
elgengni íslensku landsliðanna í
knattspyrnu hefur fyllt okkur
stolti, gleði og tilhlökkun. Ár-
angurinn blæs líka baráttuanda
og krafti í fjölda barna og ung-
linga sem fylgjast spennt með sínum fyr-
irmyndum. Vegna þessa er hlaupið hraðar,
sparkað fastar og stefnt hærra. Íþrótta-
fólkið okkar býr yfir metnaði, dugnaði og
vinnusemi. Það hefur sett sér markmið,
keppt að þeim sama hvað dynur á og haldið
í gleðina yfir stórum sem smáum sigrum.
Að baki góðum árangri íslensks íþrótta-
fólks er þrotlaus vinna þess og samfélags-
ins í gegnum áratugina. Í þessu samhengi
langar mig að nefna þrennt sem skiptir
máli til að styrkja umgjörðina í kringum
við íþróttirnar. Í fyrsta lagi fjárfesting í
innviðum en það er sú aðstaða sem við búum íþrótta-
fólkinu okkar. Í öðru lagi baklandið, en það er fólkið
sem leggur sitt af mörkum með stuðningi sínum, elju
og ástríðu. Þetta eru fjölskyldurnar, starfsfólkið í
íþróttahúsunum, sjálfboðaliðarnir og aðrir velunn-
arar. Þau eru að uppskera ríkulega þessa dagana. Í
þriðja lagi jafn aðgangur að íþróttastarfi, óháð að-
stæðum og efnahag. Það skiptir sköpum að öll börn
njóti jafnra tækifæra til þátttöku í íþrótta- og tóm-
stundastarfi, en rannsóknir hafa sýnt fram á jákvæð
áhrif þess að taka þátt í slíku starfi.
Framundan eru spennandi og skemmti-
legir tímar. Ævintýrið í Rússlandi er rétt
að byrja. Við fylgjumst spennt með fram-
gangi karlalandsliðsins sem brátt spilar
sinn fyrsta heimsmeistaramótsleik gegn
Argentínu. Ísland er fámennasta ríki ver-
aldar til að vinna sér inn þátttökurétt á
heimsmeistaramótinu og vegna þessa bein-
ast augu margra hingað í undrun og for-
vitni yfir þessum árangri. Í tengslum við
fyrsta leikinn í Moskvu er skipulögð menn-
ingarkynning á vegum íslenskra stjórn-
valda þar í borg. Sérstök áhersla er lögð á
barnabókmenntir og tónlist. Með því vilj-
um við tengja saman íþróttir og menningu
og kynna þá miklu grósku sem á sér stað á
báðum þessum sviðum.
Íþróttir eru samofnar þjóðarsálinni. Það er því
engin tilviljun að sameiningarmáttur íþróttanna er
mikill. Íþróttafólkið okkar veitir innblástur og tæki-
færi til þess að efna til mannamóta og gleðjast. Sem
ráðherra íþróttamála sendi ég baráttukveðjur og
bestu óskir til Rússlands og óska öllum landsmönnum
gleðilegrar fótboltahátíðar næstu vikurnar þar sem
slagorðið verður tvímælalaust: Áfram Ísland!
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Pistill
Ævintýrið í Rússlandi að hefjast
Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Í skýrslunni hafa rannsakendur
útlistað hvers konar stjórntæki henti
aðstæðum á Íslandi. Þar segir að ef
ná eigi settum markmiðum um sjálf-
bæra þróun í ferðaþjónustu þurfi í
fyrsta lagi að setja sér slík markmið,
og í kjölfarið fara í greinargóða
stefnumótun og lagasetningu sem
tekur til greina umhverfis-, félags- og
efnahagsleg svið atvinnulífs með
langtímasjónarmið í huga. Sam-
göngur, orka og auðlindir, úrgangs-
mál og menningarmál eru meðal
þeirra sviða sem þurfi að taka tillit til
ferðaþjónustunnar í sinni stefnumót-
un. Með því að virkja breiðari hóp
geti orðið meiri sátt með stefnumót-
unina.
Þörf á meiri dreifingu
Aukin dreifing ferðamanna um
landið hefur lengi verið í deiglunni
hér á landi og áhersla lögð á innan
stjórnsýslunnar, en herferðir á veg-
um Íslandsstofu hafa m.a. haft það að
leiðarljósi. Í skýrslunni er eindregið
mælt með því að dreifa ferðamönnum
á Íslandi yfir fleiri staði. Því tak-
marki er hægt að ná með beitingu
markaðssókna og betrumbætingu
innviða og samgangna þeirra staða
sem sátt er um að ferðamenn dreifist
á. Einnig er bent á að til að koma í
veg fyrir að fjöldi heimsóknargesta
fari fram úr þolmörkum áfanga-
staðar sé viðeigandi að setja reglu-
verk um aðgengi; aðgangsgjöld, tak-
mörkun fyrirframbókana og
takmörkun hópastærða, í samvinnu
við stjórnvöld.
Mikilvægi sjálfbærni
í ferðaþjónustu
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Náttúran Skýrsla um sjálfbæra þróun ferðaþjónustu á Norðurlöndunum
segir rétt almennings að náttúrusvæðum á Íslandi ríkari en annars staðar.
FRÉTTASKÝRING
Nína Guðrún Geirsdóttir
ninag@mbl.is
Sjálfbærni í ferðaþjónustu áNorðurlöndunum er um-fjöllunarefni nýrrar skýrsluá vegum Norrænu ráð-
herranefndarinnar sem kom út á
dögunum. Þar segir m.a. að viðfangs-
efni ferðaþjónustu á Íslandi felist í
samræmingu regluverks og að mik-
ilvægt sé að huga að helsta aðdrátt-
arafli íslenskrar ferðaþjónustu,
ósnortinni náttúru. Rannsókn-
arhópur á vegum ráðherranefnd-
arinnar vann skýrsluna, sem að sögn
Björns Helga Barkarsonar, sérfræð-
ings í umhverfis- og auðlinda-
ráðuneytinu, gefur heildræna sýn á
stöðu ferðaþjónustunnar í norðrinu.
„Þarna koma saman sérfræðingar
frá öllum Norðurlöndunum sem
varpa sameiginlega ljósi á áskoranir
sem þetta svæði heimsins stendur
frammi fyrir í ferðaþjónustu.“
Á öllum Norðurlöndum hefur
ferðamönnum fjölgað jafnt og þétt
en Högne Øian, einn af höfundum
skýrslunnar, segir að æ fleiri ferða-
menn séu tilbúnir að eyða meiri tíma
og peningum í náttúruupplifanir en
áður. Því stækki sífellt úrtak þeirra
ferðamanna sem vilji sækja þessi
löndheim.
Sérstakar aðstæður
á Íslandi
Helstu áskoranir Íslands er
varða sjálfbæra ferðaþjónustu eru
sagðar tengjast regluverki og stefnu-
mótunarvinnu. Í grunninn sé stjórn-
kerfið enn að laga sig að auknum
fjölda ferðamanna, þó að margt
ágætt hafi átt sér stað frá fjölg-
uninni. Þá sé staðsetning grein-
arinnar innan hagkerfisins enn í mót-
un.
Ferðaþjónusta leikur í dag stórt
hlutverk í hagkerfi Íslands, sem ger-
ir hana að atvinnugrein sem margir
gera tilkall til. Það getur því verið
flókið að samræma regluverk fyrir
grein sem tengist þvert inn á hin
ýmsu svið atvinnulífsins, segir í
skýrslunni. Þá flækir einnig málið að
í grunninn hafi almenningur á Norð-
urlöndunum í mörgum tilfellum al-
mannarétt til náttúrunnar, sem tíðk-
ast mun meira en í öðrum löndum
þar sem aðgangur er víðast hvar tak-
markaður. Því sé flóknara í vöfum að
innleiða aðgangsgjöld að helstu
ferðamannastöðum, sem bæði Ísland
og Noregur hafi rekið sig á.
Aukinn fjöldi ferðamanna sem
sækir í náttúruupplifanir veld-
ur háværari kröfu um sjálf-
bæra þróun í ferðaþjónustu,
segir í skýrslu um sjálfbæra
þróun í ferðaþjónustu. Í skýrsl-
unni segir að ýmsar sam-
félagslegar ástæður liggi að
baki fjölgun náttúruferða-
manna. Aukin sókn í þéttbýli,
efnahagslegur vöxtur, aukin
innkoma og sveigjanlegur
vinnutími fólks hafi orðið til
þess að fólk sæki meir í nátt-
úrutengdar upplifanir. Þar seg-
ir jafnframt að notkun náttúru
sem vöru í ferðaþjónustu sé í
senn mótsagnakennd og ekki
sjálfbær. Það megi því teljast
eðlileg þróun að auknar höml-
ur verði settar á fjölfarin
svæði á Íslandi en einnig verði
lögð áframhaldandi áhersla á
dreifingu ferðamanna um allt
land, til að tryggja að ferða-
maðurinn fái þá vöru sem
hann taldi sig kaupa, sem er
náttúruupplifun.
Verndun
upplifana
HELSTA AÐDRÁTTARAFL
NORÐURLANDANNA