Morgunblaðið - 14.06.2018, Síða 49

Morgunblaðið - 14.06.2018, Síða 49
UMRÆÐAN 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018 Gleraugu: Módel: Kolfinna Nikulásdóttir Fyrrverandi alþing- ismaður og ráðherra, Sighvatur Björgvins- son, tók skólamál til umræðu í Morgun- blaðinu 24. maí sl. Mál- efnið var íslenska skólakerfið allt síðast- liðna rúma hálfa öld. Þegar svo mikið er undir mætti búast við vönduðu yfirliti studdu heimildum. Svo er þó ekki. Of marg- ir sleggjudómar einkenna greinina. Ekki verður hjá setið án þess að benda á staðreyndir. Margföldunartaflan Millifyrirsögnin „Margföld- unartöfluna má ekki læra“ vekur strax athygli. Hvar stendur það? Námsskrá fyrir nemendur á fræðsluskyldualdri, sem gefin var út árið 1960 og gilti til um 1990, segir að átta ára börn skuli læra marg- földunartöfluna að 6 og níu ára börn skuli læra margföldunartöfluna. Sighvatur segir að „vísir menn“ hafi bannað að gerð væri krafa um að börnin lærðu eitthvað utan að. Hverjir voru það? Var gefin út reglugerð? Hefur greinarhöfundur kynnt sér Stóru upplestrarkeppnina þar sem nemendur lesa ljóð og ann- an texta svo að unun er á að hlýða? Mengin Sögunni víkur að mengjafræði sem tekin var upp „samkvæmt sænskri fyrirmynd“ að sögn Sig- hvats. Hið rétta er að tekið var upp danskt efni, Stærðfræði – Reikn- ingur, eftir Agnete Bundgaard, kennara í barnaskóla á Frederiksberg í Kaup- mannahöfn. Efnið var í notkun á árunum 1967- 1980. Hugmyndirnar má rekja til ráðstefnu í Frakklandi 1959. Hún var skipulögð af OEEC, forvera OECD, undir yfirskriftinni New thinking in school mathematics. Danska efnið varð allútbreitt. Þar var margföld- unartaflan unnin ítar- lega allt frá byrjun, fyrst upp að 5 og síðan 10 frá átta ára aldri. Nem- endur lærðu ekki einungis marg- földunartöfluna heldur var eig- inleikum talnanna gefinn góður gaumur. Rætt var um sléttar tölur og oddatölur, eiginleika fimm sinn- um töflunnar, níu sinnum töflunnar, o.s.frv. Lögð var áhersla á að leysa tölur upp í þætti: að æfa margföld- unartöfluna aftur á bak. Það styrkir skilning á tölum og vinnu við al- menn brot. Vandinn við mengjanámsefni Bundgaard var önnur aðferð við uppsetta margföldun en tíðkast hafði. Hún var óviðkomandi marg- földunartöflunni. Efnið var ekki full- mótað þegar það var valið. Sam- skipti við útlönd voru örðugri þá en nú. Aðferðirnar komu kennurum og foreldrum í opna skjöldu og ollu nokkru uppnámi. Síðari kennslu- bækur í grunnskólum hurfu til fyrri uppsetningar en lögð er mikil áhersla á margföldun í þeim öllum. Ég tel að Bundgaard-námsefnið hafi rofið áratuga stöðnun. Það færði kennurum og nemendum þekkingu sem hafði legið í láginni og ekki ver- ið til umræðu á meðan í boði var einungis eitt námsefni, samið á millistríðsárunum og orðið yfir fimmtíu ára gamalt árið 1980. Reiknivélar urðu almenningseign upp úr 1980. Síðan þá hefur af- greiðslufólki í verslunum ekki verið ætlað að reikna í huganum eða á blaði hvað skuli gefa til baka. Sumir harma það. Það er þó engu fremur harmsefni en notkun þvottabrettis sem var algeng í ungdæmi okkar Sighvats. Börn geta nú lagt saman, dregið frá, margfaldað og deilt á símanum sínum. Ævarandi við- fangsefni reikningskennslunnar er að rækta tilfinningu fyrir hvað á við hverju sinni: hvort skuli margfaldað eða deilt, hvað eigi að draga frá hverju og af hverju skuli reikna pró- sentur. Annað geta tækin gert. Prófin Sighvatur segir að ekki megi leggja fyrir stöðupróf, sem ætluð séu til að meta hvort tilætlaður ár- angur hafi náðst, fyrr en að loknu skyldunámi eftir 10 ára skólavist. Hefur það farið fram hjá Sighvati að um margra ára skeið hafa farið fram samræmd könnunarpróf, að hausti í fjórða og sjöunda bekk grunnskóla og að vori í níunda bekk, til að veita leiðsögn um hvað bæta megi í starfinu framundan? Fara skyldi þó varlega með próf í skyldu- námi. Þau eiga þátt í að móta sjálfs- mynd barna, svo einhliða sem þau eru. Sighvatur nefnir próf í læknis- fræði og lögfræði sem menn gang- ast sjálfviljugir undir. Slík próf eru því á engan hátt sambærileg við ár- leg millibekkjarpróf í grunnskóla. PISA-könnunin mælir ekki árangur einstaklinga heldur skóla og skóla- umdæma. Hún gefur skólayfir- völdum gagnlegar vísbendingar án þess að ganga inn í einkasvið nem- enda. Aðgreiningin í skólum Sighvatur nefnir skóla án að- greiningar. Ég kenndi um hríð í næsta kjördæmi við Sighvat. Þar voru langflestir skólar svo litlir að aðgreiningu varð lítt við komið. Svo er enn á Vestfjörðum sem Sig- hvatur þjónaði. Í þá daga var lítið um sérkennslu. Nú aðstoða sér- kennarar við erfið tilbrigði „með- fæddra eða áunninna eiginleika“ sem Sighvatur nefnir. Mér kom stundum á óvart hvað „slakir“ námsmenn, nemendur með hegð- unarvandamál eða „andfélagslega hegðun“ gátu verið glúrnir ef tókst að koma þeim að verki. Börn í grunnskóla eru í mótun og skólinn á þátt í mótun þeirra. Skóli er sam- félag, spegill af ytra samfélaginu þar sem allir eru sérstakir á ein- hvern hátt. Framkvæmdin við að finna öllum stað og rými er vanda- söm, um það erum Sighvatur sam- mála, en ofanígjöf er til óþurftar. Miklar kröfur eru gerðar til skólakerfisins og kennsla er sann- arlega vandasamt starf. Engum er stuðningur af að málsmetandi menn tali starfið þar niður. Margt má bæta en sleggjudómar koma engum að gagni. Skóli allra Eftir Kristínu Bjarnadóttur » Vandinn við mengja- námsefni Bund- gaard var óviðkomandi margföldunartöflunni. Kristín Bjarnadóttir Höfundur er fyrrverandi kennari á öllum skólastigum. krisbj@hi.is Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk- un og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru send- ar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Misritun var í grein minni um mál- efni aldraðra, sem birtist sl. þriðju- dag, 12. júní 2018. Í greininni stend- ur: Staða fyrrnefnda hópsins er lökust meðal lífeyrisfólks en á að vera: Staða síðarnefnda hópsins er lökust meðal lífeyrisfólks. Björgvin Guðmundsson LEIÐRÉTT Misritun í grein

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.