Morgunblaðið - 14.06.2018, Síða 54

Morgunblaðið - 14.06.2018, Síða 54
Blágrænn eða grænblár? Litirnir tveir endurspeglast á einstakan hátt í gríska sjónum þar sem sól skín í heiði og stafrænir hitamælar snjall- tækja sýna 30 gráða hita dag eftir dag. Í miðjum búferlaflutningum K100/Hvati Sögustaðir Það ber margt fyrir augu þegar ferðast er um Grikkland. Horft frá Akrópólishæð yfir Aþenuborg. Spriklandi á Grikklandi Eyjan Agistri Hvern dreymir ekki um að njóta lífsins á strönd sem þessari? Hvati í Magasíninu á K100 fór í óvænta ferð til Grikklands ásamt konu sinni þar sem þau nutu lífsins ásamt hópi Íslendinga. Hann komst að því að það er ekki að ástæðulausu að talað er um landið sem perlu í Miðjarðarhafinu. vorum við hjónin send í óvænta ell- efu daga sólar- og slökunarferð til Grikklands í tilefni brúðkaups- afmælis okkar. Allt hófst þetta með því að forsvarsmenn Heimsferða birtust óvænt í stúdíói K100 og færðu mér gjafabréf. Hulda Bjarna- dóttir, minn elskulegi samstarfs- maður í síðdegisþættinum Magasín- inu, hafði komið þessu í kring í tengslum við samstarf Heimsferða og K100. Fyrstu dagana í grísku sólinni vorum við hjónin eins og táningar, sváfum mikið og hvíldumst hvort sem var á hótelherberginu, við sund- laugarbakkann eða ströndina sem Heppin Hjónin Hvati og Dóra Hanna heimsóttu Grikkland. var rétt handan Alkyon-hótelsins í gríska þorpinu Vrachati nærri bæn- um Loutraki. Á milli þess sem við nutum góða veðursins, gómsæta gríska matarins og skemmtilegra stunda með hópi Íslendinga á hótelinu skoðuðum við umhverfið. Dagsferð til Aþenu var eftirminnileg, þar sem við kynntum okkur grískar fornminjar. Við geng- um upp á Akrópólishæð, sem er svo- kölluð háborg í um 150 metra hæð. Meðal þekktra fornminja þar er gríska Meyjarhofið. Einn af hápunktum ferðarinnar var dagsferð sem við hjónin fórum í með öðrum ferðavönum hjónum sem hafa siglt víða um heimsins höf. Frá bænum Isthmia sigldum við í rúmar tvær klukkustundir til eyjarinnar Aegina, þar sem íbúafjöldinn fer úr 12.000 í rúm 30.000 á sumrin. Eftir hestaferð um miðbæ eyjarinnar, göngutúr og hvíld undir sólskyggni á grískum bar sigldum við til eyj- arinnar Agistri. Þar búa aðeins um 1.000 manns, en eyjan er vinsæll frí- staður Grikkja. Dagsferðinni lauk með magnaðri siglingu í gegnum skipaskurð sem kenndur er við Kor- intu. Skurðurinn er rúmlega 6 km langur og rúmir 20 metrar að breidd. Maður fyllist lotningu að sigla þarna um, en sagan segir að um 5.000 manns hafi grafið skurðinn á 13 árum. hvati@k100.is MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018 „Í rauninni eins og ég vinn þá sé ég bæði þá sem eru farnir og líka inn í hugann á þeim sem eru lifandi,“ segir Bára Hilmarsdóttir, sem hefur starf- að sem miðill í tæp tuttugu ár. „Þetta eru mínir hæfileikar, ég veit ekki með aðra.“ Þegar hún er spurð að því hvort hún geti opnað og lokað fyrir hæfileikana segist hún ná að loka á milli því annað væri of mikið vesen. „Í rauninni tekur það mig sekúndubrot að opna fyrir. Þannig að ég veit ekki einu sinni sjálf hvernig ég geri þetta. Ég bara opna og loka.“ Rúnar Freyr var agndofa yfir þessum svörum og velti því fyrir sér hvort hann gæti þá ekkert varið sig og hvort Bára gæti hreinlega séð hvað hann væri að hugsa. „Ég er svo kurteis,“ segir Bára. „Ég myndi ekki kunna við að fara inn í hausinn á þér nema að þú gæfir mér leyfi til þess, annað er bara dónaskapur. Ég gæti kannski ekki sagt hvað þú ert að hugsa en ég fyndi tilfinningarnar þínar og hvernig þér liði.“ Spurð hvort fólk sé þá hreinlega ekki hrætt við hana segir Bára hlæj- andi að það sé ekki raunin og sér- staklega ekki þegar það þekki hana. „Ég er svo mikil brussa og létt að það er ekkert hægt að vera hrædd við mig.“ Við verðum að trúa til að sigra „Ég er ekki að sjá þá kafna úr stressi. Það er svo sterk orkan í þeim og þeir eru svo ákveðnir,“ segir Bára um strákana okkar sem alþjóð veit að eru í Rússlandi á HM. „Sjáum til dæmis Gylfa Þór, hann veit að hann er góður en samt er hann ekki egóisti. Hann er svona karakter að þegar hann getur ekki eitthvað fer hann og lærir það þangað til hann nær því og er ekkert að stressa sig á því hvort hann sé betri en aðrir eða ekki, hann er bara bestur.“ Um helgina er fram undan eitt stærsta verkefni sem strákarnir hafa tekið að sér þegar þeir keppa við Arg- entínumenn. Okkur lá forvitni á að vita hvernig þeim reiðir af og hvort við sem þjóð getum hjálpað þeim með einhverjum hætti. „Strákarnir trúa því að þeir geti ráðið við það en þá vantar hjálp frá okkur Íslendingum. Við verðum að trúa því að þeir geti unnið þá og verðum að setja það inn í hugann okkar. Fókusið á strákana en ekki ykkur sjálf, við erum ekki að fara að keppa, þeir eru að fara að gera það,“ segir Bára að lokum. rikka@k100.is Strákarnir þurfa á hjálp okkar að halda Bára miðill „Við verðum að t́rúa.“ Bára Hilmarsdóttir miðill mætti í morgunþáttinn Ís- land vaknar, þar sem hún setti sig inn í huga strák- ana okkar sem staddir eru í Rússlandi. Hún segir mikilvægt að þjóðin hugsi jákvætt til þeirra og sendi þeim andlegan styrk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.