Morgunblaðið - 14.06.2018, Síða 56
56 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018
✝ Jón Bergþórs-son fæddist 12.
september 1924 í
Fljótstungu í Hvít-
ársíðu í Borgar-
firði. Hann lést á
Hjúkrunarheimil-
inu Sóltúni 4. júní
2018.
Faðir Jóns var
Bergþór Jónsson,
bóndi í Fljótstungu,
f. 1887, d. 1955.
Móðir Jóns var Kristín Páls-
dóttir húsfreyja, f. 1885, d. 1965.
Jón átti sex systkini: Guð-
rúnu, f. 1920, d. 2015, Þor-
björgu, f. 1921, d. 1981, Pál, f.
1923, Sigrúnu, f. 1927, d. 2016,
Gyðu, f. 1929, og Ingibjörgu, f.
1930, d. 2014.
Jón kynntist eiginkonu sinni
Kristínu S. Njarðvík leiðsögu-
manni, f. 27. júlí 1929, d. 3. febr-
úar 2013, þegar hún kom sem
kennslukona í Hvítársíðuna.
Kristín var dóttir Sóleyjar Sig-
urðardóttur Njarðvík sauma-
konu. Jón og Kristín settust að í
Reykjavík og giftu sig 5. ágúst
1950. Börn þeirra eru: I) Brynja
Jónsdóttir kennari, f. 14. októ-
ber 1950, gift Jóni Jóhannssyni
bónda. Dóttir þeirra er Kristín
Björk Jónsdóttir, f. 1979. Hún
var gift Halldóri Gunnarssyni,
þau skildu. Börn þeirra eru a)
Guðný Björk Halldórsdóttir, f.
1998, og b) Jóhann Atli Hall-
dórsson, f. 2005. II) Guðrún
Börn þeirra eru 1) Guðmundur
Bergþórsson, f. 1982, giftur
Bertu Gunnarsdóttur. Börn
þeirra eru a) Rósa Guðmunds-
dóttir, f. 2013, og b) Jón Kalman
Guðmundsson, f. 2017. 2) Jón
Bergþórsson, f. 1986, sambýlis-
kona hans er Hildur Mark-
úsdóttir. Börn þeirra eru a) Þór
Jónsson, f. 2012, og b) Kara
Jónsdóttir, f. 2016. 3) Páll Berg-
þórsson, f. 1990, sambýliskona
hans er Guðrún Lilja Sigurð-
ardóttir. VI) Margrét Jónsdóttir
Njarðvík spænskufræðingur, f.
1966, gift Hálfdáni Sveinssyni
hótelstjóra. Var áður gift Má
Jónssyni, þau skildu. Börn
þeirra eru 1) Ari Másson, f. 1990,
2) Bergþór Másson, f. 1995, og 3)
Snorri Másson, f. 1997.
Jón varð búfræðingur frá
Bændaskólanum á Hvanneyri og
stóð til að hann tæki við búskap
foreldra sinna í Fljótstungu. Jón
stofnaði Nýju sendibílastöðina
ásamt öðrum og vann þar lengst
af sem sendibílstjóri og stöðvar-
stjóri. Jón var fjölskyldumaður
og naut þess að sinna börnum og
barnabörnum. Honum var um-
hugað um heilbrigt líferni, var
alla tíð bindindismaður og fór
áratugum saman daglega í sund.
Hann var hagmæltur og orti
margar tækifærisvísur auk þess
sem hann var áhugaljós-
myndari. Jón var mikill náttúru-
unnandi og gaf börnum sínum í
arf dálæti á undrum náttúr-
unnar.
Útför Jóns Bergþórssonar fer
fram frá Áskirkju í dag, 14. júní
2018, og hefst athöfnin kl. 15.
Jónsdóttir félags-
ráðgjafi, f. 21. apríl
1954, gift Tómasi
Jónssyni sér-
kennslufræðingi.
Dætur þeirra eru 1)
Sóley Tómasdóttir,
f. 1974, gift Aart
Schalk. Börn þeirra
eru a) Anna Schalk
Sóleyjardóttir, f.
1999, og b) Tómas
Schalk Sóleyjarson,
f. 2002. 2) Þóra Tómasdóttir, f.
1979, sambýlismaður hennar er
Arnar Ásgeirsson. Dóttir Þóru
er Katla Þórudóttir f. 2006. 3)
Kristín Tómasdóttir, f. 1982, gift
Guðlaugi Aðalsteinssyni. Börn
þeirra eru a) Mattías Kjeld, f.
2009, b) Ylfa Guðlaugsdóttir, f.
2011, c) Stella Guðlaugsdóttir, f.
2015. III) Sóley Jónsdóttir
þroskaþjálfi, f. 4. október 1958.
Sonur hennar er Pétur Níelsson
f. 1986, sambýliskona hans er
Anine Svenkerud Nordal. Dóttir
þeirra er Edda Nordal Péturs-
dóttir, f. 2017. IV) Kristín Jóns-
dóttir Njarðvík kennslufræð-
ingur, f. 15. janúar 1961, sam-
býlismaður Kristján
Þorsteinsson viðskiptafræð-
ingur. Kristín var áður gift Arn-
þóri Halldórssyni, þau skildu.
Sonur þeirra er Halldór Arn-
þórsson, f. 1991. V) Bergþór
Jónsson húsasmíðameistari, f.
15. janúar 1961, kvæntur Rósu
Guðmundsdóttur sjúkraliða.
Pabbi var fjölskyldumaður og
barnakarl sem sinnti okkur
krökkunum vel. Hann fór með
okkur í bíltúra og kenndi okkur
að þekkja náttúruna og njóta
hennar.
Pabbi var líka Borgfirðingur
og kenndi mér snemma að í
uppsveitum Borgarfjarðar væri
fallegra en annars staðar á land-
inu. – Við fórum oft upp eftir og
smám saman fyllti fjölskyldan
sendiferðabíl og pabbi var beð-
inn um að sýna hópferðaleyfið
sitt á leiðinni út úr bænum.
Pabbi byrjaði ungur að vinna
og vann mikið. Hann sagði mér
frá því þegar hann var að sækja
hestana, smala hraunið, fara á
Heiðina og teyma undir hús-
byggingarefni upp túnið í
Fljótstungu. Pabbi varð búfræð-
ingur frá Hvanneyri 1946 og átti
að verða bóndi. Hann valdi milli
mömmu og jarðarinnar, flutti
suður og fór að vinna tímabund-
ið á Nýju sendibílastöðinni. Árin
á Stöðinni urðu þó 46 og allan
tímann var hann vakinn og sof-
inn yfir velferð fyrirtækisins.
Pabbi kenndi mér að prjóna
og elda og hann keyrði mig vest-
ur á vit örlaga minna. Við töl-
uðum saman flesta daga og
hann fylgdist með lífi okkar á
Þverfelli jafnt sem annars stað-
ar. Hann snerist fyrir okkur og
með okkur og náttúrubarnið
pabbi sá á hárafarinu í andlitum
kindanna okkar að þær fengu
ekki allar sama fóðrið.
Pabbi var hlýr maður, traust-
ur, seigur, og hjálpsamur. Hann
var hagmæltur, vel máli farinn
og afar ritfær. Hann var okkur
líka öllum góð fyrirmynd sem
pabbi, afi og langafi. – Mamma,
börnin þeirra, barnabörnin,
barnabarnabörnin og kisan
Hlýja voru líf hans og yndi og
hann var ákaflega montinn af
þeim öllum.
Pabbi og mamma voru ólík en
samhent í brauðstritinu og upp-
eldi barnanna sinna. Þau fluttu í
Sóltúnið á gullbrúðkaupsdaginn
sinn. Þar áttu þau fallegt ævi-
kvöld, einhver bestu ár ævinnar.
Þau bjuggu í „bestu íbúðinni í
bænum“ með litlum garði „þar
sem alltaf var logn og sólin
skein“ svo grænir fingur og um-
hyggja pabba fengu að njóta sín.
Ef eitthvað er þarna hinum
megin veit ég að þau pabbi og
mamma sitja saman og haldast í
hendur, Hlýja skottast í kring-
um þau og pabbi getur ekki
stillt sig um að segja brosandi
við Doddu systur sína að senni-
lega hafi hún haft rétt fyrir sér
varðandi barnalánið þeirra.
Takk fyrir allt, elsku pabbi
minn.
Þín,
Brynja.
Skömmu áður en afi dó var
hann spurður hvort ég hefði allt-
af fengið allt sem ég vildi hjá
þeim ömmu. „Hún hefði allavega
átt að fá það“, svaraði hann um
hæl. Og hann meinti það. Ég get
ekki munað eftir neinu sem þau
neituðu mér um. Ef mig hefur
vanhagað um eitthvað í lífinu
hefur dugað að hringja í afa. Ef
maturinn heima var vondur, ef
systur mínar eða foreldrar fóru í
taugarnar á mér, ef mig langaði
í bíltúr, ef ég vildi viðra mig, ef
ég þurfti ráðgjöf eða stuðning.
Alltaf var afi tilbúinn að sækja
mig og gera allt sem í hans valdi
stóð til að ég fengi allt sem ég
vildi í lífinu.
Afi byggði með mér sand-
kastala samfleytt í þrjár vikur á
Kanaríeyjum, hann hefur varið
mörgum vinnuvikum í að spila
Olsen við mig og ef ég spurði
hvort við ættum að kíkja í ísbíl-
túr sagði hann: „Ætli það sé
ekki best.“ Hann dröslaðist með
mig í vinnuna ef mig langaði
það, hlustaði á Dýrin í Hálsa-
skógi meðan hann keyrði út
banana og kom við í Nesti til að
sækja handa mér sjeik. Hann og
amma sáu til þess, hvort með
sínum hætti, að ég dröslaðist
gegnum menntaskóla. Hjá þeim
átti ég pólitískt hæli sem ég
nýtti mér ansi oft ef ég var við
það að bugast á bröltinu í borg-
arstjórn. Þau elskuðu börnin
mín jafnheitt og ég.
Afi varð 93 ára. Hann fæddist
undir Danakonungi og það var
moldargólf heima hjá honum í
Fljótstungu. Hann var 21 árs
þegar seinni heimstyrjöldinni
lauk og hann talaði um gúmmí-
stígvélin sem byltingu. Í stað
þess að taka við búi foreldra
sinna flutti hann á mölina,
keypti sér bíl og stofnaði sendi-
bílastöð. Hann eignaðist sex
krakka og sá til þess að þau
skorti ekkert með því að vinna
baki brotnu. Hann lifði mann-
kynssögu sem við hin getum
bara lesið um. Hann lifði hverja
tæknibyltinguna á fætur annarri
og aðlagaðist breyttum aðstæð-
um, tók snemma þátt í innleið-
ingu tölvukerfis á sendibílastöð-
inni, kom heim með örbylgjuofn
áður en nokkur maður vissi
hvað það var og undir lokin
spjallaði hann við mig á Mess-
enger yfir hafið. Þó hann gæfi
sig út fyrir að vera staðnaður og
íhaldssamur stóð hann illa undir
þeirri ímynd.
Afi var hlýr og umhyggju-
samur maður. Hann hugsaði
ekki bara vel um krakkaskarann
sinn og mig heldur líka öll hin
barnabörnin, barnabarnabörnin,
systkinabörn sín, vini og vanda-
menn. Á níræðisaldri passaði
hann, hjúkraði og hugsaði betur
um ömmu en nokkur annar og
eftir að amma dó passaði hann
Hlýju sem var elskaðasta kisa í
Reykjavík. Hann vissi ekkert
betra en hrúgu af afkomendum
á sama stað á sama tíma. Þó
hann hafi verið mikið veikur síð-
ustu vikurnar er ég viss um að
honum fannst gott að við skyld-
um leggja undir okkur hjúkr-
unarheimilið að nóttu sem degi.
Hann hefur án efa notið þess að
hlusta á okkur spila og ráða
krossgátur við rúmstokkinn og
þótt sjálfsagt að hafa fullt af
miðaldra afkomendum í flat-
sæng á gólfinu á nóttunni.
Nú er elsku afi farinn til
ömmu og Hlýju. Ég hefði helst
viljað eiga þau alltaf, en það eru
víst takmörk fyrir því sem hann
gat látið eftir mér. Ætli það sé
ekki best að ég sætti mig við
það og þakki fyrir allt og allt.
Sóley Tómasdóttir.
Þegar ég var lítil og kom í
bæinn til afa og ömmu fórum við
Þóra með afa út í bakarí og
fengum að velja okkur nýbökuð
birkirúnnstykki og bleika snúða.
Það voru engin bakarí í sveitinni
þar sem ég bjó, svo að þetta var
mjög hátíðlegt. Við fórum í bíl-
túra uppí Heiðmörk þegar fór
að vora, miðstöðin var iðulega á
fullu og íslenski boltinn í útvarp-
inu. Þjóðsögur Jóns Árnasonar
voru lesnar þegar við gistum í
afa- og ömmurúmi á gamla
Kóngs og heimsóknirnar á Stöð-
ina voru ófáar en þar fengum
við gulan ópal og gos úr vél.
Alltaf bað Þóra líka um að fá að
sjá dæluna á Stöðinni og afi
sýndi okkur hana. Aldrei vissi
ég samt til hvers þessi dæla var
eða hvaða hlutverki hún gegndi,
það var bara eitthvað spennandi
við að fara að skoða hana með
afa.
Þegar ég varð eldri og fór í
menntaskóla í bænum bjó ég á
Kóngs, í sama stigagangi og afi
og amma. Þá eignaðist ég fyrsta
barnabarnabarnið þeirra og ég
man enn eftir risastóra blóm-
vendinum sem afi kom með til
mín á fæðingardeildina. Dóttir
mín var ekki aðeins fyrsta lang-
afabarnið heldur líka fyrsta
stelpan í fjölskyldunni í 16 ár
svo afi fór sérstaka ferð í bestu
blómabúðina í bænum og keypti
fallegasta vöndinn sem þau áttu
til. Hann lagði alltaf mikið upp
úr fallegum blómum, hvort sem
hann keypti þau eða ræktaði
sjálfur í litla garðinum sínum í
Sóltúni.
Eftir að ég skildi fannst mér
gott að koma við hjá afa þegar
börnin voru hjá pabba sínum og
mig langaði ekki að fara heim í
mannlausa íbúð eftir vinnu. Afi
var þá orðinn einn eftir að
amma lést. Við áttum það sam-
merkt og sátum oft saman í ein-
semdinni. Á föstudagskvöldum
skoðuðum við gjarnan myndirn-
ar hans afa og vídjóupptökurn-
ar. Flestar voru þær skemmti-
legar heimildir af afkomendum
hans og frændfólki. Aðrar vöktu
aðeins minni áhuga eins og t.d.
fleiri klukkustundir af ókunnugu
fólki að drekka kaffi á Stöðinni.
Um helgar horfðum við á fót-
bolta og afi hélt með Chelsea
eða „sjelsí“ eins og hann kallaði
þá en fylgdist líka grannt með
Arsenal, hann vildi nefnilega að
þeim gengi vel fyrir hann
Begga. Þess á milli spjölluðum
við um allt og ekkert. Við rædd-
um oft um ömmu, lífið og dauð-
ann. Einu sinni sagðist afi ekki
vita hvort himnaríki væri til en
ef hann kæmist þangað og
amma væri þar var hann sann-
færður um að hann myndi ekki
einu sinni taka eftir því heldur
bara sjá hana ömmu. Ég kemst
ekki hjá því að sjá það fyrir mér
núna.
Eftir að afi varð níræður og
eignaðist iPad og Facebook
kváðumst við oft á í gegnum
Messenger. Stundum liðu
nokkrar vikur á milli vísna en
stundum ortum við nokkrar
sama kvöldið. Afi stakk reglu-
lega uppá því að við gæfum út
ljóðabók saman og svo hlógum
við bæði. Hann sendi mér stund-
um ljóð sem hann hafði ort og
vildi vita hvað mér fyndist um
þau. Eitt þeirra, undurfallegt
ljóð sem heitir Að leiðarlokum,
er mér sérstaklega hugleikið
þessa dagana.
Frá Sóltúni í Sólland fer ég,
sannarlega glaður er ég
að gista þar á góðri stund.
Að eilífu hjá ömmu sef ég
örmunum um hana vef ég.
Ljúft er að eiga endurfund.
Gó gó, elsku afi minn, sofðu
vel hjá ömmu.
Kristín Björk Jónsdóttir.
„Þetta eru fínustu hænsn, vel
krydduð og steikt,“ bætir afi við
eftir að hann biður mig um að
rétta sér volga kjúklingavæng-
ina frá KFC. Litlu munar að ég
kúgist. Ég man hvað mér fannst
ógeðslegt að hann skyldi kalla
matinn á borðinu hænsn. Orðið
hænsn minnir á fiður. En minn-
ingin er lýsandi. Afi var fæddur
árið 1924 á bóndabæ í Borg-
arfirði. Fyrir honum heitir þetta
hænsn, kjúklingur var ekki mat-
reiddur og étinn í hans tíð. Og
það vissi ég auðvitað ekki þegar
mér svelgdist á við orðaval
gamla mannsins.
Það er ýmislegt sem ég veit
ekki um lífshlaup afa. Ég veit að
hann ólst upp í sveit og hugðist
verða bóndi, eða öllu heldur átti
hann að verða bóndi en varð það
aldrei. Páll bróðir afa fór í há-
skóla en afa var ætlað að taka
við búinu og fór í Bændaskólann
á Hvanneyri. Ekkert varð úr
þeim áformum og hann fluttist
suður til Reykjavíkur og kom
sér fyrir í hálfgerðum kofa með
konu sinni og dóttur. Svo ók
hann sendibíl myrkranna á milli
í nokkra áratugi, tók svo við
rekstri fyrirtækisins. Ég þekki
þessa sögu, og þó ekki eins vel
og ég vildi, en ég var samt ekki
á staðnum. Ég veit ekki hvað
það er að fá ekki að mennta sig.
Ég veit ekki hvað það er að
draga björg í bú fyrir sex börn
og koma þeim til manns.
Þetta var ólíkt þjóðfélag, lífið
horfði öðruvísi við afa en við
mér. Ég hef lesið um það í bók-
um, um fólksflutningana og um-
byltinguna frá sveit í borg. Það
er stórtækasta breyting á lifn-
aðarháttum Íslendinga fyrr og
síðar. Nú rennur upp fyrir mér
að auðvitað stendur hvergi
prentuð í nokkurri bók sú viska
sem afi bjó yfir um þennan tíma.
Þessum þjóðfélagsbreytingum
laust sem eldingu þvert um sálu
afa og geð, svo að æ síðan var
hann klofinn maður, bóndi á
aðra hönd en sendibílstjóri í
Breiðholti á hina. Hvorn kostinn
hefði ég valið sjálfur?
Það er vitlaus spurning, því
afi hafði lítið val. Ég fæ að
ganga í skóla og ég legg mikið
upp úr lærdómi, hef alltaf gert.
Afi gerði stólpagrín að ein-
kunnaáráttu minni og sér í lagi
móður minnar. Hann var vanur
að hæðast að mömmu með því
að rifja upp eftirminnileg sam-
skipti hennar og Ara bróður. Ari
kom heim með 8,5 í einkunn á
prófi. Mamma sagði það „með
öllu óviðunandi“. Þetta taldi afi
fullkomna firringu, réttilega, og
lét þess oft getið. Hann vissi að
lífið er annað og meira en tölur
á blaði. Hann þekkti muninn á
þekkingu og bókum. Hann
kenndi mér að menntun fæst
ekki bara í skóla. Hann hló að
snobbinu í okkur mömmu.
Hann var líka húmoristi. Síð-
ustu vikurnar rak hvert gull-
kornið annað. Það var rigning-
arsuddi, sem eftir á að hyggja
var auðvitað skýr fyrirboði um
manninn með ljáinn. Ég sat við
rúmstokkinn hjá afa. „Það er
demba,“ segi ég. Hann svarar
til: „Og þú karlremba“. Fem-
ínisminn hans afa. Hann var
óneitanlega pólitískur, lífsreglur
hans, bindindismannsins, eru
frægar: „Ég reykti aldrei sígar-
ettur, bragðaði aldrei vín og
kaus aldrei Sjálfstæðisflokkinn.“
Honum var í nöp við íhaldið,
eins og vinstrimenn af hans
kynslóð kalla það. Þegar ég til-
kynnti honum að ég væri kom-
inn á Moggann sagði hann: „Ég
vissi að þú yrðir íhaldskarl, þú
ert duglegri en við vinstri-
menn.“
Þannig voru hans hinstu orð
við mig: „Þú ert duglegur karl.“
Þar held ég þó að bóndanum
hafi láðst að líta undir taglið á
sjálfum sér, því að ekki allir
hefðu getað axlað það erfiði sem
hann lifði við á langri ævi. Ef til
er sannur Íslendingur, þá var
það afi. Ég veit ekki alveg
hvernig er best að minnast
hans. Ég streitist við að kveðja,
því að sumir finnst manni að eigi
að vera eilífir. Það er þó enginn
og hver og einn má svara kallinu
þegar það kemur. Ég á alltaf
eftir að muna afa. Ég kveð hann
hér með og má til með að líta
svo á, að dagurinn sem ungur
maður kveður afa sinn, hljóti að
vera dagurinn sem hann verður
loksins að manni.
Snorri Másson.
Jón var bróðir Sigrúnar
mömmu minnar. Þau voru
fjórða og fimmta af sjö systk-
inum sem ólust upp í Fljóts-
tungu í Hvítársíðu. Átthagarnir
voru þeim mjög dýrmætir og
ræturnar í Fljótstungu sterkar.
Þegar þau stofnuðu sín eigin
heimili átti hann heima í
Reykjavík og hún á Húsafelli.
Þau áttu samtals 11 krakka og
hjálpuðust að og áttu hvort ann-
að að í næstum því öld. Krakka-
stúss, fæðingar, skírnir, hlaupa-
bólur, fermingar. Unglinga-
veseni tekið með æðruleysi og
uppskera í ágætis fullorðnum
manneskjum sem hafa fjölgað
sér með góðum árangri. Við
gistum á Kóngsbakka í lengri og
skemmri tíma og þeirra krakkar
komu í sveit til okkar. Jón og
Kittý hjálpuðu pabba og
mömmu meðal annars um versl-
unarmannahelgar þegar haldin
voru mót á Húsafelli og þau
hjálpuðust að við að hafa greiða-
sölu þar. Þau skrifuðust á og
skiptust á hugmyndum um
hvernig væri best að koma undir
sig fótunum og í einu bréfinu
stingur Jón upp á því að smyrja
samlokur og selja svöngum
ferðalöngum. Það varð heldur
betur úr og eldhúsið á Húsafelli
varð samlokugerð undir stjórn
kvennanna og Jón stýrði sjopp-
unni með dyggri aðstoð Ragn-
heiðar á Kolstöðum. Það var sof-
ið alstaðar þessa helgi. Í
baðkarinu og undir búrborðinu.
Einu sinni var nógu hlýtt til að
skarinn svaf úti á milli fjárhús-
anna. Krakkarnir gerðu líklega
að mestu það sem þeim sýndist
en hjálpuðu þó til eftir stærð og
getu. Það var allavega kostur að
ná yfir afgreiðsluborðið og sum-
ir voru seigir að tína flöskur og
rusl.
Jón átti sendiferðabíl. Stund-
um átti hann bláan og stundum
rauðan en alltaf R 4646. Það var
ákaflega skemmtilegt að sitja
aftur í og það jafnast engin
rússíbani á við veginn yfir
hraunið að Fljótstungu í sendi-
ferðabíl fullum af krökkum sem
syngja hástöfum. Það er mikill
auður að eiga góðar og fallegar
bernskuminningar og þar á ég
Nonna frænda, Kittý og krökk-
unum þeirra mikið að þakka.
Á níunda áratugnum í lífi
þeirra systkina voru þau í miklu
sambandi og hann heimsótti
systur sína nánast daglega á
Sóltún síðustu árin hennar. Þá
voru þau bæði búin að missa
sína dýrmætu og góðu maka og
samband þeirra var nógu náið
til þess að þau leyfðu sér að fá
útrás fyrir sorg og söknuð með
því að kýta svolítið og þusa á
milli þess sem þau rifjuðu upp
æskuminningar og montuðust af
afkomendum sínum. Systir hans
gat verið miður sín lengi af til-
hugsuninni um að hann hafi far-
ið svangur og húfulaus að sækja
hestana níu ára gamall og var
ekki í rónni með að hann væri
að þvælast vettlinga og húfulaus
á skutlunni 90 ára gamall. Jón
sagðist aldrei myndi ganga í
hlýju peysunni sem hún gaf hon-
um í 90 ára afmælisgjöf en
gleymdi því stundum og mætti í
henni og þá kættist litla systir
heldur betur. Þau fundu sér
eitthvað til að metast um ef
skapið var þannig og þá gat það
verið hvort ætti ríkari Begga
eða hvaða dóttir færi víðast um
til að bjarga heiminum. Hann
átti oftast sigurinn vísan. En
það var 1-1 í því að hún átti
fleiri stráka en hann átti fleiri
stelpur og í logni var gott að
hafa jafntefli í einhverju. Það
skal tekið fram og ítrekað að
það var fallegt og gott á milli
þeirra og þeim þótti innilega
vænt um hvort annað.
Vinnusemi og myndarskapur
var þeirra dyggð og oft var vitn-
að í ömmu þeirra sem varð 102
ára og sagði að það ætti að sofa
þegar syfjaði en vera aldrei
óvinnandi vakandi. Þau voru
bæði trú þeirri speki og oft var
dáðst að dugnaði Jóns bróður og
hann átti hrósið skilið.
Jón var góður og fallegur
maður. Hann var óendanlega
þolinmóður, hlýr og greiðvikinn.
Hann hrósaði manni og taldi til
kosti samferðafólks sem hallað
var á. Hann gat líka bitið í sig
sérvisku og honum fannst ekki
leiðinlegt að fólkið hans var með
honum í því að 4646 væri feg-
urst allra bílnúmera og talan 46
Jón Bergþórsson