Morgunblaðið - 14.06.2018, Side 58
58 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018
✝ Ólöf BjörkBjörnsdóttir,
garðyrkjufræð-
ingur, fæddist 29.
maí 1946 í Reyk-
holti í Borgarfirði.
Hún lést 25. maí
2018 á Heilbrigð-
isstofnun Suður-
nesja.
Foreldrar henn-
ar voru Björn Guð-
laugur Ólafsson, f.
14. nóvember 1912, d. 1. október
1971, garðyrkjumaður á Varma-
landi í Reykholtsdal, og Margrét
Jóhannesdóttir, f. 9. mars 1904,
d. 28. desember 1996, húsfreyja á
Varmalandi í Reykholtsdal.
Systkini Ólafar eru Elín
Björnsdóttir, f. 1. febrúar 1943,
d. 8. ágúst 2016, Sveinn Grétar
Unnardóttir, f. 20.6. 2003.
2) Margréti, f. 1. júlí 1968, gift
Fal Jóhanni Harðarsyni, f. 15.
október 1968. Börn þeirra eru a)
Lovísa Falsdóttir, f. 22. júlí 1994,
sambýlismaður Gunnar
Þorsteinsson, f. 1. febrúar 1994,
b) Elfa Falsdóttir, 21. janúar
1998, og c) Jana Falsdóttir, f.
29.11. 2005.
Framan af starfaði Ólöf á ýms-
um vettvangi, en garðyrkjan átti
hug hennar allan og lengst af var
hún í eigin rekstri með plöntu-
sölu á heimili sínu, Dranga-
völlum 6 í Keflavík. Á fimmtugs-
aldri hóf Ólöf nám við
Garðyrkjuskólann að Reykjum
og lauk þaðan námi árið 1996
sem garðyrkjufræðingur. Ólöf
rak blómaverslun í verslun varn-
arliðsins á Keflavíkurflugvelli í
nokkur ár á síðustu árum varn-
arliðsins hér á landi og til
skamms tíma var hún einnig
garðyrkjustjóri Reykjanesbæjar.
Útför Ólafar fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag, 14. júní
2018, klukkan 13.
Björnsson, f. 21.
apríl 1945, og Jó-
hanna Guðrún
Björnsdóttir, f. 5.
desember 1949.
Ólöf giftist Stur-
laugi Helga Ólafs-
syni, f. 9. september
1948, d. 22. október
2009, í Keflavík-
urkirkju 26. desem-
ber 1967, (skilin í
desember 2007) og
eignuðust þau 1) Unni, f. 23.1.
1967.
Börn Unnar eru a) Davíð Eld-
ur Baldursson, f. 11. nóvember
1983, sambýliskona Guðbjörg
Huld Árnadóttir, f. 28. ágúst
1990, sonur þeirra er Sturlaugur
Árni, sonur Davíðs af fyrra sam-
bandi er Jakob Steinn. b) Urður
Að kveðja þig nú, elsku
mamma, er svo undarlega skrýt-
ið og sárt. Ég var farin að trúa
því að þú myndir lifa að eilífu
enda talaðir þú þannig og lést
mann trúa. Kveðjustundin kom
kannski ekki fyrirvaralaust en
sagt er að þó að aðdragandinn sé
langur sé enginn tilbúinn þegar
að henni kemur.
Garðyrkja og ræktun var þín
ástríða. Þú hafðir ekki bara gam-
an af gróðri, nei, það má með
sanni segja að þú tókst þetta alla
leið. Það var bæði skemmtilegt
og fræðandi að alast upp í kring-
um þig og plönturnar, allir á
heimilinu fengu hlutverk og allir
tóku þátt. Nú í dag ylja mér
minningar um atganginn sem
hófst á vorin við að setja upp
blómasöluna sem var lengstum
bara í innkeyrslunni og á tröpp-
unum heima á Drangó. Mamma í
essinu sínu að stjórna, græja og
gera. Viðskiptavinir komandi á
öllum tímum sólarhringsins og
heimilisfólk að skottast út til að
hjálpa til.
Þú varst með stóran kúnna-
hóp og fólk sóttist í þekkingu
þína enda fáir sem gátu skákað
þér þar. Nokkrir skemmtilegir
kúnnar komu alltaf og fengu það
sama, t.d. gular stjúpur með
auga. Þeir sem voru í klíkunni
fengu að handvelja sjálfir í bakka
enda skildir þú sérviskuna í þeim
sem sáu mun á gulri stjúpu og jú
gulri stjúpu. Ekkill nokkur kom
á hverju vori og keypti tóbaks-
horn á leiði konu sinnar því henni
þótti svo gott að reykja, aðrir
völdu ilmskúf því lyktin var svo
góð. Heilu bílfarmarnir af pott-
um voru keyrðir til þín svo þú
gætir skreytt þá fallega, já, þú
gerðir þá það einstaka að fólk
tók myndir til að fá það sama hjá
þér næsta vor. Tryggðin og
ánægjan hjá þessum kúnnahópi
þínum var það mikil að fólk var í
mörg ár að koma eftir að þú
veiktist í von um að þú værir
með blómasölu það vorið. Í þó
nokkurn tíma reyndir þú að
verða við beiðnum þeirra enda
hélstu alltaf í vonina um að geta
tekið upp þráðinn en því miður
leyfði sjúkdómurinn það ekki.
Mamma glímdi við lungna-
þembu í 11 ár sem smátt og
smátt dró úr þrótti sem ávallt
einkenndi hana.
Hugur hennar breyttist þó
aldrei, hún var alltaf alveg á leið-
inni út í skúr að búa til mold, sá
fyrir skrautkáli eða prikla silf-
urkambinn, þannig var bara
mamma og því ekkert skrýtið að
ég héldi að hún myndi lifa að ei-
lífu.
Það er svo margt sem ég gæti
skrifað um móður mína, kosti
hennar og galla eða hversu ólíkar
eða líkar við vorum. Ég er svo
heppin að ég átti allar þessar
samræður við hana sjálfa enda
var samband okkar heiðarlegt.
Þrátt fyrir að hafa verið oft
ósammála í ákveðnum málefnum
vissi ég alla tíð að hún elskaði
mig og hún vissi að ég elskaði
hana.
Með ást minni allri
sendi ég nú
styrk
og bænir blíðar.
Ég er ég
og
þú ert þú
Við sjáumst síðar.
(Auður Hansen)
Guð geymi þig, elsku mamma,
og ef ég þekki þig rétt er búið að
rigga upp öllum bestu og flott-
ustu plöntum jarðar þarna í sum-
arlandinu, pungurinn kominn um
mittið og opin búð.
Þín dóttir,
Margrét Sturlaugsdóttir.
Í dag fylgjum við Ólöfu Björk
Björnsdóttur (Ólu) tengdamóður
minni síðasta spölinn. Það eru
rétt um 32 ár síðan ég fór að
gera mér reglulegar ferðir á
Drangavellina til að hitta Mar-
gréti dóttur þeirra Ólu og Stulla
heitins. Á Drangavöllunum var
oft mikið fjör og gestkvæmt. Á
sumrin rak Óla blómasölu á
heimili sínu þar sem Suðurnesja-
menn og konur komu og keyptu
blóm og trjágróður ásamt því að
sækja í þekkingu Ólu á viðfangs-
efninu, því hún var ávallt með
svör á reiðum höndum. Óla var
mikill frumkvöðull í garðyrkju og
má klárlega segja að hún eigi
stóran þátt í því að byggð á Suð-
urnesjum er jafn gróðri vaxin og
raun ber vitni, en margar svart-
sýnisraddir töluðu lengi vel um
að ekki yxi stingandi strá á Suð-
urnesjum.
Þar sem ég hef starfað góðan
part af minni starfsævi á höf-
uðborgarsvæðinu, var ekki
óvanalegt að fá hringingu frá Ólu
um miðjan dag á fögrum sum-
ardegi, þar sem hún bað mig um
að koma við á einhverri gróðr-
arstöð á leiðinni heim og taka
með mér nokkrar plöntur sem
hún hefði pantað. Þó hún vissi
vel að ég keyrði um á fólksbíl,
var magnið yfirleitt það mikið
sem hún pantaði að ég þurfti að
stoppa á Reykjanesbrautinni til
þess að ná andanum, því ég var
að tapa baráttunni um súrefnið í
bílnum fyrir plöntunum.
Á mínum íþróttaferli var ég
heppinn að fara oft til útlanda í
keppnisferðir. Aldrei klikkaði að
Óla bað um sinn skammt í frí-
höfninni, karton af Viceroy, Bo-
ucheron ilmvatn og P.K tyggjó.
Við grínuðumst oft um að Óla
færi í Boucheron sturtu, því slík-
ur var ilmurinn þegar hún gerði
sig tilbúna fyrir daginn.
Það hefur alltaf verið stutt í
prakkarann í mér og á því fékk
Óla oft að kenna á. Á námsárum
okkar Möggu í Bandaríkjunum
urðu á vegi mínum sígarettu-
hvellhettur, sem ég keypti með
leyfi konu minnar. Þessar hvell-
hettur voru einstaklega vel nýtt-
ar og vandað var til verka svo
Óla tæki ekki eftir þeim og þeim
jafnvel troðið inn í miðja sígar-
ettuna. Svo sprungu þessar elsk-
ur með tilheyrandi öskrum og
köllum, „Falur, þú drepur mig
einn daginn!“
Óla var alltaf mjög varkár í
kringum vélar og tæki. Eitt sinn
gekk henni illa að starta keðju-
sög sem hún var að nota við að
gera einhvern garðinn frægan og
kom hún við heima hjá okkur
Möggu og bað mig um að athuga
hvort við gætum ekki hjálpað
henni. Þar sem við stóðum á
tröppunum, var þetta of gott
tækifæri til að sleppa í lítinn
hrekk, þá þóttist ég toga í spott-
ann og reif keðjusögina upp fyrir
haus með tilheyrandi látum
„RATATATA ...“. Já, ég var ekki
klappaður upp!
Það hefur ekki verið auðvelt
að fylgjast með þessari duglegu
kjarnakonu sl. 11 ár þar sem hún
hefur glímt við lungnasjúkdóm
sem bara versnaði með árunum.
Alltaf var hún á leiðinni út garð
að gera hitt eða þetta, en heilsan
leyfði fátt.
Elsku Óla mín, takk fyrir alla
samveruna og já, ég kyssi
Möggu og stelpurnar frá þér.
Falur J. Harðarson.
Elsku amma okkar rokk.
Það er erfitt að kveðja þig
svona snemma. Þú varst alltaf til
staðar fyrir okkur. Okkur þótti
alltaf svo gaman að heyra
bernskusögur þínar af prakkara-
strikum þínum í Reykholti og um
þann draum þinn að verða rokk-
ari og giftast Freddie Mercury.
Þú sagðir svo skemmtilega frá
þessum draumi og hvernig þú
gafst snemma upp á honum,
einna helst vegna þess að þú
komst að því að Freddie Merc-
ury væri samkynhneigður. Það-
an lá leiðin beint í sundlaugina,
eðlilega. Sögurnar af glæstum
sundlaugardögum þínum voru í
toppklassa, það hafði enginn roð
við þér á landsvísu, mögulega
heimsvísu (að eigin sögn). Við
systur trúðum lengi vel hverju
einasta orði og skildum lítið hvað
afi fussaði og sveiaði í bakgrunni.
Við systur munum segja börn-
unum okkar frá þessum sögum
og síðan öllum þeim minningum
sem við eigum um þig: Dagarnir
sem við fengum að hjálpa til í
garðhúsinu og við blómasöluna.
Öll verkefnin sem þú sendir okk-
ur í, misskemmtileg en í dag ylja
minningarnar okkur um hjarta-
rætur.
Svo eru það verkefnin sem þú
hjálpaðir okkur með, eins og
þegar Lovísa bað þig um hjálp
með skólaverkefni á yngsta stigi
í grunnskóla. Bekkurinn átti að
gróðursetja lítil sólblóm inni í
skólastofu. Lovísa fékk undan-
þágu til þess að taka blómið með
heim vegna þess að þú varst auð-
vitað þekkt í bænum fyrir þína
grænu fingur. Flestir bekkjar-
félagarnir voru með blóm sem
rétt náðu upp úr blómapottinum
við gluggann í skólastofunni en
blómið hennar Lovísu komst
ekki inn í skólann og því varð
mynd að duga fyrir bekkinn. Sól-
blómið stóð í tæpum þremur
metrum enda allt það besta úr
blómavítamínsbankanum nýtt í
þetta skólaverkefni barnabarns-
ins.
Við munum alla tíð búa að
þeim eiginleikum sem við höfum
frá þér. Það var yndislegt hve
mikinn húmor þú hafðir fyrir
sjálfri þér og hvað við gátum oft
hlegið að þér og með þér á sama
tíma. En nú er kominn tími til að
kveðja í hinsta sinn, takk fyrir
allar minningarnar og góðu
stundirnar.
Þínar barnadætur,
Lovísa, Elfa, Urður og Jana.
Blómakonan og baráttujaxlinn
Ólöf Björk Björnsdóttir er sofn-
uð svefninum langa að lokinni
ævi sem alla tíð einkenndist af
miklum viljastyrk, baráttuþreki
og dugnaði. Það voru margar
brekkurnar í lífinu sem hún
þurfti að yfirstíga. Kæmist hún
ekki yfir þær í fyrstu atrennu,
reyndi hún bara aftur og barðist.
Hún hafði ekki alltaf sigur og
undi hún því illa þegar hún þurfti
að lúta í lægra haldi fyrir áskor-
unum lífsins. Þessi mikli baráttu-
andi var sveitastelpunni úr Borg-
arfirði í blóð borinn, enda í æsku
alin á hreinum náttúruafurðum
og grænmeti sem gerðu hana
sterka og kröftuga. Hún elskaði
sumarið þegar náttúran skartaði
sínu fegursta og það var ein-
hvern veginn í hennar anda að
sofna inn í eilífðina þegar sum-
arið gerði loks vart við sig og sól-
in gægðist út úr skýjaþykkninu.
Lífsþorsti einkenndi líf hennar
alla tíð. Hún var hins vegar
breysk og mannleg, fetaði ekki
alltaf hefðbundna stígu og gerði
mistök eins og við hin. Hún var
mikil hugsjónakona og barðist
fyrir því að laga það sem henni
þótti óréttlátt. Jafnréttismál
voru henni hugleikin og var hún
formaður jafnréttisráðs í heima-
bænum um hríð. Jafnaðarmaður
í hjarta sínu sem sýndi það í
verki. Hún þurfti að heyja bar-
áttu við bankakerfið og hafði bet-
ur í stórum málum á þeim vett-
vangi, þar sem hún beitti
óvéfengjanlegum rökum, án lög-
lærðra manna, geri aðrir betur!
Pólitísk og réttsýn, alltaf með
puttann á þjóðarpúlsinum!
Trúin á Guð fleytti Ólu yfir
boðaföllin í lífinu og hélt hún því
fram að það væri ekki það sama
að trúa á Guð og treysta honum.
Hún gerði sér fyllilega grein fyr-
ir að hún vildi oft stýra aðgerð-
um í samtali sínu við himnaföð-
urinn, vissi þó að um það snérist
hin sanna trú ekki.
Ég kynntist þeim sæmdar-
hjónum Ólu og Stulla þegar ég
kom fyrst til Keflavíkur. Þau
sýndu okkur Gísla og öllum í fjöl-
skyldu okkar einstaka velvild
alla tíð. Þegar ég lít yfir farinn
veg og þá leið sem við vorum
samferða , er hjarta mitt fullt af
þakklæti fyrir þá gæfu að verða
aðnjótandi góðrar vináttu þeirra
hjóna. Á ljúfum stundum reynd-
um við oft að ráða lífsgátuna,
sem okkur tókst ekki frekar en
öðrum, töluðum um nærandi
málefni, tókum í spil og höfðum
gaman. Ég lít svo á að nú séu
þau Stulli sameinuð á ný, eftir
nokkurra ára aðskilnað, bæði í
þessu lífi sem og lífinu hér og líf-
inu í eilífðarríkinu þegar annar
aðilinn kveður.
Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg;
en anda sem unnast
fær aldregi
eilífð að skilið.
Þannig orti Jónas Hallgríms-
son. Það veitir fró að vera sam-
mála lífssýn skáldsins og sjá þau
fyrir sér sameinuð og samstiga
sem forðum. Ég lít svo á, að við
komu Ólu í eilífðarríkið hafi
fjölgað um einn í englahersveit
fjölskyldu hennar, fjölskyldunn-
ar sem hún unni svo heitt og var
henni allt!
Við ferðalok vil ég þakka
minni kæru vinkonu og þeim
Stulla báðum vináttuna í gegnum
árin og kærleikann sem þau
sýndu mér og mínum alla tíð. Ég
votta Unni, Möggu, Davíð og
fjölskyldum þeirra mína dýpstu
samúð og bið þeim Guðsbless-
unar.
Sumarrós Sigurðardóttir
(Rósa).
Látin er í Keflavík Ólöf Björk
Björnsdóttir garðyrkjufræðing-
ur. Óla, eins og við kölluðum
hana var frá Reykholti í Borg-
arfirði, þar sem hún ólst upp hjá
foreldrum sínum, garðyrkju-
bændunum Birni Ólafssyni og
Margréti Jóhannesdóttur konu
hans ásamt þremur systkinum.
Óla fluttist ung að árum til
Keflavíkur og þar kynntist hún
manni sínum Sturlaugi Ólafssyni
og hófu þau búskap og ólu upp
tvær dætur sínar, Unni og Mar-
gréti og seinna dóttursoninn
Davíð.
Óla var vel þekkt í Keflavík og
nágrenni enda seldi hún flestum
bæjarbúum blóm og tré um
margra ára bil. Hún var óspör á
fræðslu um gróður og gróður-
setningu til viðskiptavina sinna
og brann af áhuga fyrir að prýða
landið gróðri, ekki aðeins eigin
garð, sem var stórkostlegur,
heldur bæinn allan. Þennan
áhuga hafði hún úr föðurhúsum
en á miðjum aldri tók hún sig til
og nam fræðin í Garðyrkjuskól-
anum í Hveragerði og lauk þaðan
námi. Óla var dugnaðarforkur og
vílaði ekki fyrir sér erfiðu verkin
en best undi hún sér við vinnu
utan dyra umvafin mold og hvers
konar jurtum.
Við hjónin kynntumst Ólu og
Stulla þegar börnin okkar Mar-
grét og Falur bundust tryggð-
arböndum. Þá var góður tími í
lífi þeirra hjóna og gaman að
kynnast þeim og öllum þeirra
góðu vinum sem svo oft litu inn á
Drangavellina. Alltaf var glettni í
fyrirrúmi. Oftar en ekki voru
þjóðmálin rædd en Stulli leysti
öll mál á gamansaman hátt sem
honum einum var lagið, með
kynngimögnuðum sögum af
náunganum og hlátrasköllin óm-
uðu.
Í gegnum árin höfum við
glaðst saman yfir velgengni
barnanna okkar og litlu hnátun-
um þeirra. En lífið er hverfult,
Stulli lést eftir erfið veikindi árið
2009 og í kjölfarið hafa áföllin
dunið yfir Ólu hvert af öðru og
ekki að undra þó heilsa hennar
hafi gefið eftir.
Síðustu árin hefur verið erfitt
að fylgjast með þessari dugnað-
arkonu hlekkjaðri í fjötrum sjúk-
dóms. Hún sagði aftur og aftur
að hún væri viss um að hún
mundi hressast þegar sumarið
kæmi og hún gæti farið að dunda
sér í garðinum. Nokkur sumur
hafa liðið og nú hefur sjúkdóm-
urinn sigrað en við sjáum hana
fyrir okkur í öðrum garði, lausa
við þjáningar og mótlæti í hinu
eilífa sumarlandi, önnum kafna
við að hagræða blómum.
Ragnhildur Árnadóttir.
Það var fjölbreyttur hópur
fólks sem kom saman á haust-
dögum árið 1994 til að hefja nám
í Garðyrkjuskóla ríkisins að
Reykjum í Ölfusi. Sjaldan hafði
nemendahópur spannað svo vítt
svið reynslu og aldurs en þetta
árið var meðalaldur nemenda
rétt yfir 29 ár. Ólöf Björk
Björnsdóttir var ein þeirra nem-
enda sem hófu nám þetta haustið
og lyfti upp meðalaldrinum,
reynslubolti sem bjó yfir mikilli
þekkingu af garðyrkju, hafði
unnið við fagið í mörg ár og rak
sína eigin garðyrkjustöð í Kefla-
vík. Það var gaman að hafa Ólöfu
í hópnum, hún var hress að tala
við og skemmtilega hreinskilin.
Við dáðumst að Ólöfu, dáðumst
að dugnaðinum við að keyra alla
leið á hverjum morgni frá Kefla-
vík í Hveragerði hvernig sem
viðraði og hvernig sem á stóð.
Hún var ein af þeim sem voru
með fullt hús í mætingarkladd-
ann þó hún ætti um lengstan veg
að fara daglega. Við dáðumst líka
að kjarkinum sem hún hafði,
kjarkinum við að spyrja ítarlega
út í námsefnið, láta sína skoðun í
ljós í kennslustundum og við
höfðum líka gaman af því þegar
hún rak kennarana á gat enda
hafsjór að reynslu og þekkingu.
Við vorum mörg sem vorum í
sambandi við hana á síðustu ár-
um á samfélagsmiðlum og þar
eins og í skólanum forðum lét
hún að sér kveða.
Hún hafði sterkar skoðanir á
pólitík og samfélaginu, vildi gott
og réttlátt samfélag fyrir alla
óháð stétt og stöðu. Við skóla-
félagarnir í Garðyrkjuskólanum
sendum samúðarkveðjur til fjöl-
skyldu og vina, við sitjum eftir
og minnumst Ólafar, minnumst
glaðværrar, ósérhlífinnar konu
með sterka réttlætiskennd sem
gott var að vera í návistum við.
Blessuð sé minning þín.
Fyrir hönd samnemenda í
Garðyrkjuskóla ríkisins árin
1994-1996,
Elín Sigríður Óladóttir.
25. maí síðastliðinn kvaddi ég
minn besta vin. Þrátt fyrir að
hún hafi verið veik í yfir áratug,
þá tókst henni alltaf á einhvern
hátt að jafna sig og komast aftur
heim, þangað til í þetta skiptið.
Þvílíkur var baráttuhugurinn í
henni, en það er langt síðan
læknir útskýrði fyrst fyrir mér
að hún ætti mögulega lítið eftir.
Því var það kannski ekki óeðli-
legt þegar hún sagði mér í vik-
unni áður að hún ætlaði að kom-
ast út í garð í sumar, að maður
tryði því með henni að það yrði
hægt.
Orð fá því varla lýst hversu
vænt mér þótti um hana ömmu
mína. Minning um sterka konu
mun lifa í okkur sem þekktum
hana um ókomna tíð. Minning
um trausta konu sem lagði sig
alltaf alla fram til þess að ná
settum markmiðum, hvort sem
það var fyrir sig sjálfa eða við
það að hjálpa öðrum. Í dag er
rosalega erfitt að sjá fyrir sér
einhverja veröld sem hún er ekki
hluti af, en eins og þeir sem
þekktu hana vita, þá var um risa-
stóran karakter að ræða. Lét sig
allt varða og sama hvert um-
ræðuefnið var, þá bæði hafði hún
skoðun, sem og vildi hún ræða
hana.
Að hafa fengið að alast upp
hjá henni tel ég vera mesta
gæfuspor lífs míns. Í minni æsku
lagði hún sig alla fram fyrir mig.
Ekki aðeins að sjá til þess að ég
hefði allt til alls, heldur gaf hún
sér einnig ómældan tíma og vor-
um við mjög góðir vinir. Vinátta
sem hélst frá því ég man eftir
mér allt fram til síðasta dags.
Þó heimurinn minn sé ein-
kennilegur án þín í dag, er ég gíf-
urlega þakklátur. Þakklátur fyr-
ir allt sem þú kenndir mér,
sýndir mér og gerðir fyrir mig.
Bæði mun ég svo lengi sem ég
lifi segja börnum mínum frá þér
og minna á að flest, ef ekki allt,
sem gott ég kann, lærði ég hjá
þér og afa.
Hafði í ófá skipti farið á hnén
og beðið fyrir heilsu þinni síðast-
liðin ár. Undir lokin kvað þó við
eilítið annan tón í bænum mínum
þegar ég bað til guðs um að hann
myndi taka vel á móti þér, því
það átt þú svo sannarlega skilið.
Veit ekki nákvæmlega hvar það
er sem þú ert núna, en ég vona
að afi sé þarna með þér aftur og
að þið passið upp á hvort annað.
Vert sæl, elsku amma mín. Ég
syrgi þig, en góðu minningarnar
eru sorginni yfirsterkari. Takk
fyrir allt. Ég mun geyma þig í
hjartanu svo lengi sem ég lifi.
Þinn
Davíð.
Ólöf Björk
Björnsdóttir