Morgunblaðið - 14.06.2018, Síða 60

Morgunblaðið - 14.06.2018, Síða 60
60 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018 ✝ Helga Ár-manns fæddist í Vestmannaeyjum 18. nóvember 1940. Hún lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði 7. júní 2018. Eftirlifandi eig- inmaður Helgu er Sigurður I. Ólafs- son, börn þeirra eru Ragnhildur Sigurðardóttir, maki Örn Guð- mundsson, og Ólafur Kr. Sig- urðsson, maki Sig- rún Ósk Jóhannes- dóttir. Börn Ragnhildar og Arnar eru Helga, Ísak og Guðmundur Freyr. Börn Ólafs og Sig- rúnar eru Fannar Már, Sigurður Ingiberg og Logi. Útför Helgu fer fram frá Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði í dag, 14. júní 2018, klukkan 13. Elsku litríka Helga frænka. Með þinn smitandi hlátur eins og Njarðvíkurfólkið. Eða Amma Helga eins og þú varst kölluð eftir að börnin okkar fæddust. Alltaf í fallegum og litríkum fötum með bleikan varalit. Með þitt fallega bros sem náði til augnanna og þennan einstaka hlátur. Við köllum það að hlæja með hjartanu. Helga, Siggi og foreldrar okkar kenndu okkur hvernig fjölskylda á að standa saman, rækta vinátt- una og fjölskylduböndin. Það er margs að minnast en sérstaklega hvað við fórum í skemmtilegar og ógleymanlegar ferðir innanlands sem utan. Og þar varst þú, Helga frænka, hrókur alls fagnaðar. Helga frænka okkar var lista- kona og listunnandi Hún sagði margar skemmtilegar sögur af sér og pabba okkar. Ekki síst frá þeim tíma þegar þau voru börn. Hvernig þau léku sér saman og hvernig hann gat endalaust strítt henni. Við trúum því að það hafi lagt grunninn að ævilangri vináttu þeirra systkina. Takk fyrir allar sögurnar. Og fyrir góðar minningar, með gleðina í aðalhlutverki. Og ekki síst fyrir öll frábæru listaverkin sem við eigum eftir þig og bókina um sögu kvenna í fjölskyldunni. List þín mun hjálpa okkur að við- halda minningu þinni í hugum okkar og barnanna okkar. Takk fyrir allt, elsku Helga frænka. Hildur, Helga, Ármann og Heiða. Til minningar um góða frænku. Það er auðvitað alltaf erfitt og sárt að fá fréttir af andláti þeirra sem eru manni kærir og það átti svo sannarlega við þegar ég fékk símtalið um að hún Helga frænka væri farin, en mikið var ég þó feg- in að hún skyldi þó loksins hafa fengið hvíldina. Helga frænka var einhvern veginn alltaf partur af mínu lífi, alveg frá því að ég var barn enda voru þau systkinin mjög náin og fjölskyldur okkar mjög tengdar. Fyrir það er ég mjög þakklát. Í dag þegar ég horfi til baka þá átta ég mig á því hvað hún hefur í rauninni haft mikil áhrif á mig, hún kenndi mér að nota varalit, eða það er að segja að maður skipti varla um skoðun án þess að setja á sig varalit, það hef ég tileinkað mér eins og hún. Einnig eigum við það sameigin- legt að fara í nám á gamals aldri, þegar ég var unglingur tók Helga upp á því að fara í myndlistarnám, ég skildi nú ekkert í því hvað svona gömul kona hefði að gera í námi. Ég velti þessu mikið fyrir mér og talaði mikið um það að frænka mín sem væri orðin fertug væri að fara í nám, mér fannst það mjög skrítið. En hér er ég sjálf í dag, komin yfir fertugt og komin í nám. Helga frænka var hlý og góð, skapandi, litrík og alveg sérlega hláturmild, það fór ekki framhjá neinum þegar hún hló og mun ég sakna hlátursins hennar. Elsku Siggi, Ragnhildur, Óli og fjölskyldur, mínar innilegustu samúðarkveðjur, ég vildi að ég gæti verið hjá ykkur og tekið utan um ykkur. Ég mun hugsa til ykk- ar í dag. Ástarkveðja, Heiða Agnarsdóttir. Við kynntumst í Gagnfræða- skólanum við Lindargötu á sjötta áratug síðustu aldar. Það var frá- bær skóli, hann var ekki stór en hélt vel utan um okkur nemend- urna. Við þekktumst nánast öll skólasystkinin og urðum mjög samheldinn hópur. Þar kynnt- umst við Helgu, við vorum nokkr- ar stelpur sem urðum mjög nánar. Þetta var skemmtilegur tími. Við spáðum í lífið og tilveruna, við spáðum í strákana og fötin sem við klæddumst, við áttum ekki mikið af fötum í þá daga en við skipt- umst stundum á fatnaði til þess að fá meiri tilbreytni. Við fórum í ógleymanlegt skólaferðalag að Laugarvatni. Við stofnuðum saumaklúbb, síðan eru liðin 65 ár. Við kynntumst mannsefnum okk- ar, þá tóku við skemmtilegar úti- legur, jólaboð og fleiri samveru- stundir. Við lærðum margt af hver annarri, skiptumst á bæði mat- reiðsluuppskriftum og prjónaupp- skriftum. Við litum upp til Helgu, hún fór á húsmæðraskóla til Dan- merkur og vann þar líka um tíma, það þótti nú flott á þeim tíma. Helga giftist Sigga sínum og þau eignuðust Ragnhildi og Óla, það hefur verið aðdáunarvert að fylgj- ast með hversu vel þau hafa hugs- að um hana í veikindum hennar, þau voru hennar stoð og stytta. Dvöl hennar á Hrafnistu urðu fimm og hálft ár, við vorum svo lánsamar að geta haft sauma- klúbbinn okkar áfram þar, starfs- fólkið á Hrafnistu var svo elsku- legt og hjálpsamt og á það okkar bestu þakkir skildar. Margt ég vildi þakka þér og þess er gott að minnast að þú ert ein af þeim sem mér þótti gott að kynnast. (Guðrún Jóhannsdóttir) Söknuðurinn er sár, góðrar vin- konu er minnst, þó er þakklætið til staðar að hún fékk lausn frá sjúk- dóminum grimma. Elsku Siggi, Ragnhildur, Óli og fjölskyldur, hugur okkar allra er hjá ykkur. Pálína, Ása, Lilja og Amalía. Kveðja frá félaginu Íslensk grafík Við hjá félaginu Íslensk grafík viljum minnast félaga okkar Helgu Ármanns grafíklistakonu sem fallin er frá eftir erfið og löng veikindi. Hún lauk námi úr graf- íkdeild Myndlista- og handíða- skóla Íslands árið 1986 og fljót- lega eftir það var hún orðin meðlimur í Íslensk grafík. Í félag- inu var hún virkur þátttakandi og lagði sig fram bæði sem stjórnar- meðlimur og grafíklistamaður. Helga hafði sérstaklega góða nærveru og alltaf þar sem hún var til staðar geislaði af henni. Að vinna með henni að verkefnum í félaginu var auðvelt og þökkum við henni óeigingjarnt starf. Helga tók þátt í fjölda sýninga bæði hér heima og erlendis. Verk hennar voru unnin á einlægan og kraftmikinn hátt með tilvísun í náttúruna. Það var mikið áfall fyrir okkur félagsmenn og aðra vini þegar Helga veiktist alvarlega. Hún var samt sem áður virk í allri sinni listsköpun og sýndi mikla þraut- seigju þegar þessi veikindi bar að. Hún vann að listsköpun sinni eins lengi og heilsa leyfði. Við hjá félaginu Íslensk grafík viljum þakka Helgu fyrir góða samveru og sendum fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Fyrir hönd félagsins Íslensk grafík, Anna Snædís Sigmarsdóttir og Valgerður Hauksdóttir. Helga Ármanns ✝ Erling R. Guð-mundsson fæddist 20. janúar 1942 í Reykjavík. Hann lést 8. júní 2018 á Hrafnistu í Reykjavík. Foreldrar hans voru Guðmundur Andrésson, f. 8.6. 1895, d. 20.3. 1992, frá Skaga í Skagafirði og síð- an dýralæknir á Sauðárkróki, og kona hans Dagbjört Dag- mar Lárusdóttir, f. 8.8. 1907, d. 18.12. 1975, húsmóðir frá Ísafirði. Þau ættleiddu Erling á fyrsta ári. Móðir Erlings var Andrea Tara. 2) Guðmundur Andrés Erlingsson, f. 28.3. 1974, í sambúð með Sigur- laugu Knudsen, f. 6.10. 1978. Sonur þeirra er Breki Már og börn Sigurlaugar eru Gabríel Þráinsson og Hekla Sif Þráins- dóttir. Erling ólst upp á Sauðár- króki þaðan sem hann lauk gagnfræðaprófi en að því loknu fór hann á sjóinn. Hann fluttist til Reykjavíkur 1966 og starfaði sem háseti og báts- maður hjá Eimskipafélaginu frá 1966-1980, þegar hann hóf störf hjá álverinu í Straums- vík. Samhliða störfum sínum hjá Eimskip og álverinu sat hann í stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur og Trúnaðar- mannaráði Sjómannafélags Ís- lands. Útför Erlings fer fram frá Garðakirkju á Álftanesi í dag, 14. júní 2018, kl. 13. Sigríður Steinunn Jónsdóttir, f. 3.8. 1913, d. 23.7. 1991, frá Þingeyri í Dýrafirði. Hálf- systir Erlings sam- mæðra er María Ragnarsdóttir, f. 14.12. 1950. Eiginkona Er- lings var Ríkey Ei- ríksdóttir, f. 4.12. 1942. Þau slitu samvistum 1981. Börn þeirra eru: 1) Erla Gígja Erlings- dóttir, f. 7.11. 1967, ekkja Ás- geirs Þórðarsonar f. 23.8. 1964, d. 15.12. 2015. Dætur þeirra eru Anika Thea og Erling Richard Guðmundsson var sjómaður af gamla skólanum; máttarstólpi um áratugaskeið í stjórn Sjómannafélags Reykjavík- ur, síðar Íslands; heiðursfélagi sem stoltur bar gullmerki félags- ins. Erling var í stjórn félagsins 1978-2014 en hafði ári áður verið kjörinn í samninganefnd far- manna og stóð þar vakt til 2014. Harður í horn að taka en réttsýnn og hallaði aldrei réttu máli. Erling átti sæti í trúnaðar- mannaráði til 2016, formaður sjúkrasjóðs félagsins, sat í Sjó- mannadagsráði um langt árabil; sat þing Sjómannasambands Ís- lands, ASÍ og fulltrúi félagsins á þingum Norræna flutningaverka- mannasambandsins. Erling var fæddur í ársbyrjun 1942 og tólf ára gamall fór hann til sjós á trillu frá Sauðárkróki og sextán ára gamall réð hann sig í pláss á togarann Norðlending frá Ólafsfirði. Hann fór á tvær vertíð- ir í Vestmannaeyjum en hugur hins unga manns leitaði ævintýra í farmennsku. Hann réði sig til skipadeildar SÍS á ms. Jökulfell, sem sigldi einkum vestur um haf. Þá lá leiðin til Eimskipafélagsins á ms. Selfoss, sem líka flutti freðfisk til Bandaríkjanna. Erling undi þar hag sínum vel í 12 ár. Hann var einlægur aðdáandi Bandaríkjanna og unni New York. Erling fór í land og voru borgarferðir helsta áhugamál hans. Hann dvaldi ávallt nokkrar vikur í borg. New York stóð þar upp úr. Hann fór jafnan einn, sem er merkilegt því hann var mikill félagsmálamaður. Ásamt ferðalögum voru málefni Sjómannafélagsins helsta áhuga- mál hans; okkar maður vakinn og sofinn yfir velferð og hag sjó- manna. Ég kynntist Erling í hafnar- vinnu hjá Hafskip, en við höfðum átt sameiginlegar Ameríkusigling- ar; hann munstraður á ms. Selfoss og ég á ms. Brúarfoss. Löngu síðar komst ég að því að hann hafði beitt sér fyrir ráðningu minni. Samstarf okkar var ávallt náið og farsælt. Ég leitaði jafnan til hans og alveg sérstaklega þegar úr vöndu var að ráða. Hann var þá sem klettur, ráðagóður og alltaf til staðar. Undanfarin ár átti Erling við heilsubrest að stríða og bjó undanfarin ár á Hrafnistu. Við héldum nánu sambandi og hann fylgdist vel með og var jafnan upp- lýstur um öll mál Sjómannafélags- ins. Erling var jafnan annt um hag annarra og jafnan boðinn og búinn til aðstoðar. Hann setti velferð fólks jafnan ofar eigin hagsmun- um, svo jafnvel að mér var um og ó og hafði orð á. Þá brosti Erling. Þegar ég vakti máls á þörf á endurnýjun húsgagna á Boða- granda svaraði hann kankvís: „Þetta er nógu gott.“ Erlings er sárt saknað af félög- unum í Sjómannafélaginu. Ein- stakur maður, drengur góður er genginn. Við Harpa kveðjum ein- stakan vin djúpum söknuði og sendum fjölskyldu okkar dýpstu samúðarkveðjur Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands. Erling R. Guðmundsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, TRAUSTI R. HALLSTEINSSON, lést á heimili sínu miðvikudaginn 6. júní. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 15. júní klukkan 13. Björk Ingvarsdóttir Hallsteinn I. Traustason Nína V. Björnsdóttir Vignir Þór Traustason Inga H. Guðfinnsdóttir og barnabörn Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, BALDVINS EINARSSONAR, Fróðengi 1, lengst af Bláskógum 6. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á meltingar- og nýrnadeild Landspítalans fyrir góða umönnun. Sigurveig Haraldsdóttir Einar Baldvinsson Aðalheiður Jónsdóttir Jón Heiðar Baldvinsson Jóhanna Sturlaugsdóttir Gunnar Baldvinsson Björg Sigurðardóttir Eyrún Baldvinsdóttir Stefán Jóhannsson Baldvin, Karólína, Jón Valur, Einar Örn, Þórey, Sigrún, Sigurgeir, Anna Karen, Erna Björk, Bjarki, Sigurður, Viðar og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN R. THORLACIUS, lést mánudaginn 4. júní. Útförin fer fram frá Borgarneskirkju föstudaginn 15. júní klukkan 13. Jarðsett verður á Staðastað. Áslaug Th. Rögnvaldsdóttir Sven Aschberg Ingibjörg Rögnvaldsdóttir Árni Þór Vésteinsson Ragnhildur Rögnvaldsdóttir Markús Gunnarsson Finnbogi Rögnvaldsson Sæbjörg Kristmannsdóttir Örnólfur Rögnvaldsson Magnea Þóra Einarsdóttir Ólafur Rögnvaldsson María Edwardsdóttir Nanna Lind Svavarsdóttir Kristín R. Vilhjálmsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR ÞORSTEINSSON, fyrrverandi bóndi á Skúfsstöðum, síðar skógarbóndi á Melum, Hjaltadal, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Sauðárkróki, 9. júní. Útför hans fer fram frá Hóladómkirkju 21. júní klukkan 13.30. Hólmfríður G. Sigurðardóttir Gunnar Þór Garðarsson Reynir Þór Sigurðsson Una Þórey Sigurðardóttir Rafn Elíasson Njáll Haukur Sigurðsson Arnfríður Agnarsdóttir Inga Sigurðardóttir Stefán Ægir Lárusson Halla Sigrún Sigurðardóttir Birkir Marteinsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær dóttir, móðir, systir, tengdamóðir, amma og langamma, GYÐA SIGURÐARDÓTTIR, andaðist á heimili sínu fimmtudaginn 30. maí. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 15. júní klukkan 15. Sigurður Jónsson Kristjana Barðadóttir Björn Óli Hauksson Ragnhildur Barðadóttir Sigurður Ringsted Thor Axel Patriksson Healy Sigurður Sigurðsson Þorsteinn Sigurðsson Stefán Barði, Marisa, Valter, Máni, Gunnhildur, Kristjana Björk, Atli, Arnar Þór, Steinþór, Eyþór og Frosti Útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSDÍSAR VALDIMARSDÓTTUR, Hamrahlíð 3, Grundarfirði, verður gerð frá Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 16. júní klukkan 11. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið Von, Grundarfirði. Kolbrún Sjöfn Matthíasdóttir Ólafur F. Magnússon Lárus Þorvarðarson Pía Bertelsen Jóhannes G. Þorvarðarson Kolbrún Reynisdóttir Sigurður Ólafur Þorvarðars. Sjöfn Sverrisdóttir Sævör Þorvarðardóttir Einar Guðmundsson Jón Bjarni Þorvarðarson Anna Dóra Markúsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.