Morgunblaðið - 14.06.2018, Page 62

Morgunblaðið - 14.06.2018, Page 62
Hestakonan Linda Rún við útskrift af reiðkennarabraut frá Háskól- anum á Hólum árið 2011. Með henni á myndinni er Máni frá Galtanesi. ÍÁ Staðarhúsum í Borgarfirði er rekin ferðaþjónustan Hestalanden hana rekur Linda Rún Pétursdóttir, tamningamaður og reið-kennari, ásamt bróður sínum, Guðmari Þór Péturssyni. Fimm ár eru frá því að Hestalandi var stofnað og gengur starfsemin vel. „Við fáum hópa til okkar á sumrin bæði í kennslu og í hestaferðir um landið og við erum með gistiheimili og sumarhús, samtals fyrir 20 manns. Svo rekum við tamningastöð hérna á veturna og bjóðum upp á reiðkennslu allan ársins hring,“ segir Linda Rún. „Ég er ófrísk og á von á mér í lok ágúst og er því ekkert að temja eða keppa, er að sinna öðru hérna á Hestalandi. Ég er bara í smápásu núna og held ótrauð áfram að temja og keppa í haust,“ Linda Rún varð heimsmeistari ungmenna í tölti árið 2009 og var í framhaldinu valin íþróttakona Mosfellsbæjar. „Hitt áhugamálið mitt er söngur, ég var aðeins í Söngskóla Reykja- víkur, en ég hef ekki haft tíma fyrir sönginn. Einnig kláraði ég einka- þjálfarann og hef örlítið sinnt því með tamningum og reiðkennslu.“ Linda Rún ætlar ekki að gera neitt sérstakt í tilefni afmælisins. „Ég verð í vinnunni. Þegar maður rekur ferðaþjónustu þá er erfitt að bregða sér af bæ, en kannski maður fái sér köku.“ Eiginmaður Lindu er Ásgeir Yngvi Ásgeirsson smiður. Sonur Lindu Rúnar og Ásgeirs er Baltasar Jökull 5 ára, en sonur Ásgeirs frá fyrra sambandi er Rafn 7 ára. Rekur ferðaþjón- ustuna Hestaland Linda Rún Pétursdóttir er þrítug í dag 62 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018 Skál fyrır hollustu G unnar Kristinn Gunn- arsson fæddist á Súg- andafirði 14.6. 1933, ólst þar upp fyrstu tvö árin, síðan á Akranesi í fimm ár en síðan í Reykjavík. Gunnar var í sjö ára bekk á Akra- nesi, síðan Austurbæjarskóla og einn vetur í Miðbæjarskóla. Hann stundaði síðan nám við Versl- unarskólann og útskrifaðist þaðan. Gunnar var sendisveinn á náms- árunum, fyrst við fiskbúð við Berg- staðastræti og síðan við verslunina Þórsmörk, á horni Laufásvegs og Baldursgötu. Þá var hann bréfberi hjá Póstinum í eitt ár, starfaði á Keflavíkurflugvelli í tæpt ár og vann í Málaranum um skeið. Gunnar hóf störf við Útvegsbank- ann 1952 og vann þar til starfsloka. Hann starfaði þar fyrst við bókhald, vann síðan lengi í gjaldeyrisdeild bankanna, opnaði útibú Útvegs- bankans í Hafnarfirði og var fyrsti útibússtjóri þar í fimm ár og starf- aði síðasta starfsárið við útibú Út- vegsbankans á Seltjarnarnesi, árið 1992. Gunnar festi kaup á fasteignum að Bárugötu 11 og rak þar gisti- húsið Ísafold í fjölda ára til 2015. „Það má segja að ég hafi tekið tvær örlagaríkar ákvarðanir þegar ég var 12 ára: Að byrja að æfa knattspyrnu með Val og byrja að tefla hjá Taflfélagi Reykjavíkur. Þó að ég segi sjálfur frá held ég að ég hafi orðið vel liðtækur í hvoru tveggja og er svolítið stoltur af því. Knattspyrnan og skákin hafa veitt mér ómælda ánægju alla tíð síðan.“ Gunnar lék með meistaraflokki Vals frá 16 ára aldri, 1949 og til 1958, og var í hópi fremstu knatt- spyrnumanna okkar á sínum tíma . Hann varð Íslandsmeistari með Val 1956 og lék sjö landsleiki 1953-57. Gunnar varð skákmeistari Tafl- félags Reykjavíkur 1954, 1959, 1962 og 1971 (ásamt Magnúsi Sól- Gunnar Kristinn Gunnarsson, fyrrv. útibússtjóri – 85 ára Afmælisbarnið með systkinum Hér er Gunnar Kristinn, lengst til hægri, ásamt Steinþóri Marínó og Jóhönnu. Landsliðsmaður í knattspyrnu og skák Fjólmundur Forni Karlsson, Bjarni Sævar Óðinsson, Helga Ólafsdóttir, Sóley María Óttarsdóttir og Guðrún Friðrikka Vífilsdóttir söfnuðu dósum á Akureyri að andvirði 5.000 krónur til styrktar Rauða krossinum á Íslandi. Fjáröflun Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.