Morgunblaðið - 14.06.2018, Side 73

Morgunblaðið - 14.06.2018, Side 73
MENNING 73 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018 Óperan Brothers fjallar umstríð, bræðralag og ástirog er byggð á samnefndrikvikmynd frá 2004 eftir Susanne Bier. Óperan er fyrsta óp- eruverk Daníels Bjarnasonar og var frumsýnd síðsumars árið 2017 í Árósum. Frumsýningin á laug- ardaginn var er öðrum þræði einn af stórviðburðum á 100 ára full- veldisafmæli Íslands; hvað annað en íslenskt/danskt samstarfsverk- efni gæti átt betur við en Brothers á þessari stundu, var spurt í leik- skrá. Óperan var flutt á ensku og var um 100 mínútur í flutningi án hlés. Michael og Peter eru á leið á víg- völlinn. Michael fer frá Söru eig- inkonu sinni og dóttur, Nadiu, og Peter frá eiginkonu sinni Önnu, sem er barnshafandi. Þeir Michael og Peter eru taldir af þegar þyrla þeirra ferst. Faðir Michaels hefur alla tíð haft meira dálæti á fallna syninum en yngri bróðurnum, Jamie, og segir að Ja- mie hefði betur farist. Jamie sést vekja Söru upp um miðja nótt, drukkinn og blóðugur eftir slagsmál. Samdráttur hefst fljótlega með þeim. Seinna kemur í ljós að Michael hefur í raun lifað af og snýr aftur. Anna, sem hefur alið barnið, bíður og vonar að Peter muni brátt einnig snúa til baka. Of- urstinn Peter ræðir við Michael og spyr hann út í atburðinn. Michael veit minnst þar sem hann sjálfur var í haldi óvinahersins. Michael er fjarhuga og honum reynist erfitt að aðlagast fyrra lífi. Ljóst er að Ja- mie og Sara eru orðin náin. Michael fyllist afbrýðisemi og bregst á ofsa- fenginn hátt við því þegar dóttir hans Nadia óhlýðnast honum. Eftir að hafa misst stjórn á sér ítrekað og vegið að Söru, játar Michael fyr- ir ofurstanum að hafa séð Peter á lífi. Ofurstinn biður hann um að þegja yfir þessari vitneskju og hætta að kvelja sjálfan sig. Á sama tíma birtist Sara heima hjá Jamie. Og þau þrá hvort annað. Í afmæl- isveislu Nadiu missir Michael alla stjórn á sér. Hann gengur út til að hafa uppi á Önnu. Michael fær sig ekki til að játa hver örlög Peters urðu áður en honum sjálfum var bjargað. Þegar Michael kemur aft- ur í afmælisveisluna birtist honum draugur Peters og að endingu af- hjúpar hann sannleikann og segir frá því sem gerðist í raun og veru: að hann hafi verið neyddur til þess að drepa Peter til þess að bjarga eigin lífi. Svo hljóðar stór-hádramaóperu- verk sumarsins 2018 upp á Íslandi nema heimsknattspyrnumótið verði sögulegra (á hvorn veginn sem fell- ur). Tilfinningin var á þá leið að fjögurra tíma óperuverk hefði feng- ið snögga niðursuðu í 100 mínútur; myrk og óvenjulega þung ópera, á köflum svarthol að því manni virt- ist, þ.e. sá staður í alheimi þar sem gríðarlegur massi, í þessu tilfelli ástarþríhyrningur og persónuleg ágjöf sveigir tímarúmið út í hið óendanlega. En verkið ber þess öll merki að vera í senn nýsköpun og endurvinnsla á óperuforminu og mun þess vegna seint teljast heppi- leg fyrir byrjendur til áheyrnar. En lengra komnir mega hinsvegar vera kátir með afraksturinn. Formið – hvort heldur stórbrotin tónlist, frjó og hugvitsamleg sviðs- mynd auk fágaðrar en um leið út- smoginnar leikstjórnar – var svo meitlað, knappt og skarpt að á köfl- um virkaði söguþráðurinn, ástar- þríhyrningurinn, nánast aukreitis, kaffærður. Uppfærslan á Brothers var fyrst og síðast framúrskarandi vel og fagmannlega flutt í alla staði. Ís- lenska óperan býr nú yfir kjölfestu í kórnum sem Magnús Ragnarsson stýrir, en Magnús skilaði af sér sér- lega kröftugum hópi úrvals söngv- ara sem kunni öll smáatriði upp á punkt og prik. Leikstjórinn tók við keflinu og beitti kórnum, sem á mun stærri þátt en ella í óperum, með áhrifaríkum hætti og skerpu í leiknum. Kórinn var ávallt til stað- ar á sviðinu allan tímann, um- kringdi vettvanginn, stóð hjá sem þögult vitni, stundum kyrrstæður sem frosinn en tók við sér á stund- um með fíngerðu látbragði á rétt- um augnablikum, hallaði sér fram eða umkringdi hermanninn í einu þrungnasta augnabliki leiksins og hvatti til athafna. Leikhússjónauki væri æskilegur upp á smáatriðin, svipbrigði og augngotur, ef manni býðst önnur sýning. Maður var í raun úrvinda eftir flutninginn, en næstu daga á eftir lýsti þetta verk upp júnígrámann. Leikmynd sem og lýsing var út- hugsuð í þaula og áhrifarík eftir því; líkt og hvítkalkaður aðal- uppdráttur af heila; hvítur kassi með þrepum langs útveggjum sem hélt utan um leikinn frá upphafi til enda – sneiðmynd af ferköntuðu hringleikjahúsi er umfaðmaði í senn heimsmynd og heilabú við- staddra. Svartklæddur kórinn varð áhrifaríkur í þessu sjónarspili. Á hvíta veggina var myndbandi varp- að, sprengingar og skíðlogandi báli á því augnabliki sem dauða her- mannsins bar að. Þá var skugga- myndum af mannverum varpað upp sem og lykiltextum úr líbrettoi. Heilt yfir var sýningin svo abstrakt og köld að einu leikmunirnir, róla, borð og stólar, jafnvel her- mannabúningar, virkuðu á stund- um jafnvel framandi í umhverfinu. Erfitt er að gera upp á milli framúrskarandi frammistöðu ein- söngvaranna. Tveir íslenskir söngvarar skera sig þó úr, þeir Elmar Gilbertsson og Oddur Arn- þór Jónsson sem eru báðir á svo mikilli siglingu að unun að sjá og hlýða á. Framganga Odds Arnþórs er sérlega aðdáunarverð með tilliti til þess að hann stökk inn í aðal- hlutverið með stuttum fyrirvara. Stórathafnamaðurinn Daníel Bjarnason er orðinn sér-fenómen í tónlistarheiminum, og skilur hér um bil kollega sína íslenska sem er- lenda eftir í rykinu. Tónlistin í Brothers – þéttofinn innblásinn vefur, fullur af tjáningu og þján – stendur hæglega ein og óstudd. Maður eiginlega gapir yfir þessari ótrúlegu framleiðslu, þessum þroska og afköstum í hæstu hæðum hjá einum manni, og ekki eldri manni! Óperuhelvíti Ljósmynd/Jóhanna Ólafsdóttir Þroski „Maður eiginlega gapir yfir þessari ótrúlegu framleiðslu, þessum þroska og afköstum í hæstu hæðum hjá einum manni, og ekki eldri manni!“ segir rýnir um tónskáldið Daníel Bjarnason sem stjórnaði fyrstu óperu sinni, Brothers, í Hörpu um helgina. Flutningurinn var hluti af Listahátíð í Reykjavík. Eldborg Hörpu Brothers bbbbm Ópera í þremur þáttum eftir Daníel Bjarnason. Libretto eftir Kerstin Perski. Hljómsveitarstjórn: Daníel Bjarnason. Leikstjórn: Kasper Holten. Meðleik- stjóri: Amy Lane. Leikmynd og bún- ingar: Steffen Aarfing. Hljómsveit: Sin- fóníuhljómsveit íslands. Konsermeistari: Nicola Lolli. Kórstjóri kórs Íslensku óperunnar: Magnús Ragn- arsson. Kór: Kór Íslensku óperunnar. Ljósahönnuður: Ellen Ruge. Mynd- bandshönnuður: Signe Krogh. Tónlistar- undirbúningur: Bjarni Frímann Bjarna- son. Söngvarar: Oddur Arnþór Jónsson (Michael), Marie Arnet (Sarah, eig- inkona Michaels), Selma Buch Ørum Villumsen (Nadia, dóttir þeirra), Elmar Gilbertsson (Jamie, bróðir Michaels), Jakob Zethner (faðir Michaels og Ja- mies), Hanna Dóra Sturludóttir (móðir Michaels og Jamies), James Laing (Pet- er, vinur Michaels í hernum), Þóra Ein- arsdóttir (Anna, eiginkona Peters) og Paul Carey Jones (Ofurstinn). Íslenska óperan í samstarfi við Sinfóníu- hljómsveit Íslands og Jósku óperuna sýndi á Listahátíð í Reykjavík í Eldborg Hörpu laugardaginn 9. júní kl. 19.30. INGVAR BATES TÓNLIST S: 555 0800 · Fornubúðum 12 · Hafnarfirði · sign@sign.is · facebook.com/signskart WWW. S I G N . I S

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.