Morgunblaðið - 14.06.2018, Blaðsíða 76
FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 165. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Alfreð hagnaðist afar vel …
2. Langamma Alberts telur sigur…
3.Ísland gerði frábæra hluti á EM
4. Ólíðandi vinnubrögð
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Heimilistónar halda sitt árlega
kjólaball í Gamla bíói á laugardag kl.
22. Þetta eru fyrstu tónleikar sveitar-
innar eftir að hún flutti Kúst og fæjó í
Söngvakeppninni. Hljómsveitin hefur
starfað í rúm 20 ár og sérhæfði sig
framan af í erlendum smellum frá
gullaldarárum rokksins við eigin
texta en hefur á síðustu árum flutt æ
fleiri lög úr eigin smiðju.
Morgunblaðið/Hanna
Kjólaball Heimilis-
tóna í Gamla bíói
i8 galleríið tek-
ur nú um helgina
rétt eins og und-
anfarin ár þátt í
Art Basel-
listkaupstefnunni
sem er sú um-
fangsmesta sem
sett er upp. Yfir
290 gallerí sýna
og meðal listamanna sem i8 setur
upp verk eftir eru Hildigunnur Birgis-
dóttir, Ragnar Kjartansson, Ragna
Róbertsdóttir og Ólafur Elíasson.
i8 galleríið á Art Ba-
sel eins og síðustu ár
Bláklukkur fyrir háttinn, nýtt leikrit
Hörpu Arnardóttur, verður flutt á
Snæfellsnesi dagana 15.-17. júní.
Verkið er flutt sem hljóðverk í hirð-
ingjatjaldi sem stað-
sett er á vel völd-
um stað fjarri
mannabyggðum.
Allar nánari upplýs-
ingar um tíma- og
staðsetningar eru á
vef Listahátíðar í
Reykjavík.
Bláklukkur Hörpu
fluttar á Snæfellsnesi
Á föstudag Norðlæg átt, 5-13 m/s. Skýjað og rigning með norður-
og austurströndinni fram undir hádegi og sums staðar slydda til
fjalla, en skýjað með köflum og þurrt sunnan jökla. Hiti 2 til 12 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi norðan- og norðaustanátt með rign-
ingu norðan- og austantil, víða 8-15 síðdegis, en skýjað með köfl-
um og þurrt um landið suðvestanvert. Hiti 5 til 14 stig.
VEÐUR
Íslandsmeistarar Vals
styrktu stöðu sína á toppi
Pepsi-deildar karla í fót-
bolta með 1:0-sigri á ÍBV í
Vestmannaeyjum í gær.
Kristinn Freyr Sigurðsson,
leikmaður Íslandsmótsins
2016, skoraði sigurmarkið
snemma í seinni hálfleik og
er að finna sig í liði Vals á
nýjan leik. Valur er með 15
stig eftir átta leiki en bikar-
meistarar ÍBV eru með 8
stig. »2-3
Meistararnir í
efsta sætinu
Sumir vilja meina að Jorge Sampaoli
landsliðsþjálfari hafi tekið við arg-
entínska liðinu of seint og hafi ekki
haft nægan tíma til að móta það fyrir
þetta mikilvæga mót, sem gæti orðið
síðasta tækifæri Lionels Messi til að
leiða landsliðið til sigurs á heims-
meistaramóti. »2
Sampaoli sagður hafa
fengið of stuttan tíma
„Ég held að þetta verði mjög krefj-
andi leikur fyrir Argentínu. Þetta er
fyrsti leikurinn á mótinu og Ísland er
– ég veit ekki hvernig best er að
orða það – mjög fast fyrir,“ segir
Tomás Bence, blaðamaður hjá La
Nación í Argentínu, meðal annars í
spjalli við Morgunblaðið um leikinn
sem framundan er á milli Íslands og
Argentínu. »1
Mjög krefjandi leikur
fyrir Argentínu
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Ljósmyndarinn Elma Rún Benedikts-
dóttir lá í leyni í um tvo tíma dag einn
nú í byrjun júní og fylgdist með tófu
ferja yrðlinga sína yfir straumharða á,
sem meðfylgjandi mynd sýnir.
„Ég sá hana fyrst hlaupa fram hjá
mér, svo ég ákvað bara að elta hana,“
segir Elma en hún hefur um árabil
stundað dýraljósmyndun vítt og breitt
um landið. „Hún er sem sagt að skipta
um greni,“ segir Elma og bætir við:
„Hún er að færa yrðlingana frá einum
stað til annars og neyðist til þess að fara
yfir þessa á.“
Elma eyddi þremur dögum í frið-
landinu á Hornströndum snemma í júní
þar sem hún myndaði náttúrulífið en
refir og fuglar hafa verið helsta mynd-
efni hennar.
„Ég var bara svo heppin að ná þess-
um myndum,“ segir Elma en ljóst er að
hún var rétt manneskja á réttum stað
og tíma í þetta skiptið.
Elma hefur eytt mestum tíma við
ljósmyndun á Suðurlandi en hefur einn-
ig farið í ljósmyndaferðir á Jökulfirði og
Mývatn.
Heimskautarefurinn, sem einnig er
oft þekktur sem melrakki eða tófa, er
eina tegund refa sem lifir villt á Íslandi.
Þá er heimskautarefurinn einnig eina
landspendýrið í íslensku dýraríki sem
borist hefur til landsins án aðstoðar
manna en talið er að fyrstu heimskauta-
refirnir hafi borist hingað til lands með
hafís fyrir um 10.000 árum.
Telja má að yrðlingurinn á myndinni
hér að ofan sé einungis nokkurra vikna
gamall.
Elti uppi tófu og lá í tvo tíma
Ljósmynd/Elma Ben.
Móðir Hvarvetna í dýraríkinu má sjá ást móður á unga sínum. Myndina tók Elma á dögunum í friðlandinu á Hornströndum.
Ljósmyndari Elma Rún tekur
fjölda mynda í dýraríkinu.
Náttúruljósmyndarinn Elma Rún náði mynd af tófu að ferja yrðling yfir á