Morgunblaðið - 22.06.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2018
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Bjart var yfir Íslandi og Austur-
Grænlandi í fyrradag kl. 12.03, dag-
inn fyrir sumarsólstöður, þegar
SENTINEL-3, gervitungl Evr-
ópsku geimvísindastofnunarinnar
sem er hluti af Copernicusar-
áætluninni, fór hjá. Ingibjörg Jóns-
dóttir, landfræðingur hjá Háskóla
Íslands, vann myndina þannig að ör-
lítill litamunur er á skýjum annars
vegar og snjó og ís hins vegar.
Flest öll gögn úr Copernicusar-
áætluninni eru opin rannsakendum
og almenningi. Áður þurfti að greiða
háar fjárhæðir fyrir sambærilegar
myndir. Myndirnar liggja fyrir
skömmu eftir að gervitunglið fer yf-
ir. SENTINEL-3 gervitunglið er
ekki síst til þess gert að fylgjast með
hafinu, yfirborðssjávarhita, þör-
ungablóma, lit sjávarhita, hafís og
fleiri eiginleikum hafsins. Slæðurnar
sem sjást úti fyrir strönd A-
Grænlands eru einmitt hafís.
SENTINEL-1 er ratsjártungl og
eru myndir úr því m.a. notaðar til að
fylgjast með hafís, mengun í sjó o.fl.
Ratsjáin gerir að verkum að tunglið
„sér“ í gegnum ský sem kemur sér
vel t.d. við að vakta hafísinn.
SENTINEL-2 tekur m.a. myndir
á þeim sviðum litrófsins sem augun
sjá ekki og hjálpa til við að greina
t.d. gjósku, sandfok, gróður o.fl.
Opinn fundur í haust
Fulltrúar Copernicusar-
áætlunarinnar koma hingað til lands
í haust og munu halda opinn fund
sem Landmælingar Íslands eru að
undirbúa. Ingibjörg telur að fund-
urinn muni hvetja vísindamenn og
aðra til að nota meira gögnin úr
áætluninni. Hún segir að stofnanir á
borð við háskóla, Landhelgisgæsl-
una, Landmælingar og Veðurstof-
una noti gögnin úr Copernicusar-
áætluninni mikið dagsdaglega.
Gervitunglamynd/ESA/Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur HÍ
Ísland sást vel úr geimnum loksins
þegar sólin lét sjá sig um allt land
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs-
og landbúnaðaráðherra, segir það
vera hlutverk samráðshóps um end-
urskoðun búvörusamninga að meta
hvernig markmið um allt að 95% nið-
urgreiðslu vegna flutnings raforku
hefur gengið eftir og eftir atvikum að
leggja til tillögur til úrbóta. Þetta
segir hann í kjölfar frétta Morgun-
blaðsins um að garðyrkjustöðin
Brúnalaug í Eyjafirði muni hætta
ræktun papriku á veturna vegna hás
raforkuverðs sem étur upp allan
hagnað af ræktuninni.
„Í búvörusamningnum milli garð-
yrkjubænda og stjórnvalda árið 2016
var samið um
ákveðna fjárhæð
á ári út samnings-
tímann, alls 278
milljónir króna.
Það var sá rammi
niðurgreiðslu á
flutnings- og
dreifingarkostn-
aði raforku sem
samið var um til
2026 og við það
hafa stjórnvöld að sjálfsögðu staðið,“
segir Kristján og bætir við að í við-
ræðum bænda og ríkis við endur-
skoðun samningsins á næsta ári gef-
ist tækifæri til að fara yfir þessi atriði
og eftir atvikum ná samkomulagi um
breytingar ef vilji er til þess.
Samráðshópur metur
niðurgreiðslu raforku
Stjórnvöld staðið við niðurgreiðslu
Kristján Þór
Júlíusson
Kringlunni 4c – Sími 568 4900
Ný sending af
gallabuxum frá
MARC LAUGE
Glæsilegur fatnaður
fyrir allar konur
KJÓLL
8.995,-
SKYRTA
8.995,-
Í HIGH COURT OF JUSTICE CR-2017-009253
BUSINESS AND PROPERTY COURTS OF ENGLAND ANDWALES
COMPANIES COURT (ChD)
Í MÁLI ER VARÐAR
RIVERSTONE INSURANCE LIMITED
OG
RIVERSTONE INSURANCE (UK) LIMITED
OG
Í MÁLI ER VARÐAR
LÖG UM FJÁRMÁLAÞJÓNUSTU OG MARKAÐI FRÁ ÁRINU 2000
(THE FINANCIAL SERVICES AND MARKETS ACT 2000)
TILKYNNING
HÉR MEÐTILKYNNIST að hinn 11. maí 2018 lögðu RiverStone Insurance Limited („framseljandi“) og RiverStone Insurance (UK)
Limited („framsalshafi“) beiðni („beiðnin“) fyrir dómstólinn High Court of Justice, Business and Property Courts of England and
Wales, Chancery-deild Companies Court í London („dómstóllinn“), á grundvelli gr. 107(1) laga um fjármálaþjónustu og markaði
frá árinu 2000 (með síðari breytingum) („lög um fjármálaþjónustu“) um úrskurð:
(1) samkvæmt 111. gr. laga um fjármálaþjónustu sem heimilar áætlun um framsal vátryggingastarfsemi, um framsal starfsemi
þeirrar sem framseljandi stundar („framseld starfsemi“) til framsalshafa („áætlunin“), og
(2) með aukaákvæði um framkvæmd áætlunarinnar samkvæmt 112. gr. og gr. 112A laga um fjármálaþjónustu.
Eintak greinargerðar um skilmála áætlunarinnar, sem samin var í samræmi við 109. gr. laga um fjármálaþjónustu af óháðum
sérfræðingi, hr. Philip Tippin hjá KPMG LLP, sem skipaður var með samþykki Prudential Regulation Authority („greinargerðin“),
þar sem fram koma skilmálar áætlunarinnar og sem hefur að geyma samantakt greinargerðarinnar, svo og greinargerðin í heild
sinni, eru aðgengileg án gjaldtöku á www.riltoriuk.co.uk. Stuðningsgögn og frekari fréttir af áætluninni verða birtar á þessari
vefsíðu þannig að unnt sé að fá nýjustu upplýsingar. Einnig er hægt að óska eftir gjaldfrjálsum eintökum allra þessara skjala með
bréfi eða símtali til framseljanda og er tengiliðaupplýsingar að finna hér að neðan.
Beiðnin verður tekin fyrir hinn 7. september 2018 af dómara við Chancery-deild Companies Court, sem er heyrir undir High
Court, í The Rolls Building, Fetter Lane, London, EC4A 1NL, Bretlandi. Sem stendur er áformað að áætlunin taki gildi 28. september
2018 hljóti hún samþykki dómstólsins.
Hver sá sem telur sig verða fyrir neikvæðum áhrifum af áætluninni á rétt að vera viðstaddur þinghaldið og lýsa sjónarmiðum
sínum, annað hvort sjálfur eða með milligöngu lögmanns.
Hver sá sem telur sig verða fyrir neikvæðum áhrifum af áætluninni en hyggst ekki vera viðstaddur þinghaldið getur gefið yfirlýsingu
um áætlunina með símtali eða bréfi til neðangreindra lögmanna eða framseljanda og er tengiliðaupplýsingar að finna hér að neðan.
Þess er óskað (en ekki krafist) að hver sá sem hyggst vera viðstaddur þinghaldið eða gefa yfirlýsingu með símtali eða bréfi komi
mótmælum sínum á framfæri við neðangreinda lögmenn eða framseljanda eins fljótt og auðið er og helst eigi síðar en fimm
dögum fyrir þinghaldið þar sem beiðnin verður tekin fyrir og haldið verður hinn 7. september 2018 og er tengiliðaupplýsingar að
finna hér að neðan.
Hljóti áætlunin samþykki dómstólsins mun hún leiða til framsals allra samninga, eigna og skulda sem tengjast framseldu
starfseminni til framsalshafa, hvað sem líður hugsanlegum rétti sem aðili kynni annars að eiga til að rifta, breyta, eignast eða
krefjast hlutdeildar eða réttar, eða til að líta svo á að hlutdeild eða rétti hafi verið rift eða breytt í því sambandi. Sérhver slíkur
réttur verður aðeins framfylgjanlegur að því marki sem kveðið er á um það í úrskurði dómstólsins.
22. júní 2018
Tengiliðaupplýsingar framseljanda:
Símanúmer: 01273 792007 (eða, ef viðkomandi er búsettur utan Bretlands, +44 01273 792007). Síminn okkar er opinn frá
kl. 9.30 til 17.30 frá mánudegi til föstudags (en þó ekki á almennum frídögum).
Utanáskrift: F.A.O. Fraser Henry, RiverStone Insurance Limited, Park Gate, 161-163 Preston Road, Brighton, East Sussex,
BN1 6AU, United Kingdom
Netfang: riltoriuk@rsml.co.uk
Freshfields Bruckhaus Deringer LLP
65 Fleet Street, London EC4Y 1HS, United Kingdom. Ref: 166187-0001 (GHFS/LEH)
Lögmenn framseljanda
Stöndum með strákunum
Lokum kl. 14.30 í dag
Áfram Ísland
Bæjarlind 6, sími 554 7030 | Við erum á facebook
Nú hafa 28 þúsund manns skráð sig
í gegnum vefinn arfgerd.is og 24
þúsund þeirra hafa fengið svar um
hvort þeir beri genabreytinguna
999del5 í BRCA2-geni, skv. upplýs-
ingum frá Íslenskri erfðagreiningu,
en genabreytingin á að stórauka lík-
ur á brjóstakrabbameini og fleiri
tegundum krabbameins.
118 einstaklingar hafa fengið svar
um að þeir beri genabreytinguna og
hafa 47 þeirra hringt í erfðaráðgjöf
Landspítala Íslands (LSH) og að
auki nokkrir ættingjar þeirra.
Þetta kemur fram í skriflegu
svari
erfða- og sameindalæknisfræði-
deildar LSH við fyrirspurn Morg-
unblaðsins. Þeim sem fá upplýsing-
ar um að hafa genabreytinguna, og
hafa samband við erfðaráðgjöf LSH
vegna þess, er boðið í klínískt stað-
festingarpróf og verður vísað í eft-
irlit í framhaldinu.
Þeir sem enn hafa ekki haft sam-
band, eftir að hafa fengið upplýs-
ingar um að þeir beri 999del5-breyt-
inguna í BRCA2-geni, eru eindregið
hvattir til að hafa samband við
erfðaráðgjöf LSH. Þrír starfsmenn
erfðaráðgjafarinnar hafa veitt
krabbameinserfðaráðgjöf síðustu
mánuði. Ekki sé löng bið en það sé
metið eftir alvarleika og þörf hverju
sinni. Sex þúsund einstaklingum
hefur verið boðið að koma í þjón-
ustumiðstöð rannsóknarverkefna á
vegum ÍE í sýnatöku. ernayr@mbl.is
Fleiri hafa skráð sig
í gegnum arfgerd.is
24 þúsund af 28 þúsund fengið svar