Morgunblaðið - 22.06.2018, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 22.06.2018, Qupperneq 14
Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Minjastofnun hefur á þessu ári veitt 22 leyfi til fornleifarannsókna. Flest leyfin eða 13 eru til svokall- aðra framkvæmdarannsókna og framkvæmdaeftirlits, þar sem fornleifar eru kannaðar eða fylgst með því hvort þær koma í ljós í tengslum við byggingu mann- virkja. Leyfi til vísindarannsókna eru átta og eitt leyfi vegna sérstakrar könnunar. Búist er við að fleiri um- sóknir um uppgrefti eigi eftir að berast og nokkrar eru í vinnslu að sögn Sigurðar Bergsteinssonar, verkefnisstjóra hjá Minjastofnun. Vísindarannsóknirnar sem um ræðir fara fram í Reykjanesbæ, Stöðvarfirði, Mýrdalssandi, Svarf- aðardal, Ólafsdal við Gilsfjörð, á Þingeyrum, Odda á Rangárvöllum og í Árbæjarsafni í Reykjavík. Í Reykjanesbæ fer fram upp- gröftur á Keflavíkurtúninu. Verið er að kanna rústir þar sem Kefla- víkurbærinn gamli stóð. Síðast var búið þar um miðja 19. öld. Miðað við aðra byggð á Suðurnesjum er búseta á túninu ekki ýkja gömul því jarðarinnar er fyrst getið í jarðarmatsbókum árið 1597. Þarna var um langt skeið eitt öflugasta verslunarsvæði landsins. Elstu minjar á Íslandi? Á Stöð í Stöðvarfirði er haldið áfram rannsókn á landnámsbæ og minjum sem eru taldar eldri. Menn velta því fyrir sér hvort þarna sé hugsanlega fundin elsta byggð á Íslandi. Á Mýrdalssandi í Álftaveri er haldið áfram rannsókn á rústum eyðibýlis frá miðöldum sem nú gengur undir nafninu Arfabót. Í Hólakoti í Svarfaðardal verða aðeins teknir könnunarskurðir. Á Þingeyrum í Húnaþingi er leit- að minja um klaustrið á staðnum á miðöldum. Á Odda á Rangárvöllum var gerður prufuskurður í leit að fornum minjum og komu þá í ljós leifar manngerðra hella sem eftir er að rannsaka frekar. Í Árbæjar- safni er verið að rannsaka gamla býlið á staðnum, m.a. með jarð- sjármælingum. Í Ólafsdal í Gilsfirði er verið að grafa upp skála frá 9. eða 10. öld sem kom óvænt í ljós við forn- leifaskráningu í fyrravor. Nánar verður sagt frá uppgreftrinum í blaðinu á morgun. Leyfi til rannsókna á 22 fornleifum í sumar  13 vegna framkvæmda og eftirlits  Átta vísindarannsóknir Strandgata á Bíldudal Fornleifarannsóknir sumarið 2018 Heimild: Minjastofnun Íslands. Miðað er við leyfi veitt til 10. júní. Svalbarðseyri við Eyjafjörð Afleggjari við Esjustofu Gamli Keflavíkurbærinn í Reykjanesbæ Tjarnará, Vestur- Húnavatnssýslu Stöð við Stöðvarfjörð Bíldudalshöfn Árbær í Reykjavík Kleifar í Dýrafirði Brunnar í Látravík Lækjargata 10-12, Reykjavík Aðalstræti 12b, Akureyri Hálönd á Akureyri Arfabót á Mýrdalssandi Hólakot í Svarfaðardal Ólafsdalur við Gilsfjörð Vorsabær í Hveragerði Oddi á Rangárvöllum Tryggvagata, Steinbryggja og Bæjartorg í Reykjavík Ægissíðuhellar Þingeyrar í Húnaþingi Mosfellskirkja 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2018 BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 S V E F N S Ó F A R TURI kr. 149.800 frá Innovation Living Denmark Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Það er grunur um rakaskemmdir í húsnæði Eglu á Höfðabakka 9, en það hefur ekki tekist að staðfesta að um myglu sé einnig að ræða þar sem við höfum enn ekki komist að skemmdunum,“ segir Einar Þor- steinsson hjá fasteignafélaginu Reit- um sem á og rekur húsið. Fram kom í Morgunblaðinu á miðvikudaginn að starfsemi verkfræðistofunnar Eflu verður í sumarlok flutt að Lynghálsi 4 í Reykjavík frá Höfðabakka 9, þar sem í húsinu hefðu greinst raka- skemmdir og mygla sem kallaði á umtalsverðar viðgerðir. Einar segir að myglu hafi orðið vart í húsnæði Eflu fyrir um tveimur árum og viðgerðir vegna hennar séu yfirstaðnar. Nú verði kannað hvort mygla hafi komið upp á ný samhliða rakaskemmdum. „Það var sameiginleg ákvörðun okkar og Eflu að vera ekki að raska starfsemi verkfræðistofunnar með viðgerðum fyrr en þeir væru fluttir,“ sagði Einar. Hann kvaðst halda að flutningurinn væri ekki eingöngu vegna rakaskemmdanna. Í stað Eflu flytja Íslenskir aðalverktakar í húsið og verða þar með starfsemi á 1.700 fermetrum. Einar segir að viðgerðir vegna rakaskemmda og myglu séu hefðbundnir þættir í starfsemi Reita sem eiga og reka fjölmargar fast- eignir. Húsið á Höfðabakka er 21 þúsund fermetrar að stærð. Einar sagði að eitt annað fyrirtæki í hús- inu, Sálfræðingar Höfðabakka, hefði kvartað yfir rakaskemmdum og hefði verið ráðist í viðgerðir þar, sem kallað hefði á tilflutning innan- húss. Sálfræðistofan sé í þeim hluta sem snýr á móti austri. „Það er blessuð suðaustanáttin sem lemur á hliðinni og getur valdið leka,“ sagði hann. Meðal annarra fyrirtækja á Höfðabakka 9 eru Sjúkraþjálfunin Styrkur, Íslandsbanki, Creditinfo og Mímir-símenntun. Æ oftar er kvartað yfir myglu- skemmdum, jafnt í atvinnu- sem íbúðarhúsnæði. Kostnaður við við- gerðir á allra síðustu árum nemur tugum milljarða. Bent hefur verið á að á undanförnum árum hafi aukins sparnaðar gætt í nýbyggingum. Al- gengt sé að fólk flytji inn í hús sem vart eru tilbúin, auk þess sem ný- byggð hús séu mun þéttari en áður. Það sé því mikill raki í nýjum bygg- ingum. Þá sé algengt að skipt sé um glugga í eldri húsum, og þeir séu mun þéttari en þeir sem fyrir voru. Mikilvægt sé því að huga að loftun. Aukinn þéttleiki húsa geti oft á tíð- um verið einn helsti valdur þess að skemmdum fjölgi. Myglu áður vart á Höfðabakka  Húsnæði Eflu leigt öðru fyrirtæki Morgunblaðið/Valli Höfðabakki 9 Húsið er 21 þúsund fm. Mörg fyrirtæki eru þar til húsa. Mygluskemmdir » Verkfræðistofan Efla flytur úr húsinu á Höfðabakka 9 í sumarlok vegna rakaskemmda og gruns um myglu. » Einnig hefur þurft að ráðast í rakaviðgerðir hjá Sálfræð- ingum Höfðabakka 9. » Viðgerðir af þessu tagi eru fastur þáttur starfseminnar hjá fasteignafélaginu Reitum sem á húsið. Viðgerðir standa yfir á gluggum Gerðar Helgadóttur í Skálholts- kirkju. „Þeir voru festir þannig að það var of lítið loftrúm milli hliðar- glers og listglers og út af hitamis- muninum döggvaði á milli og þá skemmdust bæði rammarnir og gluggarnir. Núna verða þeir settir í með öðrum hætti og verður öll upp- setningin öðruvísi,“ segir Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skál- holti. Gluggarnir voru fyrst settir upp af þýska fyrirtækinu Oidtmann- bræðrum fyrir tæpum 60 árum og sá það jafnframt um viðgerð á glugg- unum. ,,Það er búið að setja upp flesta gluggana en stór gluggi á vest- urhlið kirkjunnar verður tekinn niður ásamt tíu gluggum,“ segir Kristján. Þeir gluggar koma svo aftur til baka í október og þá verður verkinu lokið. Auk þess að gera við listgluggana hefur verið skipt um hlífðargler og gluggaopin lagfærð. Myndhöggv- arinn Gerður Helgadóttir vann gluggana í Þýskalandi árið 1959. Einnig hafa staðið yfir viðgerðir á gluggum Gerðar í Kópavogskirkju, Hallgrímskirkju í Saurbæ og Nes- kirkju. veronika@mbl.is Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Skálholtskirkja Oidtmann-bræður kíktu á listglugga Gerðar Helgadóttur. Listgluggar lagaðir  Viðgerðir á 60 ára gömlum gluggum Skálholtskirkju  Breytt uppsetning

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.