Morgunblaðið - 22.06.2018, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.06.2018, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2018 Ilmur hinnar gullnu stundar Terre de Lumière L’Eau Kringlan 4-12 | s. 577-7040 Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Geðgreiningar sem sjúklingar fá eru oft óáreiðanlegar og ýmislegt bendir til þess að margt þyrfti að lagast í sambandi við greining- arvinnu. Þá virðast þeir sem þjást af þunglyndi ekki endilega leita sér hjálpar vegna væntinga um bata. Þetta kemur fram í tvískiptu lokaverkefni Ragnheiðar Helgu Sæmundsdóttur og Ingu Guð- laugar Helgadóttur, en þær út- skrifuðust nýverið úr meistara- námi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Almenn umræða hefur letjandi áhrif „Minn hluti verkefnisins er rammaður af við algengasta geð- ræna vandann; þunglyndi og kvíða, en ég tók viðtöl við notendur þjón- ustunnar með það að markmiði að fá svör við spurningum um upp- lifun þeirra af þjónustunni og því að glíma við geðrænan vanda,“ segir Ragnheiður. Meðal þess sem Ragnheiður komst að var að fólk frestar því gjarnan lengi, jafnvel svo árum skiptir, að sækja sér sérhæfða geð- heilbrigðisþjónustu. Hún segir ástæðu þess vera margþætta en segir þó: „Það vakti sérstaka at- hygli að fólk virðist ekki endilega leita sér hjálpar vegna þess að það geri sér væntingar um að ná bata heldur vegna þess að það er alveg komið í þrot og búið á því.“ Einnig bendir hún á að almenn umræða geti haft letjandi áhrif á þá sem myndu mögulega annars sækja sér hjálp. „Samkvæmt okkar niðurstöðum upplifir fólk sig brennimerkt af sjúkdómum sínum. Fólk rekur sig til dæmis á að geta ekki verið líf- og sjúkdómatryggt og þróar með sér neikvætt sjálfsálit, sem undir- strikar að glíman einskorðast ekki við einkenni vandans, það er margt sem íþyngir í ofanálag“ seg- ir Ragnheiður. Geðlæknar notuðu aldrei stöðluð viðtöl „Í um helmingi tilfella eru með- ferðir í samræmi við klínískar leið- beiningar. Stór hluti, eða tæplega 40%, er byggður einungis á lyfja- gjöf,“ segir Inga Guðlaug en í rannsókn sinni komst hún að því að í einungis 22% tilvika styðst heilbrigðisstarfsfólk við staðlað greiningarviðtal. Verkefni Ingu Guðlaugar ber yf- irskriftina Hvað gerist eftir geð- greiningu? og einblínir á hvort verklagsferlar á geðdeild Lands- spítalans séu eftir klínískum gæða- vísum. Rannsókn Ingu er afturvirk og byggist á gögnum frá 2010- 2012. „Sálfræðingar eru líklegastir til að nota staðlað greiningarviðtal en í 0% tilvika höfðu geðlæknar gert það,“ segir Inga og bætir við „Stöðluð greiningarviðtöl eru hönnuð til þess að fá sem besta greiningu.“ Inga framkvæmdi eigindlega rannsókn og sá um tölfræðilega hluta verkefnisins en 191 ein- staklingur var í úrtaki Ingu. Þar af voru ellefu sem Ragnheiður Helga tók viðtal við. Þær segjast ekki vita til þess að rannsóknir af þessum toga hafi verið framkvæmdar annars staðar og bæta við: „Þetta varpar því nýju ljósi á þjónustuna á göngu- deild geðsviðs.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Sálfræði Ragnheiður Helga Sæmundsdóttir og Inga Guðlaug Helgadóttir. Annmarkar á meðferðum við geðsjúkdómum  Lokaverkefni í sálfræði við HR Ný göngubryggja er í byggingu við Hústjörn Norræna hússins og verður hún vígð síðar í sumar. „Þarna verður betur hægt að fylgjast með fuglalífinu og það ætti jafnvel að draga fólk úr miðbænum hingað til að njóta frið- landsins,“ segir Kolbrún Kona Kristjánsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Norræna húss- ins. Nýja göngubryggjan mun hafa tengingar við göngustíga borgarinnar og Norræna húss- ins ásamt því að undirstrika sérstöðu friðlands í Vatnsmýrinni. Mannvit sér um framkvæmd- irnar og munu þær kosta 50 milljónir króna. Norræna húsið fagnar 50 ára afmæli sínu 25. ágúst og mun borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson, vígja bryggjuna á af- mælisdaginn. „Bryggjan er afmælisgjöf til Norræna hússins frá borginni,“ segir Kolbrún. Á afmælisdaginn, 25. ágúst, munu taka við há- tíðahöld í húsinu. „Þann dag bjóðum við þjóð- inni í afmælisdagskrá, morgunmat, keppnir, jóga, útitónleika og fleira,“ segir Kolbrún. 50 milljóna göngubryggja í tilefni 50 ára afmælis  Ætlað að undirstrika sérstöðu friðlandsins Morgunblaðið/Valli Bryggjan Göngubryggjan skapar tækifæri til að fylgjast betur með villtu fuglalífi og friðlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.