Morgunblaðið - 22.06.2018, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Fjölmargarþjóðir, ekkisíst í Evrópu
eru mjög uppteknar
af því sem gerist í
Bandaríkjunum,
ekki síst eigi Trump
forseti þeirra í hlut.
Trump er for-
dæmdur fyrir allt og um sumt
hefur hann sannanlega unnið til
þess. En kúnstugt er þegar hann
er fordæmdur fyrir gerðir sem
aðdáendur fyrirrennara hans
héldu ekki vatni yfir.
Það er furðu algengt að ein-
staka ráðherrar, svo ekki sé tal-
að um þingmenn, sem telja sig
þurfa að komast í fréttir hafi
uppi stóryrði og kröfur í garð
Bandaríkjastjórnar af minnsta
tilefni. Öll önnur ríki eru látin í
friði eins og hvítþvegnir englar,
nema helst Ísrael.
Frægt var þegar að Trump
ákvað að afturkalla ferðaheim-
ildir fólks frá tilteknum ríkjum.
Meginreglan er að hvert ríki á
sjálfdæmi um slíkt. Engu að síð-
ur hófust hróp og fordæmingar,
jafnvel héðan! Það dró að vísu úr
barsmíðum á brjóst þegar að
upplýst var að stjórn Obama
hafði dregið upp ríkin. Þegar að
ríkisdómarar í millidómstigi
tóku að dæma gjörðir forsetans
ólögmætar hresstust erlendir
mótmælendur á ný og tóku ekki
sönsum þótt bent væri á að úr-
skurðir þessara tilteknu dóm-
stóla stæðust jafnan illa fyrir
Hæstarétti Bandaríkjanna.
Þætti gott ef að 10% dóma þeirra
stæðust skoðun!
Hæstiréttur Bandaríkjanna
ákvað með auknum meirihluta
að álit dómstólanna væru ómark-
tæk og forsetinn hvergi farið út
fyrir valdsvið sitt. Lítt var frá
því sagt í þeim evrópskum
fréttamiðlum, sem látið höfðu
verst.
Síðustu daga hafa mál verið í
umræðu sem að auðvelt er að
gera tortryggileg, því að þar
koma börn við sögu. Og ekki
gátu allir stillt sig.
Demókratar vestra sem höfðu
misst niður fylgisforskot sitt
töldu að þetta mál kynni að
bjarga þeim í kosningunum í
nóvember. Þeir hafa notað málið
út í æsar. Það má hafa pólitískan
skilning á því. En eftir „frétta-
flutninginn“ austan við Atlants-
hafið, er ekki líklegt að margir
viti um hvað málið snýst. Al-
menningur á þessum slóðum
getur lítið annað „vitað“ en að
Trump forseti hafi ákveðið að of-
sækja börn innflytjenda. Slíkt
væri svo ógeðfellt að allir menn
hlytu að hafa á því skömm og
fyrirlitningu. En er sú raunin?
Auðvitað ekki. En hvernig er
hún þá?
Trump lagði á það þunga
áherslu í kosningabaráttu sinni
að Bandaríkin ættu, eins og öll
sjálfstæð ríki, forræði yfir sínum
landamærum. Öllum ritum um
stjórnskipun landa ber saman
um að forsvar landamæra er eitt
af þeim fáu atriðum
sem ákvarða hvort
ríki teljist sjálf-
stætt. Fræðin ein
hafa þó varla ráðið
þeim þunga sem
Trump setti á þetta
mál í baráttu sinni.
Hann vissi vel hver
væri afstaða þorra kjósenda til
þeirrar spurningar. Mikill meiri-
hluti þeirra vill að landamærin
séu virk og að Bandaríkin
ákvarði sjálf hverjir skuli fara
um þau og hverjir fái landvist.
En það er jafn öruggt að
Bandaríkjamenn vilja ekki láta
umgangast fólk með meiðandi
hætti og síst börn. En af hverju
er þetta mál þá komið upp núna?
Lögin vestra segja að ekki megi
hafa þá sem sæta rannsókn sem
leitt geti til saksóknar í varð-
haldi með börnum sínum, nema
þá um stuttan tíma. Þetta veldur
ekki vandræðum við mál banda-
rískra ríkisborgara. Sæti þeir
saksókn er fjölskylda oftast til
staðar sem gætir hlutar barna.
Ef að einstaklingur með barn er
saksóttur og enginn nærri til að
gæta hagsmuna þess með við-
urkenndum hætti eru foreldri og
barn skilin að og félagsmála-
stofnanir taka það í sína vörslu.
Aðstæður fjölda barna er því
ekki ólíkur aðstæðum barnanna
við landamærin. En enginn mót-
mælir því!
Trump hefur skorað á þingið
að breyta lögum svo að ekki
þurfi að skilja á milli barna og
flóttamanna á meðan mál þeirra
eru í athugun. Obama forseti
hafði „leyst“ málið þannig að
kæmu flóttamenn með börn yrði
hvorugu haldið. Nöfn væru
skráð og fólkið boðað til skýrslu-
töku síðar. Það gat ekki komið á
óvart að þá mættu fáir eða engir.
Þessi „lausn“ Obama spurðist út
til flóttamannasmyglara, sem er
arðvænleg atvinnugrein sunnan
landamæra. Flóttamenn komu
eftir það flestir með börn. Hefðu
„fréttaskýrendur“ fylgst með
umræðunni vestra vissu þeir að
landamæraverðir og lögreglu-
yfirvöld fullyrða að í mjög mörg-
um tilvikum tengist börnin alls
ekki flóttamönnunum, en séu
„útveguð“ af smyglurunum gegn
greiðslu.
Deila má um sannleiksgildi
þessa. Hitt liggur fyrir að hlut-
fall barna í flóttamannahópnum
hefur á örfáum misserum rokið
upp, enda voru þau trygging fyr-
ir því að sleppa í gegn. Landa-
mæraverðir halda því einnig
fram að rökstuddur grunur og
staðfestur í of mörgum tilvikum
sé um að þessi börn séu í fram-
haldinu seld í kynlífsþjónustu
eða þaðan af verra.
En í augnablikinu eru þessi
ólánssömu börn notuð í ógeð-
felldu áróðursstríði. Það er lág-
markskrafa að vandaðir frétta-
miðlar skrúbbi burt áróðurinn úr
báðum áttum, eins og hægt er,
áður en dómar eru felldir á
grundvelli hans eins.
Sannleikurinn er
iðulega helsti
skotspónn áróð-
ursstríða eins og
annarra stríða}
Segja þarf alla söguna
F
yrir skömmu birtust tölur um að
samkeppnishæfni Íslands hefði
dalað, úr 20. í 24. sæti samkvæmt
IMD, svissneskri hugveitu. Ís-
lendingar eru miklu neðar en ná-
grannar okkar á Norðurlöndum, sem við telj-
um líkust okkur að samfélagsgerð.
Viðskiptaráð vakti athygli á þessari nið-
urstöðu með fróðlegri kynningu. Í henni kem-
ur til dæmis fram að hætta á flutningi til út-
landa sé ógn við hagkerfið, en Íslendingar eru
með þeim líklegustu til þess að flytja, en voru
einna ólíklegastir fyrir hrun. Í fljótu bragði
virðist það ríma illa við þá staðhæfingu að Ís-
land sé hálaunaland. Ef fólk flýr, þrátt fyrir
hærri laun, sýnir það mikinn undirliggjandi
vanda.
Þegar spurt er hvort stefna Seðlabankans
hafi jákvæð áhrif á hagkerfið er Ísland í 61. sæti af 63. Þó
að það standi ekki í úttektinni er væntanlega átt við
vaxtastefnu bankans, en vextir eru hærri hér á landi en í
flestum samkeppnislöndum. Í því sambandi er rétt að
minna á að í yfirlýsingum peningastefnunefndar bank-
ans eftir alþingiskosningar hefur komið fram að stefnan í
ríkisfjármálum og minna aðhald en hjá fyrri ríkisstjórn
haldi vöxtum uppi.
Á öðrum sviðum er ástandið miklu betra. Fjármögnun
lífeyriskerfisins er með því besta sem þekkist. Svo eigum
við líka nóg vatn!
Í kynningu Viðskiptaráðsins kemur fram að hátt gengi
krónunnar sé vandamál fyrir útflutningsgreinar, sem
satt er. Því skýtur skökku við að tillaga ráðs-
ins er sú að „losa um innflæðishöft strax“.
Þessi innflæðishöft felast í því að útlendingar
sem vilja nýta sér háa íslenska vexti verða að
leggja 40% inn á vaxtalausan reikning. Fyrir
hrun nýttu útlendingar sér hærri vexti hér en
erlendis með þeim afleiðingum að gengi krón-
unnar hækkaði með skaðvænlegum hætti og
eftir hrun sátu Íslendingar (og útlendu spá-
kaupmennirnir) eftir með sárt ennið.
Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor varar við
afnámi þessarar varúðarreglu: „Ef þetta er
gert má búast við að fjárfestar reyni að hagn-
ast á vaxtamun með því að kaupa krónur og
fjárfesta í innlendum skuldabréfum. Gengi
krónunnar mun þá styrkjast og afkoma
ferðaþjónustu versna.“ Ráðið nefnir hvergi
háa vexti á Íslandi, sem hefta samkeppnis-
hæfni íslenskra fyrirtækja. Hvergi er vikið að því orði að
gjaldmiðillinn sjálfur sé vandamál, þó það blasi við.
Það er vont að fyrirtæki og fólk flýi úr landi. Það er
vont að vextir á Íslandi séu miklu hærri en í nágranna-
löndunum. Nýlega birtist frétt um að í Svíþjóð séu
(óverðtryggðir) vextir á húsnæðislánum 1,7% á sama
tíma og þeir eru 5,5 til 6,2% hér. Það er vont þegar gengi
krónunnar sveiflast, fyrirtækjum og almenningi til
skaða. Og það er mjög vont þegar samtök sem eiga að
standa vaktina fyrir heilbrigt efnahagslíf þora ekki að
tala um fílinn í stofunni, íslensku krónuna.
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Fíllinn og þöggunin
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Verð fyrir grásleppu sem seld er á
fiskmörkuðum hefur hækkað um
rúm 17% í ár miðað við vertíðina
2017. Eigi að síður eru bátar á
veiðum færri en í fyrra og segir
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri
Landssambands smábátaeigenda,
að kaupendur verði að gera betur
til að fleiri sjái sér hag í að sækja
grásleppuna.
„Í ár eru færri leyfi virk held-
ur en í fyrra og þó svo að verð
hafi hækkað er það alls ekki nógu
hátt. Í raun og veru eru þetta skýr
skilaboð til kaupenda um að frek-
ari verðhækkun verði að eiga sér
stað á gráslepp-
unni,“ segir Örn.
Í ár hafa verið
gefin út 209 leyfi
til veiða, en í
fyrra voru leyfin
230 á þessum
tíma. Enn eru 39
grásleppubátar á
veiðum og um 30
þeirra eru með
netin á innan-
verðum Breiðafirði þar sem veiðar
hefjast síðar en á öðrum svæðum.
Rúmlega 400 leyfi eru til grá-
sleppuveiða, en stór hluti leyfanna
hefur ekki verið virkjaður í ár. Á
árunum 2000–2017 var fjöldi báta
sem tók þátt í veiðunum á bilinu
139–369 á ári.
Byggt á grunni frá 1997
Það er Fiskistofa sem gefur
út leyfi til grásleppuveiða og að-
eins er hægt að fá eitt grá-
sleppuleyfi á hvern bát á hverri
vertíð. Eingöngu er heimilt að
veita slík veiðileyfi þeim bátum
sem áttu rétt til grásleppuveiða á
vertíðinni 1997 og bátum sem
komið hafa í þeirra stað.
Örn áætlar að úflutningsverð-
mæti grásleppu í ár verði alls um
tveir milljarðar. Grásleppan er
nánast eingöngu seld óskorin, í
beinni sölu eða á fiskmarkaði.
Meðalverð á mörkuðum það sem
af er vertíð er 203 krónur fyrir
kílóið.
Að sögn Arnar hefur vertíðin í
ár gengið ágætlega í heildina,
innanverður Breiðafjörður er und-
antekning. Þar hefur ótíð hamlað
og afli verið lakari en oft áður og
áætlar Örn að í innanverðum
Breiðafirði sé veiðin um fimmtungi
minni en í fyrra. Fyrri hluta ver-
tíðar fyrir austan og norðan land
gekk mun betur heldur en í fyrra.
Þörf á fleiri dögum
Veiðum er stjórnað með daga-
fjölda og fjölda neta. Á þessari
vertíð eru dagarnir 44 og ákveðnir
með tilliti til þess að ekki verði
veitt umfram það magn, sem
Hafrannsóknastofnun leggur til.
Stofnunin miðar við að ekki verði
veitt umfram 5.497 tonn og segir
Örn að útlit sé fyrir að afli endi í
4.400-4.500 tonnum. „Við sjáum
núna að þörf hefði verið á fleiri
dögum og þetta er í raun annað
árið í röð sem við verðum of langt
frá því sem ráðlagt var að veiða,“
segir Örn.
Árin 2011 og 2012 voru veiðar
leyfðar í 50 daga, 32 daga árin
2013–2016 og 46 daga 2017.
Um tveir milljarðar
fyrir grásleppu í ár
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Langanes Komið með góðan afla til löndunar í upphafi grásleppuvertíðar.
Örn Pálsson Grásleppuveiðar við Ísland fengu
vottun samkvæmt stöðlum MSC í
árslok 2014, en vottunin var aft-
urkölluð um síðustu áramót
vegna meðafla við veiðar, m.a. á
sel og fugli. Örn segir ekki blasa
við að þessi breyting hafi haft
áhrif á verð á grásleppuhrognum
frá Íslandi.
„Sumir álíta að við hefðum
getað fengið hærra verð á vertíð-
inni ef við hefðum verið með
MSC-vottun á hrognunum,“ segir
Örn. „Vissulega fá Grænlend-
ingar hærra útflutningsverð á
hrognatunnu í ár en við, en þeir
eru með vottun. Við bendum hins
vegar á að þegar við fengum
vottunina í árslok 2014 hækkaði
verðið ekki. Aðalmarkaður okkar
fyrir kavíar er í Frakkklandi og
þar er ekki gert að skilyrði að
hrognin séu MSC-merkt. Í Sví-
þjóð og Þýskalandi er meiri krafa
um MSC-vottun og skortur á
henni gæti þýtt erfiðleika á þeim
markaði.“
Örn segir unnið að því að fá
vottun á nýjan leik og hefur vott-
unarstofan Tún samþykkt að-
gerðaáætlun. Málið verður skoð-
að í vetur og þá m.a. hvort
ástæða sé til að gera breytingu á
fyrirkomulagi veiða.
Óljós áhrif vottunar
UNNIÐ AÐ ÞVÍ AÐ FÁ MSC-MERKINGU Á NÝJAN LEIK