Morgunblaðið - 22.06.2018, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2018
Sumarsólstöður Um 200 manns fylgdust með sólinni á lengsta degi ársins, sem var í fyrradag, af Snæfellsjökli. Myndin var tekin klukkan 22.05 og viðstaddir nutu birtunnar og blíðunnar.
RAX
Það verður stöðugt
umfjöllunarefni hvern-
ig neysla og hamingja
samtvinnast. Neyslan
er mælanleg eining en
hamingjan er vart
mælanleg. Þó er það
svo að hvort tveggja er
þess eðlis að það er
hægt að fresta eða
flýta hvoru tveggja.
Það er hægt að mæla
verðlag á neyslu og
breytingu á verðlagi á neyslu. Þessu
er ólíkt farið með hamingjuna. Verð
á hamingju er umdeilanlegt, svo
mjög að það er alls ekki mælanlegt.
Einnig verður það oft svo að ham-
ingja eins verður óhamingja annars.
Það kom berlega í ljós þegar
hamingja Hannesar og Íslands alls
jókst til muna þegar hamingjan
brást Lionel og Argentínu og lið
þeirra laut í gras við vítaspyrnu.
Vörnin jók á sjálfstæði og hamingju
Íslands.
Stjórnmálamenn gera landsmenn
hamingjusama þegar þeir hætta að
skipta sér af því sem aðrir gera.
Mæling á verðlagi neyslu
Það er sífellt umræðuefni hvernig
á að mæla neyslu og verðlagningu
hennar. Þannig eru þeir til sem telja
að ósiðlegir hlutir eins og áfengi og
tóbak eigi ekki að mælast í neyslu.
Einnig að þeir þættir sem Alþingi
getur haft áhrif á, eins og skattar á
eldsneyti, eigi ekki að mælast í
neyslu. Því er einnig haldið fram að
verð á olíutunnu, sem ótíndir dónar í
útlöndum ráða, eigi heldur ekki að
mælast í neyslu.
Það kom einnig fram í þingræðu
að aðeins ætti að mæla í neyslu það
sem látið er ofan í sig. Sá sem flutti
þá speki er mikill áhugamaður um
mat, bæði framleiðslu og neyslu.
Hvað má þá segja um heimilistæki,
sem á ensku kallast consumption
durable; er það neysla?
Andstæðingar Evrópusambands-
ins telja að Hagstofa
Evrópusambandsins,
sú heitir Eurostat, sé
góð stofnun, þar sem
hún mælir ekki verðlag
á húsnæði í sam-
ræmdri neyslu í Evr-
ópusambandinu. Auð-
vitað er verðlag á
íbúðarhúsnæði mælt
um alla Evrópu.
Þeir sem taka
ákvarðanir á grund-
velli verðlagsmælinga,
eins og Seðlabanki
Evrópu, taka tillit til
slíks verðlags, eins og eignabóla,
enda þótt hagspekingar Hagstofu
EU hafi ekki komið sér saman um
hvernig fella eigi mælinguna inn í
neysluverðsvísitölu. Þeir sem lengst
eru komnir í þeim fræðum telja að
sú aðferð sem brúkuð er á Íslandi sé
sennilega næst lagi og verði fyrr en
síðar brúkuð hjá Eurostat í Lúxem-
borg.
Í þarfagreiningu Maslows er fæði,
klæði og húsnæði talið til grunn-
þarfa. Er ekki eðlilegt að verðlagn-
ing á þessum þáttum sé mæld? Auð-
vitað eru afnot húsnæðis neysla!
Ákvörðun um vexti
Í öllum kennslubókum um fjármál
er fjallað um tímavirði peninga.
Þannig eru peningar í dag meira
virði en peningar eftir eitt ár. Hlut-
fallið þar á milli heitir vextir.
Til að ákvarða vexti er tekið tillit
til nokkurra þátta. Þeir þættir eru
helstir:
- Raunvextir
- Verðbólguálag
- Tapsáhættuálag
Raunvextirnir eru sem næst
tímavirði peninga en verðbólguálag-
ið er til að tryggja það að sá sem
frestar hamingju sinni og neyslu fái
jafn mikla hamingju þegar sá sem í
hlut á ákveður að hefja neyslu sína.
Á meðal sumra þjóða er slíkt kallað
verðtrygging.
Tapsáhættulagið er vegna þess að
það kann að vera hættulegt að lána
vanskilafólki fjármuni. Því miður er
það svo að skilafólk þarf að borga
slíkt!
Verðbólguálag getur verið reikn-
að með hlutlægri mælingu í raun-
tíma, eða með því að giska á fram-
tíðina með álagi fyrir óvissu.
Með því að nota mælinguna í
lánaviðskiptum á Íslandi hefur feng-
ist 1% lægri ávöxtun fyrir lántaka á
liðnum 25 árum. Það heitir verð-
tryggð lán, hitt heita „óverðtryggð“
lán, en það er blekking í nafngift.
Enda uppfinning lýðskrumara!
Frestun hamingju og lífeyrir
Algengasta frestun hamingju er
þvinguð. Allt launafólk er skyldugt
til að greiða af launum sínum fram-
lag í lífeyrissjóð. Það er til að
tryggja það að þeir sem komast á
lífeyrisaldur geti notið hamingj-
unnar á efri árum.
Þeir sem safna lífeyri um þessar
mundir eru fleiri en þeir sem njóta
lífeyris. Því er um uppsöfnun að
ræða. Þá kemur mæling á hamingju
til umhugsunar.
Eiga þeir sem flýta hamingju
sinni með því að taka lán að fá þá
hamingju á afslætti? Auðvitað er
aldrei veittur afsláttur af hamingju.
Kennslubækur segja að svo sé ekki!
Þeir sem taka slag við margföld-
unartöfluna telja að svo eigi að vera.
Jafnvel þó einnig sé brúkuð deiling.
Sprenglærður hagfræðingur um
málefni lífeyrissjóða, sem hefur
fundið það út að hækkaður lífaldur,
aukin örorka og minni ávöxtun
kunni að leiða til aukinna framlaga í
lífeyrissjóði, telur að veita eigi ham-
ingju á afslætti. Sá telur að ekki eigi
að taka tillit til verðbólguálags í
vaxtaákvörðun, að því er fram kom í
vondri ræðu í eldhúsdagsumræðum.
Skal ósagt látið hvort sú ræða var
sú versta á Alþingi í samanlagðri
kristni.
Hvernig hefur þróunin verið?
Það eru til þokkalegar mælingar
á launum og verðlagi neyslu og fast-
eigna á liðnum 24 árum. Það kann
að vera að einhverrar ónákvæmi
gæti í mælingum á fasteignaverði
þar sem ekki er tekið tillit til láns-
kjara í mælingu á fasteignaverði.
Það er einnig óvissa um breytingu á
gæðum fasteigna í þessum mæl-
ingum. Leiðréttingarliðurinn er
sennilega að hluta fólginn í raun-
vöxtum. Þannig hefur lækkun raun-
vaxta á 40 ára láni, úr 6% í 3%, í för
með sér 35% lækkun á greiðslubyrði
lána. Það er nokkur kjarabót.
Á liðnum 24 árum hafa laun
hækkað um 2,5% á ári umfram verð-
lag. Á sama árabili hefur fast-
eignaverð hækkað um 0,8% umfram
laun. Þó með fyrirvara um mælingu
vegna lánskjara.
Hvert er vandamálið?
Það er einfalt að leita allsherjar-
lausna á öllum vanda. Ávöxtur stöð-
ugleika og festu er lítil verðbólga og
lágir vextir. Vandamál lífeyris vex
með því að veita gráðugum lántök-
um lán á gjafvöxtum og þannig
gleyma markmiði og tilgangi lífeyr-
issjóða með skylduaðild. Gegnum-
streymi lífeyris, án uppsöfnunar,
mun leiða til þess að tryggingagjald
verði sem næst 30% en ekki 6,85%
eins og það er í dag.
Hvati til frjáls sparnaðar er
ávöxtun. Það er litið á frjálsan
sparnað sem skattstofn en ekki sem
félagslega nauðsyn. Skattlagning
sem nú er við lýði á sparifé er hvati
til að búa til skuldarasamfélag.
Hinir eiginlegu fjármagnseig-
endur í þessu landi eru launþegar
með lífeyriseign sinni. Þegar lýð-
skrumarar sem hafa atvinnu af
stjórnmálaþátttöku tala um hve
mikið hefur runnið til „fjármagns-
eigenda“ með því að tryggja jafn-
keypisvirði í lánaviðskiptum eru að-
eins í baráttu við margföldunartöflu
en ekki í baráttu fyrir réttlæti.
En eins og Umbi sagði: „Við Ís-
lendingar erum periferískir menn
og sjáum aldrei það sem er sentralt
í neinum hlut.“
En, þó; maður verður aldrei svo
vesæll að hamingjan eigi ekki eftir
að brosa við manni áður en maður
deyr.
Eftir Vilhjálm
Bjarnason
» Í þarfagreiningu
Maslows er fæði,
klæði og húsnæði talið
til grunnþarfa. Er
ekki eðlilegt að verð-
lagning á þessum
þáttum sé mæld?
Vilhjálmur
Bjarnason
Höfundur var alþingismaður.
Neysla og hamingja
Þróun verðlags og launa frá ársbyrjun 1994
Janúar 1994 = 100
600
500
400
300
200
100
1994 1997 2000 2003 2006 2009 2012 2015 2018
Fasteignaverð
Vísitala launa
Vísitala neysluverðs