Morgunblaðið - 22.06.2018, Page 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2018
Þorsteinn Frímann Guðmundsson, rekstrarstjóri hjá Vörumiðlun,á 40 ára afmæli í dag. „Vörumiðlun er þriðja stærsta flutninga-fyrirtæki á landinu, við keyrum um allt landið, erum verktakar
fyrir Samskip, Eimskip og Smyril Line og vinnum mikið fyrir Kaup-
félag Skagfirðinga og erum með um 50 bíla í akstri. Mitt starf er eigin-
lega að vera í öllu, ég sé um innkaup og stjórn á tækjum og viðhaldi
meðal annars.“
Höfuðstöðvar Vörumiðlunar eru á Sauðárkróki þar sem Þorsteinn
býr, en hann er úr Varmahlíð. Hann er rafvirki að mennt en hefur ekki
starfað við það og hefur unnið hjá Vörumiðlun í átján ár.
Áhugamál Þorsteins eru laxveiði og skotveiði. Hann leiðsegir líka
fyrir Stangaveiðifélag Reykjavíkur, mest í Langá. „Svo veiði ég sjálfur í
30 daga á ári og er búinn að fara í sumar í Húseyjarkvísl sem er við
Varmahlíð. Við veiddum vel og ég fer þangað aftur í næstu viku. Í skot-
veiðinni er ég síðan mest í gæs og rjúpu.“ Þorsteinn er einnig formaður
Flugbjörgunarsveitarinnar í Varmahlíð og hefur verið það í mörg ár.
„Ég verð í vinnunni og svo verður smá kaffi og veitingar fyrir fjöl-
skylduna í tilefni dagsins.“ Þorsteinn ætlar að sjálfsögðu að horfa á Ís-
land-Nígeríu á HM í dag og spáir 2-1 fyrir Ísland.
Eiginkona Þorsteins er Rósa Mary Þorsteinsdóttir, leikskólakennari
á Ársölum. Dætur þeirra eru Bríet Stefanía, f. 2005, og Katla Maren, f.
2010.
Í Húseyjarkvísl „Þessi var 97 sentimetrar, 20 punda fiskur giska ég á.
Ég vigtaði hann ekki, hann fékk að fara aftur. Myndin er frá í fyrra.“
Laxveiðimaður og
veiðir 30 daga á ári
Þorsteinn Guðmundsson er fertugur í dag
E
lín Ýrr Halldórsdóttir
fæddist 22. júní 1958 í
Reykjavík. Hún bjó
fyrstu 10 árin í Háa-
gerði í Smáíbúða-
hverfinu en þá flutti fjölskyldan í
nýtt hús í Brúnastekk í Neðra-
Breiðholti.
Elín Ýrr gekk í Breiðagerðisskóla
og síðan Breiðholtsskóla. Þaðan lá
leiðin í Ármúlaskóla og Lindargötu-
skóla. „Eftir það komst ég þangað
sem ég stefndi að frá því ég var fjög-
urra ára, þ.e. í Hjúkrunarskóla Ís-
lands.“ Elín Ýrr útskrifaðist þaðan
1981 og vann í tvö ár eftir útskrift á
hjartadeild Landspítalanns. Hún fór
síðan í Nýja hjúkrunarskólann og
lærði skurðhjúkrun og útskrifaðist
1986.
Elín Ýrr hefur starfað við skurð-
hjúkrun frá 1983. „Ég hef gegnt
Elín Ýrr Halldórsdóttir, hjúkrunarfr. og deildarstj. á LSH – 60 ára
Hjónin Kristján var mikill ferðamálafrömuður og var meðal annars framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.
Ættarfylgja að taka
þátt í kjarabaráttu
Með barnabörnunum Elín Ýrr ásamt Frosta, Þóru, Freyju og Katrínu.
Fimmta barnabarnið, Kristján Logi, er þriggja vikna í dag.
Hafnarfjörður Árný Sara fæddist 18.
september 2017 í Reykjavík. Hún vó
3.270 g og var 49 cm að lengd. For-
eldrar hennar eru Trausti Ragnarsson
og Gígja Erlingsdóttir.
Nýir borgarar
Kópavogur Bergrún María fæddist 13.
júní 2017 kl. 23.48 í Reykjavík. Hún vó
3.380 g og var 50 cm löng. Foreldrar
hennar eru Ísak Hilmarsson og Gréta
María Birgisdóttir.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
S: 555 0800 · Fornubúðum 12 · Hafnarfirði · sign@sign.is · facebook.com/signskart
ÁFRAM ÍSLAND
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is