Morgunblaðið - 22.06.2018, Page 36

Morgunblaðið - 22.06.2018, Page 36
FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 173. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Dagur í 17 ára fangelsi fyrir… 2. Fólk í vandræðum í Rússlandi 3. Sigmar vinnur mál gegn Skúla… 4.Fannst látin í þurrkskáp »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Sigrún Harðardóttir og Alexandra Kjeld fremja gjörninginn Samtal milli kontrabassa og striga kl. 15 á morg- un í Listasafni Árnesinga í tengslum við sýningu þeirrar fyrrnefndu Hver/ Gerði. Sama dag kl. 16 verður opnuð í safninu sýningin Hveragerði – aðset- ur listamanna. Samtal milli kontra- bassa og striga  Tónleikar Tóm- asar R. Einars- sonar kontra- bassaleikara og latínsveitar hans eru á sumardag- skrá Jazzklúbbs Múlans kl. 21 í kvöld á Björtu- loftum í Hörpu. Auk Tómasar skipa sveitina Óskar Guðjónsson á saxófón, Ómar Guð- jónsson á gítar og Þórdís Claessen á slagverk. Leikin verður tónlist eftir hljómsveitarstjórann. Latínsveit Tómasar R. á Björtuloftum í kvöld  Tölt um tilveruna, sýning Guðrúnar Hreinsdóttur, myndlistarkonu og læknis, verður opnuð kl. 16 í dag í Listasal Mosfellsbæjar. Guðrún hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum á Ís- landi og erlendis. Verkin á sýningunni eru öll máluð með vatnslitum og inn- blásin af náttúrunni. Þau sýna landslag og jurtir, fólk og dýr og ýmis önnur náttúru- fyrirbrigði. Tölt um tilveruna í Mosfellsbæ Á laugardag Suðlæg átt, 5-13, og fer að rigna, fyrst SV-til, en þurrt NA-lands fram á kvöld. Hiti 8 til 12 stig, en 12 til 18 um landið NA-vert. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 8-15 m/s en allt að 20 norðvest- antil. Dregur úr vindi og úrkomu, víða þurrt seinnipartinn og suð- læg átt, 5-13, í kvöld, hvassast NV-til á landinu. Hiti 8 til 22 stig. VEÐUR „Ég náði mér upp úr erf- iðum meiðslum skömmu áður en Íslandsmótið hófst. Síðan hefur mér gengið vel í þeim leikjum sem ég hef spilað,“ sagði Valsarinn Thelma Björk Einarsdóttir þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hennar í gær. Hún leikur afar vel með Val í Pepsí-deildinni í knatt- spyrnu um þessar mundir þrátt fyrir ýmis hnémeiðsli á undanförnum árum. »4 Thelma nær sér á strik með Val Höfðu breytingar á milli fyrstu leikjanna í huga Meiðsli Jóhanns Bergs Guðmunds- sonar, sem tók engan þátt í loka- æfingu Íslands fyrir leikinn, ekki frekar en í æfingum vikunnar, þýða að minnst ein breyting verður á ís- lenska liðinu þegar það mætir Níger- íu á HM í dag. Jafnvel þótt Jóhann væri heill heilsu hefði liðinu verið breytt, ef ég skildi orð Heimis Hall- grímssonar landsliðsþjálf- ara rétt á blaða- mannafundi í gær. »1 Vandræðagangur Lionel Messi og fé- laga í argentínska liðinu á HM gefur bæði Íslandi og Nígeríu galopna möguleika á að koma sér í kjörstöðu fyrir lokaumferðina sem verður leikin á þriðjudaginn kemur. Ísland stendur aðeins betur að vígi eftir jafnteflið gegn Argentínu. Nígeríumenn eru eftir sem áður í þeirri stöðu að þeir mega alls ekki tapa í dag. »3 Tap Argentínu skapar tækifæri fyrir Ísland ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Ævar Þór Benediktsson, vísinda- maður og rithöfundur, var nýverið í Rússlandi þar sem hann eyddi dá- góðum tíma með rússneskum börn- um við leik og fræðslu. Ævar fór til Moskvu á vegum mennta- og menn- ingarmálaráðuneytisins, þar sem ætlunin var að nýta sér þann með- byr og áhuga sem Ísland og íslenska karlalandsliðið hafa hlotið í Rúss- landi í aðdraganda HM í knatt- spyrnu. Auk framlags Ævars Þórs var blásið til íslenskra tónleika og annarra menningartengdra við- burða. Gefur út bók á rússnesku Ævar segir sitt rússneska ævin- týri hafa hafist síðastliðið haust þeg- ar hann sótti fyrst Rússland heim: „Ég fór til Rússlands og alla leið til Síberíu í nóvember, þar sem ég tók þátt í stórri bókamessu. Í kjölfarið kviknaði áhugi hjá rússnesku bóka- forlagi á bókaflokki sem ég hef verið að skrifa sem kallast „Þín eigin“, þar sem lesandinn fær að fjalla sjálfur um það sem gerist í bókinni.“ Í kjöl- farið fékk hann samning hjá bóka- forlagi þar í landi og mun nýjasta bók hans, Þitt eigið ævintýri, koma út á rússnesku í haust. Las á íslensku fyrir börnin Í Moskvu gaf Ævar rússnesku börnunum innsýn í hugarheim bóka sinna. „Ég hitti þarna heilan haug af rússneskum krökkum og las upp úr bókinni minni á íslensku til að leyfa þeim aðeins að heyra hvernig ís- lenskan hljómar. Svo tók rússneskur leikari við og las með miklum til- þrifum, ég skildi næstum því hvar hann var staddur í sögunni með því að horfa á hann,“ segir Ævar og hlær. Þá hélt Ævar námskeið þar sem hann kenndi börnunum að skrifa bækur með óhefðbundnu sniði. „Ég kenndi þeim það sem ég kalla sí- breytilegar bókmenntir, en þá fá börnin að ráða sjálf endi bókarinnar. Krakkarnir tóku rosalega vel í þetta og þau enduðu meira að segja á að skrifa sínar eigin smásögur með ólíkum endum og lásu svo upp yfir hópinn.“ Börn alls staðar eins Ævar segir jafnframt að heim- sóknin hafi staðfest þann grun hans að börn séu mikið til eins, sama hvar þau eru búsett. „Maður vissi það svo sem fyrir en ég sé alltaf betur að krakkar eru alls staðar eins; þau vilja spennandi sögur, hafa margar góðar hugmyndir og hafa frá svo mörgu að segja. Þetta var góð stað- festing á því. Það er líka gaman að vita að það sem virkar fyrir Íslend- inga virkar fyrir önnur börn líka.“ Ljósmynd/Ævar Örn Benediktsson Bókaormar Rússnesk börn sömdu sínar eigin smásögur undir handleiðslu Ævars á bókanámskeiði hans í Moskvu í síðastliðinni viku. Ævar vísindamaður kenndi rússneskum börnum í Moskvu að skrifa smásögur Las á íslensku fyrir börnin í Rússlandi Morgunblaðið/Árni Sæberg Ævar Bók hans, Þitt eigið ævintýri, verður gefin út í Rússlandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.