Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.06.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.06.2018, Blaðsíða 2
Hvar og hvenær verður Landsmót hestamanna í ár? Landsmót hestamanna 2018 er í Víðidal í Reykjavík á félagssvæði Fáks. Mótið hefst á sunnudeginum 1. júlí þar sem verður byrjað með látum. Á fyrsta degi verður frítt inn á svæðið þar sem við verðum með fjölskyldudag íslenska hestsins. Þar verður keppni í barna- og unglingaflokkum og ýmis önnur dagskrá. Jói Pé og Króli munu stíga á svið, leik- hópurinn Lotta og fleiri og fleiri. Mótinu lýkur svo 8. júlí. Hvað eigið þið von á mörgum hestum í ár? Hestarnir verða á bilinu þúsund til tólf hundruð, svo við erum að tala um á annað þúsund hross, þau allra bestu. Þetta verður mjög fjölbreytt, það er verið að spá í kynbótadóma, ræktunina og svo verða auðvitað gæðingakeppin og kappreiðarnar. Er einhver dagskrárliður í uppáhaldi? Stemningin í kringum hápunktana eins og úrslitin og töltið er engu lík. Verða einhverjar nýjungar í ár? Áðurnefndur fjölskyldudagur er nýjung í ár, svo verður hliðardagskráin fyrir utan keppnina eins og tónlistar- dagskráin. Svo setur HM náttúrlega smá svip á þetta og við verðum með risastórt tjald til að horfa á leikina. Þá verður stór innkoma frá verkefninu Horses of Iceland, sem er kynning á íslenska hestinum sem Íslandsstofa leiðir. Hver er svo helsti munurinn á LM 2018 og HM 2018? Leikmennirnir hjá okkur eru ferfættir! Morgunblaðið/Valli ÁSKELL HEIÐAR ÁSGEIRSSON SITUR FYRIR SVÖRUM Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.6. 2018 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Slayer? Hef aldrei heyrt þá nefnda,“ fullyrti fréttastjóri á vakt hér í Mó-unum í vikunni, svellkaldur þegar ég spurði hvort ekki yrði örugglegaljósmynd í blaðinu á mánudaginn frá tónleikum málmgoðanna á Secret Solstice sem fram fara í kvöld, laugardagskvöld. Fréttastjórinn var ekki bjartsýnn á það. „En kæmirðu með Supertramp til landsins þá myndi ég rjúka upp til handa og fóta.“ Svo skellti hann upp úr. Lét tilfinningar mínar lönd og leið. Aumingja maðurinn, hugsaði ég með mér; þvílík skerðing á lífsgæðum hans að þekkja ekki Slayer. Það er eins og að fara í gegnum lífið án blóðugrar nautalundar með bernaise og argentínsku eðalrauðvíni. Hér er freistandi að nafngreina tiltekna þrúgu en ég ætla ekki að þykjast hafa meira vit en mér var gefið. En sínum augum lítur hver á silfrið. Það er gömul saga og ný. Engin hljómsveit, hvorki lifandi né dauð, hefur gert meira fyrir mig gegnum tíðina en Slayer. Hún og Metallica. Og svo kannski Sepultura, meðan Max Cavalera naut ennþá við. Af augljósum ástæðum er því stór dag- ur framundan í mínu lífi. Rykið verð- ur dustað af leðrinu enda þótt skyn- samlegra yrði ugglaust að mæta í sjóstakk á svæðið ef marka má spána. Haldir þú að fjölskyldan fylgi fast á hæla mér í kvöld, lesandi góður, er það misskilningur. Ég hef alið upp fimm börn og af einhverjum óskilj- anlegum ástæðum eru fjögur þeirra á sama báti og fréttastjórinn í Móun- um; gætu ekki nafngreint einn ein- asta bandingja í Slayer enda þótt líf- ið sjálft lægi við. Ég fer ekki nánar út í tónlistarsmekk þeirra hér; sú frásögn yrði einfaldlega of hryggileg. Einn sonur mun þó standa mér þétt við hlið. Undantekningin sem sannar regluna. Almættinu til vorkunnar ber að halda því til haga að það fékk móral fyrir nokkrum árum og úthlutaði mér tengda- syni sem er grjótharður málmhaus. Sá mun að sjálfsögðu ekki láta sig vanta í Dalinn. Hann spilar handbolta og gerði áhugaverða samfélagstilraun fyrir skemmstu; spilaði Slayer fyrir liðsfélagana í klefanum fyrir leik. Tengdasyn- inum til ómældrar undrunar fylltust þeir mikilli skelfingu og harpixið slettist upp um alla veggi áður en hlaðið var aftur í gamla lagalistann. Ekki fylgir sögunni hvernig leikurinn fór. Já, börnin góð. Slayer er ekki fyrir viðkvæmar sálir! Ljósmynd/Bad Feeling Magazine Slayinn kaldur og Supertrampað á tilfinningunum Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’ Aumingja maðurinn,hugsaði ég með mér;þvílík skerðing á lífs-gæðum hans að þekkja ekki Slayer. Það er eins og að fara í gegnum lífið án blóðugrar nautalundar með bernaise og argent- ínsku eðalrauðvíni. Heimir Bjarnason Ekki persónulega, en ég fer til ömmu sem er með allt skreytt. SPURNING DAGSINS Átt þú ein- hvern stuðnings- búnað fyrir íslenska liðið? Valur Tómasson Já, nóg af honum. Þrjár treyjur, húfur, fána og fleira. Halldóra Ólafsdóttir Já, treyju! Sturla Sær Erlendsson. Já, treyjuna sem ég er í. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Áskell Heiðar Ásgeirsson er framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna 2018 sem verður hið 23. í röðinni. Mótið stendur yfir frá 1. til 8. júlí þar sem fyrsti dagurinn er í op- inni fjölskyldudagskrá. Hægt er að nálgast miða á tix.is Á annað þúsund hross

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.