Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.06.2018, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.06.2018, Blaðsíða 17
með hárið litað grænt, en þau spyrja mig af hverju ég sé með slæðuna, eða hvort ég sé með hár undir henni. Það er fáránlegt. Ég er að bíða eftir að krakkarnir venjist og skilji af hverju ég er með slæðu, að það skipti ekki máli að ég sé með slæðu.“ Pabbinn skýtur inn í að hún segi ýmislegt heima sem gefi til kynna fordóma í skólanum. Ef hún settist við borð í gryfjunni í mat- artímum kom það fyrir að krakkarnir yfirgáfu borðið. „Einu sinni tók ég matinn minn og settist hjá krökkum og þau horfðu á mig og ég fann að ég var ekki velkomin þarna. Ég reyndi að blanda geði við krakkana en fékk ekki góðar móttökur.“ Faðirinn segir sama upp á teningnum hjá unglingsbræðrum hennar. Þeir eiga erfitt með að eignast vini. „Þetta er mikið vandamál hjá börnunum okkar. Við höfum boðið krökkum heim en það dugar ekki,“ segir Khattab sem bætir við að hann vilji að börnin eignist vini og fái réttmæta skólagöngu. „Við lifum í mikilli streitu. Við þurfum meiri hjálp frá kerfinu,“ segir hann. Dreymir um læknisfræði Reem var nýlega boðið að tala á málþingi sem Kristín S. Bjarnadóttir stóð fyrir í tilefni af fimmtugsafmæli sínu. „Málþingið var undir yfirskriftinni Málþing um blæbrigði lífs og dauða og var markmiðið annars vegar að gefa með þessum hætti af mér til samfélagsins sem ól mig en hins vegar að standa fyrir söfnun fyrir sýrlensk börn í neyð, í samráði við UNI- CEF á Íslandi. Erindin voru á persónulegum nótum og það var þarna sem hún Reem vann hug og hjörtu viðstaddra með einlægu erindi sínu sem nísti inn að hjartarótum og kom tár- unum út á fólki þegar hún sagði sögu sína,“ segir Kristín sem nefnir að söfnunarreikning- urinn verði opinn fram yfir mánaðamótin og þeir sem vilja styðja sýrlensk börn í neyð geta lagt inn á 0162-26-13668, kt.130668-5189. Hvernig var að tala fyrir framan fjölda fólks? „Það var erfitt en um leið fannst mér að ég þyrfti að gera það. Þetta hjálpar málstað Sýr- lendinga og ég vildi að fólk vissi hvers konar erfiðleika ég hef gengið í gegnum eftir að ég kom hingað. Fólk telur að ég sé hamingjusöm en ég á líka í erfiðleikum,“ segir hún. „Þegar maður er í stríði hugsar maður fyrst og fremst um að lifa af en sem flóttamaður hef ég áhyggjur af minni skólagöngu, lífinu og fram- tíðinni,“ segir Reem sem einnig segist oft hugsa heim til Sýrlands með söknuði. Hún missti samband við marga vini og veit ekki hvort þeir eru lífs eða liðnir. Ef stríðið myndi enda í dag, færuð þið aftur heim? „Ekki strax. Húsið er farið. Það er allt eyði- lagt.“ Hvernig sérðu fyrir þér framtíðina? „Ég staldra stundum við og hugsa um hvað ég er búin að gera síðustu tvö árin. Ég er búin að læra nýtt tungumál og skil núna hvað fólk er að segja. Mér finnst gaman að vinna á leik- skólanum með börnunum og þau kenna mér margt í íslensku. Ég ætla svo að læra að keyra bíl seinna. Minn draumur er að læra læknis- fræði og fá tækifæri eins og aðrir. Mig dreym- ir en ég sé ekki að það muni rætast.“ Ertu með eitthvert plan B? „Nei. Ég veit að það er erfitt en mig langar bara að verða læknir.“Morgunblaðið/Ásdís Þegar Reem lenti í Keflavík biðu hennar fjölmiðlamenn sem vildu ná myndum. Hún segir það hafa verið frekar óþægilegt enda var hún dauðþreytt eftir ferðalagið. Það var allt á kafi í snjó og -17°C á Akureyri í janúar árið 2016 þegar hópur sýrlenskra flótta- manna kom þangað. Reem hafði aldrei á ævi sinni séð svona mikinn snjó. 24.6. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.