Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.06.2018, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.6. 2018
Sögulegu sparkveldin vinna allt-af HM í knattspyrnu. Alltaf.Þau og Úrúgvæ. Gvæjarnir
hafa reyndar ekki lagt leið sína upp á
dekk í 68 ár, heilan mannsaldur, og
teljast ekki líklegir til að gera það nú.
EM er meira fyrir sparkleg smáveldi
eins og Danmörku og Grikkland. Og
jafnvel Portúgal. Byrjun sparkveld-
anna á mótinu í Rússlandi hefur þó
ekki verið björguleg og vekur vanga-
veltur um það að ef til vill kunni það
nú allt að breytast. Verður nýrri þjóð
loksins hleypt að?
Byrjum á Ítölum (heimsmeistarar
1934, 1938, 1982 og 2006). Þeir eru
ekki einu sinni í Rússlandi, hvað þá
meira; sitja bara heima með vota
hvarma og bera saman ólífuolíur sín-
ar. Ítala er saknað enda jafnast fátt á
við ítalskan sparkanda í geðshrær-
ingu. Marco Tardelli 1982 kemur
strax upp í hugann.
Þjóðverjar (1954, 1974, 1990 og
2014) litu í fyrsta leik út eins og þeir
væru að koma heim eftir þriggja
vikna fyllirísferð á Íbísa. Leikmenn
Mexíkó laumuðu sér ítrekað yfir
landamærin, í flokkum, og hermt er
að frú Angela Merkel sé líka farin að
íhuga að reisa múr.
Til að gera langa (sorgar)sögu
stutta eru Argentínumenn (1978 og
1986) með allt lóðbeint niðrum sig.
Ég skildi raunar aldrei „hæpið“ í
kringum þá; þeir rétt slefuðu inn á
mótið og auðveldara yrði að fá ellefu
villiketti til að standa saman sem lið.
Nágrannar þeirra, Brasilíumenn
(1958, 1962, 1970, 1994 og 2002), fóru
rólega af stað og erkispyrnir þeirra,
Neymar yngri, var spenntari fyrir því
að hnykla vöðvana framan í andstæð-
inga sína en að koma tuðrunni í netið.
Það lagaðist raunar aðeins í gær.
Tíulausir Frakkar
Frakkar (1998) eru komnir áfram í
sextán liða úrslitin án þess að hafa
skipt um gír í fyrstu tveimur leikj-
unum sem voru gegn svonefndum
minni spámönnum. Þeirra bíða verð-
ugri verkefni í framhaldinu. Fransk-
ur félagi minn tjáði mér í vikunni að
vandi liðsins lægi í því að það býr ekki
að eiginlegri „tíu“ í anda Platini og
Zidane. Þess vegna er framróðurinn
allur hægari og stirðari.
Englendingar (1966) hafa leikið einn
góðan hálfleik og annan vondan í Rúss-
landi en höfðu þó sigur þegar upp var
staðið (eða niður sest?) gegn Túnisum.
Þökk sé eðlisávísun Harrys Kane fyr-
irliða; hann sogar tuðruna alltaf til sín í
teignum. Einhverjum enskum spark-
skýrendum þótti Kane að vísu ekki ná
sér á strik í leiknum; Guð almáttugur
hjálpi andstæðingum Englands þegar
hann loksins gerir það.
Þá er Spánverja (2010) einungis
ógetið. Þeir eru í þokkalegum málum
eftir fyrstu tvær umferðirnar en hafa
eigi að síður ekki verið sannfærandi.
Máttu til dæmis þakka fyrir sigurinn
gegn klerkungunum frá Íran. Og
David de Gea verður að skola sápuna
af hönskunum sínum ætli þeir síest-
ungar lengra í mótinu.
Belgingur í Belgum
Nú er lag, myndi karlinn segja, en
hvaða smælingjar eru líklegastir til
að skjóta stórveldunum ref fyrir rass
á yfirstandandi móti?
Belgar koma fyrst upp í hugann.
Belgingur var í þeim í fyrsta leik. Lið
þeirra hefur gengið langan veg sam-
an og lítur akkúrat þannig út – eins
og lið. Enginn hörgull er heldur á
hæfileikunum; Lukaku, De Bruyne,
Hazard. Allt menn á hátindi ferils
síns, eða nálægt honum.
Síðan er það Portúgal. Meistari
Ronaldo hefur verið í vígamóð í upp-
hafi móts en fá dæmi eru um að menn
hafi unnið HM upp á eigin spýtur.
Sennilega bara Maradona 1986. Og
honum vilja allir líkjast. Eða hvað? Þá
geta Portúgalar með gildum rökum
bent á, að þeir þurftu ekki á Ronna
gamla að halda á EM síðast. Hann sat
bara laskaður í stúkunni þegar sig-
urmarkið var gert. Réttið upp hönd ef
þið munið hver var þar að verki!
Og hvað með heimamenn? Rússar
hafa kjöldregið báða andstæðinga
sína til þessa en hafa ber í huga að
ekki fylgdu þeim ágætu liðum miklar
væntingar inn í mótið. Heimavöll-
urinn hefur stundum reynst drjúgur
á HM en úr því hefur þó dregið í
seinni tíð. Síðast unnu Frakkar á
heimavelli fyrir réttum tuttugu árum
og þar á undan Argentínumenn fyrir
réttum fjörutíu árum.
Þá hefur önnur Austur-Evrópu-
þjóð verið afar sannfærandi nú í blá-
byrjun; einkavinir okkar Króatar.
Það skyldi þó aldrei vera?
Þorir einhver að nefna Ísland í
þessu samhengi?
Smæla
smælingj-
arnir á HM?
Stóru og sterku þjóðirnar hafa hökt af stað á HM í
Rússlandi; móti sem þær hafa svo gott sem einok-
að gegnum tíðina. Er loksins komið að smælingj-
unum að smæla á HM? Og hverjum þá?
Hægt er að tala um gull-
aldarlið hjá Kevin De
Bruyne og Belgum en, eins
og dæmin sanna, verða lið
fyrst og síðast dæmd af ár-
angri sínum.
Englendingar eru bjartsýnir
menn að eðlisfari og binda
vonir við Harry Kane en
tuðran leitar af einhverjum
ástæðum alltaf til hans.
AFP
Lionel Messi þarf heldur betur
að gyrða sig í brók ætli hann að
koma höndum á HM-styttuna.
AFP
’
Knötturinn er hnöttóttur.
Sepp Maier, heimsmeistari með Vestur-Þjóðverjum 1974.
ERLENT
ORRI PÁLL ORMARSSON
orri@mbl.is
SUÐUR-KÓREA
BUCHEON Dómstóll komst
að þeirri niðurstöðu í vikunni
að ólöglegt væri að drepa
hunda kjötsins vegna. Dómurinn
þykir marka þáttaskil og dýra-
verndunarsamtök vona að hann
leiði til þess að bannað verði að
borða hundakjöt í landinu. Hundakjöt hefur löngum verið
partur af kóreskri matargerð og áætlað er að ein milljón
hunda endi árlega á pönnunni eða í ofninum.
ALSÍR
LANDIÐ ALLT Skrúf-
að var fyrir netið vítt og
breitt um landið í tvær
klukkustundir síðastliðinn
miðvikudag í því augnamiði
að koma í veg fyrir að
grunnskólanemar svindluðu
í prófum sínum. Skólayfi r-
völd létu raunar ekki þar
við sitja heldur voru allir farsímar bannaðir á prófstöðum
og nemendum gert að fara í gegnum þar til gerða málmleit-
arvél þegar þeir mættu til leiks.
ÁSTRALÍA
NEW SOUTH WALES
Staðfest hefur verið
að kona lést af völdum
krabbameins eftir að
læknir framkvæmdi óþarfa
aðgerð á henni. Þess utan
sýndi læknirinn af sér
vanrækslu við aðgerðina.
Grunur leikur á því að
læknirinn, Emil Shawky
Gayed, hafi framkvæmt
óþarfar aðgerðir og í
reynd gert tilraunir á
tugum kvenna í um áratug
áður en upp um hann
komst.
FRAKKLAND
RÍVÍERAN Forsetahjónin, Brigitte og Emmanuel
Macron, hafa áhuga á því að láta byggja einka-
sundlaug við sumardvalarstað embættisins.
Málið er umdeilt í ljósi þess að efnahagsaðgerðir
forsetans hafa gengið býsna nærri almenningi,
sem efnt hefur til verkfalla og mótmælt á götum
úti. Þá hefur verið bent á að staðurinn sé mjög
aðgengilegur fyrir paparazzi-ljósmyndara.
AFP