Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.06.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.06.2018, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.6. 2018 LESBÓK KVIKMYNDIR Þær voru báðar „költ“-fígúrur á staðn- um; Rollerina, sem vann á Wall Street á daginn en rúll- aði sér á hjólaskautum á dansgólfinu á kvöldin, og Diskó-Sally, 78 ára gamall lögfræðingur. Studio 54 í New York var enginn venjulegur skemmtistaður seint á áttunda áratugnum. Þar áttu transfólk og aðrir jaðar- hópar vísan samastað og fræga fólkið lét sig ekki vanta; fólk á borð við Andy Warhol, Brooke Shields, Calvin Klein, Diönu Ross og Lizu Minnelli, en tvær þær síðast- nefndu tróðu upp kvöldið áður en eigendurnir voru færðir bak við lás og slá vegna skattsvika. Fljótlega eftir það fjaraði undan þessum sögufræga stað en minningin lifir, meðal annars í glænýrri heimildarmynd, sem nefn- ist einfaldlega Studio 54. Mynd um Studio 54 Diskódrottningin Diana Ross. AP MÁLMUR Svo virðist sem gítargoðið Slash hafi meiri áhuga á því að hljóðrita nýtt efni með söngvaranum Myles Kennedy og hljóm- sveitinni The Conspirators en gömlu góðu Guns N’ Roses enda þótt hann túri nú í gríð og erg með síðarnefnda bandinu. Þriðja plata Slash, Featuring Myles Kennedy & The Con- spirators, Living the Dream, kemur út 21. september næstkomandi og verður plötunni fylgt eftir með túr sem hefst í Los Angeles rúmri viku áður. Slash tók síðast upp efni með GNR árið 1993. Myles Kennedy situr heldur ekki auðum höndum en fyrsta sóló- plata hans kom út fyrr á þessu ári. Slash tekur upp með Myles en ekki Axl Myles Kennedy og Slash í Laugardalshöllinni. Morgunblaðið/Eggert Dame Judy Dench leikur í þáttunum. Af konungum RÚV Í annarri þáttaröð Kór- ónunnar holu (e. Hollow Crown) frá BBC, sem hefur göngu sína nú á sunnudagskvöldið kl. 22:20, eru kóngaleikrit Williams Shake- speares, um bresku konungana Hinrik VI og Ríkharð III, sett upp á tilkomumikinn hátt. Meðal leikenda eru Benedict Cumberbatch, Judi Dench, Anton Lesser og Sophie Okonedo. Atriði í þáttunum, sem eru þrír að tölu, eru ekki við hæfi ungra barna. STÖÐ 2 Matur verður ofarlega á baugi á stöðinni í kvöld, sunnudags- kvöld. Fyrst er á dagskrá nýr grill- þáttur þar sem Pétur Jóhann og Sveppi grilla kræsingar fyrir nafntogaða gesti. Með þeirra aðstoð munu strákarnir í hverri viku taka fyrir eitt hráefni og útfæra það á ýmsa vegu frá for- rrétti til eftirréttar. Síðan er komið að The Great British Bake, sem er matreiðsluþáttur þar sem tólf áhugabakarar keppa um titilinn áhugabakari ársins. Í hverri viku reyna keppendur við þrjár þrautir auk þess að þurfa að heilla dóm- arana. Matur á mat ofan Sveppi SJÓNVARP SÍMANS Jamestown er ný bresk þáttaröð, frá þeim sömu og framleiða Downtown Ab- bey, sem tekin hefur verið til sýn- inga á sunnudagskvöldum. Þar er sögð saga fyrstu bresku landnem- anna í Ameríku og fyrstu kvennanna sem sendar voru til Nýja heimsins. Með helstu hlutverk fara Naomi Battrick, Sophie Rundle og Niamh Walsh. Aðalsöguhetjurnar í Jamestown. Jamestown Hann langaði ekki að takastaðlaða og „leiðinlega“mynd, þannig að hann stakk upp á því að þau hoppuðu hvert upp á bakið á öðru. Michael Jackson hló, Nelson Mandela kvaðst sposkur vera orðinn of gamall fyrir slíkar æfingar og Elizabeth Taylor sagði: „Harrison, þú veist að ég er með lélegt bak.“ Harrison Funk, hirðljósmyndari Michaels Jacksons, gekk langan veg með poppgoðinu og upplifði að von- um margt merkilegt. Þetta var þó án nokkurs vafa hápunkturinn á ferli hans. „Mitt hlutverk var að fanga gleðina á þessu ótrúlega augna- bliki,“ segir hann í samtali við breska blaðið The Guardian. Þetta var snemma á níunda ára- tugnum, skömmu eftir að Mandela var leystur úr haldi, og segir Funk hann hafa verið mjög spenntan að hitta Jackson. „Hann mætti með alla fjölskylduna. Almannatenglar tjáðu mér að enginn tími væri til að taka myndir en Michael henti þeim öllum út og gaf mér þann tíma sem ég þurfti,“ segir Funk. Að myndatöku lokinni dró þríeyk- ið sig í hlé til að ræða um heimsins gagn og nauðsynjar; aðskilnaðar- stefnuna í Suður-Afríku, kvenrétt- indi, alnæmisfaraldurinn og glæpi í Afríku. Funk segir Jackson hafa verið meðvitaðan um að fundurinn og myndatakan gætu hjálpað Man- dela að verða forseti í heimalandi sínu. Sem hann síðar varð. „Myndin birtist í 400 miðlum eða svo. Hún hafði mikil áhrif. Árið eftir fór Michael til Afríku að taka upp myndband við lagið They Don’t Care About Us. Hann hefði gert hvað sem er fyrir Nelson. Michael og Liz lögðu bæði ríflega upphæð í kosn- ingasjóð hans. Ég held að þeim hafi komið svona vel saman vegna þess að Michael var einskonar Mandela tónlistarinnar, í þeim skilningi að hann ruddi ýmsum tálmum úr vegi. Við skulum muna að Michael var ein af fyrstu svörtu stórstjörnunum.“ Vildi alls ekki vera hvítur Funk segir af og frá að Jackson hafi skammast sín fyrir að vera svartur en sem kunnugt er lýstist hörund söngvarans verulega er leið á ævina. „Það var allt saman kjaftæði. Hann vildi alls ekki vera hvítur og var ekki að leita að leið út. Hann var gríðar- lega stoltur af því að vera svartur. Michael þjáðist af skelfilegum húð- sjúkdómi, sem breytti ásýnd hans. Þessu þurfti ég að laga mig að sem ljósmyndari,“ segir Funk við The Guardian. Á einni af frægustu ljósmyndum Funks af Jackson breiðir söngvarinn út faðminn með nánast biblíulegri skírskotun. „Sumir segja að Michael hafi verið með Jesúkomplex en það reitir mig til reiði vegna þess að það var ekki satt. Það var praktísk skýr- ing á því hvers vegna ég tók þessa mynd; Michael var með mjög stórar og tjáningarfullar hendur og mig langaði að gera sem mest úr þeim. Þetta var góð leið fyrir hann til að umvefja heiminn. Á þessum tíma hverfðist öll hans tilvera um að lækna heiminn, þannig að stórar og tjáningarfullar hendur voru mikil- væg leið til að ná til fólks,“ segir Funk og bætir við að ætla mætti að Jackson hefði verið ítalskur með hliðsjón af því hvernig hann beitti höndunum. Flestum ber saman um að Jack- son hafi verið feiminn og dul- ur að upplagi en Funk seg- ir það aldrei hafa staðið samvinnu þeirra fyrir þrifum. „Michael vissi alltaf upp á hár hvað hann vildi í listrænum skilningi, alveg þangað til tvö síðustu árin sem hann lifði. Þá lenti hann í höndunum á röngu fólki og reisti sér hurðarás um öxl.“ Myndin fræga af Mich- ael Jackson, Elizabeth Taylor og Nelson Man- dela. Fólk verður víst ekki mikið frægara. Ljósmynd/Harrison Funk Harrison Funk er jafnaldri Michaels Jacksons; fæddur ár- ið 1958. Þeir kynntust seint á áttunda áratugnum á hinum goðsögulega skemmtistað Studio 54 í New York, þar sem söngvarinn fór gjarnan huldu höfði, og á milli þeirra myndaðist traust sem aldrei bilaði. „Við höfðum okkar eigið tungumál,“ segir Funk. „Lykilorðið var alltaf það sama: Harrison, getur þú skapað töfra?“ Allt annað var óásættanlegt.“ Funk segir Jackson hafa ver- ið þakklátan fyrir það sem vel var gert en líkaði honum ekki útkoman hafi hann látið menn heyra það. Hafi jafnvel æpt á þá. „Hann sætti sig ekki við neitt nema fullkomnun.“ Allt varð að vera fullkomið Michael Jackson þótti sérvitur. Mandela tónlistarinnar Fáir komust nær hinu dularfulla poppgoði Michael Jackson en hirðljósmyndari hans, Harrison Funk. Hann fylgdi Jackson um langt árabil og upplifði breytinguna sem varð á honum í návígi. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.