Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.06.2018, Blaðsíða 34
LESBÓK Björn Thoroddsen djassgítarleikari heldur sumarsólstöðutónleikaá svölum aðalbókasafns Kópavogs í dag, 23. júní, kl. 14-15. Léttar
veitingar í boði, allir velkomnir og ókeypis aðgangur.
Sumarsólstöðutónleikar
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.6. 2018
Tónskáldið Kira Kira eða Kristín BjörkKristjánsdóttir hélt útgáfutónleika umdaginn þar sem leikin voru lög af plöt-
unni hennar Alchemy & Friends sem út kom í
byrjun árs. Kira Kira, sem semur elektróníska
tónlist, flutti tónlistina ásamt sveimorkestr-
unni Sólkerfinu, sem hún segir „vandlega val-
inn hóp af mögnuðu tónlistarfólki“.
Allt er efniviður í tónlist
„Öll hljóð sem ég vinn með eru organísk, þ.e.
ég nota aldrei verksmiðjuframleidd hljóð,
heldur smíða þau til sjálf frá grunni úr upp-
tökum á bæði rafmögnuðum hljóðfærum og
akústískum,“ útskýrir tónskáldið.
„Þegar ég var að hefja þennan hljóðrann-
sóknarleiðangur minn fyrir margt löngu
kveikti það í mér að allt gæti verið efniviður í
tónlist. Ég hef því oftast upptökutæki í vas-
anum sem ég gríp í og hljóðrita hvað sem hríf-
ur mig. Upptakturinn í einu lagi er t.d. ég að
valhoppa í skógi í San Sebastian og það mynd-
ar takt úr fótsporum og laufum. Mér þykir
vænt um að heyra í tónlist eitthvað sem ég hef
aldrei heyrt áður og það er magnað að eiga
möguleika á að gefa af augnabliki í upplifun
sinni með þessum hætti.
Samstilltir hjartastrengir
Það spila og syngja um 50 manns á þessari
plötu þannig að ég vissi frá upphafi að það yrði
svolítið skrautlegt að flytja þetta á tónleikum.
Ég var að velta fyrir mér að sleppa því, en þá
komu upp mjög hávær innri mótmæli sem
sögðu mér að það væri áríðandi að heiðra upp-
runalegan ásetning sinn að gefa af gjöfum sín-
um þótt það þýddi að ég þyrfti að stíga út fyrir
minn þægindaramma sem er hiklaust stúdíóið.
Þá þurfti ég að finna leið til þess að skapa upp-
lifun sem vitnar í það sem platan stendur fyrir
en er eitthvað algjörlega nýtt. Þannig að við
æfðum ekki heldur mætti allt tónlistarfólkið í
Tjarnarbíó á tónleikadag eftir að hafa hlustað
á plötuna og gaf einfaldlega í. Mér finnst
spennandi þegar næmt tónlistarfólk kemur
saman og treystir hvað öðru fyrir því að stilla
saman hjartastrengi svo úr verði eitthvað sem
er fyrir augnablikið og kemur aldrei aftur.
Eitthvað stærra en við
Ég vanda mig alltaf mjög mikið þegar ég býð
tónlistarfólki inn á leikvöllinn. Það er alltaf
fólk sem ég tengi sterkt við með einhverjum
hætti, þar er gefandi vinskapur á báða bóga,
skapandi kemestría, og tækifæri fyrir alla að
læra, hafa gaman og njóta góðrar samveru.
Við komumst bara svo og svo langt ein okkar
liðs en þegar við tengjum við annað fólk, hvort
sem það er í gegnum vináttu, ástarsamband
eða tónlistarsamstarf, þá opnum við inn á að
þenja okkar mörk og skapa eitthvað sem er
stærra en við sjálf ein. Þess vegna hef ég svo
mikinn áhuga á samstarfi.
Natni, alúð og auglit
Það eru níu lög á plötunni og Hermigervill
semur með mér lagið „Pioneer of Love“, en
lagið „Alchemy for the Heart“ samdi ég með
Robot Koch, vini mínum í Los Angeles. Þetta
er fjórða platan mín, en hver plata er uppskera
af vinnu yfir langan tíma. Ég er ekki mann-
eskja sem fer inn í hljóðver og tek upp plötu á
einni helgi, mixa hana í þrjár vikur og þá er
hún tilbúin. Það er vinnulag sem hentar alls
konar músík en mín tónlist er frekar svona
„slow cooking“, hægelduð upplifun. Á tveimur
síðustu plötum er hver hljóðfæraleikari hljóð-
ritaður augliti til auglitis og það er mikil natni
og alúð sett í hvert skref í sköpunarferlinu svo
það tekur sinn tíma. Og mér finnst gott að það
taki sinn tíma, því þá er pláss fyrir lífið að ger-
ast og gefa okkur þær gjafir á leiðinni, þá
þekkingu og þá visku sem við þurfum til þess
að gefa það besta sem við getum gefið í gegn-
um okkur.
Í gegnum ofn alkemistans
Lögin á þessari plötu eru safn af andans elex-
írum og hvert lag alkemía fyrir eitthvað ákveð-
ið; hjartað, hugrekkið, þolinmæðina og svo
framvegis. Ég byrjaði að semja lög fyrir vini
sem voru að kljást við eitthvað ákveðið og út
frá þeim tilteknu vináttusamböndum varð
hugmyndin að alkemíuprójektinu til. Vinir
mínir voru fyrstir til að hlusta á þessi lög og
fengu að heyra þau í alls konar frumstæðum
útgáfum, því ef ásetningurinn er að hjálpa
fólki þýðir ekki að drepast úr fullkomnunar-
áráttu og láta fólk bíða eftir elexírnum sínum
þar til hann kemur ekki lengur að gagni.
Ég fer í gegnum ofn alkemistans og brenn.
Kem svo út með eitthvað sem vonandi gerir
einhverjum gott. Kannski kallar það fram fal-
legt bros og það er góð byrjun.“
Comic Con og Cartoon Network
Kira Kira situr ekki auðum höndum þótt plat-
an hennar sé komin út.
„Við Hermigervill sömdum saman tónlistina
í kvikmyndinni Sumarbörn og hún kemur
bráðum út á vínil hjá útgáfufyrirtæki í Kali-
forníu. Ég er reyndar á leiðinni til Los Angeles
að mastera enn aðra plötu með tónlistarmann-
inum Eskmo og að ljúka við tónlist fyrir vís-
indaskáldsögulega sjónvarpsþáttröð sem verð-
ur frumsýnd á Comic Con í New York í haust
og sýnd á Cartoon Network.“
– Æðislegt, en gaman hjá þér!
„Já, það er frekar gaman að vera til,“ segir
fjöllistakonan Kira Kira, sem við getum beðið
spennt eftir að sjá hið margvíslegasta efni frá.
Tónskáldið Kira Kira
starfar í fjölda tón-
heima um allan heim.
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Vinátta uppspretta laganna
Kira Kira hefur gefið út plötuna Alchemy & Friends, þar sem hvert lag er andans elexír handa vini í glímu við vanda.
Hildur Loftsdóttir hilo@mbl.is
’Tónlistin mín er frekar svona„slow cooking“, hægelduðupplifun. Á tveimur síðustuplötum er hver hljóðfæraleikari
hljóðritaður augliti til auglitis
og það er mikil natni og alúð sett
í hvert skref í sköpunarferlinu
svo það tekur sinn tíma.