Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.06.2018, Blaðsíða 27
Vill vera
miðpunktur
athyglinnar
Kim Cattrall lék Samönthu en hún er sú af
fjórmenningunum sem var hvað ófeimn-
ust við að bera hold. Hún hafði gaman af
því að fara út á lífið og elskaði glamúr-
kjóla, oftar en ekki í anda gömlu Holly-
wood-stjarnanna, og allan glæsileika. Hún
var þekkt fyrir notkun áberandi skartgripa.
Á daginn kaus hún dragtir í sterkum lit-
um; hárauður og skærbleikur voru henn-
ar litir og hún var ekki andsnúin dýra-
mynstri af einhverju tagi. Hún var líka
ófeimin við að klæðast einhverju glitr-
andi og djörf mynstur hentuðu henni
líka.
Allur hennar stíll einkenndist af því
að hún er ófeimin og vill vera mið-
punktur athygl-
innar. Þetta er
ekki tíska fyrir þá
sem vilja ekki láta
á sér bera.
NET-A-
PORTER.COM
97.000 KR.
Aðsniðinn kjóll
frá Altuzarra.
Eyrnalokkarnir tóna við kjólinn.
SAMANTHA JONES LINDEX
1.499 KR.
Stórir eyrnalokkar
setja punktinn yfir i-ið.
BAUM UND PFERDGARTEN
59.500 KR.
Græni liturinn gerir dýramynstr-
ið öðruvísi.Sterkir litir fara Samönthu vel.
Þessi er bæði glitr-
andi og sýnir hold,
ekta partíkjóll fyrir
Samönthu.
Stíll Charlotte, sem Kristen Davis
lék, var sá stelpulegasti og að
mörgu leyti sá sígildasti sem sást í
þáttunum. Hún hélt sig við Park
Avenue-prinsessustílinn; perlu-
hálsmen við pils, bol og peysu sem
passa vel saman. Kvenleikinn var allsráð-
andi í stíl hennar, hnésíðir kjólar við að-
sniðna jakka einkenndu hana. Hún var
ekki feimin við að sýna línurnar en pass-
aði sig á því að bera ekki of mikið hold, öfugt við
Samönthu.
Hún átti sér þó aðra hlið sem var meira áber-
andi þegar hún var í hlutverki listaverkasalans
Charlotte, ekki síst þegar hún gerðist
vinkona valdalesbía borgarinnar, þá var
stíllinn aðeins listalegri, áberandi gler-
augu og dragtir í stað kokkteilkjólanna.
24.6. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27
Í þáttunum var Miranda sú sem var
hvað minnst tískuleg. Hún var að
mörgu leyti andstæðan við að tolla í
tískunni, að minnsta kosti í fyrstu
þáttaröðunum en útlit hennar slípaðist
til og varð mýkra eftir því sem leið á.
Það kaldhæðnislega er þó að fötin
sem hún klæddist fyrst smellpassa inn í
tíðarandann í dag. Víð jakkaföt, dúnúlpur,
hettupeysur og smekkbuxur eru í tísku
núna og sumt sem hún var í er eins og
það komi beint úr smiðju Demna Gvasalia,
sem hannaði fyrir Vetements og nú Balen-
ciaga.
Leikkonan Cynthia Nixon fór með hlut-
verk Miröndu en hún er í framboði til rík-
isstjóra New York. Aðdáendur þáttanna sem
halda úti Instagram-síðunni @everyoutfi-
tonsatc þar sem þær birta myndir úr þátt-
unum og fleira hafa nú gert fatnað til styrkt-
ar framboði hennar í samvinnu við Nixon.
Hægt er að kaupa taupoka og derhúfur sem
Miranda yrði áreiðanlega ánægð með.
Heilklæðnaður sem
þessi hefur gert
Miröndu að tísku-
fyrirmynd í dag.
Skyrta við aðsniðinn jakka hæfir
lögfræðingnum Miröndu.
MIRANDA HOBBES
Óvænta tísku-
fyrirmyndin
LINDEX
4.699 KR.
Bómullarskyrta úr
Holly & Whyte-línunni.
Dæmi um and-tískulegt útlit frá
Miröndu sem fer allan hringinn.
Stíll Charlotte er
sá sígildasti af fjór-
menningunum.
CHARLOTTE YORK
HÚRRA
REYKJAVÍK
18.990 KR.
Sólgleraugu
frá Han Kjø-
benhavn.
Bleikur er
prinsess-
ulitur.
ZARA
11.995 KR.
Sumarleg tvídkápa.
ZARA
4.995 KR.
Léttur kjóll með
fíngerðu blóma-
mynstri.
Prinsessan frá
Park Avenue
HÚRRA
REYKJAVÍK
19.990 KR.
Smekkbuxur frá
Carhartt WIP.
STORE.CYNTHIAFOR-
NEWYORK.COM
4.200 KR.
Derhúfa til styrktar framboði
Cynthiu Nixon til ríkisstjóra.