Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.06.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.06.2018, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.6. 2018 Þ að hefur lengi legið fyrir að allar stærstu sjónvarpsstöðvar Bandaríkj- anna og blöð sem gjarnan eru kölluð „stórblöð“ af erlendum aðdáendum þeirra hafa áratugum saman legið töluvert til vinstri í bandarískri um- ræðu. Þótt þessi staðreynd væri almennt viðurkennd (sem ætti að gilda um allar staðreyndir) þá vildu sum- ir halda í þá kenningu að þessir miðlar leituðu sann- leikans og miðluðu honum og ekki við þá að sakast þótt sannleikurinn legðist oftar með því sem vinstrið héldi fram. Þá væri við sannleikann að sakast en ekki þá sem skrifuðu í blöð og veldu áherslur þeirra. Ekki góð einkunn Því hefur verið haldið fram að 70-80 prósent blaða- manna væru vinstrisinnuð, sem þætti lágt hlutfall á „RÚV“. Stærstur hluti þess hóps er sagður trúa því sjálfur að hann hafi aldrei annan áttavita en sannleik- ann. En það hendir flesta áttavita að segulskekkja sækir á og þarf því að reikna með henni. Vandinn við að reikna með hinni pólitísku segulskekkju er að við- urkenning á vandanum er forsenda þess að koma megi við leiðréttingu. Ekki fyrir mjög löngu sagði þáverandi ritstjóri þessa blaðs í samtali í sjónvarpi að talið væri að helm- ingur blaðamanna þess styddi Vinstri græna. Og þetta sagði ritstjórinn af augljósu stolti og virtist telja að tíðindin myndu gleðja alla þá sem þau heyrðu. Vinstri grænir mældust þá vel í könnunum, sennilega með um 20-30 prósenta fylgi. Ekki var upplýst við þetta tækifæri hvers vegna það væri sérstakt gleði- efni að fylgið við VG á þessari ritstjórn væri helmingi meira en á meðal almennings á borgaralegu og frjáls- lyndu blaði sem senn yrði aldar gamalt. Annað hægri og vinstri þar en hér Hér áður var því oft haldið fram af þeim sem þekktu til bandarísks þjóðfélags og umræðu þar, að einkunnir Evrópubúa um vinstri og hægri í Bandaríkjunum gætu ekki tekið mið af evrópskum veruleika. Þeir sem kallaðir hafa verið „sossar“ og jafnvel „kommar“ af mönnum t.d. hér á landi sem kalla sjálfa sig „íhald“ eða „krata“ í daglegu tali eru þá að vísa til þeirra sem Bandaríkjamenn kalla „liberal“. Því var haldið fram að enginn raunverulegur sósíal- isti sæti á Bandaríkjaþingi fyrr en Bernie Sanders barst þangað inn. Um hann var gjarnan sagt að hann hefði farið í brúðkaupsferð til Sovétríkjanna í tíð eft- irmanna Stalíns og varla komist heim síðan, í stjórn- málalegri merkingu. Fróðleiksmenn bentu einnig á að demókratar í suð- urríkjum Bandaríkjanna væru iðulega meiri hægri menn en repúblikanar í norðurríkjunum. Umbyltingar og óáran Á meðan Sovétríkin voru og hétu þá voru þau hinn krýndi óvinur Bandaríkjanna og hins vestræna heims, sem laut hernaðarlegri og um margt pólitískri forustu þeirra. Þótt hrun sjötíu ára alræðis kommúnismans hefði ekki það brak og þá bresti samfélagsins í för með sér, eins og hefði mátt ætla, þá voru þetta miklir atburðir. Fólk varð frelsinu fegið í orðsins fyllstu merkingu. En um sumt varð Rússland um skeið eins og villta austrið og gullgrafarar og þrjótar létu greipar sópa þar sem yfirþyrmandi lög og reglur hurfu í einni svip- an án þess að neitt kæmi í staðinn um hríð. Því var reyndar haldið fram að umboðsmenn laga og reglna hefðu átt ríkulega samleið með gullgröf- urum og þrjótum og urðu ekki útundan við þá risa- vöxnu tilflutninga eigna og lausafjár sem þá áttu sér stað. Eftir Boris Yeltsin forseti lagði niður Sovétríkin og rússneska kommúnistaflokkinn í beinni útsendingu og benti Gorbasjoff forseta á að vinnustaður hans væri horfinn og óskaði honum góðs. Yeltsin var hugrakkur, djarfur og glaðbeittur og hann braut gagnbyltingu komm- únismans á bak aftur í krafti þeirra eiginleika, þegar hann klifraði upp á skriðdreka í augsýn lýðsins og hvatti hann til dáða. En þessi sterki, kjarkmikli maður hafði veikleika sem smám saman tók völdin. Bakkus. Klíkurnar í kringum hann gerðust hinir raunverulegu stjórn- endur Rússlands á meðan forsetinn ráðgaðist við Bakkus. Og samverkamennirnir voru hinir nýju auð- menn sem sátu í gjaldkerastúkunni þegar endalaus- um ríkis- og einokunarfyrirtækjum var komið í annað form. Það þurfti auðvitað að gera. En ekki svona. Pútín stóð nærri Yeltsin á hnignunarárum hans og lét sýna honum fullan sóma við valdaskiptin og þegar gamli leiðtoginn gerðist ellimóður. Pútín er agaður, vinnusamur og harðdrægur stjórn- andi og með auga á hverjum fingri. Þótt margir hafi horn í síðu hans eru þeir fleiri sem segja að þennan mann eða annan slíkan hafi Rússland þurft að fá við þessar einstöku aðstæður. Það þurfti hörku til að skapa stjórnunarlega festu og hefja uppbyggingu á ný. Pútín heyrði hvarvetna skensið um að Rússland væri nú „efnahagsveldi“ á borð við Holland. Eða í besta falli Holland og Belgíu saman. Pútín taldi aug- ljóst orðið að Bandaríkin og Vesturlönd hefðu hlaupið frá loforðum og fagurgala um að Nato yrði ekki látið þrengja að Rússlandi umfram það sem orðið væri. Hann hófst handa við að draga úr og síðan stöðva hina ömurlegu hnignun herstyrks Rússa, sem var við það að ryðga niður í höfnum og herstöðvum landsins. Hátt olíuverð gerði verkið aðeins auðveldara á meðan það stóð. Pútín hefur haldið utan um forða kjarnorku- vopna, sem óttast var um á tímabili að kynni að leka úr til óábyrgustu hatursafla veraldar. Bandaríski herinn hefur um langa hríð ekki verið fá- mennari en nú og þótt búnaður hans hafi ekki beinlín- is verið að ryðga niður eins og í tilfelli Rússa, þá er til dæmis staða flughersins ekki góð. Stríðin í Afganistan og Írak hafa tekið í og langtíma árangur allra þeirra útgjalda sárgrætilega lítill. Vorhreingerningar Obama og helstu Evrópuríkja Nato voru óráð. Svik forsetans við gamlan og tryggan bandamann í Egyptalandi þegar Obama lét ýta undir ofstækis- fullan íslamista sem forseta. Þegar Sisi hershöfðingi gerði það eina sem fært var – að stöðva Morsi forseta eftir að hann hafði sett stjórnarskrá um að óheimilt væri að vera ósammála forsetanum – ákvað Obama að fara að ráðum „ungra hugsjónamanna“ í liði sínu, um að hætta öllum fjárstyrk til Egypta! Það er hætt við að þeir gleymi því lúalagi seint. Rússagaldurinn Helstu leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna sögðu sig sjá ótvíræð merki þess að útsendarar Pútíns væru að undirbúa afskipti af bandarísku kosningunum um eftirmann Obama haustið 2016. Nýlega var upplýst að forsetinn kaus að hefja ekki neinar aðgerðir vegna þessa. En eftir hreina málamyndaathugun FBI (sem ákaf- ir stuðningsmenn hennar sáu um) var tilkynnt að þrátt fyrir „mjög ámælisverða og ólöglega umgengni“ frú Clinton um tölvupósta og hýsingu þeirra þá væru ekki tilefni til saksóknar gegn henni. Þá ákvörðun tók Comey, forstjóri FBI, án samráðs við dómsmálaráð- herra og ráðuneyti hans sem fer með valdið. Nú hefur Horowitz, sjálfstæður eftirlitsmaður þess ráðuneytis og FBI, tilkynnt að Comey hafði ekki að lögum neina heimild til verksins og hefði hrifsað valdið úr höndum yfirboðara sinna sem höfðu það, án nokkurs samráð við þá og án samþykkis þeirra. En það vekur óneitanlega eftirtekt að yfirmenn for- stjóra FBI brugðust ekki við fyrirvaralausu og ein- stæðu „valdaráni“ forstjórans. En um leið og mál frú Clinton „var frá“ hófu Comey og sömu áköfu stuðningssprautur hennar þar á bæ rannsókn á meintum afskiptum Rússa af bandarísku kosningunum og gáfu sér í veganesti að Donald Trump hefði staðið í samsæri við Pútín um að tryggja sér sigur í kosningunum. Nú, nærri tveimur árum síð- ar, hefur ekkert haldfast komið út úr þessum athug- unum. Demókratar reyna að veifa því að Mueller sak- sóknari hafi þó birt ákæru á hendur 13 Rússum. Það var ódýrt, því þeir eru allir í Rússlandi og það má birta þeim og þúsund öðrum ákærur út og suður án áhættu, því að engin réttarhöld munu nokkru sinni fara fram yfir þeim og aldrei fást niðurstaða um sekt þeirra eða sakleysi. Skörð í sannleikann og önnur ófyllt skörð Reykjavíkurbréf22.06.18

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.