Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.06.2018, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.06.2018, Blaðsíða 35
Sólin skein í Grófinni þegarblaðamaður settist í kaffi-bolla með Svikaskáldunum Melkorku Ólafsdóttur og Sunnu Dís Másdóttur. Ásamt þeim skipar hópurinn Fríðu Ísberg, Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur, Þórdísi Helga- dóttur og Þóru Hjörleifsdóttur. Í fyrra fór hópurinn í sumarbústað og afraksturinn var þeirra fyrsta bók, Ég er ekki að rétta upp hönd. Nýlega héldu Svikaskáldin til Frakklands til að skrifa nýútkomna bók sína, Ég er fagnaðarsöngur. Svikaraheilkennið Melkorka segir Svikaskáldin vera hóp ungra kvenna sem kynntist í ritlist í Háskólanum. „Við komumst eftir nokkrum krókaleiðum að því að við vorum allar með svokallað svikaraheilkenni – tilfinninguna að það hljóti að komast upp um þig, að fólk hljóti fyrr eða síðar að komast að því að þú vitir ekkert hvað þú ert að gera,“ segir hún. „Þetta tengist svolítið þeirri fullkomnunar- áráttu sem hefur háð okkur öllum. Þegar við skrifuðum fyrstu bókina okkar var yfirlýst markmið að ráð- ast á áráttuna, og þá var gott að vera í góðum hóp,“ segir Sunna. „Við tókum allar okkar dýfur í þeirri ferð, þar sem sjálfsefinn tók yfir,“ segir Melkorka. „Þá voru hin- ar stelpurnar duglegar að tosa konu upp og stappa í hana stálinu.“ Sunna bætir við að þær hafi líka staðið fast á sínu. „Stundum spurði kannski einhver hvort við ættum ekki að hreinsa hlutina aðeins bet- ur til, en þá var svarið „Hættu þessu, þetta er pönk. Við ætlum ekki að sitja á handritinu í hálft ár. Það er ekki hugmyndin.““ Spáð í tröllskessur Aðspurðar segja þær stuðning ekki eina kost þess að skrifa sem hópur. „Þetta er okkar sameiginlega verk,“ segir Sunna. „Í fyrra fórum við í bústað og unnum þar í eina helgi, og í ár fórum við til Marseille og sátum þar við skrif. Stór hluti af þessu er að vera saman og skrifa saman. Ekki endilega til að setja einhverja skýra stefnu um hvað við viljum gera, heldur frekar til að þræða saman hugmyndir,“ segir hún. „Maður vaknar kannski einn morguninn og segir við hinar. „Ég var rosalega mikið að spá í tröll- skessum“ eða „Mig dreymdi þetta!“ Þetta er ekki meðvituð ákvörðun um hvað við ætlum að einbeita okk- ur að,“ segir Melkorka. „Ég sé þetta fyrir mér sem eins konar spí- ral – punkt sem við vinnum í kring- um og hleður utan á sig í hverri kaffi- eða vínpásu. Í bókinni koma stundum hugtök og orð endurtekin og við erum meðvitað ekki að hreinsa þau út,“ segir Sunna. Fjölbreytileiki konunnar „Í síðastu bók var tónninn sem við vorum að slá rétturinn til að tjá sig þótt kona sé ófullkomin og geri mistök,“ segir Melkorka. „Heiti bókarinnar vísar til þess. Ég á ekki að þurfa að rétta upp hönd, ég vil ekki rétta upp hönd.“ Sunna segir að heiti nýju bókarinnar sendi önn- ur skilaboð. „Nú skynjar maður að konan úr síðustu bók er búin að þróast og þroskast,“ segir hún. „Þetta eru ákveðnar pælingar í kringum það hvað er að vera kona, en ekki endilega frá sjónarhorni kvenréttinda. Snýst meira um að fagna konunni í sinni fjölbreytileg- ustu mynd,“ segir Melkorka. „Að vera alls konar. Skessan, huldukon- an og allt þar á milli,“ segir Sunna. Í fögnuði! „Þegar statt og stöðugt er unnið í hóp þá hefur umhverfið mikil áhrif. Við skrif þessarar bókar vorum við Miðjarðarhafið, í kringum yndislegt fólk, að borða gómsætan mat og í dásamlegu veðri. Allt varð rosalega hjartaopnandi,“ segir Melkorka. „Þegar við skrifuðum síðustu bók vorum við í allt öðru umhverfi. Ís- lenskri sveit, með holtum og mó- um,“ segir hún. „Ég varð samt svo- lítið hissa hvað var miklu meira Ísland en ég hélt í nýju bókinni. Það laumaði sér með,“ segir Sunna. „Svo áttum við einn dag í París sem var allur undir merkjum kenn- arans okkar, Sigurðar Pálssonar,“ segir Melkorka og Sunna skýtur inn að Sigurður sé eiginlega guð- faðir hópsins. „Tónn bókarinnar var óneitanlega litaður af honum og nálgun hans á tilveruna. Hann átti einmitt til að nota óvenju gleðiríkar kveðjur eins og t.d „Í fögnuði!““ Aðspurðar um hvað taki við segja þær hópinn styðja við bakið hver á annarri í fjölbreyttum verk- efnum sínum. „Ég hef hitt eldri skáld sem segjast gjarnan vilja hafa átt svona stuðningsfélag þegar þau voru að byrja, það er óneit- anlega mjög dýrmætt,“ segir Mel- korka. „Það er alltaf þessi lífsseiga hug- mynd um skáldið á hanabjálk- anum,“ segir Sunna. „Einn og þjáð- ur og guðlega innblásinn. Það eru líka til aðrar leiðir!“ Ekki skáldið á hanabjálkanum Ég er fagnaðarsöngur er ljóðabók fimm kvenna sem tilheyra hópnum Svika- skáld. Þær skrifa hver sín ljóð, en þræða saman hugmyndir sínar og stef. Arnar Tómas Valgeirsson arnart@mbl.is Svikaskáldin sem standa að bókinni samankomin eftir útgáfuboð í Mengi. Morgunblaðið/Árni Sæberg 24.6. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 BÓKSALA 13.-19. JÚNÍ Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 UppgjörLee Child 2 Sumar í litla bakaríinuJenny Colgan 3 OfurhetjuvíddinÆvar Þór Benediktsson 4 GlerstofanAnn Cleeves 5 Þriðji engillinnAlice Hoffman 6 StormfuglarEinar Kárason 7 KapítólaEmma D.E.N. Southworth 8 Vegahandbókin 2018Ýmsir höfundar 9 BlóðengillÓskar Guðmundsson 10 Marrið í stiganumEva Björg Ægisdóttir 1 OfurhetjuvíddinÆvar Þór Benediktsson 2 Ísland á HMGunnar Helgason 3 Handbók fyrir ofurhetjur annar hluti – Rauða gríman Elias/Agnes Vahlund 4 Risasyrpa – Sniðugar uppfinningar Walt Disney 5 Einar Áskell leikur sérGunilla Bergström 6 Vinir Einars ÁskelsGunilla Bergström 7 Þegar ég verð stór ætla ég að spila með íslenska landsliðinu Gemma Cary 8 Stóra bókin um HvolpasveitinaMary Tillworth 9 Bangsímon – Margur er knár þótt hann sé smár Walt Disney 10 Risasyrpa – Sögufrægar endurWalt Disney Allar bækur Barnabækur Nú er það bókin Mið-Austurlönd – fortíð, nútíð og framtíð eftir Magn- ús Þorkel Bernharðsson. Þar er um að ræða áhuga- verða, nokkuð sein- lega, en afar fróðlega lesningu, ólíka þeirri sem ég skautaði léttilega yfir um dag- inn, hina mjög svo ungæðislegu bók Priscillu Presley, Elsku Elvis. Þeirri bók gaukaði Pálmi í Úðafossi að mér, vitandi að ég hafði kynnst höfund- inum lauslega í LA á sínum tíma. Fyrir Mið-Austurlönd var ég reyndar byrjaður á bókinni Stoned eft- ir Andrew Loog Old- ham sem Valgeir Guðjónsson lán- aði mér. Þar segir frá ævintýralegu lífi þessa stórmerka samverkamanns Rolling Stones og hlakka ég satt að segja mjög til að ljúka við harmsögu Mið-Austurlanda og henda mér að nýju á flennireiðarvagn gleðimennanna Oldhams, Jaggers & co! Að því loknu verður það svo væntanlega bara sjálf Biflían! ÉG ER AÐ LESA Jakob Frímann Magnússon Jakob Frímann Magnússon er tón- listarmaður og miðborgarstjóri. FÆREYJAR 2 fullorðnir með fólksbíl. verð á mann frá ISK14.700 DANMÖRK 2 fullorðnir með fólksbíl. verð á mann frá ISK27.400 Vikulegar siglingar allt árið til Færeyja og Danmerkur. Stangarhyl 1 | 110 Reykjavík | Sími: 570-8600 Smyril Line Seyðisfjörður 4702808 | info@smyril-line.is | www.smyrilline.is Taktu bílinn með til Færeyja eða Danmerkur Bæklingurinn okkar fyrir 2018 er kominn út. Í honum finnur þú fullt af tilboðum og verðdæmum. Hægt er að nálgast hann á www.smyrilline.is Bókaðu núna og tryggðu þér pláss

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.