Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.06.2018, Blaðsíða 37
24.6. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37
KJÖR Baráttan fyrir jöfnum kjörum kvenna og karla í
kvikmyndum og sjónvarpi er komin á fullan skrið vest-
anhafs með þeim afleiðingum að konur hafa verið að fá
launahækkun vítt og breitt í faginu. Ein þeirra er
breska leikkonan Thandie Newton, sem meðal annars
hefur leikið í hinni vinsælu seríu Westworld á HBO og
kvikmyndinni Solo: A Star Wars Story. Í samtali við
BBC viðurkennir hún að sér hafi brugðið yfir hækk-
uninni enda geri hún sér nú grein fyrir því hversu miklu
hærri laun karlleikarar hafi haft til þessa. „Á ári hverju
fer maður inn í nýja framleiðslu eða nýja seríu af West-
world og það hvarflar ekki að manni að biðja um meira.
Er bara ánægður með að hafa vinnu. En við verðum að
búast við meiru okkur til handa,“ segir leikkonan.
Brá yfir kauphækkuninni
Thandie Newton
fékk kauphækkun.
AFP
KVIKMYNDIR Hvernig bregðast foreldrar við þeg-
ar fjögurra ára gamall sonur þeirra vill frekar leika
sér að Disney-prinsessum en hasarkörlum og teng-
ir ekki við það sem í sögulegu samhengi er álitið
karlmannlegt? Þannig er spurt í nýrri kvikmynd, A
Kid Like Jake, sem frumsýnd var í Bandaríkjunum á
dögunum. Sjálfsagt ekki óalgengt viðfangsefni
í lífinu en sjaldgæft að um það sé fjallað í
kvikmyndum. Með aðalhlutverk fara sjón-
varpsstjörnurnar Claire Danes (Home-
land) og Jim Parsons (The Big Bang
Theory) og hafa þau fengið mikið lof
fyrir frammistöðu sína. Leikstjóri er
Silas Howard.
Claire Danes
getur alltaf á sig
blómum bætt.
AFP
Hvert mannsbarn í þessu landi sem
komið er yfir þrítugt, alla vega fer-
tugt, man þá tilfinningu að liggja
yfir bíóauglýsingum í dagblöð-
unum. Hvað ætla ég að sjá næst,
hvar og hvenær? Fer ekki um ykk-
ur sæluhrollur við tilhugsunina? Að
ekki sé talað um ilminn af nýpopp-
uðu poppi og svalandi svellkaldan
gosdrykk. Sætin voru að vísu fá-
brotnari og harðari en í dag en
hverjum var ekki sama um það á
þeim tíma? Við höfðum engan sam-
anburð. Einhvern tíma rifjaði Sæ-
björn heitinn Valdimarsson, kvik-
myndagagnrýnandi Morgun-
blaðsins, sá mikli höfðingi, það upp
við mig að hann hefði setið á sömu
hörðu bekkjunum í fjörutíu ár áður
en hann var loksins mýktur upp. Og
þá munaði ekki um það.
En hvað var í bíó í gamla daga?
Eigum við að taka stikkprufu?
Hvað segið þið um þennan dag fyrir
fjörutíu árum? 24. júní 1978.
Blóð slettist upp um alla veggi í
Laugarásbíói þar sem engin önnur
en Keðjusagarmorðin í Texas var á
tjaldinu. „Mjög hrollvekjandi og
taugaspennandi, bandarísk mynd,
byggð á sönnum viðburðum,“ sagði
í kynningu en með aðalhlutverk
fóru Marilyn Burns og Íslending-
urinn Gunnar Hansen. Sællar minn-
ingar.
Nýja bíó var með Þegar þol-
inmæðina þrýtur eða Breaking Po-
int. „Hörkuspennandi ný bandarísk
sakamálamynd, sem lýsir því að
friðsamur maður getur orðið
hættulegri en nokkur bófi, þegar
þolinmæðina þrýtur,“ sagði í kynn-
ingu en með helstu hlutverk fóru
Bo Svenson og Robert Culp.
Í Austurbæjarbíói var allra síð-
asta tækifæri til að sjá hina „heims-
frægu og framúrskarandi mynd
Mel Brooks“, Blazing Saddles.
„Þetta er ein bezt gerða og leikna
gamanmynd frá upphafi vega,“
fullyrti bíóið.
Greifinn af Monte Cristo var með
aðsetur í Háskólabíói, leikinn af
kvennaljómanum Richard Cham-
berlain. „Frábær ný litmynd,“ sagði
í kynningu en sá lúxus var vitaskuld
ekki sjálfgefinn á þessum árum.
Skýrsla um morðmál eða Report
to the Commissioner með Michael
Moriarty var í Tónabíói. Þegar
þeirri mynd er flett upp kemur í
ljós að hún er frá árinu 1975. Menn
voru ekki alltaf með nýjustu ræm-
urnar klárar fyrir fjörutíu árum.
Stjörnubíó var með Ótta í borg
með Jean Paul Belmondo og í
Regnboganum gat m.a. að líta
Harðjaxlinn með Rod Taylor en síð-
astnefnda húsið bjó að fjórum söl-
um, A, B, C og D. Og þótti svalt.
Gamla bíó sýndi hina klassísku
Caruso með Mario Lanza og Ann
Blyth og Bangsímon frá Disney
fékk að láta ljós sitt skína á barna-
sýningu klukkan þrjú.
Hafnarbíó var minna í barnasýn-
ingunum en á tjaldinu þar var Lífið
er leikur. „Bráðskemmtileg og
djörf, ný gamanmynd í litum er
gerist á líflegu heilsuhæli.“
Úllala!
Íslenski leikarinn Gunnar Hansen í sínu frægasta hlutverki; Leðurfés í Keðju-
sagarmorðunum í Texas. Myndin þótti mjög hrollvekjandi og taugaspennandi.
HVAÐ VAR Í BÍÓ FYRIR 40 ÁRUM?
Blóð, sprell og dirfska
Mario Lanza og Ann Blyth í hinni
frægu mynd Caruso frá árinu 1951.
Eftir 27 ár og hér um bil fjögur þúsund þætti lítur allt
út fyrir að The Jerry Springer Show hafi runnið sitt
skeið á enda í sjónvarpi. Opinber dánartilkynning
hefur að vísu ekki verið gefin út, þátturinn sagður á
milli stöðva, en samkvæmt heimildum breska blaðs-
ins The Guardian er ballið loksins búið.
The Jerry Springer Show hóf göngu sína í Banda-
ríkjunum árið 1991 og náði miklum vinsældum fram
að aldamótum; mældist til að
mynda um stund með meira
áhorf en spjallþáttur Oprah
Winfrey. Það olli mörgum
hryggð enda hverfðist þátt-
urinn um lægstu hvatir manns-
ins, eins og fjölmörg heiti þátt-
anna gefa til kynna. Við erum
að tala um „Ég svaf hjá 251 karli
á tíu klukkutímum“, „Ég er út-
ungunarvél fyrir Klanið“ og „Ég
gekk að eiga hross“.
Uppleggið var alltaf það
sama; einhver eða einhverjir
höfðu gert óskunda og komið
var að skuldaskilum gagnvart
þeirra nánustu – í sjónvarpssal.
Fólki var iðulega mikið niðri
fyrir og ósjaldan voru hnefar
látnir skipta, stólar flugu um salinn
og fílhraustir öryggisverðir þurftu
að grípa inn í. Stjórnandinn, Jerry
Springer, stóð svo kankvís álengdar
og var síst til þess fallinn að stilla til
friðar.
Mögulega hitti TV Guide nagl-
ann á höfuðið um árið þegar mið-
illinn útnefndi The Jerry Springer
Show „versta sjónvarpsþátt allra
tíma“.
Fjölmörg tilbrigði voru við stef-
ið; meðal annars hér á landi en
SkjárEinn (forveri Sjónvarps Sím-
ans) sýndi á sokkabandsárum sín-
um skopskælingu á Springer undir
yfirskriftinni „Nonni sprengja“.
Ætli sá gjörningur eldist vel?
Dæmigerð mynd fyrir þáttinn. Allt á suðupunkti og hnefa-
tal og almenn áflog örugglega ekki langt undan.
AFP
JERRY SPRINGER HVERFUR AF SKJÁNUM
Versti þáttur
allra tíma?
Jerry gamli
Springer.
AFP
Tekur prinsessur fram yfir hasarkarla
HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is
exton™ heyrnartækin opna nýjar leiðir í samskiptum
auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu
fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu.
Við hjálpum þér
að bæta lífsgæðin
R
og
og