Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.06.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.06.2018, Blaðsíða 31
Fjölmiðlarnir fyrrnefndu, „the mainstream media,“ hafa tekið ótrúlega ákafan þátt í þessum skrípaleik og birta reglubundið „leka frá nafnlausum heimildar- mönnum“ til að halda málinu gangandi Í langflestum tilvikum hafa þessir lekar nafnlausra „heimildar- manna í innstu röð“ reynst heilaspuni, svo að ljóst virðist að heimildarmennirnir séu ekki aðeins nafn- lausir heldur jafnframt heimatilbúnir. Atvinnulaus fyrrverandi breskur njósnari var feng- inn til að sjóða saman furðuskýrslu um Trump og sagðist hafa gert það í samavinnu við „gamla tengla í Rússlandi“. Það er eina samkrullið við Rússa og rúss- neska njósnara sem hingað til hefur verið viðurkennt! Það sem verra var Þessi skýrsla var svo notuð til að fá dómara við leyni- lega dómstóla til að heimila njósnir um áhangendur kosningaskrifstofu Trumps. Ekkert þvílíkt hefur gerst í lýðræðisríki og er sýnu alvarlegra en innbrotið í Watergate forðum tíð. Því var leynt fyrir dóm- urunum að „skýrslunni“ sem var notuð sem trúverð- ugt gagn FBI hafði verið sullað saman fyrir atbeina kosningastjórnar frú Hillary og fjármögnuð af Demó- krataflokknum! Óþörf afsökun Bandaríkjamenn hafa smám saman lært að hafa verð- ur fyrirvara á heimildargildi tísts Trumps forseta. Fyrir meira en ári fullyrti Trump í tísti að embætt- ismenn Obama hefðu látið hlera skrifstofu kosninga- stjórnarinnar í Trumpturni í New York. Þetta þóttu býsn mikil. Viðbrögðin voru hörð og hamast var í for- setanum þar til hann, sem er óvenjulegt, bað loks af- sökunar á þessum fullyrðingum sem hann gæti ekki sannað. En nú er orðið ljóst að þetta er nákvæmlega það sem gerðist. Eiga bágt með að bæta úr Eftir hömlulausa framgöngu í kosningunum og á fyrstu árum Trumps í embætti eiga fyrrnefndar stöðvar orðið mikið undir og ganga mjög langt í því að leitast við að þagga niður óþægilegar fréttir um tveggja ára gamla spunann um að Trump og Pútín hafi stolið kosningunum eins og Trölli jólunum forð- um. Áður gátu þessar stöðvar komist mjög langt með það að ráða því hvað teldist frétt og hvað ekki. En nú er Fox-sjónvarpsstöðin komin til og hún hefur meira áhorf en nokkur hinna rótgrónu stöðva. En þegar allar hinar slá algjörlega sama taktinn, þá eru þær með um 70 prósent af markaðnum en Fox ein með tæp 30%. Svo enn hafa þær vissulega yfirburðastöðu, en ekki einokunarstöðu á sínu sviði eins og áður var. Það er sérkennilegt að heyra öfgakennd sjónarmið hjá helstu gösprurum hér á landi gagnvart Fox-fréttastöðinni. Hún er öflug og virðist sýna meiri lit í að ýta undir pólitískt jafnvægi en hefðbundnu stöðvarnar, þótt augljóst sé að repúblikanar eigi von á sanngjarnari meðferð þar en í öllum hinum stöðvunum, þar sem þeir eiga litla von. En einkum gerir hún brag umræðunnar mun betri en áður var í kórsöngnum. Nú heyrist stundum í einsöngvara í gegnum kórinn. Það að sam- særiskennd einokun hafi verið rofin ætti að gleðja alla sem fagna frjálsri umræðu. Ekki skal fullyrt hér að Fox-stöðin sé í eðli sínu betri en hinar stöðvarnar, sem hún er þó um þessar mundir, þegar hinar ráða ekki við hatur sitt á Trump. Frábær maður farinn Í fyrradag lést Charles Krauthammer, 68 ára gamall. Hann var fegursta rósin í hópi aðfenginna pallborðs- manna á Fox, einkum í þættinum Special Report undir stjórn Bret Baier. Krauthammer kom víðar við en á Fox, var t.d. viku- lega á PBS, því að mikil eftirspurn var eftir áliti hans. Pólitík er stundum þokukennd grein þar sem fulltrú- ar flokka, framboða og sjónarmiða draga hver upp sína mynd í umræðunni, svo almenningur veit ekki sitt rjúkandi ráð. Í panel Baier sátu oftast fjórir hæfir fréttaskýrendur auk hans sjálfs. Oftast tveir hallir undir demókrata og tveir hallir undir repúblikana og annar þeirra Krauthammer sem mælingar sýndu að naut meira trausts en aðrir, óháð því hvaða stöðvar áttu í hlut. Fyrirkomulagið í panelnum mætti gjarnan taka til fyrirmyndar víðar. Þeir sem sitja þar svara spurningum stjórnandans eftir sinni þekkingu og við- horfum en takast ekki á innbyrðis. Þreytandi þras eins og í íslenskum umræðuþáttum færir því þættina ekki beint niður á lægsta plan eins og gerist jafnan hér. Krauthammer var yfirburðamaður í þessum þáttum og sá sem mest eftirspurn var eftir, bæði frá þeim sem voru samdóma honum um flest og hinum sem voru það ekki. Síðustu tvo áratugi var út frá því gengið að Krauthammer yrði sennilega með sjónarmið sem áhorfendum hægra megin við miðju líkaði best. Saga hans í þeim efnum var mjög áhugaverð. Á ung- dómsárum taldi hann sig vinstri mann (progressive), ritstýrði slíkum tímaritum og vann fyrir Jimmy Car- ter og framboð hans og varð síðar ræðuskrifari fyrir Mondale, fyrrverandi varaforseta og mótframbjóð- anda Reagans. En smám saman heillaðist Krautham- mer af stjórnmálalegri framgöngu Ronalds Reagan, þótt það tæki hann ein 10 ár til viðbótar að færast end- anlega frá demókrötum til repúblikana. Lengst stóð í honum að samþykkja kenningar Reagans um að skattalækkanir væru ákjósanlegasta leiðin til að auka tekjur ríkisins. Einstæð saga En saga Krauthammers var ekki aðeins merkileg fyrir þessar sakir. Hún var um óbilandi jákvæða staðfestu hans og hugrekki og hversu miklum árangri hann náði þegar honum ungum virtust öll sín sund lokast á auga- bragði. Hann var læknanemi við Harvard-háskóla. Fram- úrskarandi nemandi og ákafur íþróttaiðkandi. Kraut- hammer hefur sagt að það komi fyrir alla að standa einu sinni eða oftar frammi fyrir augnabliksaðstæðum sem öllu geti breytt. Allt velti á viðbrögðunum. Og séu þau röng og menn standi eftir með erfiðar aðstæður þá velti framhaldið einnig mest á viðbrögðum ein- staklingsins sem á í hlut. Hinn ungi Krauthammer stakk sér í sundlaug og það var ekki fyrr en höfuð skall í botn sem hann vissi að hann hafði stungið sér í grunna hluta laugarinnar. Og á því sama augnabliki vissi læknaneminn ungi hvað þetta þýddi. Hann var að miklu leyti lamaður frá hálsi og niður, en hafði þó nokkurn mátt í öðrum hand- leggnum. Á sjúkrahúsinu ákvað Krauthammer að gera það besta sem hann gæti úr þessum ósigri lífsins. Hann fékk sett plexíger yfir rúmið nærri höfðalaginu og á það voru námsbækurnar lagðar opnar ein af ann- arri. Samnemendur hans skipulögðu vaktir til að fletta bókinni sem var til meðferðar hverju sinni og prófessorarnir skiptust á að tryggja þá einkatíma sem öðrum voru tryggðir. Krauthammer lauk læknapróf- inu á sama tíma og aðrir og varð á meðal hinna hæstu. Hann lauk svo einnig prófum í sálfræði. En þrátt fyrir yndi sitt af þessum tveimur vís- indagreinum, sem hann sleit aldrei sambandið við, hvarf Krauthammer á vit frétta- og blaðamennsku. Fyrst var hann á vinstri kanti þeirrar greinar. Og þótt hann færðist til með aldri og þroska þá slitnaði sam- bandið ekki heldur við þann uppruna. Hann var í ára- tugi og á meðan þrek entist með vikulegan pistil í Washington Post. Svo var komið að sá pistill var end- urútgefinn vikulega í tæplega 500 blöðum, bæði aust- an hafs og vestan. Hann var daglegur gestur alla virka daga á panel Bret Baier, Special Report, og var sá sem vafalítið var mest hlustað á. Með örfáum setn- ingum skar hann hvað eftir annað á hina frægu froðu pólitískrar umræðu í Washington. Og þegar spáð var í spil átti hann hvað eftir annað kollgátuna um það hver þróunin yrði. Ekki þó alltaf. Þegar prófkjör repúblik- ana stóð yfir vegna kosninganna 2016 var hann næst- um til enda sannfærður um að Donald Trump myndi ekki vinna það. Hann gekk reyndar lengra en það. Hann sagði að Trump mætti ekki vinna það. Trump, sem aldrei lætur nokkurn mann eiga inni hjá sér, sagði að Charles Krauthammer væri stórlega ofmet- inn fréttaskýrandi. Það má sennilega halda því fram að Trump hafi verið einn um þá skoðun. Bill Clinton forseti, sem Krauthammer hlífði ekki endilega, sagði á sínum tíma að það hefðu allir gott af því að hlusta á Charles Krauthammer því að hann hefði gáfur um- fram flesta aðra menn. Þegar Trump hafði þvert á kannanir og spár verið kjörinn forseti sagði Kraut- hammer: Nú skulum við öll vona að honum gangi sem allra best. Bók hans, Things that matter, sem kom út árið 2013, varð strax metsölubók. Það er ánægjulegt að grípa til hennar og lesa einn og einn stuttan kafla. Ekki aðeins vegna þess að þar nefnir hann Egil Skallagrímsson til sögunnar. En það var ekki verra. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon ’ Helstu leyniþjónustustofnanir Banda- ríkjanna sögðu sig sjá ótvíræð merki þess að útsendarar Pútíns væru að und- irbúa afskipti af bandarísku kosningunum um eftirmann Obama haustið 2016. Nýlega var upplýst að forsetinn kaus að hefja ekki neinar aðgerðir vegna þessa. 24.6. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.