Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.06.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.06.2018, Blaðsíða 12
STEMNING 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.6. 2018 Langt fram eftir 20. öldinni var kaffihúsa-menningin hérlendis fremur léleg. Fáeinkaffihús áttu sína fastakúnna, eins og Kaffi Mokka sem fagnar 60 ára afmæli um þessar mund- ir. Líklega spilaði bjórbannið þar inn í því á fáein- um árum eftir að því var aflétt árið 1989 fóru kaffi- hús að dúkka upp um allar trissur og skapaðist skemmtileg menning í kringum þau, einkum á 10. áratugnum. 1994 skrifaði blaðamaður Morgunblaðsins um að molakaffið ætti undir högg að sækja. „Eftirspurn eftir kaffi með útlenskum nöfnum eins og Café au lait, Expressó, Sviss Mokka, Cappucino o.fl. ofl., hefur aukist til muna. Molasopinn er þó ódýrastur, sumsstaðar er hægt að fá hann og næstum ótak- markaða ábót fyrir 150 kr., en yfirleitt takmarkast magnið við einn og hálfan til þrjá bolla.“ Enn erum við í útlensku nöfnunum á kaffinu þótt sumum þyki sem kaffihúsaæði 10. áratugarins sé ekki það sama í dag þegar þeir héngu þar lon og don enda önguðu kaffihúsin þá af nýjabrumi. Ferðamenn hafa komið í stað Íslendinga oft og tíð- um þótt við hópumst á útisvæðin á góðviðr- isdögum. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Kaffihúsið Mokka hefur lítið breyst frá því það var opnað 1958 við Skólavörðustíg en nýlega eru 60 ár liðin frá opnun þess. Myndin til vinstri er einmitt tek- in við opnun þess. Morgunblaðið/Kristinn Kærar stundir á kaffihúsum Þrátt fyrir að Reykjavík sé kannski ekki mjög frönsk á yfirborðinu og hér séu því miður ekki nema nokkrir mán- uðir sem hægt er að sitja í sólinni hafa mörg kaffihús unnið hug og hjörtu Íslendinga í gegnum tíðina. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Prikið var opnað 1951 og hét þá Adlon Bar en Silli og Valdi önnuðust reksturinn. 1968 tók Bjarni í Brauðbæ við rekstr- inum og fékk þá staðurinn nafnið Prikið. Innréttingarnar eru upprunalegar en andrúmsloft staðarins breyttist talsvert 1999 þegar staðurinn varð að skemmtistað yngra fólks. Café au Lait í Hafnarstræti var eitt vinsælasta kaffihús Reykja- víkur á 10. áratugnum. Staðurinn tók aðeins um 45 manns í sæti og var þétt setið. Baby Ruth-kakan var aðalsmerki staðarins. Magnús Ólafsson © Ljósmyndasafn Reykjavíkur Nýja kökuhúsið við Austurvöll var opnað sumarið 1977. Það var þekkt fyrir sína skemmtilegu bása þar sem fólk fékk smá einkarými með skilrúmum milli borða. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Kaffihúsin við Austurvöll hafa breyst í stóra útisamkomu síðustu árin þar sem fólk situr á úti- svæðum kaffihúsanna. Þegar sólin skín hafa veitingamenn haft eilítið forskot á kúnnana. Morgunblaðið/Styrmir Kári Hressingarskálinn heitir enn sama nafni í dag en hefur í gegnum tíðina tekið ýmsum breytingum að innan en kaffihúsið var opnað 1932 í húsinu sem var þó byggt 1805. Um tíma var meira að segja rekinn McDonalds-veitingastaður þar innandyra. Þegar þessi mynd er tekin um 1999 kostar kaffibollinn víðast hvar um 150 kr. og kökusneiðin um 300 kr. Hressó, Hressingarskálinn, eins og hann leit út í kringum 1930. Það var Björn Björnsson bakari sem opnaði kaffihúsið í tengslum við bakarí sitt, Björnsbakarí í Vallarstræti. Drykkjarvélin er sennilega til að útbúa gosdrykki en hún þótti mikil framför þar sem hægt var á skömmum tíma að útbúa gosdrykki.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.