Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.06.2018, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.6. 2018
Fá úrræði fyrir geðsjúka fíkla
Ef barnið mitt væri langveiktmeð einhvern annan sjúkdómsem héti öðru nafni en geð-
veiki og fíkill þá gæti ég fengið að-
stoð fyrir barnið en þessir sjúkdóm-
ar virðast vera eitthvað sem
mörgum reynist erfitt að viðurkenna
að sé raunverulegt og bara best ef
þetta myndi hverfa af sjónarsviðinu.
Þetta skrifaði Björk Ólafsdóttir
hjá sér eftir síðustu heimsókn með
25 ára dóttur sína á geðdeild. Dóttir
hennar er með tvo geðsjúkdóma og
hefur verið sprautufíkill í sjö ár, með
góðum edrútíma inni á milli. Í ára-
tug hafa foreldrarnir leitað allra
leiða til þess að fá hjálp fyrir dóttur
sína og finnst þau vanta úrræði.
Lenti nítján ára á götunni
Björk segir fíkn dóttur sinnar hafa
strax komið í ljós, frá fyrsta vínsopa.
„Þetta var strax barátta. Hún fór
á götuna nítján ára og er á götunni
þegar hún er í neyslu. Hún er ekki í
húsum hæf, því miður. Og þar spila
inn í þessir geðsjúkdómar; hún er al-
veg rosaleg. Og af því að hún er
svona þarf stundum að stoppa hana.
Geðdeildin er ekki alltaf sammála
okkur. Það er úrræðaleysi með hana
því það þarf að stoppa hana og
svipta hana sjálfræði en það er ekki
gert,“ segir Björk en dóttir hennar
féll nýlega eftir nokkuð gott ár.
„Hún lenti í fangelsi sem var að
hluta til gott því þá var ekki eins
mikil hætta á að falla en á móti fékk
hún engan stuðning og hún kom út
þaðan algjörlega búin á sál og lík-
ama,“ segir Björk en dóttir hennar
sat inni fyrir líkamsárás.
„Hún getur því miður verið vara-
söm en hún réðst á manneskju síð-
asta sumar og sem betur fer hlaut
manneskjan engan skaða. Við viljum
helst fá hana lokaða inni á geðdeild
og láta svipta hana sjálfræði, svo
hún fái þá fagþjónustu sem hún þarf
og svo hún eigi einhvern möguleika
á bata. Þetta virkar þannig að þeir
geta tekið hana inn og svipt hana
sjálfræði ef hún vill fara út aftur.
Þeir hafa kost á því að svipta hana
fyrst í þrjá sólarhringa og svo í tvær
eða þrjár vikur,“ segir hún.
Fékk ekki inni á geðdeild
Síðasta fallið var fyrir um hálfum
mánuði og reyndu foreldrar hennar
að koma henni strax inn á geðdeild.
„Lögreglan náði henni og hélt henni
fyrir okkur á meðan við undir-
bjuggum okkur og svo mættum við á
bráðamóttöku geðdeildar daginn
eftir. Hún var þá mjög illa haldin, al-
veg búin,“ segir Björk og bætir við
að dóttir hennar hafi þá sjálf verið
fús að leggjast inn.
„Þegar læknirinn kom að hitta
hana voru móttökurnar þannig að
hún væri bara aumingi og fíkill.
Pabbi hennar fór með henni í við-
talið sem snerist um það að fá hana
til að segja að hún vildi ekki koma
inn á geðdeild. Hún var óvenju nið-
urbrotin en yfirleitt hefur hún farið
þarna inn með látum og henni haldið
og hún sprautuð niður. Þannig að
það var mjög óvenjulegt að hún vildi
sjálf leggjast inn,“ segir hún.
Í þetta skipti fékk hún ekki að
leggjast inn á geðdeild þrátt fyrir af-
ar slæmt ástand. Björk segir lækn-
inn hafa komið illa fram við þau, ver-
ið bæði dónalegur og ófaglegur, sem
er alla jafna ekki hennar reynsla af
starfsfólki geðdeildar. Björk hefur
lagt fram kvörtun vegna málsins.
„Það var svo farið með hana á
slysadeild því hún stóð varla í fæt-
urna og þar var mjög vel tekið á móti
henni,“ segir hún og bætir við að
starfsfólkið þar hafi verið afar ósátt
við að henni skyldi hafa verið vísað
frá geðdeildinni.
„Þeir tóku við henni og voru með
hana í sólarhring. Hún var svo
líkamlega illa stödd. Það var nóg til
þess að þegar átti að setja hana inn á
geðdeild daginn eftir, og hún orðin
hressari, svipti geðdeildin hana ekki
sjálfræði og hleypti henni strax út.
Fíkillinn var tekinn yfir og þegar
þarna var komið vildi hún nefnilega
ekki sjálf leggjast inn,“ segir hún.
Nauðgað inni á Vogi
„Hún er erfiður einstaklingur og
finnur alveg úrræðaleysið með sjálfa
sig. Hún er búin að fara ítrekað í
meðferð, fyrst sautján ára og mörg-
um sinnum síðan,“ segir Björk og
segir farir sínar ekki sléttar af með-
ferðum.
„Það er engin aðstaða fyrir svona
unga einstaklinga eins og hún var
þarna, sautján ára, og ef ég vissi
það sem ég veit í dag, hefði ég aldr-
ei sent hana á Vog svona unga. Af
því að þetta er hvorki aldursskipt
né kynjaskipt og þarna var hún
með fimmtugum körlum. Það hefði
verið stórmunur ef hún hefði verið
bara með konum og best ef það
hefði verið líka aldursskipt,“ segir
hún.
Aðspurð hvort eitthvað hefði kom-
ið fyrir á Vogi svarar hún:
„Það var maður inni á Vogi sem
nauðgaði henni inni á baðherbergi.
Þetta var aldrei kært.“
Hættuleg umhverfi sínu
Björk segir þau foreldrana hafa nú
verið í stanslausri baráttu með barn
sitt í tíu ár og lagt hana ítrekað inn.
„Þetta er hræðilegt og það bætir
ekki úr skák að upplifa það að það sé
verið að vonast til að hún deyi ein-
hvers staðar og þeir losni við vanda-
málið. Maður er alltaf að upplifa
þetta aftur og aftur. Úrræðaleysið
er algjört. Það er ekki horft á þetta
eins og við gerum, en hún er lang-
veikur einstaklingur.“
Aðspurð hvað hún myndi vilja sjá
gert í tilviki dóttur sinnar svarar
Björk: „Ég met það þannig að hún sé
hættuleg sjálfri sér og öðrum. Af
hverju er verið að bíða eftir að ein-
hver annar geti slasast? Ég myndi
vilja sjá geðdeild svipta hana sjálf-
ræði í sex mánuði. Ég er búin að
segja það í nokkur ár. Og að hún sé
undir faglegri aðstoð til þess að verða
edrú og byggja sig upp,“ segir hún.
„Það er fíknideild á Landspít-
alanum sem á að sjá um þessa ein-
staklinga. Svo er búið að loka henni
núna fram í ágúst,“ segir hún en á
meðan er dóttir hennar á götunni og
gistir í Konukoti.
„Hef ég heyrt af því að annars
staðar á Norðurlöndum sé úrræði
þar sem fíklum er boðið að koma í
meðferð þar sem þeir afsala sér
sjálfræði í eitt til tvö ár. Fíklar hér
finna sig ekki í samfélaginu eftir sex
vikna meðferð, það er bara ekki
nóg,“ segir hún og bætir við:
„Hana langar bara að verða edrú.
Hún á von ef hún fengi langa og
góða aðstoð. En úrræðaleysið bara
versnar. Við erum ekki að takast á
við fíklana heldur erum að fela þenn-
an hóp.“
„Ég met það þannig að hún sé hættuleg sjálfri sér og
öðrum. Af hverju er verið að bíða eftir að einhver
annar geti slasast? Ég myndi vilja sjá geðdeild svipta
hana sjálfræði í sex mánuði,“ segir Björk Ólafsdóttir
sem barist hefur í tíu ár fyrir úrræðum fyrir dóttur
sína sem er langt leiddur fíkill með geðsjúkdóma.
Morgunblaðið/Ásdís
Björk Ólafsdóttir telur úrræðaleysi ríkja í málefnum geðsjúkra fíkla. Dóttir hennar, sem er með tvo geðsjúkdóma, hefur verið sprautu-
fíkill í sjö ár og er hættuleg sjálfri sér og öðrum. Björk vill sjá alvöru úrræði fyrir þennan hóp sem hún telur yfirvöld frekar vilja fela.
„Það vantar langtímaúrræði fyr-
ir fólk með tvíþættan vanda; fíkn
og geðsjúkdóma,“ segir Anna
Gunnhildur Ólafsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Geðhjálpar.
„Yfirleitt er þetta flókinn og
erfiður vandi sem ekki er hægt
að leysa á stuttum tíma. Það
þarf að taka á geðsjúkdóminum
og fíkninni á sama tíma og okkur
skortir úrræði til þess. Þetta er
líka ein af ástæðunum fyrir því
að fólk er á götunni, en stór hluti
af þeim hópi er einmitt með
þennan tvíþætta vanda,“ segir
hún.
„Við viljum sjá heilsteypt lang-
tímaúrræði þar sem tekið er á
hvoru tveggja en fólk þarf svo
mikla aðstoð við að byggja upp líf
sitt. Svo er mjög mikilvægt að ná
til unga fólksins sem fyrst,“ segir
Anna Gunnhildur og nefnir að
mesta fjölgun öryrkja sé í hópi
ungra öryrkja með geðgreiningu.
„Við höfum áhyggjur af þess-
um hópi með tvígreiningu, það er
ekkert í boði fyrir hann sérstak-
lega. Þetta eru hvort tveggja sjúk-
dómar þar sem fólk sem er með
þá finnur fyrir fordómum og það
upplifir oft að því sé ýtt til hliðar.“
Vantar langtímaúrræði
’
Yfirleitt er þetta flókinn og erfiður vandi sem
ekki er hægt að leysa á stuttum tíma. Það þarf að
taka á geðsjúkdóminum og fíkninni á sama tíma og
okkur skortir úrræði til þess.
Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar.
INNLENT
ÁSDÍS ÁSGEIRSDÓTTIR
asdis@mbl.is