Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.06.2018, Blaðsíða 24
Drykkjarrör eru í langflestum tilfellum gerviþörf
og mikil plastmengun af notkun þeirra. Segðu
nei við því að fá rör með gosdrykknum á veit-
ingastaðnum eða í bústið og helltu drykknum
upp í þig í staðinn. Ef þér finnst þú alls ekki geta
verið án rörs má fjárfesta í margnota rörum.
Í Kokku fást þau úr stáli og gleri og með fylgir
sérstakur bursti til að þrífa þau. Svo má panta
þau úr bambus á Amazon.
Pokar undir heimilissorp eru það vandamál sem
flestir sjá ofsjónum yfir. Í þessu skiptir flokkun
höfuðmáli, en endurvinnsluefni, plast, pappír og
annað má nefnilega setja laust í tunnurnar og
gámana sem eru ætlaðar undir endurvinnslu-
efnin. Eftir ætti þá að vera talsvert minna rusl
og undir það má nota pokana undan kartöflun-
um, Cheeriosinu og fleira sem til fellur.
Hafðu skipulag og skrifaðu niður um leið og þú
rekst á vörur sem eru í umhverfisvænum um-
búðum, ef þú heldur lista gengur betur að
muna eftir vörunni næst. Skrifaðu líka niður
hvert skref sem þú tekur í áttina að því að
minnka plast, bæði til að viðhalda þessu og til
að geta bætt við nýjum markmiðum.
Þeim fjölgar fyrirtækjunum sem huga að
því að bjóða ekki upp á vörur í plasti.
Þau pakka dóti inn í umhverfisvænni
efni, jafnvel endurnýtta spilastokka, og
það sama má segja um veitingastaði.
Skoðaðu alltaf hvort þú getir keypt
sápuna eða hvað sem þú þarft í öðr-
um umbúðum en plasti og veldu
það fram yfir. Það ýtir við hinum að
breyta umbúðum sínum.
Kryddjurtir fást ekki í verslunum án þess að vera pakkað inn í plast. Það
borgar sig fljótt upp að rækta sjálfur og á Íslandi þarf að gera það við
LED-lýsingu til að þær endist. Hægt er að kaupa sérstaklega til þess
gerða upplýsta kryddjurtakassa en það er líka lítið mál að rækta krydd-
jurtir við lýsingu ódýrs perustæðis og LED-peru úr til dæmis IKEA en
best er þá að einangra birtuna með því að hafa allt saman í lokaðri hillu.
Plokkaðu plast-
ið úr lífi þínu
Skiptu út
vörum sem
þú getur hætt
að kaupa í plasti.
Það er umhverfis-
vænt að gera vel við
sig og fá sér ís í brauð-
formi því ísbox úti í búð
eru úr plasti. Brauðið er
hægt að fá í bréfpoka í flestum
bakaríum og veldu ávextina og
grænmetið sem eru í lausu en ekki
pakkað í plast og settu að sjálfsögðu
ekki í plastpoka. Í fyrstu krefst þetta
þess að hugsa hvert skref en kemst upp
í vana. Best er að venja sig á vatn beint úr
krananum en ef þú kaupir tilbúna drykki,
hafðu þá frekar í gleri.
Brýnt er að hundaeigendur
finni staðgengil plastpoka
þegar þeir hreinsa upp eftir
dýrin sín, en á þeim bæjum
er mikil plastnotkun, þar
sem einn poki fer í hvert
skipti. Erlendis eru hunda-
eigendur farnir að vera
með nokkrar blaðsíður af
dagblöðum í vasanum og
rúlla skítnum upp í þykk
blöðin. Þeir sem eru að æfa
sig geta verið með plast-
poka í vasanum til öryggis.
Þá eru leikföng dýra oftast
úr plasti en fyrirtæki sem
sérhæfa sig í náttúrulegum
efnum í leikföngum fyrir
ketti og hunda eru til, svo
sem Purrfectplay.com.
Skoðaðu hreinlætisáhöldin þín og reyndu
að skipta þeim smám saman út. Uppþvotta-
hanskar úr latexi eru mun skárri, oft fóðr-
aðir með bómull. Uppþvottaburstar fást
víða með tréskafti, með bambushárum og
stálstöng og sama á við um hárbursta. Í
Grímsbæ var að opna verslun sem heitir
Vistvera og er með fullt af umhverfisvænum
nauðsynjavörum og á mena.is má kaupa
sjampó sem er ekki í plastbrúsum.
Það er algjör óþarfi að kaupa sellófan til að geyma af-
ganga. Margir möguleikar eru í boði í staðinn. Hægt er
að setja afgangana í glerbox en einnig er hægt að
kaupa taulokur á skálar sem koma í stað sellófans.
Ambatalia.com selur slíkar lokur og einnig mjög smart
tautösku undir hnífapörin sem allir ættu alltaf að vera
með á sér til að þurfa ekki að þiggja plasthnífapör.
Það er til einskis að fárast og tárast yfir plastmengun
jarðar, sem hefur mikil heilsufarsleg áhrif á okkur, og
gera ekkert sjálfur í því. Fyrst Elísabet Bretadrottn-
ing gat skikkað konunglega fjölskyldu sína til að
nota ekki óþarfa plast geta það allir.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
HEILSA Hin fullkomna svefnlengd er átta og hálf klukkustund en ekki átta eins og ofter talið, samkvæmt stórri bandarískri rannsókn sem Guardian greinir frá.
Samkvæmt henni eyðir fólk um hálftíma af svefntíma sínum í raun vakandi.
Átta og hálfur tími
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.6. 2018