Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.06.2018, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.06.2018, Blaðsíða 23
24.6. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 Blandaðu saman ólífuolíu, límónusafa og hvítlauk í stórri skál. Blandaðu rækj- unum vel saman við. Láttu bíða í ísskáp í 5-10 mínútur. Skerðu agúrkuna í bita og leggðu hana á bakka svo hún sé tilbúin til skreytingar. Blandaðu vel saman í bland- ara rjómaosti og avókadó svo úr verði kremuð mús. Sprautaðu kreminu á ag- úrkuna úr þartilgerðum sprautupoka eða settu á með skeið. Settu rækju á um helm- inginn af gúrkusneiðunum og reyktan lax á hinn helming- inn. Skreytt með graslauk. Þetta er réttur sem krefst smá föndurs en er gott að hafa tilbúinn með sum- arlegum fordrykk. 3 msk. ólífuolía 2 msk. límónusafi 2 stór hvítlauksrif, skorin í litla bita niðurskorinn graslaukur 2 gúrkur, skornar í sneiðar pakki af reyktum laxi, nið- urskorinn bolli af rjómaosti með krydd- jurtum 1 lítið avókadó, skrælt og steinninn tekinn úr 24 meðalstórar hreinsaðar og foreldaðar rækjur Gúrka með avókadókremi, laxi og rækjum Þetta er einstaklega sumar- legur sorbet sem hægt er að útbúa vel í tíma fyrir veisluna. 1 heil sítróna, steinarnir teknir út og skorin í grófa bita 2 bollar sykur 900 g jarðarber, græni hlutinn fjarlægður safi úr 1-2 sítrónum Setjið skornu sítrónuna og sykurinn í matvinnsluvél og vinnið vel saman. Færið yfir í skál. Maukið jarðarberin í mat- vinnsluvél og bætið sítrónu- sykurblöndunni við auk safa úr einni sítrónu. Smakkið til og setjið meiri sítrónusafa út í ef þarf. Sítrónubragðið á að vera sterkt en ekki yfirbuga jarðarberjabragðið. Hellið blöndunni í ísvél og hrærið þar til ísinn verður til. Þeir sem eiga ekki ísvél geta dreift blöndunni á fat og fryst þar til hún er nærri því orðin hörð. Þá er blandan tekin úr frystinum og brotin í bita og sett í matvinnsluvél þar til hún er orðin mjúk á ný. Sett aftur í frysti. Má end- urtaka einu sinni í viðbót ef vill. Sumum finnst gott að bæta við matskeið af vodka í blönduna svo ísinn harðni ekki um of ef hann þarf að bíða lengi í frysti. Frísklegur jarðar- berjasorbet Í Texas er það alvana- legt að nota avókadó í margarítudrykki. Það gerir drykkinn mat- armeiri og hollari, ef hægt er að nota það orð um áfenga drykki. Texasbúar ættu að vita betur en margir hvernig drykki eigi að fá sér á sólríkum sum- ardögum (sem eru vonandi á næsta leiti). Uppskriftin er fyrir átta skammta. 2 msk. gróft salt 2 tsk. fínrifinn lím- ónubörkur, skipt í tvennt 1 límónubátur 1 avókadó, skrælt og steinninn tekinn úr ¾ bolli og 2 msk ljóst tekíla ¾ bolli triple sec ¾ bolli ferskur lím- ónusafi 2 msk. saxað ferskt kóríander cayenne-pipar á hnífs- oddi 8 límónusneiðar 2 ½ bolli muldir ísmol- ar Blandið saman salti og helmingnum af límónuberkinum á litlum diski. Nuddið endanum á glasinu við límónubát og dýf- ið síðan í saltblönd- una. Blandið vel saman í blandara avókadó, te- kíla, triple sec, lím- ónusafa, kóríander, cayenne, hinum helmingnum af lím- ónuberkinum og 2 ½ bolla af ísmolum (helst muldum). Skiptið drykknum niður í glösin sem bú- ið er að undirbúa og skreytið með lím- ónusneiðum. Margaríta með avókadó Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. Góð og öflug vörn fyrir meltingarveginn Bio-Kult Candéa inniheldur góðgerla, hvítlauk og greipkjarnaþykkni. Öflug blanda sem eflir mótstöðuafl líkamans l Styrkir meltinguna l Vinnur á Candida sveppnum l Kemur jafnvægi á meltingaflóruna l Bestu gæði góðgerla Öll sykurlöngun hefur minnkað Í mörg ár fann ég fyrir óþægindum í maga. Ég upplifði það yfirleitt þegar líða tók á daginn, varð útblásin og leið ekki vel. Ég taldi það líklegt að um óþol væri að ræða. Fyrir rúmum þremur árum var mér bent á Bio Kult Candéa hylkin og hef tekið staðfastlega tvö hylki á dag með stærstu máltíðum dagsins. Öll sykurlöngun hefur minnkað, en áður fyrr drakk ég mikið sykraða gosdrykki. Ég hef náð að halda mér í kjörþyngd og þakka ég það daglegri inntöku Bio-Kult, sem fær að ferðast meðmér hvert sem ég fer. Kolbrún

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.