Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.06.2018, Blaðsíða 10
Fleiri ráðuneyti
Forsætisráðherra hyggst, í samráði
við félags- og jafnréttismálaráðherra
og heilbrigðisráðherra, hefja undir-
búning að breyttri skipan velferðar-
ráðuneytisins. Ráðuneytið varð til ár-
ið 2011 þegar heilbrigðisráðuneytið
og félagsmálaráðuneytið samein-
uðust undir einn hatt.
Margfaldur áhugi
Áhugi á Íslandi og íslenska landslið-
inu í knattspyrnu hefur margfaldast
eftir að heimsmeistaramótið í knatt-
spyrnu hófst. Daði Guðjónsson, for-
stöðumaður ferðaþjónustu og skap-
andi greina hjá Íslandsstofu, segir að
um 3.000% fleiri séu að tala um land-
ið á Facebook en áður en heimsmeist-
aramótið fór af stað.
Fuglar drápust úr
fuglakóleru
Fjölmargar æðarkollur og nokkrir aðrir
villtir fuglar fundust dauðir við bæinn
Hraun á Skaga. Rannsókn á fuglunum á
Tilraunastöð HÍ á Keldum leiddi í ljós að
fuglarnir hefðu drepist úr fuglakóleru.
Fólki stafar ekki hætta af henni.
Gjaldtöku hætt í
Hvalfirði
Gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum
verður hætt í september en ríkið
tekur við göngunum í haust.
Morgunblaðið/Ómar
VIKAN SEM LEIÐ
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.6. 2018
VETTVANGUR
Ég hef eiginlega alltaf verið heillaður af gömluReykjavík. Ef ég ætti tímavél finnst mér líklegraað ég færi aftur í tímann en fram. Það gamla er
svo heillandi. Gamla Reykjavík, klæðnaðurinn, yf-
irbragðið og andlitin. Gangandi um Austurstrætið, sem
manni finnst stundum eins og hafi bara alltaf verið hluti
af Reykjavik. Nánast eins og Ingólfur Arnarson hafi
stormað niður í bæ, sem ekki var til, og sagt: Hér væri
nú aldeilis upplagt að hafa götu.
Þarna hefur fólk gengið á fréttamyndum í meira en
hálfa öld. Sumir alvarlegir og aðrir brosandi. Fólk og
leiðinni eitthvað og mig langar svo að vita hvert. Hvað
gerði fólk á þessum tíma? Hvað gladdi það?
Myndir af fólki eru oft besta heimildin sem við eigum
um hvern tíma. Hús og arkitektúr segja okkur bara
hluta sögunnar. Bílarnir eru þekktar stærðir og gefa vís-
bendingar um aldur myndanna, en lítið meira. Fólkið,
klæðnaðurinn og fasið svo miklu meira. Karlar með hatta
sem taka ofan fyrir konum með barnavagna. Óljós
stéttaskipting sem hægt er að lesa úr atferli fólks sem á
kannski ekkert annað sameiginlegt en að vera á leiðinni
eitthvert í sömu götunni á sama tíma.
Fólk breytist nefnilega. Hvernig það ber sig, svip-
brigðin og jafnvel andlitsfallið og litarháttur. Allt segir
þetta sögu um tíma sem mér finnst svo spennandi. Mig
langar að finna lyktina og fara í búðir og sjá hvað er til.
Mér varð hugsað til þessa um daginn þegar leik-
skólastjóri í Skagafirði kom hetjulega í veg fyrir að hægt
væri að taka myndir af útskrift barnanna. Allt í nafni
persónufrelsis og verndar. Reyndar laga sem hafa ekki
tekið gildi. Á svipaðan hátt hef ég fengið bréf úr skóla
barnanna með tilkynningu um að von væri á kvikmynda-
tökufólki í skólann til að taka myndir af börnum. Þar var
skilmerkilega tekið fram að ekki myndi sjást framan í
nein börn. Ef þau sæjust yrði þess vandlega gætt að þau
væru ekki í fókus.
Og ég fór að hugsa um allar fréttamyndirnar sem við
sjáum núna og það rann upp fyrir mér að ég hef ekki séð
almenning í fókus í nokkur ár. Alltaf þegar gerðar eru
fréttir um almenning, kjósum við að hafa hann andlits-
lausan. Af hverju er það?
Erum við virkilega farin að vernda okkur svo mikið að
það myndi valda fólki skaða að sjást á mynd í sjónvarpi?
Móðgaðist einhver? Náðist einhver á mynd á leið úr æs-
andi framhjáhaldi eða alltof löngu skreppi úr vinnunni?
Þegar fréttirnar eru um feitt fólk er fólkið ekki mynd-
að sjálft heldur bara bumban. Níðþröngar flíspeysur og
illa gyrtar buxur. Erum við ekki að gera enn minna úr
fólki með því að sýna það ekki sjálft?
Getum við ekki gefið okkur það að almenningur átti
sig á að þegar talað er um skuldavanda heimilanna, að
myndirnar séu af almenningi en ekki af hópgöngu fólks
af listum CreditInfo? Þegar við tölum um vanda leikskól-
anna, ætti það ekki að vera nokkuð augljóst að mynd-
irnar eru af börnum á leikskóla sem eru akkúrat bara
það: Börn á leikskóla.
Andlits- og fókusleysi fréttamynda er eins og lokastig
meðvirkni og óttans við að kannski finnist einhverjum
eitthvað geta mögulega verið skilið á þann hátt að ef til
vill gæti einhver móðgast. Er ekki meiri skynsemi í að
hætta að ofvernda fólk, sem líklega hefur engan áhuga á
þeirri þjónustu?
Ég vil að börnin mín geti horft á mína kynslóð á sama
hátt og ég hef fengið að sjá kynslóðirnar á undan mér í
Austurstrætinu.
Samfélag án andlits
Logi Bergmann
logi@mbl.is
Á meðan ég man
’Þegar fréttirnar eru um feitt fólk er fólkið ekki myndað sjálft heldurbara bumban. Níðþröngar flíspeysur og illa gyrtar buxur. Erum viðekki að gera enn minna úr fólki með því að sýna það ekki sjálft?
UMMÆLI VIKUNNAR
’ Réttindi barna og velferðskulu ávallt höfð í fyrirrúmi.Guðlaugur Þór Þórðarson um aðskilnað barna
og foreldra á landamærum Bandaríkjanna.
Við tökum út og þjónustum
kæli- og loftræstikerfi
Stangarhyl 1A • 110 Reykjavík • Sími 587 8890 • rafstjorn.is
Hraðþrif
á meðan þú bíður
Hraðþrif opin virka daga frá 8-18,
um helgar frá 10-17. Engar tímapantanir.
Bæjarlind 2, 201 Kópavogur | SÍMI 577-4700 | bilalindin.is
Verð frá 4.500,-
(fólksbíll)
Bíllinn er þrifinn létt
að innan á u.þ.b.
10 mínútum.
Fasteignir
Kettir á hrakhólum
Óvenjumargir kettir hafa gist í Kattholti
vegna húsnæðisvanda eigenda sem eru
að missa leiguhúsnæði og fá ekki leyfi
fyrir gæludýrahaldi í nýju húsnæði.