Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.06.2018, Blaðsíða 21
ÁDalvík er íslenskt sumarveðurþegar blaðamann ber aðgarði; tíu stig og logn. Þegar
dyrnar eru opnaðar á kaffihúsinu Gísli,
Eiríkur, Helgi opnast nýr heimur. Á
fóninum er verið að spila Það er bara
þú með þýðri rödd Vilhjálms Vil-
hjálmssonar og það ilmar allt af ný-
bökuðu brauði og fiskisúpu. Matseðill-
inn þarna er nefnilega ekkert flókinn;
súpa og brauð og heimabakaðar hnall-
þórur. Þessu er skolað niður með eðal-
kaffi eða bjór af krana.
Það vekur strax athygli að allt þarna
inni tengist þeim miður gáfuðu bræðr-
um frá Bakka í Svarfaðardal, þeim
Gísla, Eiríki og Helga. Hver einasti
hlutur er úthugsaður og sögur á bak-
við marga þeirra.
Forfallnir safnarar
Hjónin Kristín Aðalheiður Sím-
onardóttir, kölluð Heiða, og Bjarni
Gunnarsson eiga og reka kaffihúsið,
sem minnir helst á byggðasafn. Þau
opnuðu kaffihúsið árið 2013 en höfðu
lengi gengið með þann draum í mag-
anum að opna slíkt kaffihús og um leið
halda á lofti gömlu þjóðsögunum um
þá Bakkabræður.
„Við hönnuðum staðinn að miklu
leyti sjálf en fengum leikmyndahönn-
uðinn Þórarin Blöndal í lið með okkur.
Við erum forfallnir safnarar og söfnum
öllu og varðveitum allt,“ segir Heiða.
„Þetta er sagan okkar og hér fá allir
að snerta og handfjatla. Í okkar aug-
um eru þetta dýrmætir munir og mér
þykir vænt um þessa gömlu hluti,“
segir Heiða, sem hefur átt heima á
Dalvík nánast allt sitt líf. Bjarni kemur
að handan, frá Grenivík, eins og Heiða
orðar það.
Spurð út í veitingarnar segir Heiða
að staðurinn sé fyrst og fremst kaffi-
hús, með kökum, kaffi og tei. „En svo
fórum við að bjóða upp á fiskisúpu og
nú er hún í boði frá því í febrúar og
fram í október, nóvember. Við berum
fram með súpunni salat og heimabak-
að brauð sem er bakað úr Kalda bjór,“
segir hún.
„Súpan er borðuð hér allan daginn
og langt fram á kvöld,“ segir Bjarni og
bætir við að þau selji jafnvel hundruð
lítra á dag.
Félagsmiðstöð skíðafólks
„Við erum þekkt um allan heim meðal
fjallaskíðafólks, en hér koma nánast
allir sem skíða á Tröllaskaga. Þetta er
eins og félagsmiðstöð fjallaskíðafólks,“
segir Heiða.
Þau hjón hafa í ýmsu að snúast
varðandi ferðamennsku.
„Við brennum í skinninu að byggja
upp Dalvík sem áfangastað í ferða-
mennsku og viljum leggja okkar á vog-
arskálarnar. Við viljum að fólk komi og
stoppi helst sem lengst,“ segir Heiða
og bætir við að þau hjón reki einnig
gistiheimili á fjórum stöðum, á Dalvík
og nágrenni. „Það er ofsalega
skemmtilegt og gefandi að vinna við
ferðamennsku,“ segir Bjarni.
„Hérna er mjög heimilislegt og fólk
kemur hér inn á skíðaskónum. Svo er
þetta eins og hálfgert safn og fólk
skoðar mikið gömlu hlutina. Við spil-
um alltaf notalega tónlist hér, oftast ís-
lenska. En svo breytist þetta aðeins í
pöbb á kvöldin og um helgar. Við höf-
um svo tekið leikhúsið á leigu í sumar
og ætlum að vera með viðburði þar,“
segir Heiða.
„Við erum hvergi nærri hætt, við er-
um bara að byrja. Við sofum lítið og
hratt,“ segir Heiða og hlær.
Kaffihús Bakkabræðra, Gísli, Eiríkur, Helgi, er á Dalvík og fer ekki
framhjá neinum sem þar keyra í gegn.
Uppi á barnum er vaskurinn gamalt vaskafat og
gamlir kaffibrúsar og gamalt kaffistell er notað.
Andi Bakkabræðra
svífur yfir vötnum
Á Dalvík er að finna hið séríslenska kaffihús Bakkabræðra, Gísli, Eiríkur, Helgi. Boðið er
upp á dásamlega fiskisúpu og heimabakaðar tertur og eftir matinn er tilvalið að skoða
gersemar hússins, sem allar tengjast þeim bræðrum úr Svarfaðardalnum.
Texti og myndir: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
’ Þetta er sagan okkar og hér fá all-ir að snerta og handfjatla. Í okkaraugum eru þetta dýrmætir munir ogmér þykir vænt um þessa gömlu hluti.
„Hérna er mjög heimilislegt og fólk
kemur hér inn á skíðaskónum. Svo
er þetta eins og hálfgert safn og fólk
skoðar mikið gömlu hlutina,“ segja
þau hjón, Heiða og Bjarni.
Gamall grammófónn er uppi á barborði.
Gamlar hjólapumpur eru við barinn, til þess
að „pumpa loftið úr Þingeyingum“, eins og
Heiða orðar það.
Gömul skíði og ullarsokkar prýða kaffihúsið.
24.6. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21