Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.06.2018, Blaðsíða 29
Áður en allt hljóp í bál og brand milli
Bandaríkjanna og Kúbu var Kúba, og
þá sérstaklega Havana og Hotel
Nacional, í eftirlæti hjá stjörnum
eins og Frank Sinatra og Nat King
Cole. Þessa retró Hollywood stemn-
ingu er enn að finna á því hóteli sem
er til í dag og einnig er hægt að fanga
hana á hótelum eins og Hotel Sara-
toga sem er í miðju gömlu Havana.
24.6. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
Ármúli 7, Reykjavík | Sími 568 0708 | www.fako.is
Borð 136.900
TILBOÐ 82.140
Stóll 18.900
Spegill 38 cm
8.900
Spegill 32 cm
6.900
Stóll 29.900
Stóll 18.900
SÍGILDIR SUNNUDAGAR
Fyrsta flokks
kammertónlist
Sígildir sunnudagar eru klassísk
tónleikaröð þar sem boðið er upp
á fjölbreytt úrval kammertónleika.
Sunnudaga
kl. 17:00 í Hörpu
Til að fara af fullri alvöru aftur í tímann, þar sem vikapiltar í jakkafötum að
hætti 6. áratugarins færa þér síðdegiste og þú sækir golfnámskeið milli þess
sem þú sólar þig með lekkeran kokteil er áfangastaður þinn höfuðborg Ber-
muda, Hamilton. Hægt er að velja á milli ótal lúxusgistimöguleika sem eiga
það sameiginlegt að hafa breyst lítið í gegnum tíðina og hafa viðhaldið vel sín-
um klassíska glamúr. Stjörnurnar fara enn í frí til Bermuda en meðal þeirra sem
eyddu dágóðum tíma þar á áratugum áður er Christopher Plummer.
Ástarsaga síðustu ald-
ar hófst í Mexíkó, í
litlu fiskiþorpi, Puerto
Vallarta við Bande-
ras-flóa en þar felldu
Richard Burton og
Elizabeth Taylor
hugi saman en þau
höfðu þó þekkst í tvö
ár. Þarna hitnaði í kol-
unum enda ekki erfitt
að verða ástfanginn á
þessum fagra stað. Þau
dvöldu á Casa Kim-
berly, hóteli sem er
enn starfandi og býður
meðal annars upp á að
gista í svítunni þeirra.
Sikiley var í
sérstöku eft-
irlæti hjá Gretu
Garbo en þar
dvaldi hún á
hverju sumri til
fjölda ára og þá í
húsi í þorpinu
Taormina á aust-
urströndinni,
mjög nærri eld-
fjallinu Etnu.
Garbo dvaldi þar undir dulnefninu Miss
Harriet Brown og reyndi að fara leynt en
stór hluti bæjarbúa vissi að þetta var hún
og lét hana í friði og lét fjölmiðla ekki vita.
Sérstaklega má mæla með að gista á Casa
Cuseni B&B en þar eru herbergin nefnd
eftir því frægðarfólki sem elskaði þorpið,
meðal annars Garbo.
Segja má að líf kvikmyndastjörnunnar og prinsessunnar af Mónakó,
Grace Kelly, hafi verið í ferðatöskum eftir að hún giftist Rainier 3.
fursta af Mónakó. Þau áttu nokkra eftirlætisstaði, þar á meðal Mall-
orka en þangað fóru þau einnig í sitt fyrsta ferðalag saman, í brúð-
kaupsferðina. Þau eyddu þá góðum tíma á norðurströnd Mallorka, á
Formentor hótelinu. Það hótel var vinsælt hjá fleiri stórstjörnum svo
sem Charlie Chaplin og Fred Astair. Hótelið er í nágrenni Port de
Pollensa og enn er hægt að panta konunglegar nætur þar. Útsýnið úr
hótelgluggunum er óviðjafnanlegt.