Morgunblaðið - 06.04.2018, Síða 1

Morgunblaðið - 06.04.2018, Síða 1
F Ö S T U D A G U R 6. A P R Í L 2 0 1 8 Stofnað 1913  80. tölublað  106. árgangur  FÆRIST VINNSLAN ÚR LANDI? BARNAHJÓNA- BÖND MÖGU- LEG Á ÍSLANDI BANDARÍSK BENJAMÍN DÚFA SÝND FRÉTTASKÝRING 22 HEIMSFRUMSÝNING 38200 MÍLUR 48 SÍÐUR Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Við vitum ekki hvers vegna eldurinn braust svona hratt út. Það kom á óvart og er óvenju- legt,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkvi- liðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Morgunblaðið og vísar til stórbrunans sem varð í Miðhrauni 4 í Garðabæ, en tilkynnt var um eldinn um klukkan átta í gærmorgun. Jón Viðar segir brunann vera með þeim stærstu og erfiðustu sem hann hafi séð til þessa. „Aðstæður voru þannig að við vorum alltaf að elta verkefnið og náðum ekki fram fyrir það. En það er lykilatriði í slökkvistarfi að gera það. Það er afskaplega miður að okk- ur skyldi ekki takast að ná fram fyrir verk- efnið og að bruninn skyldi valda öllu því tjóni sem varð á eignum í húsinu og ómetanlegum minningum fólks sem ekki er hægt að bæta.“ Jón Viðar segir að seint í gærkvöldi hafi fyrst verið óhætt að hleypa slökkviliðsmönn- um inn í húsið og hófust þeir handa við að slökkva í glæðum og aðstoða við niðurrif. Átti hann von á því að slökkvistarfið myndi í heild- ina taka sólarhring frá því að eldsins varð fyrst vart. Jón Viðar segir lögregluna á höfuðborgar- svæðinu fá húsnæðið til rannsóknar að slökkvistarfi loknu, en í gærkvöldi var enn óljóst með eldsupptök. Aðspurður segist Jón Viðar eiga von á því að einhverjar geymslur hafi sloppið undan eldinum. „Eldvarnarveggir í húsinu héldu ekki eins og til var ætlast. Það vill brenna við að hús séu byggð og hönnuð með ákveðna starfsemi í huga. Þegar starfsemi í húsum breytist gleymist stundum að það þarf að gera breytingar á brunavörnum, uppfæra þær og aðlaga að nýrri starfsemi,“ segir hann. Vel yfir 100 slökkviliðsmenn tóku þátt í slökkvistarfi í gær auk fjölmenns liðs lög- reglu, meðal annars ríkislögreglustjóra, en lögreglumenn þaðan veittu aðstoð með dróna sem búinn var hitamyndavél. Gátu slökkviliðs- menn þannig áttað sig betur á umfanginu. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Altjón Ljóst er að gríðarlegt tjón varð þegar eldur braust út í stóru húsnæði við Miðhraun í Garðabæ. Þegar búið var að slökkva eldinn hófst niðurrif og mun sú vinna standa lengi yfir. Algjör eyðilegging blasir við  Slökkviliðsstjóri segir eldinn hafa breiðst óvenju hratt út um húsið og að eldvarnarveggir hafi ekki haldið  Vel yfir 100 slökkviliðsmenn sinntu slökkvistörfum á vettvangi auk fjölmenns liðs frá lögreglu  Um 200 geymslur voru í húsinu og kunna einhverjar þeirra að hafa sloppið heilar frá eldhafinu Morgunblaðið/Eggert Stórbruni Stóran og þykkan reyk lagði frá brunanum og líktist hann einna helst eldgosi.MStórbruni í Garðabæ »2,4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.