Morgunblaðið - 06.04.2018, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 06.04.2018, Qupperneq 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2018 ✝ Sigurjón Eben-eser Hallgríms- son fæddist á Dynj- anda í Jökulfjörð- um 8. nóvember 1926. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Eyri á Ísafirði 22. mars 2018. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Benediktsdóttir ljósmóðir, f. 5.6. 1896, d. 26.5. 1979, og Hall- grímur Jónsson, bóndi og hreppstjóri, f. 11.12. 1902, d. 12.2. 1988. Systkini hans eru: Bentey, f. 9.5. 1925, d. 2012, Margrét, f. 6.5. 1928, d. 2016, Gunnar, f. 21.5. 1929, drengur, f. 21.5. 1929, d. 21.5. 1929, Gunnvör Rósa, f. 24.11. 1930, Halldóra, f. 31.8. 1934, d. 8.8. 1935, Halldóra Benedikta, f. 2.5. 1936, María, f. 2.7. 1938, d. 2010, Sigríður, f. 18.1. 1942, d. 2017. Sigurjón Ebeneser kvæntist 29.5. 1965 Sigríði Guðrúnu Guð- jónsdóttur, húsmóður og verka- konu, f. 17.2. 1929, f. 8. júlí 2011. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Sigurðardóttir hús- 1950, maki Þorgeir Hafsteins- son, börn þeirra eru Helga Björg, Almar Þór, Sigríður Erna og Hafdís Lilja. Langafa- börnin eru orðin alls 17. Sigurjón Ebeneser ólst upp hjá foreldrum sínum og systk- inum á Dynjanda í Leirufirði í Jökulfjörðum. Þau voru síðustu ábúendurnir á Dynjanda og fluttust að Sætúni í Grunnavík árið 1952 og þaðan til Ísafjarðar 1962. Hann stundaði nám við Búnaðarskólann á Hólum á ár- unum 1952-1953. Hann hafði þó ekki mikinn áhuga á bústörfum en sjómennska átti hug hans all- an. Hann var á vertíðum syðra sem ungur maður og var sjó- maður og útgerðarmaður á bát sínum Dynjanda ÍS 59 í áratugi. Árið 1981 fór hann að vinna hjá Siglingamálastofnun á Ísafirði sem skipaeftirlitsmaður á Vest- fjörðum og starfaði þar í 15 ár. Þau Sigurjón og Sigríður byggðu sér fallegt heimili í Mið- túni 19 á Ísafirði og bjuggu þar í 42 ár, og sex ár í fallegri íbúð í Eyrargötu. Hann var einn af fyrstu íbúunum á hjúkrunar- heimilinu Eyri á Ísafirði og bjó þar til dánardags. Hann var alla tíð mikill náttúruunnandi og úti- vistarmaður og áhugamaður um uppbyggingu Ísafjarðar og Vestfjarða. Útför Sigurjóns fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag, 6. apríl 2018, klukkan 14. freyja, f. 26.1.1901, d. 3.4. 1966, og Guðjón Sigurðsson bóndi á Harastöð- um, f. 26.9. 1901, d. 21.4. 1994. Sigurjón eign- aðist fimm börn, þau eru: 1) Bjarki, f. 11.2. 1959, maki Árný Halldórsdótt- ir, börn þeirra eru Halldór Pálmi, Guðrún Agnes og Guðjón Bjarki. 2) Sigurjón Kristinn, f. 10.2. 1961, maki Svanlaug Guðnadóttir, börn þeirra eru Guðni Þór, Sigrún Eva og Ívar Atli. 3) Hallgrímur Magnús, f. 26.6. 1962, maki Jóhanna Ein- arsdóttir, börn þeirra eru Ásdís Svava, Sigurjón og Vilmar Ben. 4) Guðfinna, f. 2.2. 1964, maki Trausti Sigurgeirsson. Börn Guðfinnu eru Freysteinn Nonni og Marín og börn Trausta eru Grétar, Birgir, Unnur og Heimir. 5) Sigríður Jóna, f. 23.3. 1966, maki Steingrímur Ein- arsson, börn þeirra eru Borg- hild Agla og Elísabet Gígja. Stjúpdóttir Sigurjóns og dóttir Sigríðar er Guðbjörg, f. 12.7. Elsku pabbi. Nú ert þú búinn að kveðja okkur og farinn yfir í aðra til- vist, þar sem mamma og fólkið þitt hafa vafalaust tekið vel á móti þér. Við óskum þess svo heitt að þér líði vel núna, lík- aminn var orðinn lúinn og þjáð- ur þó að andinn hafi ekki viljað gefast upp. Þú varst mikill og sterkur karakter og bjartsýni þín, já- kvæðni og góðvild var aðdáun- arverð. Við teljum okkur vera mjög gæfusamar að hafa átt þig fyrir pabba, þú varst alltaf svo hvetjandi og uppbyggilegur og vildir allt það besta fyrir okkur. Ef eitthvað var að velkjast fyrir okkur systrum, hvort sem það tengdist námi, vinnu eða bara því hverju við ættum að vera í þegar við fórum á djammið í gamla daga, þá varst þú alltaf tilbúinn til að hvetja og styðja. Þú varst svo stór hluti af lífi okkar og það eru svo margar góðar minningar sem við getum rifjað upp og yljað okkur við. Þú varst svo skemmtilegur og það var ósjaldan sem þú gast komið okkur systrum í gott hláturskast sem við getum auðveldlega kall- að fram þegar við minnumst þess. Allar dásamlegu ferðirnar í Leirufjörðinn, Grunnavíkina og afmælisferðin með ykkur og mömmu til Barcelona og svo síð- asta ferðalagið okkar þriggja saman á suðurfirðina vorið 2014 sem var eitt það allra skemmti- legasta sem við minnumst nú. Það er líka mikil gæfa fyrir börnin okkar að hafa fengið að vera mikið með þér og mömmu og fengið að kynnast dugnaði ykkar, viðhorfum og gildum sem líf ykkar og brauðstrit mótaði. Elsku pabbi, við erum svo þakklátar fyrir að hafa þegið ást þína og hlýju og getað gefið það sama til baka alla okkar ævi, sem og síðustu stundir lífs þíns þegar við gátum umfaðmað þig og verið hjá þér og sú minning verður okkur alltaf einstök og dýrmæt. Takk, pabbi, fyrir allt sem þú hefur kennt okkur og gefið fjöl- skyldunni þinni, við höfum það í veganesti í lífi okkar. Verndarvættir alheimsins verndi þig, elsku pabbi. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Stelpurnar þínar Guðfinna og Sigríður. Með örfáum orðum langar mig að minnast tengdaföður míns, Sigurjóns Ebenesar Hall- grímssonar, sem fæddist á Dynj- anda í Leirufirði en var búsettur á Ísafirði lengst af. Það var sumarið 1985 sem ég kom í fyrsta sinn á heimili Nonna og Lillu að Miðtúni 19 Ísafirði, þá nýbúinn að kynnast konu minn, yngstu dóttur þeirra heiðurshjóna Sigurjóns og Sig- ríðar sem nú eru bæði gengin. Frá fyrstu stundu varð ég hluti af fjölskyldunni í Mið- túninu og allar götur síðan au- fúsugestur á heimili þeirra. Nonni var gæddur öllum þeim mannkostum er prýða miklar manneskjur. Hann var jákvæð- ur, uppbyggjandi, traustur, heið- arlegur og duglegur, listinn er endalaus. Hann var líka mikill veiðimaður bæði til sjávar og sveita og eru þær ófáar stund- irnar sem ég minnist þegar við vorum saman við veiðar, norður í Jökulfjörðum. Sigurjón var mikill og sannur Vestfirðingur, annt um sveitina og samfélagið er hann bjó í og alltaf að velta fyrir sér hvenær fólk færi nú að streyma vestur í hreina loftið, frjálst úr fjötrum malbiksins. Ófáar ferðirnar fór hann seinni árin út á Skarfasker og horfði norður í Fjörðu eins og það er kallað, dreyminn á svip. Það er með miklum söknuði í huga og hjarta er ég kveð Nonna, minningin mun hins veg- ar verma um aldur og ævi og er ég gríðarlega þakklátur að hafa verið þess aðnjótandi að vera samferða Sigurjóni, þessum mikla heiðursmanni, síðastliðin 33 ár. Steingrímur Einarsson. Elsku afi, þú varst alltaf svo góður og jákvæður. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur systkinin og aldrei var langt í skemmtilegar sögur og hlátur- inn. Þú kenndir okkur mikla já- kvæðni og mikilvægi þess að bera virðingu fyrir náunganum. Það voru forréttindi að fá að vera svona mikið með þér og ömmu þegar við vorum að alast upp og fyrir það erum við æv- inlega þakklát. Elsku afi, Ísa- fjörður er tómlegur án þín en minningin um þig mun alltaf lifa í hjörtum okkar. Þín Freysteinn og Marín. Elsku hjartans afi minn, ég á erfitt með að trúa að þú sért far- inn frá okkur og að aldrei fái ég að hitta þig aftur, knúsa þig og spjalla við þig um allt og ekkert. Þú varst svo einstakur, góður, jákvæður og skemmtilegur afi og ég á svo ótrúlega mikið af góðum minningum með þér sem eru mér svo dýrmætar. Allir rúntarnir sem við fórum saman seinni árin, niður á höfnina og út á Skarfasker til að horfa út á Djúpið, þar áttum við spjall um allt milli himins og jarðar og þú reyttir af þér brandarana án þess að reyna það. Ég sé fyrir mér ömmu taka á móti þér brosandi með opinn faðminn. Ég mun sakna þín svo ótrú- lega mikið. Takk fyrir að vera mér góður afi og vinur. Þín Borghild Agla. Ég var staddur erlendis í vinnuferð þegar þú fórst, ég hafði ætlað mér að kveðja þig en náði ekki. Fyrsta tilfinningin var þakklæti, söknuður í gömlu tím- ana, en ég veit að þú fórst sáttur og við það ylja ég mér. Ég held við höfum báðir vitað þegar ég kom og heimsótti þig í október að þetta væri kveðjustundin okkar. Við áttum fallega stund saman, allir héldu að þú værir að kveðja þá, en þú skildir ekkert í því hvað allt þetta fólk væri að gera hjá þér, „hélduð þið að ég væri að deyja“ sagðir þú eins og þér einum var lagið í hneykslun. Daginn eftir fórum við á rúntinn og ræddum heilmikið saman. En ég veit að þér hefði þótt vænt um kveðjuorð og því langaði mig að skrifa um samband okkar sem var mér mjög dýrmætt og ég veit þér líka, okkar á milli var ávallt sterk taug. Ég man varla eftir sunnudegi í bernsku minni án þín, sund að morgni og svo beint í mat til ömmu. Við áttum ófáar stundirnar saman, m.a. í bátnum Friðriki, fyrsta launaða vinnan mín var fyrir þig þegar ég 12 ára gamall skrapaði og málaði botninn svo við gætum farið að veiða ref og mink. Ég veit ekki um nokkra einustu manneskju í dag sem hefði treyst 12 ára strák fyrir þessari vinnu en svona varst þú, hafðir óbilandi trú á mér. Þessar ferðir okkar gáfu mér mikið, börnin mín hafa fengið að heyra refa- og minkasögur af okkur, við upplifðum heilmikil ævintýri sem fáir fá að upplifa. Þú varst duglegur að hvetja mig áfram, hrósaðir mér og mér leið alltaf eins og ég væri stærri nálægt þér. Þú varst mjög metnaðar- fullur fyrir mína hönd og dug- legur að spyrja um hvað ég ætl- aði mér að gera þegar ég yrði stór, innra með mér hefur alltaf verið mikil þrá til að komast lengra, ná árangri og ég tengi þetta sterkt til þín. Ég ætlaði alltaf að sýna þér og mér að ég gæti komist langt á dugnaði og metnaði. Flottari mann en þig er erfitt að finna, sannkallaður ætt- faðir, ekki er til sú manneskja sem gæti sagt styggðarorð um þig, þú barst virðingu fyrir fólki þó að þú hefðir ekki endilega sömu skoðanir, alltaf bjartsýnn og hafðir trú á að hlutirnir yrðu betri. En sérviskan einkenndi þig líka, það þurfti að gera hlut- ina eftir ákveðinni reglu og fátt kom á óvart, en þessi sérviska er víst ættgeng, það get ég vottað. Það var alltaf erfitt að kveðja enda hafðir þú einstakt lag á að því að láta mann aldrei vilja fara, þú barst hag Ísafjarðar fyrir brjósti og máttir aldrei heyra á það minnst að einhver væri að fara suður, þá kom iðu- lega þessi setning „aldrei fór ég suður“ eða „ekki fara“ og sagt í gráttón. Ég hef lengi verið aðdá- andi Bubba Morthens og mörg hans lög tengjast sjávarbyggð- um, en eitt lag, „Blóðbönd“, hef- ur að geyma nokkur orð sem ég tengi sterkt við þegar ég hugsa um þig. Ég þekki þá ekki sem sjóinn hér sækja sumar sem vetur miðin sín rækja En ég skil þá svo vel sem vilja ekki fara hér vaka fjöllin blá hér vakir lífsins þrá. Hér lyktar sólskin af sjó og þara. Elsku afi, takk fyrir allar dýr- mætu samverustundirnar, þær lifa sterkt í mér og hafa gefið mér mun meira en okkur báða hefði grunað. Þinn Guðni Þór. Elsku besti afi minn. Nú þeg- ar þú ert farinn hugsa ég um all- ar minningarnar sem við eigum saman. Sunnudagssundið er eitt af því sem stendur upp úr, því það var eitthvað svo notalegt við það. Eftir sundið var svo farið í hádegismat í Miðtúnið, þar sem amma hafði haft til hádegismat handa okkur. Hádegisfréttirnar voru í gangi og á boðstólum var meðal annars harðfiskur, skyr og flatkökur með hangikjöti. Síð- an læddist oft smá Pepsi eða Appelsín með, eða „kóksull“ eins og þú kallaðir það. Alltaf þegar ég hitti þig leið mér svo vel, þú sagðir alltaf „Sigrún mín, sæl, mín kona“ og tókst í höndina á mér og lagðir hina höndina yfir og hélst um dágóða stund. Þannig að maður fann hlýjuna frá þér alveg inn að hjartarótum. Þú sýndir manni alltaf svo mikinn áhuga, sama hvað maður var að gera. Elsku afi, þú varst ein sú besta og fallegasta manneskja sem hægt var að kynnast, enda er ég svo ótrúlega þakklát að hafa fengið þig sem afa minn. Þú varst alltaf svo bjartsýnn og ein- lægur, enda fór maður með það út í lífið. Takk fyrir allt sem þú hefur kennt mér síðustu 30 árin mín. Ég sakna þín. Ég veit þú skilar kveðju frá mér til Lillu ömmu. Þín Sigrún Eva. Ég er svo þakklát fyrir hann afa. Ég er þakklát fyrir já- kvæðnina, gleðina og hlýjuna sem frá honum streymdi. Ég er þakklát fyrir skyrið og harðfisk- inn sem ég fékk í hádeginu þeg- ar ég heimsótti hann og ömmu. Ég er þakklát fyrir bíltúrana. Ég er þakklát fyrir hans góðu nærveru. Ég er þakklát fyrir hann sem fyrirmynd. Ég er þakklát fyrir allt. Núna hefur amma tekið á móti afa og ég veit að það eru góðir endurfundir. Sigríður Erna. Elsku hjartans afi minn. Ég fékk einu sinni það verk- efni í skólanum að skrifa niður tvær helstu fyrirmyndir mínar og útskýra hvers vegna þær væru það. Þú varst önnur fyr- irmyndin og ástæðan var ein- föld; Þú varst alltaf svo jákvæð- ur. Ég hafði aldrei, og hef ekki enn, kynnst manneskju sem býr yfir jafn mikilli jákvæðni og bjartsýni og þú gerðir. Þú tókst alltaf á móti mér með bros á vör, með fallegum og hvetjandi orð- um og einlægum áhuga á lífi mínu. Þér tókst alltaf að láta mér líða eins og ég gæti gert hvað sem ég vildi við líf mitt, al- veg frá því ég man eftir mér og þar til við hittumst í síðasta sinn. Ég er svo glöð og þakklát að ég fékk að vera afastelpan þín. Þú varst og verður alltaf ein mesta fyrirmyndin mín í lífinu, krafturinn þinn og hugarfar mun lifa með mér áfram og ég sæki í það þegar ég veit að ég get gert betur. Ég mun sakna þín sárt en ég veit að amma mun taka vel á móti þér með sínum stóra faðmi og það veitir mér huggun. Ég geymi minningarnar í hjarta mér að eilífu, minningar um yndislegan afa og dásamlega manneskju. Hvíldu í friði, elsku afi minn. Guðrún Agnes. Elsku Nonni afi! Þegar við hugsum til þín dett- ur okkur fyrst í hug hversu mik- ill Ísfirðingur þú varst. Það var alltaf logn á Pollinum þegar við ræddum við þig í síma, annað en í Reykjavíkinni. Allt var betra en íhaldið sagð- ir þú, en varst samt íhaldssamur sjálfur, á jákvæðan hátt. Þú hélst í hefðir sem við hugsum til með hlýhug. Sund á sunnudög- um, messa á jóladag og körfu- boltaleikir hjá KFÍ. Þér var alltaf annt um æsku- slóðir þínar á Dynjanda. Þú ljómaðir allur þegar siglt var framhjá Vébjarnarnúpnum og fórst að rifja upp sögur úr æsk- unni. Við vorum þeim forrétt- indum gædd að hafa fengið að ferðast með þér til Jökulfjarða, bæði á tófuveiðar og við gróð- ursetningu trjáa. Það var alltaf tekið vel á móti okkur í Miðtúninu og Eyrargöt- unni. Við rúlluðum út, stútfull af pönnukökum og hjónabandssælu sem við renndum niður með kóksulli, eins og þú kallaðir það alltaf. Minningarnar eru margar sem við eigum saman með þér. Þó að það sé sárt að kveðja trú- um við því að þú sért kominn á betri stað og kominn til ömmu. Við munum ávallt hugsa til okk- ar jákvæða afa sem alltaf brosti, sama hvað á dundi. Hvíldu í friði, elsku afi. Ásdís Svava, Sigurjón og Vilmar Ben. Sigurjón Ebeneser Hallgrímsson ✝ Þórunn ÓlafíaJúlíusdóttir fæddist á Akureyri 8. september 1928. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Hlíð 27. mars 2018. Foreldrar henn- ar voru Júlíus Sig- urður Hafliðason, f. 12. júlí 1893 á Ak- ureyri, d. 18. júlí 1974, sjómaður á Akureyri, og Sigríður Ingiríður Stefánsdóttir, f. 21. júní 1900 í Syðsta-Mói, Hegraneshreppi, Skagafirði, d. 23. júní 1972, hús- freyja á Akureyri. Þórunn Stefán Valdemar Jóhannsson, f. 23. okt. 1920, d. 14. mars 2005, bóndi frá Hömrum við Akur- eyri. Eignuðust þau sex börn. Fyrir átti Þórunn soninn Grétar Frey Stefánsson, f. 20. júlí 1949, d. 26. okt. 1970. Börn þeirra eru: Jóhann Frímann, f. 9. maí 1952. Sigríður Jónína, f. 18. júní 1953. María Sigurbjörg, f. 13. sept. 1957. Hennar maki er Ásgeir Guðni Hjálmarsson. Bára Mar- grét, f. 22. sept. 1958. Sambýlis- kona hennar Margrét Þóra Þórsdóttir. Dúa, f. 13. desember 1964. Maki Jón Óskar Ferdin- andsson. Hugrún, f. 10. apríl 1968. Maki Jón Hilmar Thor- leifsson. Barnabörnin eru 19, þar af eitt látið. Langömmubörnin eru 34 talsins. Útför Þórunnar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 6. apríl 2018, klukkan 13.30. Ólafía átti sex al- systkin. Þau voru: Magnea, f. 1919; Gréta Emelía, f. 1922; Hafsteinn Stefán, f. 1924; Kristján, f. 1926; María Sigríður, f. 1927; Gunnar Dúi, f. 1930. Þau eru öll látin. Hún átti þrjá hálfbræður sam- feðra, Júlíus, f. 1942, Hafliða, f. 1946, og Gylfa, f. 1950. Hafliði er einn systkinanna á lífi. Eiginmaður Þórunnar var Mig langar að minnast ömmu minnar. Ég hefði ekki getað beð- ið um betri ömmu en hana ömmu Ollu. Þeir sem þekkja til ömmu vita að hún átti ekki auð- velt líf og mikið á hana lagt á köflum. Hún lét það ekki á sig fá og bjó yfir mikilli þrautseigju og þolgæði. Hún tók alltaf vel á móti manni, með bros á vör og stutt í hláturinn og sönginn. Hún var einstaklega hreinskilin og sagði sína skoðun án þess að víla fyrir sér. Ég mun alltaf minnast hennar sem mikils húm- orista og er ég viss um að við eigum öll okkar uppáhaldssögu af henni Ollu, enda úr mörgum að velja. Nú kveð ég þig, elsku amma mín, og sé þig fyrir mér veifandi í glugganum í kveðjuskyni líkt og forðum. Þín verður ávallt minnst í huga okkar allra, þú gafst svo sannarlega lífinu lit og þín verður sárt saknað. Ort til ömmu: Þú varst húmoristi í húð og hár, alltaf með svör til baka. Í augum mínum myndast tár, englar nú yfir þér vaka Nú kveð ég þig í hinsta sinn, en aldrei mun þér gleyma. Í hjarta mínu þig ég finn, þar ávallt áttu heima. Þórey Kolbrún Jónsdóttir. Þórunn Ólafía Júlíusdóttir  Fleiri minningargreinar um Sigurjón Ebeneser Hall- grímsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.