Morgunblaðið - 06.04.2018, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.04.2018, Blaðsíða 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Eina leiðin til að bæta sambandið er að sætta sig við hann/hana eins og hann/ hún er. Gerðu ráðstafanir svo þú komist í langþráð frí fljótlega. 20. apríl - 20. maí  Naut Ekki bíða eftir fullkomnum aðstæðum til að halda áfram. Vertu bara þar sem þú átt að vera. Taktu bara einn hlut fyrir í einu. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú leggur félaga þínum lið í dag, annaðhvort með því að rétta hjálparhönd eða veita andlegan stuðning. Treystu þinni innri rödd í ástamálunum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Er einhver að spúa eldi í dag? Ert það kannski þú? Reyndu að missa ekki stjórn á skapinu. Jákvæðni skilar manni langt. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Hver er sinnar gæfu smiður á við jafnt í starfi sem leik. Áhyggjur hafa leikið laus- um hala hjá þér síðustu vikur og mánuði. Það sér fyrir endann á þeim. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Spenna milli þín og maka þíns krefst þess að þú reynir nýjar lausnir. Ekki taka skemmtanalífið með trompi eins og þér hættir til. Gakktu hægt um gleðinnar dyr. 23. sept. - 22. okt.  Vog Líttu á broslegar hliðar tilverunnar og brettu upp ermar. Enginn veit hvað átt hef- ur fyrr en misst hefur. Einhver þér nákom- inn hefur allt á hornum sér, reyndu að finna út af hverju. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þótt gaman sé að njóta vel- gengninnar skaltu muna að hóf er best á hverjum hlut. Mundu að gera sömu kröfur til annarra og þú gerir til þín. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Rifrildi og ágreiningur setja hugsanlega svip á daginn og eyðileggja stemninguna. Þér hættir til að vilja stjórna öllum í kringum þig, reyndu að hætta því. 22. des. - 19. janúar Steingeit Gleymdu ekki að hlusta á sjónar- mið annarra í umræðum í dag. Valkostirnir sem blasa við eru hins vegar ekki eins og þú hefðir viljað. Ekki eyða tímanum í erg- elsi. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Í dag er ákjósanlegt að gefa sig á tal við einhverja áhrifamikla persónu. Hafðu báða fætur á jörðinni er þú reynir að rétta fjölskyldunni hjálparhönd. 19. feb. - 20. mars Fiskar Reyndu um leið að finna allar mögu- legar leiðir til að eyða minna og spara meira. Þú sýpur hveljur yfir vini og hans áformum. Víkverji keyrði hér um bil á gang-andi vegfaranda á einum hættu- legustu gatnamótunum í borg óttans í vikunni. Nánar tiltekið á gatnamót- um Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar. x x x Víkverja til varnar má halda því tilhaga að ásetningurinn var eng- inn. Ekki annar en sá að fara af stað á grænu ljósi. x x x Víkverji var fremstur í miðröðinni árauðu ljósi og var á leið í átt að Hádegismóum. Að lokinni hinni hefð- bundnu niðurtalningu: rautt, gult og grænt, lagði Víkverjinn fótinn á bensíngjöfina. x x x Útsýni til hliðanna var takmarkaðþar sem þar voru jeppar. Skyndilega þegar Víkverji er að taka af stað birtist gangandi vegfarandi og gengur rakleiðis fyrir bílinn. Kom frá vinstri og ekki nokkur leið að sjá kon- una fyrr vegna jeppans. x x x Af útlitinu að dæma virtist konan afútlensku bergi brotin. Virtist hún skiljanlega vera nokkuð skelkuð í þessum aðstæðum. Ekki er þó víst að henni hafi brugðið meira en Víkverja. Baðaði hún út höndunum líkt og knattspyrnumenn gera sem eru ný- búnir að brjóta af sér og vita að dóm- arinn er farinn að seilast í vasann eft- ir rauða spjaldinu. x x x Ekki gat Víkverji séð að konunnihefði orðið meint af þessu áhættuatriði sínu. Svo virtist sem fremstu bílarnir í röðunum þremur hefðu allir náð að hætta við að leggja af stað. Eða bílstjórarnir öllu heldur. x x x Þótt lesendur hafi vafalaust gríðar-legar áhyggjur af Víkverja vegna þessa þá er hægt að viðurkenna að hér er ekki um frétt ársins að ræða. Börn og fullorðnir eiga það jú til að rjúka yfir umferðargötur. En ein- hvern veginn á maður ekki von á slíku á allra verstu gatnamótunum þar sem dauðinn vofir yfir. vikverji@mbl.is Víkverji Játið að Drottinn er Guð, hann hefur skapað oss og hans erum vér, lýður hans og gæsluhjörð. (Sálm. 100.3) PÖNTUN AUGLÝSINGA: fyrir mánudaginn 16. apríl. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is SÉRBLAÐ Fatnaður fyrir brúðhjónin, förðun, hárgreiðsla, brúðkaupsferðin, veislumatur, veislusalir og brúðargjafir eru meðal efnis í blaðinu. Brúðkaupsblað fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 20. apríl Um páskana er gott að flettagömlum blöðum. Hulda gaf út fyrstu ljóðabók sína, Kvæði, árið 1909. Matthías Jochumsson skrifar í ritdómi að hann flýti sér „að verða fyrstur til, sem einn hinna elztu ljóðvina landsins, að senda henni hlýja heillaósk og þakklæti fyrir gjöfina“. Og síðar segir hann að oftlega áður, en nú fyrst við fullan tón, hafi hinir in- dælu sumardalir Þingeyjarsýslu fengið og fundið þeirra rétta bergmál frá mannstungunni. Og síðan yrkir Matthías: Því lifðu lengi – lengi, þú ljúfa Huldubarn! og stráðu ljóða-liljum á lífsins vetrarhjarn! „Bárugnýr“ eftir Huldu kemur upp í hugann: Sjá bárur frá ströndu lágri líða og láta berast á djúpið víða, þá ein er fallin rís önnur ný og endurvekur hinn þunga gný. Svo hugsanir mannsins hryggar líða sem hafsins bylgjur, í geiminn víða. Þær biðja ein eftir aðra um svar en eilífa kyrrðin mætir þar. Á fésbókarsíðu sinni óskaði Baldur Hafstað félögum á sveita- síma gleðilegrar hátíðar: – „Mér vitraðist í nótt mikilúðlegur mað- ur sem mælti fram þessa brag- hendu: Stærilætið labbar víða um lífsins stræti, heilsar ekki lítillæti, léttri glettni og mjúkri kæti.“ Á Boðnarmiði skrifar Björn Ingólfsson við mynd af fallegu birkitré en börn hafa komið sér fyrir á greinum þess: Veröldin gerir á vetrinum hlé og veðrið er fallegt í laginu. Úti í garði er ávaxtatré og ekki af lakara taginu. „En svo hófst þrældómurinn fyrir alvöru, ritstjórnarstarfið endalausa austan hafs og vestan. Og þá blæðir skáldæð Jóns smám saman út í ergi og andstreymi hversdagslífsins,“ skrifar Ágúst H. Bjarnason um skáldið Jón Ólafsson í Iðunni og vísar í stöku Jóns: Ungum lék mér löngun á að lifa til að skrifa; sköp hafa því skipt svo má skrifa til að lifa. Ég hef alltaf jafngaman af þessari afhendingu Konráðs Gíslasonar: Hugsað get ég um himin og jörð en hvorugt smíðað – vantar líka efnið í það. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ljóð Huldu og Bárugnýr „DÖMUR MÍNAR OG HERRAR, ÞETTA ER FLUGSTJÓRINN SEM TALAR. HEY, HVAÐ GET ÉG SAGT, ANNAR OKKAR ÞURFTI AÐ FARA.“ „ÞAÐ VAR AÐ STOPPA! EN ÉG HELD AÐ ÉG GETI STARTAÐ ÞVÍ AFTUR Á NÝ.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að brosa til baka hinum megin í salnum. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG GET LESIÐ HUGSANIR ÞÍNAR! ÞÚ ERT AÐ HUGSA… ÞÚ ERT AÐ HUGSA… ÞÚ ERT AÐ HUGSA… ÞÚ ERT AÐ HUGSA… ÞÚ ERT AÐ HUGSA… ÞÚ ERT AÐ HUUUUUUUUGSA… HÚN ER AÐ HUGSA „GÓÐA NÓTT, FÍFL“ TAKK FYRIR ÞÍNA GUÐDÓMLEGU LEIÐSÖGN! ÉG ER FEGINN AÐ ÉG GAT HJÁLPAÐ ÞÉR! ÁÐUR EN ÞÚ FERÐ, VÆRIRÐU TIL Í AÐ SVARA STUTTRI ÞJÓNUSTUKÖNNUN?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.