Morgunblaðið - 06.04.2018, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.04.2018, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2018 Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Fallegar vörur fyrir heimilið Stærð 232 cm verð 299.000 kr. Stærð 202 cm verð 275.000 kr. Stærð 172 cm verð 235.000 kr. Bogi Ágústsson fæddist í Reykjavík og ólst þar upp, lauk stúd-entsprófi frá MR, stundaði nám í sagnfræði við HÍ, hefur starf-að við Ríkissjónvarpið í næstum 40 ár og verið þar fréttastjóri í 30 ár. Það er stundum sagt að það sé hollt fyrir ungt fólk að byrja sinn starfsferil á fjölmiðlum en erfitt að eldast á fjölmiðlum. Er það rétt? „Ég tek undir fyrri fullyrðinguna en ekki þá síðari. Góðir fjölmiðlar eru prýðilegur skóli fyrir ungt fólk sem hefur áhuga á samfélaginu. En fjölmiðlar eru einnig góður og stöðugur skóli fyrir okkur hin sem eldri erum – og alls ekki erfiður, hafi maður á annað borð lifandi áhuga á samfélaginu og veröldinni. Ég neita því samt ekki að ég verð stundum hissa þegar ungt fjöl- miðlafólk hefur ekki hugmynd um hverjir þeir voru, þeir Gylfi Þ. Gíslason, Geir Hallgrímsson eða Ólafur Jóhannesson.“ Þú ert KR-ingur af guðs náð og heldur með Tottenham, og þegar ég kynntist þér fyrir 60 árum áttirðu heima fyrir vestan læk, eða bak við Iðnaðarbankann, sem þá var verið að byggja en nú er búið að rífa. Hefurðu alltaf búið fyrir vestan Læk? Við bjuggum fyrst við Kleifarveg en það var nánast fyrir mitt minni. Síðan hef ég verið fyrir vestan Læk og jafnvel lengst af á Sel- tjarnarnesinu. En nú er ég aftur kominn í Vesturbæinn og meira að segja í göngufæri við KR-völlinn. Ég er því jafnframt í sjöunda himni!“ Morgunblaðið/RAX KR og Tottenham Afmælisbarnið með tvo Tottenham-dýrgripi. Í göngufæri við KR og í sjöunda himni Bogi Ágústsson fréttastjóri er 66 ára H elgi Kristjánsson fæddist í Ólafsvík 6.4. 1958 og ólst þar upp: „Það var enginn svik- inn af því að alast upp í Ólafsvík á mínum ungdómsárum. Þarna var fjöldi krakka og við strák- arnir gengum mikið á fjöll í nágrenn- inu og þvældumst um fjöruna í leit að forvitnilegum reka. Við vorum hins vegar ekkert mikið á bryggjunni enda reknir þaðan af körlunum. Á þessum árum voru víða kinda- kofar inni í bænum sem nú eru horfn- ir þaðan. Það þótti líklega ekki prýði að þeim en þeir voru samt óneitan- lega sjarmerandi hluti af þorpinu. Íþróttaaðstaðan hjá okkur krökk- unum þætti ekki beysin í dag, knatt- spyrnuvöllurinn malarvöllur og ekk- ert alvöru félagsheimili hjá íþróttafélaginu. En þetta þótti okkur krökkunum sjálfsagt.“ Helgi lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla Íslands vorið 1979. Helgi byrjaði snemma að stunda sjóinn á bátum frá Ólafsvík og var til sjós með hléum til 1990 er hann flutti til Reykjavíkur. Auk sjómennskunnar hefur Helgi starfað við ýmislegt annað í gegnum tíðina. Hann vann m.a. á skrifstofu Ólafsvíkurkaupstaðar, hjá Búnaðar- banka Íslands, Landsbanka Íslands, Heildverslun Alberts Guðmunds- sonar og Atlas ehf. Helgi varð framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Vals 1992 og starfaði þar í fjögur og hálft ár. Hann var síðan bókari hjá Glugga- og hurð- Helgi Kristjánsson, fjármálastjóri hjá Stokkhyl – 60 ára Kíkt á forsetann Helgi og Oddný Björg með dóttur sinni, Helgu Björg, fyrir framan Hvíta húsið. Ólsari og Valsari Ólsarinn Helgi á vellinum í Ólafsvík en hann styður Val og Víking Ó. Gullbrúðkaup eiga í dag Inga Birna Sigursteinsdóttir og Leifur Gunnarsson. Þau voru gefin saman í Landakirkju í Vestmannaeyjum 6. apríl 1968 af séra Jóhanni Hlíðar. Þá voru einnig tvíburarnir, Gunnar og Sigursteinn, skírðir Þau eiga tvo syni, fimm barnabörn og eitt barnabarnabarn á leiðinni. Árnað heilla Gullbrúðkaup Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.