Morgunblaðið - 06.04.2018, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2018
LISSABONBirtmeðfyrirvaraumprentv
illu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
19. apríl (sumardagurinn fyrsti) í 3 nætur
Stökktu í helgarferð til
Verð frá kr. 79.995. Netverð á mann, m.v gistingu í tvíbýli á 4 stjörnu hóteli
í 3 nætur með morgunmat.
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
Frá kr.
79.995
á 4 stjörnu hóteli
Allra
síðustu
sætin!
Ótrúlegt
verð
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Stórbruni í Garðabæ
Guðrún Erlingsdóttir
Erna Ýr Öldudóttir
„Við heyrðum í brunabjöllunni,
röltum þrír fram til að skoða málið
og opnuðum dyrnar inn á lager.
Það fylltist allt af reyk á örfáum
sekúndum og við komum fólkinu
okkar út. Sem betur fer fórum við
strax að kanna stöðuna þegar
brunabjallan fór í gang,“ segir
Friðrik Þór Stefánsson, rekstar-
stjóri Icewear, í samtali við Morg-
unblaðið um fyrstu viðbrögð við
stórbrunanum í Miðhrauni í
Garðabæ, sem blossaði upp laust
eftir klukkan átta í gærmorgun. Í
húsinu eru vöruhús, skrifstofur og
ein af verslunum Icewear auk þess
sem þar má finna skrifstofu Mar-
els og fyrirtækið Geymslur sem
leigir út geymslurými til fólks.
Friðrik Þór segir blessunarlega
alla hafa komist heila frá þessu, en
það hafi þó staðið tæpt hjá sum-
um.
„Þetta gerðist furðulega hratt,
alla vega fyrir leikmann að upp-
lifa,“ segir Friðrik Þór sem segist
þakklátur viðbragðsaðilum sem af
mikilli fagmennsku unnu við erf-
iðar aðstæður. Friðrik Þór segir
gríðarlega erfiða tíma framundan
hjá fyrirtækinu, en næstu daga sé
úrlausnarefnið að finna aðstöðu til
þess að hefja starfsemina aftur.
„Við leysum málin. Við erum að
mestu leyti með framleiðslu á Ís-
landi og verslanir víða. Það verður
engin breyting á því. Það var
vissulega mikið af vörum í hús-
næðinu sem brann og tjónið því
gríðarlegt. En við munum ekkert
stoppa. Við erum Íslendingar og
þetta reddast,“ segir Friðrik Þór.
Þá segir hann fyrirtækið vera vel
tryggt og að tryggingafélagið hafi
þegar skoðað aðstæður.
„Áfallið var mikið í morgun og
fjölskyldur starfsmanna voru
áhyggjufullar. Það er ömurleg til-
finning að sjá fyrirtækið brenna
en við erum bjartsýn og gríðarlega
vel skipuð fólki,“ segir hann og
bætir við að erfitt hafi verið að
fylgjast með öllu því fólki sem
mætti á vettvang í von um að geta
bjargað eigum sínum frá eldinum.
Margir hafi hreinlega grátið þegar
þeir áttuðu sig á umfangi brunans.
Gífurlegt tjón í brunanum
„Hvað getur maður sagt – þetta
er hræðilegt,“ segir Ómar Jó-
hannsson, framkvæmdastjóri
Geymslna, en fyrirtækið var með
rúmlega 200 geymslur í húsnæð-
inu. Voru þær nær allar í notkun.
„Við vitum ekki hvort allt er far-
ið því við höfum auðvitað ekki
fengið neinn aðgang að húsnæðinu
eins og er. Við höfum verið að
sinna okkar viðskiptavinum með
því að senda tölvupósta frá því fyr-
ir hádegi og reyna að fylgja því
eftir með símhringingum,“ segir
hann.
Ómar segir að tjónið sé gífurlegt
og að þetta líti mjög illa út. „Okk-
ur er auðvitað ekki kunnugt um
innihald geymslnanna, það er auð-
vitað misjafnt eftir fólki, en þetta
eru líklega mikið til búslóðir, árs-
tíðabundnir hlutir og aðrir per-
sónulegir munir. Svo voru þarna
einnig lagerar frá hinum og þess-
um fyrirtækjum, bókhaldsgögn,
pappírar o.s.frv.“ Þá vill Ómar
þakka slökkviliði og lögreglu fyrir
vel unnin störf við erfiðar aðstæð-
ur og segir hann hug sinn vera hjá
þeim sem misstu allt sitt í brun-
anum.
Varð alelda á skömmum tíma
Reyk lagði um allt hús á örfáum sek-
úndum, segir rekstrarstjóri Icewear
Um 200 geymslur voru í húsinu
Mökkur Slökkvilið var með fjölda dælu- og körfubíla á vettvangi og komu bjargir víða að.
Morgunblaðið/Eggert
Liðsafli Ljóst var frá upphafi að eldur var mikill í húsinu. Var því allt tiltækt lið sent á staðinn.
Elds voði í Miðhrauni 4 í Garðabæ
Reyk
jane
sbra
ut
Miðhraun
Fjarðarhraun
Ka
up
tú
n
Kaplakriki
REYKJAVÍK
KÓPAVOGUR
GARÐABÆR
HAFNARFJÖRÐUR
Stækkað svæði
Miðhraun 4
Tilkynnt var um eldinn upp úr klukkan 8
Einn slökkviliðsmaður slasaðist lítillega
Einn starfsmaður Icewear hlaut minni-
háttar brunasár
2 körfubílar
6 dælubílar
1 vagn fyrir aðgerðastjórn
1 dælubíll frá Reykjavíkur-
flugvelli
1 krani með krabba
1 gámabíll
Slökkviliðs- og lögreglumenn og búnaður við slökkvistarfið
Um 100 slökkviliðs-
menn frá Slökkviliði
höfuðborgarsvæðisins
25 lögreglumenn frá
lögreglunni á höfuð-
borgarsvæðinu og
ríkislögreglustjóra
20 slökkviliðsmenn
frá Brunavörnum
Árnessýslu
7 slökkviliðsmenn
frá Brunavörnum
Suðurnesja
2 slökkviliðsmenn frá
Reykjavíkurflugvelli
mbl.is/ Krist inn Magnús son
Guðrún Erlingsdóttir
Erna Ýr Öldudóttir
„Það eru margir sem misstu hluti í
brunanum sem höfðu tilfinningalegt
gildi og það er erfitt. Í mínu tilfelli
er þetta ekki stórmál. Þetta eru
dauðir hlutir sem ekki hafa tilfinn-
ingalegt gildi,“ segir Guðmundur
Thoroddsen, einn leigjenda hjá
Geymslum. Hann segist vera með
sína hluti tryggða, en það þurfi að
kaupa þá tryggingu sérstaklega.
Söfnun til hjálpar Dýrahjálp
„Við vorum með þrjár geymslur
hjá Geymslum og þær voru allar
stútfullar af dóti sem Dýrahjálp not-
ar,“ segir Valgerður Valgeirsdóttir,
formaður Dýrahjálpar Íslands, í
samtali við Morgunblaðið.
„Við erum ekki með húsnæði eða
skrifstofur. Þess í stað stýrum við
starfseminni, sem er í sjálfboða-
vinnu, í gegnum netið og því hefur
þetta geymslufyrirkomulag hentað
okkur vel til þessa,“ segir hún og
bætir við að þegar Dýrahjálp taki á
móti dýrum fylgi þeim oft lítið sem
ekkert. Voru geymslurnar því nýtt-
ar til að geyma muni á borð við búr,
ferðabúr, fóður, matarkassa, bæli,
ólar og fleira. Óttast er að allir þeir
munir sem Dýrahjálp geymdi hjá
Geymslum séu nú glataðir. „Við er-
um búin að vera að safna þessu í
mörg ár, til að eiga nóg af öllu. Fjár-
öflunarvörurnar voru þarna líka,
t.d. jólakort og dagatöl sem við vor-
um búin að láta gera,“ segir Val-
gerður.
Aðspurð segir hún samtökin vera
ótryggð fyrir brunatjóni. „Meiri-
hlutinn var eitthvað sem okkur hef-
ur verið gefið og við vorum ekki bú-
in að átta okkur alveg á því að það
væru svona mikil verðmæti í þessu.
Við byrjuðum með eina geymslu en
svo fylltist hún fljótt og við fengum
aðra geymslu og þá þriðju og höfð-
um ekki haft ráðrúm til að hugsa að
eitthvað þessu líkt gæti komið fyrir.
Við erum ekki vongóð um að fá neitt
til baka.“
Þá segir hún að þetta muni hafa
mikil áhrif á starfsemina og að fjár-
hagslegt tjón sé mikið auk vinnunn-
ar sem muni fara í að koma öllu í
samt horf aftur. Verslunin Gæludýr-
.is, sem er á Smáratorgi, hefur þeg-
ar boðið þeim aðstöðu undir söfnun
vilji fólk láta eitthvað af hendi
rakna, en nú séu þau einnig að leita
að geymsluplássi. Valgerður segir
þau hafa fengið góðar kveðjur og
stuðning og þakkar auðsýndan hlý-
hug. „Mest um vert er að allir
sluppu, þetta var auðvitað bara
dót.“
Margir misstu eigur sínar
Sumir voru með hluti sína tryggða en aðrir standa
frammi fyrir miklu tjóni Dýrahjálp Íslands missti margt