Morgunblaðið - 06.04.2018, Side 27

Morgunblaðið - 06.04.2018, Side 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2018 ✝ Jóhann FriðrikSveinsson fæddist á Siglufirði 7. júní 1927. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 23. mars 2018. Foreldrar hans voru Rósamunda Salgerður Eyjólfs- dóttir, f. 17.2. 1895, d. 31.7. 1948, frá Vöðlum í Helgu- staðahreppi í Reyðarfirði, hús- freyjar og verkakona á Siglu- firði, og Sveinn Sigurðsson f. 13.12. 1889, d. 17.2. 1953, sjó- maður og verkamaður frá Mósk- ógum í Fljótum í Holtshreppi í Skagafjarðarsýslu. Elst systkina Friðriks var samfeðra hálfsystir, Kristín, f. 1913, d. 2006. Alsystk- in: Margrét f. 1918, d. 2001, Sig- urlaug, f. 192, d. 1995, Kristján, f. 1923, d. 1932, Jóhanna Sig- urborg, f. 1925, d. 1946, Jóna, f. 1930, d. 2014, og Kristjana, f. 1932, d. 1988. Fósturforeldrar Friðriks: Hólmfríður Helgadótt- ur og Einar Jóhannsson í Mýra- koti á Höfðaströnd, Hofshr., Skag. Friðrik varð stúdent frá MA 1949 og lauk embættisprófi í læknisfræði frá HÍ 1956. Skip- aður héraðslæknir í Þórs- hafnarhéraði í nóvember 1957 og þjónaði þar til 1966 ásamt tímabundinni þjónustu á Vopna- firði og Raufarhöfn. Skipaður 2008, og Þór, f. 2012. Synir Heimis Arnar eru Ívar Örn, f. 1985, og Elías Rafn, f. 1989. 2) Rósa, f. 18.7. 1957. Maki Þor- steinn Óli Kratsch. Börn þeirra: a) Friðrik, f. 1983. Sambýliskona Eva Dögg Jónsdóttir. Börn þeirra eru Kolfinna, f. 2010, Brynjar Þór, f. 2013, Arnar Freyr, f. 2017. b) Oddný, f. 1990. Sambýlismaður Bjarni Snær Bjarnason. Sonur þeirra er Bjarni Hrafn, f. 2017. c) Reynir, f. 1992. 3) Jóhanna, f. 29.3. 1961. Maki Sigurður Jónsson. Börn þeirra: a) Tinna, f. 1981. Sam- býlismaður Helgi Þór Helgason. Börn Tinnu og Victors Maillard: Jana Guðrún Jahzara, f. 2006, Toussaint Hrafn Xolotl, f. 2008, og Marie Jóhanna Líf, f. 2008. Dóttir Helga Þórs er Hildur Guðlaug. b) Hrafnkell, f. 1987. Sambýliskona Lára Kristín Unn- arsdóttir. Börn þeirra eru Hólm- fríður, f. 2013, og Unnar Oddi, f. 2015. c) Ásgerður, f. 1991. Sam- býlismaður Gunnlaugur Lár- usson. Barn þeirra er stúlka, f. 2018. 4) Þóra, f. 1.7. 1963. Maki Guðmundur Ragnarsson. Börn þeirra: a) Ragnar, f. 1988. Sam- býliskona Ösp Viðarsdóttir. Son- ur þeirra er Úlfur, f. 2016. b) Jó- hanna Gunnþóra, f. 1993. 5) Hildur Kristín, f. 6.9. 1968. Maki Sigurður Reynisson. Börn þeirra: a) Rakel, f. 1989. Sam- býlismaður Daniel Nielsen. b) Hilmir Júlíus, f. 1997, c) Ethel, f. 2000, og d) Ísak, f. 2002. Útför Friðriks fer fram frá Áskirkju í dag, 6. apríl 2018, klukkan 13. héraðslæknir í Ála- fosshéraði frá ágúst 1966 með aðsetur á Reykjalundi, og að- stoðarlæknir við Vinnuheimilið á Reykjalundi. Hann varð heilsugæslu- læknir við heilsu- gæslustöðina á Reykjalundi 1974 og þjónaði þar til starfsloka 1997. Friðrik hlaut heiðursskjöld frá Commander of Iceland De- fense Force fyrir læknisstörf unnin í varnarstöð NATO á Heiðarfjalli á Langanesi 1957- 1966. Friðrik kvæntist hinn 9. ágúst 1953 Gunnþóru Þórðardóttur, f. 19.7. 1931, d. 25.6. 1993, frá Akranesi; húsfreyja og sjúkra- liði á Reykjalundi. Foreldrar hennar voru Guðrún Magnús- dóttir, f. 1897, d. 1977, og Þórð- ur Frímannsson, f. 1896, d. 1931. Dætur Friðriks og Gunnþóru: 1) Guðrún, f. 12.2. 1954. Maki Heimir Örn Jensson. Dóttir Guð- rúnar og Jóns S. Haraldssonar er a) Brynhildur, f. 1971. Sam- býlismaður Árni Kópsson. Börn þeirra eru Kópur, f. 1998, og Katla, f. 2000. Börn Árna eru Ásta Sif og Matthías Leó. Dóttir Guðrúnar og Sveins Klausen er b) Gunnþóra, f. 1977. Maki Ólaf- ur Magnús Finnsson. Börn þeirra eru Leo, f. 2005, Ari, f. Eitt sinn skal hver deyja! Nú er hann pabbi minn fallinn frá í hárri elli. Hann var staðráðinn í að verða níræður og það varð hann 7. júní 2017. Pabbi var góð- ur læknir þó ég segi sjálf frá. Hann gat sett sig í spor sjúkling- anna og mætt þeim þar sem þeir voru staddir. Þess vegna heyrði maður oft fallegar sögur af störf- um hans. Hann átti það til að taka okkur stelpurnar með í vitjanir út í sveit. Ég minnist vitjana þar sem maður kom með inn í bæ og stóð álengdar, pabbi settist á rúmstokk og opnaði lækna- töskuna, mældi blóðþrýsting og hlustaði brjóstveikan sjúkling. Svo var auðvitað kaffi og spjall í eldhúsinu á eftir. Ég man þétt setna biðstofuna á Reykjalundi. Það var fyrir daga tímapantana og ekki þótti at- hugavert þó maður kíkti við og ræki erindi við föður sinn inn á milli sjúklinga. Pabbi var dæmigerður eigin- maður og faðir þessarar kynslóð- ar. Hann var fyrirvinnan en mamma sá alfarið um okkur stelpurnar og allt er viðvék heim- ilishaldinu. Móðir mín var fyrir- myndarhúsmóðir. Seinna þegar við uxum úr grasi lærði hún til sjúkraliða og vann við það til dauðadags. Við það breyttist margt hjá pabba. Bæði var það að við vorum allar fluttar að heiman systurnar, sumar til útlanda og ég sjálf síðar út á land og bjó þar í 18 ár. Rósa var eina systirin sem settist að í Mosfellssveit. Við all- ar þessar breytingar var pabbi meira einn heima en hann hafði vanist. Við farnar og mamma úti- vinnandi og í vaktavinnu. Pabbi var því heimagangur hjá Rósu systur og Þorsteini í mörg ár og ekki síst eftir að mamma lést fyr- ir aldur fram 1993. Fyrir alla þá hlýju og kærleika sem pabbi naut hjá þeim erum við hinar systurn- ar mjög þakklátar. Pabbi barst ekki á. Honum þótti best að vera heima með góða bók og hann las mikið. Bæk- ur Halldórs Laxness voru í miklu uppáhaldi, þá Þórbergur Þórðar- son og svo æviminningar og ýmis þjóðlegur fróðleikur. Oft var vitnað í Laxness. Nú síðast voru það Æviskrár MA-stúdenta, II bindi, en þar er 1949-árgangur- inn. Þeir hafa haldið hópinn. Pabbi var heppinn með skóla- félaga og eftir að aldurinn færð- ist yfir gladdist hann hverja stund sem á þá var minnst eða hann heyrði í einhverjum þeirra. Guð blessi þá alla lífs og liðna. Skrítið er til þess að hugsa að pabbi hafi búið að mestu einn síðastliðin 25 ár og af þeim tíma hafi hann ekki unnið í 20 ár. Hvað gerir maður þá? Er maður einmana? Pabbi naut sannarlega nálægðar við Rósu systur, og var líka tíður gestur hinna dætr- anna. Hann fór til Hildar Krist- ínar og Sigga í Danmörku, heim- sótti Þóru og Guðmund til Svíþjóðar og okkur Sigurð í Odda. Svo voru Gurrý og Heimir aldrei langt undan. Pabba leið vel í góðum stól með bók eða dagblöð í hendi, með kveikt á sjónvarpi og hlustaði á útvarpið í leiðinni. Um leið og sól- in lét sjá sig var pabbi sestur út undir vegg. Þetta voru hans sæl- ustu stundir. Barnabörnin og barnabarnabörnin glöddu afa sinn mikið. Sérstaklega þakka ég Brynhildi, elsta barnabarni hans, fyrir mikla ræktarsemi við afa sinn. Einnig þökkum við systur heimahjúkrun og félagsþjónust- unni í Mosfellsbæ fyrir kærleiks- ríka þjónustu og síðast en ekki síst starfsfólki Miklatorgs á Hrafnistu. Eitt sinn eftir að pabbi flutti á Hrafnistu spurði ég hann: Leiðist þér aldrei? Hann var fljótur að svara: Nei, það dytti mér ekki í hug. Hvíl í friði. Takk fyrir allt. Meira: mbl.is/minningar Jóhanna. Hann afi hefur kvatt okkur hinsta sinni. Margs er að minnast enda voru amma og afi á Reykja- lundi með stærri persónum æsku minnar. Það var yndislegt að koma til þeirra að Reykjalundi enda bjó sá staður yfir miklum töfraljóma. Húsið þeirra var ógnarstórt og hvert herbergi átti sinn leyndardóm. Mér er enn minnisstætt þegar ég var send ein með flugvél frá Patreksfirði suður til þeirra, sjö ára gömul. Amma sótti mig og við þrjú borð- uðum kjötbollur í kvöldmat. Ég hafði aldrei borðað svona góðar kjötbollur með kartöflum og brúnni sósu. Amma og afi kímdu því þeim þótti ég frekar lystugur ferðalangur. Afi átti sína skrif- stofu í húsinu. Þar mátti finna daufa lykt af tekki, gömlum bókum og sígarettum. Stundum mátti leika sér í skrifstofuleik. Hann fór þannig fram að maður raðaði umslögum (sem vel að merkja voru stíluð á Jóhann F. Sveinsson, ég botnaði ekkert í hver sá maður væri), handlék glansandi gyllta bréfahnífa og kíkti í skúffur. Við fórum líka í fuglaleik – hann var þannig að við komum okkur fyrir inni í stofu með Fuglavísi. Síðan skiptumst við á að lesa lýsingar á fuglum, lit- brigði, útlitseinkenni, varpsvæði og fleira. Þarna lærði ég að jaðr- akan heitir limosa limosa á latínu. Afi sagði öllum barnabörnun- um söguna af Fóu og Fóu feyki- rófu margoft, orðrétta eins og hún kemur fyrir í bókum. Þá hlustaði maður dolfallin á átök þeirra Fóu og Fóu feykirófu. Afi hafði yndi af að vera úti í sólinni og stundaði sólböð á að minnsta kosti þremur stöðum í kringum húsið á Reykjalundi. Norðan til, sunnan og vestan við húsið var hægt að hafast við í góðu skjóli. Þá tók hann tímann á okkur frændsystkinunum hversu fljót við værum að hlaupa hring- inn kringum húsið. Einnig þótti honum notalegt að láta bera á sig sólarvörn og greiða sér í þessum sólarböðum en við sinntum þess- um óskum af natni. Afi fór líka mikið með okkur í bíltúra – eink- um að Hafravatni. Þar var svo gaman að við fórum heim í kaffi og svo aftur að Hafravatni að leika – og í eitt skiptið man ég eft- ir að afi skildi okkur þar eftir og sótti okkur nokkru seinna, slík var leikgleðin okkar frændsyst- kinanna. Eftir þau sáru kaflaskil að amma féll frá flutti afi úr stóra húsinu á Reykjalundi og í Björtu- hlíð 1 í Mosfellsbæ. Þegar ég fór í menntaskóla bjó ég hjá afa í Björtuhlíð. Það var skondin sam- búð. Ég var nú ekki til stórræð- anna í heimilishaldinu enda mjög upptekin af mínu menntaskóla- lífi. En afi var ekkert að hafa neinar skoðanir á því. Honum þótti hins vegar gaman að hitta vini mína og kynnast þeim. Afi bjó í Björtuhlíð allt til 2015 en þá fór að halla undan fæti eins og gengur þegar ellin færist yfir. Árið 2015 flutti afi á Hrafnistu í Reykjavík. Hann fékk margar og tíðar heimsóknir frá afkomend- um sínum og góða umönnun. Afi þáði ástríki síns stóra og glæsi- lega dætrahóps og fjölskyldna sem umvöfðu hann eins og þéttur skógur alla tíð. Full af gleði yfir samvistunum þakka ég fyrir allt. Þín Tinna. Í dag kveðjum við afa minn, sem var mér svo kær og ég á svo margt að þakka. Það verður skrýtið að kíkja ekki í heimsókn og fá sér nammi og skrafa um daginn og veginn, eða bara sitja og horfa á fréttirnar með honum. Í mörg sumur var ég hjá ömmu og afa á Reykjalundi og þá var gjarnan farið í bíltúr að Hafra- vatni eða upp í Kjós og á kvöldin las afi upphátt fyrir mann. Eftir að afi hætti að keyra vegna ald- urs fórum við vikulega í útrétt- ingar og fengum okkur síðan kaffibolla og eitthvað sætt með og eru það ómetanlegar minning- ar. Afi var alltaf jafn glaður að sjá mann og þakklátur fyrir allt sem gert var fyrir hann og kvartaði aldrei þrátt fyrir heilsuleysi síð- ustu ára. Elsku afi, takk fyrir allt, góða ferð og ég bið að heilsa ömmu. Brynhildur Jónsdóttir. Minningarnar eru margar um afa Friðrik. Afi kom til okkar út til Danmerkur flest sumur á með- an sólin var hæst á lofti og hitinn mestur. Var hann oftast fyrstur í sundlaugina, alveg sama hvað hún var köld, og labbaði enda- laust í hringi ofan í lauginni, sem var hans morgunleikfimi. Síðan settist hann í sólina og sat þar í fleiri tíma og horfði á okkur leika í garðinum, enda var hann oftast orðinn skaðbrenndur eftir örfáa daga hjá okkur. Afi var oft barnapía – ekki bara fyrir okkur barnabörnin, heldur líka alla hundana, kettina og ekki síst Gilla geit sem hann rak með stafnum sínum, svo að hann stæli ekki kexinu frá börn- unum. Stafurinn var mikið not- aður – líka til að pota í Hilmi ef hann var að stríða systkinum sín- um of mikið. Fannst krökkunum aldeilis gaman að því. Honum fannst frábært að fara í gönguferðir með okkur, og hér fylgdu dýrin honum hvert sem hann fór. Afi gekk fremstur með kerruna, okkur elstu hvort við sína hlið, og svo fylgdu allir hund- arnir og kettirnir í halarófu á eft- ir. Þetta var sjón sem seint gleymist. Á kvöldin var oft spilað. Afi var yndislegur maður sem kenndi okkur öll spil sem við kunnum, og var þolinmóður við okkur, eins og þegar Hilmir reyndi aðeins að svindla til þess að vinna! Ethel og Ísak muna sérstaklega vel eftir leiknum þar sem maður varð að flýta sér að kippa að sér hendinni – en afa fannst voða gaman að fagur fiskur í sjó. Ég efast ekki um að öll barnabörnin muna vel eftir því og þá ekki síður sögunni um Fóu og Fóu feykirófu. Þrátt fyrir háan aldur staulað- ist afi með okkur þvers og kruss um landið, bæði í Ljónagarðinn, Leikgarða og víðar, og naut þess í botn að fylgja okkur um í öllum veðrum. Alltaf var farið í fatabúð- ina í Tørring, þar sem hann keypti sér jakka og skó, sem voru lengi í uppáhaldi. Á seinni árun- um fékk ég að fylgja honum í flugið heim, og alltaf þótti okkur jafn gaman að ferðast saman. Þegar ég var í námi fékk ég að búa hjá afa á meðan ég var í starfsnámi hjá Ölgerðinni. Ég verð alltaf mjög þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman þá. Við spiluðum mikið og horfð- um á enska boltann, en afi var Chelsea-maður og ekki mátti missa af boltanum. Við fórum saman á kaffihús og fengum okk- ur kaffi og snúð, sem við höfðum gert síðan ég man eftir mér. Manni leiddist aldrei í návist afa. Sumrin urðu ekki lengur þau sömu þegar hann hætti að koma í heimsókn, og litla herbergið hans á neðri hæðinni minnti okkur alltaf á hann. Það liðu mörg ár áð- ur en því var breytt, og bamb- usstafurinn hékk alltaf á sínum stað. Afi kenndi okkur ótalmargt. Alltaf átti hann inni góða sögu að segja okkur og við munum öll sakna hans sárlega. Rakel. Blessaður afi. Þú situr í hægindastólnum, lætur fara vel um þig, ef til vill að horfa á íþróttir, nú eða hlusta á útvarpsfréttir. Ef það er sól ertu úti á palli, ber að ofan með dökk sólgleraugu. Jafnvel við sund- laugarbakkann hjá Hildi í Dan- mörku og nýtur þess að vera í faðmi fjölskyldunnar. Þar ertu í góðum höndum. Og þú hlustar á það sem maður hefur að segja af athygli. Og spyrð af einskærum áhuga. Enda ertu alltaf vel með á nótunum. „Afi þinn spyr alltaf um þig.“ Og ég hugsa til þín. Takk fyrir hlýjuna. Takk fyrir örlætið. Takk fyrir Fóu og takk fyrir Fóu feykirófu. Takk fyrir fagur fiskur. Takk fyrir hvað sagði mamma þín þegar hún átti þig. Takk fyrir samveruna, afi minn. Hvíldu í friði. Hrafnkell Sigurðsson. Ég kom ungur læknakandídat á Vinnuheimilið á Reykjalundi eins og þá hét. Það varð gæfa mín. Þar mynduðu Haukur Þórðarson, Kári Sigurbergsson og Friðrik Sveinsson fasta læknakjarnann. Sveinn Már Gunnarsson og Ólafur Grétar Guðmundsson unnu sem aðstoð- arlæknar, en auk þess hlutastarf í héraðinu með Friðriki. Jón Ei- ríksson sá um gegnumlýsingar, Ingólfur Sveinsson var ráðgef- andi geðlæknir og Guðmundur Guðjónsson ráðgefandi bæklun- arlæknir. Við Magnús Ólason vorum aðstoðarlæknar. Ári síðar urðum við Magnús aðstoðar- læknar í héraðinu með Friðriki. Nær væri að segja að við hefðum verið símsvarar en læknar. Allir spurðu eftir Friðriki. Við sættum okkur vel við hlutskipti okkar. Föstudagurinn 7. júní 1977 var sólardagur í Mosfellssveit. Dal- urinn ómaði af söng og gleði. Friðrik átti fimmtugsafmæli og sveitungar og vinir hylltu sinn vinsæla og dáða lækni. Ég man þessa fögru sumarnótt en ég stóð þá læknavaktina. Friðrik var maður sólar og birtu. Hann var hlýr maður, gáfaður og fágaður. Hann var af þeim skóla lækna sem aldrei kvartaði eða kveinkaði sér. Þó mátti hann búa við þung- ar afleiðingar umferðarslyss árið 1973, sem skaðaði mænu hans og lamaði annan fótinn. Endurtekn- ar magablæðingar, vafalítið vegna álags, stóð hann af sér og fleiri alvarleg veikindi án þess að tala nokkru sinni um. Friðrik var gæfumaður. Hann eignaðist glæsilega og dugmikla eiginkonu, Gunnþóru Þórðar- dóttur, en missti hana alltof snemma árið 1993. Dætur þeirra fimm umvöfðu föður sinn hlýju alla tíð. Síðustu árin dvaldi Frið- rik á Hrafnistu og undi sér vel. Þar dó þessi mikli velgjörða- maður minn þegar birtan, sem hann elskaði, fer vaxandi og sólin hans kæra hækkar á lofti. Blessuð veri minning hans. Jóhann Tómasson. Saman komu þeir gangandi suður í skóla utan úr Oddeyrar- götu tvo síðustu veturna okkar í MA, Björn Hermannsson og Friðrik Sveinsson. Stútfullir af súrefni hófu þeir að brjóta til mergjar ýmiss konar ablatívusa og fleira gott meðan við vistarbú- ar höfðum ekki komið út fyrir dyr og vorum enn að nudda stírurnar úr augunum. Þeir leigðu saman herbergi við Oddeyrargötu og þar var gott að líta inn ef maður var á flandri í bænum. Þeir voru góðir heim að sækja, glaðværir og notalegir félagar. Friðrik Sveinsson var Siglfirð- ingur og þótti það ekki miður fremur en öðrum Siglfirðingum í Menntaskólanum. Fyrstu verka- mannabústaðirnir á Siglufirði voru reistir þegar Friðrik var níu ára eða svo. Meðal þeirra sem fluttu inn í þetta nýja hús voru Sveinn og Rósamunda með dæt- ur sínar fjölmargar og fallegar og einn son, Friðrik. Bústaðirnir voru steinsnar frá Ríkisverk- smiðjunum þar sem Friðrik átti eftir að vinna mörg sumur og afla sér þannig fjár til skólagöngu. Síldarverksmiðjur ríkisins á Siglufirði voru stærstu og full- komnustu iðjuver landsins í rúma tvo áratugi. Þangað streymdu ungir menn til sumarvinnu víða að. Verðugt rannsóknarefni væri að athuga hve margir forystu- menn í þjóðlífinu gátu brotist til mennta vegna sumarstarfa á Siglufirði. Mörg ár áttu eftir að líða áður en farið var að minnast á námslán og námsstyrki. Friðrik var góður námsmaður. Hann náði til að mynda fljótt tök- um á latínunni enda kennarar okkar snjallir og flestum ógleym- anlegir. Honum var margt fleira til lista lagt. Tónelskur var hann og söngmaður prýðilegur enda tónvísi ættlægur hæfileiki, að minnsta kosti í föðurættinni. Hann söng í skemmtilegum kvartett sem Björgvin Guð- mundsson stjórnaði þegar við vorum í 6. bekk. Frásagnarstíl hans var og viðbrugðið. Honum tókst vel að sýna gamla siglfirska og skagfirska snillinga í kátlegu ljósi. En það sem við munum að sjálfsögðu best er ljúflyndi hans og hversu þelhlýr hann var og hve viðmótið var glaðvært og nota- legt. Ekki kom því á óvart hversu vinsæll hann varð í þeim héruðum þar sem hann var læknir. Friðrik eignaðist ágæta konu, Gunnþóru Þórðardóttur af Akra- nesi. Þeim varð fimm dætra auðið svo að ekki var honum kvenna vant fremur en í æsku. Enn fylgjast þeir að vinirnir og sambýlingarnir af Oddeyrar- götunni. Tíu dagar liðu frá því Björn axlaði sín skinn og kvaddi „fólk og Frón“ þar til Friðrik fylgdi í fótspor hans. En nú er ferðinni heitið lengra en suður í MA. Við samstúdentar þeirra minnumst þeirra með gleði- blöndnu þakklæti, samhryggj- umst ástvinum þeirra og biðjum þeim allrar blessunar. Ólafur Haukur Árnason. Friðrik Sveinsson ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta athofn@athofn.is - www.athofn.is ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919 Inger Steinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.