Morgunblaðið - 06.04.2018, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 06.04.2018, Qupperneq 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2018 DIV INE YOUTH FACE OIL Nýja Divine Youth Face Oil hefur einstök yngjandi áhrif á húðina. Ný og betrumbætt formúla inniheldur einstakt hlutfall af ilmkjarnaolíu úr Immortelle*, blóminu sem aldrei fölnar. Andoxunarefnin í ilmkjarnaolíunni hafa tvöfaldan kraft á við E-vítamín** sem þekkt er fyrir yngjandi eiginleika sína. Niðurstöður rannsókna sýna að áhrif Divine Youth Face Oil eru greinileg frá fyrstu notkun: húðin verður stinnari, fær aukin ljóma og ásýnd er unglegri. MEIRA AF ANDOXUNAREFNUM 2X MEIRIVIRKNIEN Í E-VÍTAMÍNI** * Í fyrsta skipti í Divine húðvörulínunni. **Prófanir í tilraunaglasi á efnasambandinu skvalen í eintengi við súrefni. UNGLEG OG HEILBRIGÐ Kringlan 4-12 | s. 577-7040 Þýskur dómstóll hafnaði í gær framsalsbeiðni spænskra stjórn- valda á hendur Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta Katalóníuhér- aðs, sem lögð var fram á grundvelli þess að hann hefði gert tilraun til byltingar. Hliðstætt ákvæði er ekki að finna í þýskum lögum og komst dómstóll- inn að þeirri niðurstöðu að því væri ekki heimilt að framselja Puigde- mont til Spánar á grundvelli þeirr- ar ákæru, þar sem hann hefði ekki orðið uppvís að ofbeldi í tengslum við sjálfstæðisbaráttu Katalóna síð- asta haust. Fékk Puigdemont að ganga laus úr réttarsalnum gegn tryggingu, sem nam 75.000 evrum, eða um níu milljónum íslenskra kr. Hann er þó ekki laus allra mála, þar sem enn á eftir að ákveða hvort að Puigdemont verði framseldur fyrir aðra ákæru um misnotkun á opinberu fé, en dómararnir vildu fá frekari upplýsingar um eðli ákær- unnar og málsatvik áður en þeir tækju afstöðu til framsalsbeiðn- innar. Lögfræðingur Puigdemonts, Till Dunckel, sagði að trygging- argjaldið yrði lagt fram eins fljótt og hugsast gæti, en að óljóst væri hvort að Puigdemont mynda yf- irgefa fangelsið, sem hann hefur verið í síðustu daga strax í gær- kvöldi. Sagði Dunckel jafnframt að lög- fræðingateymi Puigdemonts væri í skýjunum yfir því að framsals- beiðninni vegna „byltingar“ hefði verið hafnað, en hún hefði verið út í hött. Ekki framseldur strax AFP Katalónía Blaðamenn biðu í gærkvöldi eftir því að Puigdemont myndi ganga út úr fangelsinu í Neumünster þar sem hann hefur verið í haldi.  Framsalsbeiðni Spánverja vegna „byltingar“ hafnað Um einn og hálfur milljarður við- kvæmra skjala, allt frá launaseðlum til heilbrigðisupplýsinga og einka- leyfaumsókna, er aðgengilegur á netinu, að sögn sérfræðinga. Netöryggisfyrirtækið Digital Sha- dows segir, að með sérstöku skönn- unartóli, sem notað var fyrstu þrjá mánuði ársins, hafi fundist gífurlegt magn af nánast óvörðum einkaskjöl- um á netinu sem einstaklingar og fyrirtæki um allan heim hafi vistað þar. Þessi skjöl eru samtals um 12 petabæti, sem er fjögur þúsund sinn- um meira magn en Panama-skjölin svonefndu. Lágmarks tækniþekking „Þessi skjöl eru opin öllum, sem hafa lágmarks tækniþekkingu,“ seg- ir Rick Holland, aðstoðarforstjóri Digital Shadows, við AFP-fréttastof- una. Þetta auðveldi tölvuþrjótum, ríkjum og fyrirtækjum að komast yf- ir viðkvæmar upplýsingar. Í skýrslu, sem fyrirtækið sendi frá sér, segir að stór hluti þessara skjala, sem liggja þarna á glámbekk, sé launaseðlar og skattframtöl. Einnig skýrslur um læknisrann- sóknir, hönnun, einkaleyfi og vörur, sem ekki eru enn komnar á markað. Um 36% af skjölunum eru á netþjón- um í ríkjum Evrópusambandsins, um 16% í Bandaríkjunum og einnig er mikið af óvörðum skjölum að finna í Asíu og Mið-Austurlöndum. Um sjö prósent af gögnunum voru í tölvuskýjum á vegum netverslunar- innar Amazon. Holstein segir að vandamálið sé ekki skýjageymslan sjálf heldur liggi það í því hvernig notendur visti skjölin. Í sumum til- fellum taki fólk öryggisafrit af gögn- um sem eru vistuð á opnu neti án þess að það geri sér grein fyrir því. Viðkvæm einka- skjöl á netinu Thinkstock.com Óvarið net Margir tölvunotendur geyma viðkvæm skjöl á opnu neti. Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrver- andi forseti Brasilíu, er líklega á leið- inni í fangelsi í næstu viku eftir að hæstiréttur landsins úrskurðaði að hann þyrfti að hefja afplánun vegna dóms í spillingarmáli sem féll í jan- úar síðastliðnum, jafnvel þó að áfrýj- unarferlinu væri ekki lokið. Líklegt er að úrskurðurinn muni gera út um vonir Lula um að fá að bjóða sig fram í forsetakosningunum sem eiga að fara fram í október á þessu ári. Lögfræðingar hans hafa fram til næstkomandi mánudags til þess að áfrýja afplánuninni, en talið var lík- legt að þeirri ósk yrði hafnað sam- stundis, þannig að Lula yrði að hefja afplánunin þegar í stað. Úrskurðurinn hefur sett brasilísk stjórnmál í nokkurt uppnám, þar sem Lula hefur á síðustu vikum mælst hlutskarpastur þeirra sem taldir eru koma til greina í forseta- embættið í skoðanakönnunum. Hefji Lula afplánunina missir hann hins vegar kjörgengi sitt og þyrfti að fá undanþágu til þess að bjóða sig fram.  Óvíst um for- setaframboð hans AFP Brasilía Stuðningsmenn Lula da Silva biðu eftir niðurstöðum hæsta- réttar í fyrrakvöld. Lula da Silva þarf að sitja inni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.