Morgunblaðið - 06.04.2018, Síða 33

Morgunblaðið - 06.04.2018, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2018 Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur Skinneyjar - Þinganess hf. Aðalfundur Skinneyjar - Þinganess hf. fyrir árið 2018 verður haldinn á skrifstofu félagsins að Krossey, Hornafirði, föstudaginn 20. apríl 2018 og hefst hann stundvíslega kl. 13.30. Á dagskrá fundarins verða: 1.Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 14. grein í samþykktum félagsins. 2.Önnur mál, löglega fram borin. Framboðum til stjórnar skal skila til félagsins eigi síðar en fimm dögum fyrir aðalfundinn með þeim upplýsingum sem fram koma í 2. mgr. 63. gr. a í lögum um hlutafélög. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað. Hluthafar eru hvattir til að mæta tímanlega til að taka við fundargögnum. Hornafirði, 5. apríl 2018, stjórn Skinneyjar - Þinganess hf. Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Birkihlíð 6, Hafnarfjörður, fnr. 221-7233, þingl. eig. Kristín Jóhanna Ágústsdóttir, gerðarbeiðendur Birkihlíð 6,húsfélag og Íbúðalána- sjóður, þriðjudaginn 10. apríl nk. kl. 10. Þrastarás 46, Hafnarfjörður, 50% ehl., fnr. 225-0908, þingl. eig. Kristófer Jóhannesson, gerðarbeiðandi Jötunn vélar ehf., þriðju- daginn 10. apríl nk. kl. 11:00. Kvistavellir 44, Hafnarfjörður, 50% ehl., fnr. 230-3379, þingl. eig. Jan Andrzej Morsztyn, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 10. apríl nk. kl. 11:30. Suðurvangur 8, Hafnarfjörður, fnr. 207-9965, þingl. eig. Anna Maria Kowalska og Jens Maríus Lúðvíksson, gerðarbeiðendur Suður- vangur 8, húsfélag, Valitor hf. og Suðurvangur 8-14, húsfélag, þriðjudaginn 10. apríl nk. kl. 14:00. Lynghvammur 3, Hafnarfjörður, fnr. 207-7498, þingl. eig. Þröstur Ólafsson, gerðarbeiðandi Arion banki hf., þriðjudaginn 10. apríl nk. kl. 14:30. Suðurhvammur 7, Hafnarfjörður, fnr. 207-9886 , þingl. eig. Heiðar Ingi Kolbeinsson, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 10. apríl nk. kl. 15:00. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 5. apríl 2018 Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir Miðfjarðarnes 3, Langanesbyggð, fnr. 156369, þingl. eig. Krzysztof Krawczyk og Sigríður Ósk Indriðadóttir, gerðarbeiðendur Lands- bankinn hf. og Byggðastofnun og Vátryggingafélag Íslands hf., miðvikudaginn 11. apríl nk. kl. 13:00. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra 5. apríl 2018 Tilkynningar Mat á umhverfisáhrifum Athugun Skipulagsstofnunar Framleiðsla á 4.000 tonnum af laxi í kynslóðaskiptu eldi í Arnarfirði Arctic Sea Farm hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frum- matsskýrslu um framleiðslu á 4.000 tonnum af laxi í kynslóðaskiptu eldi í Arnarfirði. Kynning á frummatsskýrslu:Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 9. apríl 2018 - 22. maí 2018 á eftirtöldum stöðum: Í Safnahúsinu á Ísafirði, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagstofnun. Frummatsskýrslan er aðgengileg á vef Skipulagsstofnunar www.skipulag.is. Athugasemdafrestur: Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 22. maí 2018 til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is. Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og bingóið vinsæla kl. 13.30, verið velkomin! Árskógar Smíðastofan er lokuð. Opið hús kl. 13-16. Bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.15-17. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. S. 535-2700. Boðinn Vatnsleikfimi kl. 9.10. Vöflukaffi kl. 13.30. Línudans fyrir byrj- endur og lengra komna kl. 15.15. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Heimsókn frá ungl- ingum í Háteigsskóla kl. 10-11. Morgunkaffi kl. 10-10.30. Kvikmynda- sýning kl. 13. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15. Furugerði 1 Vinnustofa og útskurður allan daginn. Framhalds- sögulestur kl. 10 og sitjandi leikfimi kl. 11. Klukkan 13 er spiluð vist og/eða brids og farið í göngu. Botsía er á sínum stað kl. 14. Garðabær Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Félagsvist FEBG í Jóns- húsi kl. 13. Bíll fer frá Litlakoti kl. 12.20, Hleinum kl. 12.30, og frá Garðatorgi 7 kl. 12.40 og til baka að lokinni félagsvist ef óskað er. Smiðjan í Kirkjuhvoli er opin kl. 13–16. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.10 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl. 13 tréskurður, kl. 13 léttgönguhópur (frjáls mæting). Við minnum á opinn fund öldungaráðs og FEBK á morgun, laugardag. 7. apríl kl. 14. Gullsmári FEBK Dansleikur í Gullsmára föstudaginn 6. apríl kl. 20-23 Hilmar og Kristján leika fyrir dansi. Miðaverð 1500 kr. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Opin handavinna kl. 9–12. Útskurður kl. 9, verkfæri á staðnum og nýliðar velkomnir. Hádegismatur kl. 11.30. Bingó kl. 13.15. Kaffi kl. 14.30. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi kl. 9.45, jóga kl. 10 hjá Carynu, hádgismatur kl. 11.30. Spilað brids kl. 13, bíódagur kl. 13.30, kaffisala í hléi. Fótaaðgerðir 588-2320, hársnyrting 517-3005. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50, við hringborðið kl. 8.50, thai chi kl. 9, botsía kl.10.15, listasmiðjan er opin fyrir alla frá kl. 9-16, zumba dans leikfimi kl. 13, síðdegiskaffi kl. 14-15.30, Hæðar- garðs bíó kl. 14.30, allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í Hæðargarði 31 eða í síma 411-2790. Korpúlfar Hugleiðsla og létt jóga í Borgum kl. 9, bridshópur kl. 12.30 í Borgum, hin vinsæli hannyrðahópur kl. 12.30 í Borgum. Tréútskurður á Korpúlfsstöðum kl. 13 í dag og sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 15.00 í dag. Vöfflukaffi í Borgum kl. 14.30 til 15.30. Selið, Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-14. Upp úr kl. 10 er boðið upp á kaffi og gaman að koma í spjall og kíkja í blöðin. Ganga kl. 10. Hádegisverður kl. 11.30-12.15. Framhaldssaga kl. 13. Allir eru hjartanlega velkomnir í Selið. Nánari uppl. hjá Maríu í síma 568-2586. Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Syngjum saman á Skólabraut kl. 13. Spilað í króknum á Skólabraut og í Eiðismýri kl. 13.30. Jóga fellur niður í dag. Nk. mánudag 9. apríl kl. 13 ætlum við að fjölmenna í salnum á Skólabraut og styrkja Kraft, stuðningsfélag krabbameinssjúkra ungmenna og aðstandenda þeirra. Við perlum saman armböndin LÍFIÐ ER NÚNA. Fólk hvatt til að fjölmenna. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Dansleikur sunnudagskvöld kl. 20, Hljómsveit hússins leikur, allir velkomnir. Vesturgata 7 Enska, leiðbeinandi frá kl. 10-12 Peter R. K. Vosicky. Sungið við flygilinn kl. 13-14, Gylfi Gunnarsson. Kaffiveitingar kl. 14- 14.30. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu HITAVEITU- SKELJAR HEITIRPOTTAR.IS HÖFÐABAKKA 1 SÍMI 777 2000 Húsviðhald Smá- og raðauglýsingar með morgun- ✝ Guðný AldaEinarsdóttir fæddist í Reykjavík 20. ágúst 1953. Hún lést í Sjálfsbjargar- heimilinu í Hátúni 12 hinn 7. mars 2018. Foreldrar Guð- nýjar Öldu voru hjónin Einar Bjarni Sturluson, skipa- smíðameistari og bóndi, frá Hreggstöðum á Barðaströnd, f. 22.1. 1919, d. 25.2. 2008, og Kristín Andrés- dóttir húsfreyja, frá Hamri í Múlasveit, f. 11.5. 1924, d. 27.10. 2013. Systkini Guðnýjar Öldu eru: María Henley, f. 1944; Gísli Már, f. 1951, d. 1970; Valgerður Björk, f. 1952, d. 2015; Þórdís Heiða, f. 1955; Sturla, f. 1957; Andrés Einar, f. 1960; Guðrún Björg, f. 1966. Guðný Alda var fjórða í röð- inni í stórum systkinahópi. Fjöl- skyldan bjó í Hafnarfirði fyrstu fjögur árin hennar en þá var flutt að æskuheimili föður henn- ar, Hreggstöðum á Barðaströnd, þar sem þau bjuggu næstu níu árin. Árið 1966 flutti fjölskyldan síðan á Akranes þar sem Guðný Alda lauk skólaskyldu. Seinna fór hún í húsmæðraskólann á Staðarfelli. Guðný Alda fæddist með afar sjaldgæfan tauga- lömunarsjúkdóm sem fólst í röngum taugaboðum. Sjúk- dómurinn háði henni alla tíð og fór sífellt versn- andi. Hún bjó til langs tíma í Sjálfsbjörg þar sem hún naut fé- lagsskapar og umönnunar þegar hún þurfti þess með. Hún vann af og til í Múlalundi í gegnum árin. Einnig lék hún í mörg ár með Halaleikhópnum á meðan heils- an leyfði. Guðný Alda giftist Ingimundi Brynjólfssyni, f. 9.5. 1920, d. 4.1. 1988, á gamlársdag árið 1987 en hann lét lífið í bílslysi á leið til vinnu að morgni 4. janúar 1988, einungis fjórum dögum síðar. Útför Guðnýjar Öldu fer fram frá Digraneskirkju í dag, 6. apríl 2018, klukkan 11. Jarðsett verð- ur í Þingeyrarkirkjugarði sunnudaginn 8. apríl klukkan 11. Elsku Guðný Alda (Dinda frænka). Okkur langar að kveðja þig með nokkrum orðum og þakka þér fyrir öll sumrin sem þú pass- aðir okkur systkinin, sem þú gerð- ir ansi vel og af natni. Ég veit að þú varst ekki alltaf ánægð með hegðun okkar og stríðni en ég vona að þú hafir verið búin að fyrirgefa okkur það, það eru ófáar minningar sem koma upp í hug- ann þegar við reikum aftur í tím- ann og hugsum til sumranna í Neskaupstað og Ólafsvík, sem þú ert stór hluti af, við geymum þær í hjarta okkar. Takk fyrir allt, elsku frænka, mamma, amma og afi sem og aðrir góðir ættingjar taka örugglega vel á móti þér. Hvíldu í friði. Þín systrabörn, Helga Björk og Ágúst Freyr. Guðný Alda móðursystir mín var afar sérstök manneskja. Hún fæddist með mjög sjaldgæfan taugasjúkdóm sem ekki var greindur fyrr en á fullorðinsárum. Sjúkdómurinn er sjaldgæfur á heimsvísu og Guðný Alda er sú eina sem hefur greinst með þetta hér á landi. Uppvöxtur hennar og ævi litaðist því mjög af læknis- heimsóknum og sjúkralegum, þar sem læknar stóðu ráðþrota frammi fyrir þessari ráðgátu. Þessi undarlegi sjúkdómur fékk að lokum nafn en því miður var ekki til nein lækning. Guðný Alda var skarpgreind, ákaflega minnug og vel lesin. Hún átti alveg hreint ótrúlegt bókasafn því hún hafði mikla ánægju af að safna bókum. Margar las hún en aðrar átti hún eftir að lesa. Hún átti til dæmis Læknatalið í nokkr- um bindum sem hún hafði lesið aftur á bak og áfram og mundi það algjörlega utan að. Hún var einnig mjög ættfróð og hafði mikla ánægju af allri ættfræði. Hún var afar minnug á afmælisdaga og mundi jafnan hvenær fólk átti af- mæli ef hún hafði einu sinni heyrt það. Hún hafði mjög gaman af ljóð- um og kveðskap og hlaut við eitt- hvert tækifæri titilinn „Skáld hússins“. Hún hefur verið vel að því komin. Hún hafði líka alveg of- boðslega fallega, sérstaka og mjög ákveðna rithönd sem þekktist allt- af úr. Og hún vildi helst bara skrifa með gamaldags blekpenna. Guðný Alda bjó hjá okkur í nokkur ár þegar ég var stelpa og fékk þá sess í lífi mínu sem nokk- urs konar stóra systir, en hún var 14 árum eldri. Ég var skírð á 14 ára afmælinu hennar og hún sagði mér oft að það hefði henni þótt mjög mikill heiður. Þannig að við áttum daginn hennar dálítið saman. Hún var ákaflega dugleg þrátt fyrir sinn mikla sjúkdóm. Hún var til dæmis mjög afkastamikil prjónakona á meðan heilsan leyfði og liggja eftir hana ófáir ullar- sokkarnir, jafnvel hnéháir og fast prjónaðir, því hún vildi hafa allt al- mennilegt. Hún gerði allt vel sem hún gerði, bjó til mjög góðan mat og var alltaf höfðingi heim að sækja. Hún lagði líka mikið upp úr að hafa hluti vandaða og ekta, hvort sem það voru pottar eða perlufestar. Hún þekkti gæði, hún frænka mín. Það urðu kaflaskil í lífi Guðnýj- ar Öldu þegar hún varð meðlimur í Halaleikhópnum. Með honum átti hún ógleymanlegar stundir og skapaði óborganlega karaktera. Hún blómstraði alveg á sviðinu, leiklistin átti greinilega mjög vel við hana og veitti henni mikla ánægju. Guðný Alda kynntist ástinni í örstuttan tíma og hún kynntist sorginni jafnsnögglega. Hún gift- ist Inga sínum á gamlársdag 1987 og átti með honum örfáa hveiti- brauðsdaga áður en hann fórst í bílslysi á leið til vinnu á fyrsta vinnudegi nýs árs. Það eru undar- leg örlög sem leggja svona sorgir á fólk. Elsku Dinda mín er horfin á braut og þrautagöngu hennar í líf- inu er nú lokið. Eftir standa minn- ingar um sterka og duglega konu sem átti sínar sorgir og sína sigra í lífinu sem ekki reyndist henni ávallt dans á rósum. Guð geymi þig, elsku Dinda mín. Kristín Vilhjálmsdóttir. Guðný Alda Einarsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.