Morgunblaðið - 06.04.2018, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 06.04.2018, Qupperneq 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2018 Í slipp Fjölveiðiskipið Ásgrímur Halldórsson SF-250 er nú í slipp í Reykjavík. Skinney-Þinganes hf. gerir skipið út til uppsjávarveiða á síld, loðnu og makríl og heimahöfn þess er Hornafjörður. Eggert Eftir að ríkis- stjórnir tæplega 30 vestrænna þjóða höfðu gripið til sam- eiginlegra aðgerða gegn Rússum vegna eiturefnaárásinnar á Sergej Skripal, fyrr- verandi rússneskan njósnara, og dóttur hans Juliu í Salisbury á Englandi sunnudag- inn 4. mars sat Albert Jónsson sendiherra fyrir svörum í Kastljósi sjónvarpsins. Hann var spurður hvort þetta væri ekki til marks um nýtt kalt stríð. Albert svaraði afdráttarlaust að svo væri ekki. Þetta er rétt mat hjá sendiherranum. Ástandið núna er allt annað en í kalda stríðinu. Í stuttu máli má segja að þá hafi ann- að risaveldið reynt að hafa betur í keppninni við hitt: ávinningur ann- ars var tap hins. Nú er mun erfiðara að draga skýrar línur við mat á stöð- unni í öryggismálum. Hættan er þó ekki minni en áður var. Hér er komið að skilgreiningu á því sem felst í enska hugtakinu „hybrid threats“, blönduðum ógn- um. Ógnirnar, aðferðirnar og að- gerðirnar birtast á mörgum sviðum og tengslin milli þeirra eru ekki endilega auðgreinanleg. Stundum er alls ekki unnt að sannreyna eðli þess sem gerst hefur. Blandaðar ógnir eru næsta stig við blandaðan hernað eða beinlínis blandað stríð. Finnar hafa stofnað alþjóðlegt setur í Hels- inki til að rannsaka og skilgreina þessar blönduðu hættur á sviði öryggismála. Geri menn sér ekki grein fyrir ógnunum og láti hjá líða að bregðast við þeim er hætta á að þær breytist í blandað stríð. Þannig er bent á að blandaðar ógnir – ólíkar ógnir tengdar innbyrðis án þess að tengslin séu greinileg – hafi verið fyrir hendi löngu áður en Rússar innlimuðu Krímskaga eða Ríki íslams komst til áhrifa. Við þessum ógnum var ekki brugðist og blönduð átök leiddu til blóðbaðs. Blandaðar árásir frá Rússum Anders Fogh Rasmussen, fyrrv. forsætisráherra Danmerkur (2001 til 2009) og framkvæmdastjóri NATO (2009 til 2014), sagði í The Daily Telegraph 16. mars að árásin í Salisbury væri liður í blönduðu stríði Vladimirs Pútíns gegn Vestur- löndum. Hann sagði: „Mörgum aðferðum er beitt í þessu stríði allt frá hefðbundnum hernaði til netárása, herferðum með upplýsingafölsunum, tölvuinn- brotum, afskiptum af kosningum og til þess að framdar séu pólitískar af- tökur. Skipulega er unnið að því að vopnvæða sjálfa grunnþætti opinna, lýðræðislegra samfélaga okkar, fyrir löngu er tímabært að lýðræðisríkin snúist til gagnsóknar.“ Fogh Rasmussen sagði næstum öll NATO-ríkin hafa kynnst ein- hverri tegund af blandaðri árás frá Rússum. Þeir hefðu til dæmis látið að sér kveða sér í kosningabaráttu í Bandaríkjunum, Frakklandi og á Ítalíu. Efnt hefði verið til upplýsinga herferðar til að ýta undir spennu vegna útlendingamála í Mið- Evrópulöndum og gripið til netárása til dæmis á danska varnarmálaráðu- neytið. Þá telja spænsk stjórnvöld að Rússar ýti undir ólgu í Katalóníu með því að nýta netið og samfélags- miðla. NATO-framkvæmdastjórinn fyrr- verandi sagðist oft hafa átt sam- skipti við Pútín. Af þeirri reynslu væri hann í engum vafa um að Rúss- landsforseti skildi aðeins boðskap valdsins. Sjónarmiðið sem birtist í greininni eftir Anders Fogh Rasmussen varð ofan á þegar ríkisstjórnir Vestur- landa tóku höndum saman gegn árásinni í Salisbury. Mánudaginn 26. mars bárust fréttir um brottrekstur rússneskra sendiráðsmanna frá fjöl- mörgum vestrænum ríkjum og um aðrar aðgerðir til að sýna Pútín að honum yrði ekki kápan úr þessu klæðinu. Nýir vindar Að nú blási aðrir vindar en í kalda stríðinu sást meðal annars hér á landi þegar utanríkismálanefnd al- þingis stóð einróma að baki ákvörð- un ríkisstjórnarinnar um mótmæla- aðgerðir af hálfu Íslendinga gegn Rússum. Í kalda stríðinu hefði til- raun til að ná pólitískri samstöðu allra flokka um mál andstætt rúss- neskum hagsmunum verið dauða- dæmd. Ódæðið með eiturefnunum var framið í Betlandi. Það hefur því komið í hlut bresku ríkisstjórnar- innar að hafa forystu um aðgerðir gegn Rússum. Réttilega er bent á að sönnun að sakamálalögum liggi ekki fyrir enda er lögreglurannsókn ekki lokið í Salisbury. Bretar hafa hins vegar kynnt bandamönnum sínum gögn á pólitískum vettvangi sem duga til að þeir sameinast um að- gerðir gegn Rússum. Mikhail Degtjarjev, þingmaður og formaður nefndar um íþrótta-, ferða- og æskulýðsmál í neðri deild rússneska þingsins, sagði ákvörðun íslenskra ráðamanna um að snið- ganga heimsmeistaramótið í knatt- spyrnu næsta sumar bera þess merki að Ísland væri í raun ekki full- valda ríki. Hann sagði á forsíðu Morgunblaðsins 28. mars: „Ísland er orðið gísl – eða eins og þeir segja, fórnarkostnaður – í röð pólitískra ögrana af hendi Breta og Banda- ríkjamanna.“ Þessi óhróður um Ísland er til marks um afneitun rússneskra ráða- manna þegar kemur að viðbrögðum annarra þjóða við eiturefnaárásinni í Salisbury. Von þeirra var að splundra samstöðu vestrænna ríkja. Hún varð að engu og þess vegna er ráðist á ríkin á stjórnmálavettvangi. Baráttan um almenningsálitið Í næstu viku lætur HR McMaster hershöfðingi af störfum sem þjóð- aröryggisráðgjafi Donalds Trumps. McMaster flutti síðustu opinberu ræðu sína í embætti þriðjudaginn 3. apríl og vék þar að þaulhugsuðum aðgerðum Rússa sem væru sér- staklega hannaðar til að skila ár- angri án þess að þær kölluðu á hern- aðarlegt andsvar. Þessar aðferðir fælust í því að laumast inn á samfélagsmiðla, út- breiða áróður, vopnvæða upplýs- ingar og að beita öðrum aðferðum til undirróðurs og njósna. „Sumar þjóðir hafa einfaldlega of lengi látið hjá líða að horfast í augu við þessar ógnir. Rússar neita aðild sinni að aðgerðunum á dólgslegan hátt og við höfum látið undir höfuð leggjast að gera þeim þetta nægi- lega dýrkeypt.“ McMaster taldi að skortur á skýr- um viðbrögðum við framferði Rússa hefði aukið sjálfstraust Kremlverja. Útsendarar hefðu það verkefni að grafa undan sjálfstrausti stjórnvalda á Vesturlöndum og skapa sundrung þeirra á milli. Einmitt þess vegna leggur áróð- ursvél Rússa nú höfuðáherslu á að grafa undan niðurstöðunni um að „yfirgnæfandi líkur“ séu á að Rússar hafi staðið að árásinni í Salisbury. Spurningin um upprunastað eiturs- ins er gerð að höfuðmáli. Rússar vita að henni verður ekki svarað án þess að upplýst sé um njósnara innan kerfis þeirra. Árásin á Skripal var ef til vill til að finna þá eða hræða? Baráttan um almenningsálitið er eins og áður aðeins háð í lýðræðis- ríkjum. Brýnt er að átta sig á eðli hennar og aðferðum. Eftir Björn Bjarnason » Geri menn sér ekki grein fyrir ógnunum og láti hjá líða að bregðast við þeim er hætta á að þær breytist í blandað stríð. Björn Bjarnason Höfundur er fv. ráðherra. Ekki kalt heldur blandað stríð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.