Morgunblaðið - 06.04.2018, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 06.04.2018, Qupperneq 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2018 TORMEK Brýnsluvélar s Tormek T-4 Verð 56.980 Allar stýringar fyrirliggjandiOp ið v irka dag a frá 9-18 lau frá 1 0-16 Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is s Tormek T-8 Verð 98.800 Verslunin Brynja er umboðsaðili TORMEK á Íslandi Ný vefvers lun brynja.i s Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Benji the Dove, bandarísk kvikmynd byggð á Benjamín dúfu eftir Friðrik Erlingsson, sem kom út 1995, verður heimsfrumsýnd á Alþjóðlegri barna- kvikmyndahátíð í Reykjavík í Bíó Paradís á morgun. Benjamín dúfa var gerð eftir samnefndri barnabók Friðriks Erlingssonar á sínum tíma og hlaut góðar við- tökur en banda- ríska útgáfan er að mörgu leyti ólík henni enda sögusviðið bandarískt sem og nær allar persónur. Frá Texas til New York Erlingur Jack Guðmundsson er einn af framleiðendum Benji the Dove en hann hefur m.a. komið að framleiðslu kvikmyndanna Grimmd og Grafir og bein. Hann segist hafa haft samband við Friðrik Erlingsson fyrir nokkrum árum til að athuga hvort kvikmyndarétturinn að enskri útgáfu Benjamíns dúfu væri enn op- inn og hvort hann mætti kanna hvort hægt væri að ráðast í gerð kvik- myndarinnar erlendis. Ensk útgáfa bókarinnar var örlítið frábrugðin þeirri íslensku, að sögn Erlings. „Hann tók vel í það og þá fór af stað ferli. Ég fékk voða flotta fram- leiðendur í Texas til að vera með mér í þessu og þróaði með þeim handrit upp úr bókinni, erlendu útgáfunni, með öðrum leikstjóra. Við gerðum þetta í eitt, tvö ár, handritið var þá orðið nokkuð gott og verkefnið kom- ið á það stig að hægt var að hefja tökur. Við vorum tilbúnir að hefjast handa árið 2015 en viku áður en ég pantaði mér flugmiða út misstum við helming fjármagnsins og verkefnið dó í smátíma,“ segir Erlingur. Málin hafi svo þróast þannig að verkefnið var fært alfarið til New York, annar leikstjóri fundinn og kvikmyndin gerð fyrir mun lægri upphæð en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. „Ef ég nefni eitt dæmi höfðum við ekki efni á því að kveikja í húsi í Bandaríkj- unum, það hefði kostað okkur formúu. Við þurftum því að gera breytingar á handriti,“ segir Erling- ur um þá erfiðu stöðu. Eldskírn framleiðanda Erlingur segist ekki hafa gert sér grein fyrir hversu erfitt væri að gera kvikmynd í Bandaríkjunum. Til að mynda hafi fulltrúi Samtaka leikara í kvikmyndum og sjónvarpi í Banda- ríkjunum, SAG, reynst þeim óþægur ljár í þúfu. „Hann var andandi ofan í hálsmálið á okkur alla daga af því að við vorum með krakka í aðalhlut- verkum. Við komum stundum á tökustað og þá sagði fulltrúi SAG að við hefðum bara sex tíma til að taka upp en ekki átta,“ segir Erlingur. – Þetta hefur verið mikil eldskírn fyrir þig sem framleiðanda? „Þetta var mikil eldskírn, já. Ég fór bara út í djúpu laugina og lærði heilmikið af þessu,“ svarar Erlingur kíminn. Sama sagan í grunninn Erlingur segir að breytingar hafi verið gerðar á sögunni fyrir banda- rísku kvikmyndina og því sé réttara að segja að Benji the Dove sé byggð á enskri þýðingu á Benjamín dúfu frekar en að hún sé endurgerð hinn- ar íslensku kvikmyndar. „Það er betra að orða það þannig en öll gildin og sagan eru í rauninni mjög svipuð,“ segir hann. „Þetta er í raun sama sagan, um nokkra stráka og yfirgangsseggi sem eru að gera þeim lífið leitt. Gömul kona bjargar þeim úr hremmingunum og svo stofna þeir þessa riddarareglu þegar skoskur strákur flytur í litla bæinn þeirra. Þá fara þeir að gera uppreisn gegn yfirgangsseggjunum,“ segir hann um söguþráðinn. Lítt þekktur leikstjóri á uppleið – Leikstjóri myndarinnar og ann- ar handritshöfunda, Kevin Arbouet, er svo til óþekktur, er það ekki? „Jú, hann hefur gert nokkrar myndir en engar þekktar. Hann er á uppleið í Bandaríkjunum og hefur komist á stuttlista yfir handritshöf- unda sem vert þykir að fylgjast með,“ segir Erlingur. Arbouet hafi reynst afar gagnlegur þegar kom að því að finna réttu tökustaðina enda New York-búi í húð og hár. Leikarar myndarinnar eru að sama skapi óþekktir enda flestir börn að aldri en leikkonan Lynn Co- hen, sem leikur gömlu konuna og bjargvætt drengjanna, er hins vegar nokkuð þekkt og hefur m.a. leikið í kvikmyndunum Munich og The Hunger Games: Catching Fire. Erlingur segir langar leikprufur hafa verið haldnar fyrir hlutverk barnanna í myndinni og að þau sem urðu fyrir valinu hafi staðið sig mjög vel. Strákarnir sem leika vinina höfðu hist nokkrum sinnum áður en að tökum kom og var því þegar vel til vina þegar þær hófust. „Þeir voru alveg frábærir,“ segir Erlingur um frammistöðu drengjanna. Benji the Dove verður sýnd tvisv- ar á Alþjóðlegri barnakvikmynda- hátíð í Reykjavík, frumsýningin er á morgun, laugardag, kl. 18 og næsta sýning fimmtudaginn 12. apríl kl. 18. Bandarísk Benjamín dúfa  Benji the Dove heimsfrumsýnd á Alþjóðlegri barnakvikmyndahátíð í Reykjavík  „Ég fór bara út í djúpu laugina og lærði heilmikið af þessu,“ segir framleiðandinn Erlingur Jack Guðmundsson Riddarar Úr Benji the Dove, riddararegla hinna ungu drengja saman komin, grá fyrir járnum. Verndarengill Lynn Cohen á tali við Gerald Jones III. sem leikur Benji. Erlingur Jack Guðmundsson Tónlistarmennirnir Pétur Ben., Guðmundur Pétursson og Daníel Friðrik Böðvarsson koma fram í Mengi í kvöld kl. 21. Í tilkynningu frá Mengi kemur fram að Daníel, Guðmundur og Pétur séu „plánetur á reiki um sólkerfi Reykjavíkur“ og að „sporbaugar þeirra“ muni „mæt- ast í fyrsta sinn“ í Mengi í kvöld. „Samskipti þeirra fara fram í ljóði á klassíska gítara og lífrænn spuninn leitast við að særa órafmagnaða hljóðláta söngva úr gíturum hver annars.“ Húsið verður opnað kl. 20.30 og miðar eru seldir við inn- ganginn. Ljóð á klassíska gítara í Mengi í kvöld Morgunblaðið/Golli Gítarleikari Guðmundur Pétursson Boðið verður upp á síðdegisstund með Hafliða Hallgrímssyni, Nicola Lolli og Andra Hafliðasyni í Hann- esarholti í dag kl. 17. Sýnd verða sérvalin myndbönd með skýringum á tónlist Hafliða og myndlist. Meðal annars verður sýndur hluti úr óperu hans Die Walt der Zwischenfalle frá flutn- ingi í Vínarborg og hluti af Mini- Stories sem flutt var í Dresden Opera ekki alls fyrir löngu. Nicola Lolli frumflytur Klee Sketches fyrir einleiksfiðlu. Miðar eru seldir á tix.is og við inngang- inn. Veitingahúsið í Hannesarholti er opið fram að viðburði. Síðdegisstund með Hafliða, Lolli og Andra í Hannesarholti í dag Morgunblaðið/Golli Tónskáld Hafliði Hallgrímsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.