Morgunblaðið - 06.04.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.04.2018, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2018 ✝ Bjarni Mar-teinsson fædd- ist í Reykjavík 30. desember 1942. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 20. mars 2018. Foreldrar hans voru hjónin Mar- teinn Guðbjartur Guðmundsson myndhöggvari, f. í Merkinesi í Hafnarhreppi 16.7. 1905, d. 23. júlí 1952, og Kristín Karólína Bjarnadóttir, píanó- kennari og bókavörður, f. í Reykjavík 4. júlí 1907, d. 10. september 1975. Alsystkin Bjarna eru: Stein- unn Sigríður, mynd- og leir- listakona, f. 18. febrúar 1936, Guðrún Ásta, f. 8. nóvember 1938, og Þóra, f. 18. maí 1946, d. 23. ágúst 1997. Hálfsystir þeirra, samfeðra, var Randý Arngríms, f. 14. des- ember 1934, d. 1. maí 1990. Árið 1965 kvæntist Bjarni 4) Þóra Björk, f. 10. september 1977, maki Finnur Tryggvi Sig- urjónsson, f. 1975, börn þeirra eru: a) Margrét Þóra, f. 2005, b) María Björk, f. 2009, c) Bjarney Líf, f. 2015. Bjarni lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1962. Þaðan hélt hann í arkitekt- anám í Norges Tekniske Hög- skole í Þrándheimi og lauk því árið 1966. Að loknu námi hóf hann störf hjá Teiknistofu Gísla Halldórssonar en árið 1983 stofnaði Bjarni sína eigin teikni- stofu, Arkitektastofuna við Aust- urvöll, og síðar Arkitektastofu Suðurnesja. Tónlist var ætíð stór partur af Bjarna og var hann einn af stofnendum og formaður Félags harmonikkuunnenda. Hann kom einnig að stofnun Fé- lagsheimilis íslenskra tón- listarmanna og stjórnaði harmonikkuþætti í útvarpinu um árabil. Á æskuárum sínum dvaldist Bjarni á sumrin í Merkinesi í Höfnum þar sem foreldrar hans stunduðu rófnarækt. Síðustu ár- in fluttu þau hjónin heimili sitt í Merkinesið. Útför Bjarna fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 6. apríl 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. Guðborgu Krist- jánsdóttur, f. 17. mars 1942. For- eldrar hennar voru Kristján Sveinsson augnlækir, f. 8. febrúar 1900, d. 23. maí 1985, og María Þorleifsdóttir Tor- lacius, f. 22. júlí 1912, d. 15. október 1965. Börn Bjarna og Guðborgar eru: 1) María, f. 17. janúar 1967, maki Sigurður Ingvarsson, f. 1967, börn þeirra eru: a) Erla María, f. 1990, og b) Guðborg Nanna, f. 1995. 2) Kristján, f. 12. mars 1969, maki Ástrós Hjálmtýsdótt- ir, f. 1974, börn þeirra eru: a) Kristján Högni, f. 1992, b) Lena Rut, f. 2001, c) Alexander, f. 1996, d) Birta Líf, f. 2000, e) Ísa- bella, f. 2004, f) Hjálmtýr Daníel, f. 2006. 3) Kristín, f. 3. júlí 1973, maki Gísli Harðarson, f. 1977, börn þeirra eru: a) Sunna Krist- ín, f. 2003, b) Vilhjálmur Bjarni, f. 2006, c) Fanndís Eva, f. 2011. Elsku pabbi, það er komið að kveðjustund. Sjúkdómurinn hafði yfirhöndina að lokum en allt þar til yfir lauk slóstu enn á létta strengi og heillaðir hjúkk- urnar eins og þér einum var lag- ið. Þú tókst á við veikindin með óbilandi æðruleysi, aldrei heyrð- um við þig kvarta en nú ertu laus undan kvölinni og stríði þínu lok- ið. Við erum svo þakklát fyrir að hafa fengið að vera öll hjá þér og haldið í höndina á þér áður en þú hvarfst á vit ævintýranna. Fósturjörðin var pabba ofur- kær og það var varla þúfa hér á landi sem hann var ekki búinn að lesa sér til um. Fátt var skemmtilegra en ferðalögin sem við fórum með pabba og mömmu um fjöll og firnindi hvort sem við vorum gangandi eða akandi. Hann þekkti alla staðhætti, kennileiti og bæi og var óþreyt- andi að segja okkur frá hinu og þessu. Harmonikkan var yfirleitt ekki langt frá og pabbi og mamma spiluðu oft saman. Hún á píanó og hann á nikkuna og sungu hástöfum. Eitt sinn sat pabbi á svölunum í Merkinesi í blankalogni sem gerist nú ekki oft suður með sjó. Árabátur var við veiðar undan ströndinni og kunni veiðimaðurinn vel að meta nikkutónana sem bárust yfir miðin. Gerði hann sér þá fyr- irhöfn að sigla upp í fjöru og skilja þar eftir góðan afla með þakklæti fyrir tónleikana. Svona viðskipti áttu vel við pabba. Pabbi var mikill dýravinur. Þegar við sem krakkar suðuðum um kött og seinna hund var það mamma sem við þurftum að sannfæra. Pabbi var alltaf til þótt hann þyrði ekki að segja mömmu það. Á sama tíma höfð- um við mýs, fugla, kött og hund. Algjörlega banvæn blanda en mamma gafst upp á suðinu í okk- ur fjórum og pabba fannst þetta bara fín hugmynd. Eftir að mamma og pabbi fluttu á efri ár- um í Merkinesið fundum við yf- irgefinn hvolp í hrauninu. Mamma var fljót að segja að hann væri sko ekki kominn til að vera. Nú er pabbi farinn og hvolpurinn sem fékk nafnið Seppi býr með mömmu. Í Merkinesi fékkstu að vera bóndinn sem blundaði alltaf í þér. Minningin um þig í vinnnu- gallanum, brúnn eins og kola- moli með hamar og nagla í hönd er ljóslifandi. Stundum var kvartað yfir að við gætum aldrei komið í „Nesið“ og slakað á. Karlinn alltaf með einhver verk- efni. Kominn á fætur á undan öllum og byrjaður að smíða eða slá. En þessi sælureitur væri ekki til án þín. Við munum halda áfram að varðveita hann. Þegar við vorum börn útbjóst þú fyrir okkur bú í fjörunni, ruddir til steinum og lagðir vegi og við söfnuðum leggjum í búið. Við spiluðum fótbolta, minigolf, rið- um út og ekki má gleyma hænsnunum. Eins spilakvöldin þar sem vakað var fram á nótt, það var frekar óþolandi þegar þú varst í liði með tengdasonunum í Trivial Pursuit og spurt var um landa- fræði eða sögu. Alltaf vissir þú svarið. Þú áttir líka svo gott með að setja saman sögur. Barnabörnin þekkja sögurnar um Kalla krabba, Kobba kuðung og auð- vitað allar músasögurnar. Elsku pabbi, nú ertu farinn frá okkur en þó ekki langt. Minning þín mun ætíð búa hjá okkur og munum við varðveita hana meðan við lifum. Takk fyrir allt sem þú gafst okkur, við hittumst aftur síðar. Þín börn, María, Kristín, Kristján, Þóra. Nú er tengdafaðir minn, arki- tektinn og bóndinn í Merkinesi, fallinn frá sem skilur eftir sig stórt skarð í okkar stóru og glað- væru fjölskyldu. Það er margs að minnast þó að flest tengjum við minningar við Merkinesið og samveru okkar þar. Ég minnist stóra og stæðilega arkitektsins á stofunni sinni við Austurvöll þar sem við María komum stundum og fengum að nota tölvuna þar til að klára verkefni í skólanum. Nokkur ævintýri í eldhúsinu eru eftirminnileg eins og kútmaga- eldamennskan og sjófuglsveislan á Öldugötunni og svo kræsing- arnar sem hann bar á borð fyrir mig þegar við vorum einir að smíða í Merkinesi. Bjarni var alltaf svolítið utan við sig og tók ekki eftir því fyrr en í lok dags að hann hefði gengið í buxum af mér allan daginn, þótt við vær- um ekkert svipaðir í vexti. Hann var ekkert margmáll, en við átt- um stundum spjall um eitthvað sem skipti máli og mér þykir vænt um þær stundir okkar og það sem hann treysti mér fyrir. Það var með eindæmum gaman að ferðast með honum og í ferð- inni okkar um Vestfirðina, þar sem ég var við stýrið, gat ég varla haggað gírstönginni því slíkur var fjöldi bóka og landa- korta á milli sætanna hjá okkur. Bjarni var einstaklega laginn við að hafa ofan af fyrir barnabörn- unum sínum með sögum og lestri og við munum flest eftir honum í stól með barn í fanginu að segja því sögu. Ég kveð með söknuði góðan vin og tengdaföður. Sigurður Ingvarsson. Látinn er kær tengdafaðir minn eftir erfiða en æðrulausa baráttu við krabbamein sem hafði því miður betur að lokum. Það er alltaf erfitt að skilja við sína nánustu og á slíkum stund- um eins og nú er runnin upp koma í huga minn fjölmörg minningabrot um samverustund- ir okkar í gegnum tíðina. Bjarni var haldinn þeim góða kosti að vera maður fram- kvæmda og mikill dugnaðarfork- ur. Ég get ekki varist að brosa út í annað þegar ég hugsa til þess þegar ákveðið var að fá okkur hesta í Merkinesið. Kaffi- spjall á laugardegi þar sem Bjarni talar um að það væri nú gaman að vera með hesta í nes- inu, ég tek kotroskinn undir enda nýbúinn að fara nokkrum vikum áður í fyrsti skiptið á æv- inni á hestbak. Strax eftir helgi hringir Bjarni í mig og segir að við séum að fara að skoða hesta og áður en maður vissi þá voru komnir nokkrir hestar í Merki- nesið. Ég get talið upp fjölmörg önnur sambærileg ævintýri sem Bjarni lagði af stað í en það sem stendur hvað helst upp úr hjá mér eru allar gæðastundirnar. Má þar nefna fjölskylduferðirn- ar, skarfaveiðarnar, spilakvöldin og auðvitað smíðarnar en því miður fékk Bjarni þrjá tengda- syni sem eru hver öðrum verri með hamarinn og ekki er son- urinn betri. Held ég þó að með sanni megi segja að við í fjöl- skyldunni höfum notið góðs af smíðaleiðsögn Bjarna og muni sú leiðsögn ávallt koma okkur að notum í að viðhalda sælureit fjöl- skyldunnar í Merkinesi. Í einkalífinu varð honum Bjarna mikil gæfa er hann kynntist tengdamóður minni, Guðborgu Kristjánsdóttur. Á þessari stundu er mér minnis- stæð sagan sem Guðborg sagði okkur nóttina sem við vöktum yfir Bjarna í hinsta sinn. Sagan þegar Bjarni bauð Guðborgu sinni á ball og mætti ekki. Skýr- ingin reyndist vera sú að Bjarni var að taka sig til fyrir ballið en ákvað fyrst að reikna eitt reikn- ingsdæmi áður. Þegar því verki lauk var hann ekki viss hvort að hann var að hátta sig eða taka sig til fyrir ball svo að hann fór bara að sofa. Þetta er lýsandi dæmi hvernig Bjarni gat verið utan við sig. Tengdamóðir mín hún Guðborg reyndist tengda- föður mínum mikil stoð og stytta í hans lífshlaupi og þeim erfiðum veikindum sem hann tókst á við. Styrkur hennar hefur oft á tíðum virst sem óþrjótandi og er ekki ofsögum sagt að við sem stönd- um þeim hvað næst höfum dáðst að þessu fallega sambandi og órjúfanlegu tengslum sem voru á milli þeirra. Sama hvað bjátaði á. Bjarni var gæddur ákaflega góðum mannkostum og fór aldr- ei í manngreinarálit. Bjarni flík- aði ekki oft tilfinningum sínum en þeir sem þekktu hann vissu best hvern mann hann hafði að geyma enda var hann vinur vina sinna. Ég sjálfur kýs að minnast Bjarna eins og hann var áður en veikindin fór að herja á hann, enda á ég honum margt að þakka fyrir alla hans leiðsögn í gegnum tíðina. Mér þótti afskap- lega vænt um þennan góða og einstaka mann og vil nú að leið- arlokum þakka honum fyrir alla þá vináttu í minn garð svo og allt það traust sem hann ávallt sýndi mér. Bjarna tengdaföður kveð ég nú að sinni og bið honum góðrar heimkomu. Hvíli hann í friði og hafi þökk fyrir allt og allt. Finnur Tryggvi Sigurjónsson. Elsku tengdapabbi. Kynni okkar hófust í takt við annað í þínu lífi, mér var tekið opnum örmum og var strax vel- komin að borði í Merkinesi, bæði hjá þér og tengdamömmu. Mér leið sem ég og börnin mín vær- um fullgildir fjölskyldumeðlimir með undraskjótum hætti fyrir tæpum átta árum. Bjarna leið, að ég held, aldrei betur en þegar búið var að stækka borðstofuborðið og við það sátu allir þeir sem honum þótti vænst um, fjölskylda hans. Hann naut þess að hafa fjöl- skylduna í kringum sig og hvað hann hafði gaman af því að segja sögur. Einstakur og skemmtileg- ur frásagnarstíll Bjarna gleymist mér aldrei. Við, Diddi ásamt börnum okkar, áttum margar yndislegar stundir með þér og tengdamömmu sem eru dýrmæt- ar minningar sem við munum ávallt varðveita. Það er mér ofarlega í huga á einni stærstu gleðistundu í lífi mínu, brúðkaupi mínu og Didda sem var á yndislegum degi á gamlársdag í Kirkjuvogskirkju og í Merkinesi fyrir 15 mánuð- um. Ég man líka hvað þú varst stoltur að heyra að við ætluðum að gifta okkur í litlu fallegu kirkjunni og halda veisluna í Merkinesinu þínu. Við erum svo innilega þakklát fyrir hafa haft þig með okkur á þessum mik- ilvæga degi í lífi okkar. Í ræðu þinni í brúðkaupinu okkar minntist þú á okkar fræga kanaspil sem var spilað með tengdamömmu og Didda í Merkinesinu í einni af okkar fyrstu samverustundum. Ég var ekki búin að spil a kana frá því ég var lítil stelpa í Ólafsvík og varð ég að rifja upp reglurnar. Eitthvað voru þær reglur ryðg- aðar, því spilið gekk ekki nógu vel þegar við Diddi spiluðum saman og var hann alls ekki sátt- ur við sína stelpu að ná ekki kana og skammaði mig því fyrir fram ykkur. Ég var auðvitað ekki sátt við að hann væri að lesa yfir mér fyrir framan ykkur og þá sérstaklega við fyrstu kynni en þorði samt ekkert að segja á móti við hann. Strax á eftir þá fékk ég þig sem félaga og gekk það spil svo glimrandi vel að við fengum kana, það var ekkert vandamál þá og sagðir þú að ég spilaði eins og engill. Diddi var alls ekki ánægður með þetta og hélt áfram að skamma mig en vissi hins vegar að ég var ekki sátt við minn dreng og átti hann eftir að fá skammirnar þegar farið var að sofa. Diddi fékk því ekkert að kúra hjá stelpunni sinni þá nóttina, var hann skammaður eins og lítill drengur þegar komið var inn í herbergi og var hann ekki tekinn í sátt fyrr en um miðjan næsta dag. Við ætluðum alltaf að spila kana eftir þetta og eins og kom fram hjá þér í brúðkaupinu okkar, ekki vorum við búin að ná að spila kana og náðist það heldur ekki áður en þú kvaddir okkur. Kanaspilið verður því að bíða þar til við hittumst næst, elsku Bjarni minn. Góður, fallegur, örlátur, auð- mjúkur, jákvæður og hlýr. Þetta eru allt orð sem koma upp í hug- ann þegar ég minnist þín, elsku hjartans tengdapabbi. Takk fyrir að gefa mér og treysta mér fyrir einni af þínum allra dýrmætustu eignum, honum Didda þínum. Minning þín lifir í hjarta okkar og barnabörnin þín fá svo sann- arlega að vita hvernig pabbi og afi þú varst. Þín tengdadóttir, Ástrós. Við systurnar munum Bjarna bróður okkar sem einstaklega fallegt barn sem var yndi og eft- irlæti móður okkar og fóstru okkar, Þóru. Hann ólst upp einn karlmanna á sex manna heimili því faðir okkar lést ungur. Svo var hann fyrr en varði orðinn myndarlegasti maður sem stúlk- ur renndu til hýru auga. En þeg- ar í menntaskóla kynntist hann Guðborgu Kristjánsdóttur og það varð mesta gæfa lífs hans. Þau giftu sig árið 1965 og við höfðum aldrei séð glæsilegri né hamingjusamari brúðhjón. Þau eignuðust fjögur börn, tengda- börn koma til sögu og mannvæn- legum og samheldnum afkom- endum fjölgar óðum. Í barnæsku okkar og lengst af síðar áttum við okkar sumarpa- radís í Merkinesi í Höfnum og Bjarni tengdist þeim stað og því merka fólki sem þar bjó sterkum böndum. Síðustu árin hefur Bjarni alfarið búið þar með Guð- borgu sinni, byggt upp gömul hús og dyttað að staðnum þrátt fyrir erfið veikindi. Þar var gott að koma og gista. Og við systur minnumst með gleði árlegra heimsókna upp í Borgarfjörð til Ástu í sumarbústað hennar. Bjarni sat við stýri, við ókum vítt um byggðir og nutum þess að færi Bjarni í ferðalag vandaði hann vel til verka, las sér til um sögu og mannlíf hvers svæðis og var hinn besti fararstjóri. Bróðir okkar var listhneigður maður. Arkitekt að mennt og lífsstarfi og fékkst einnig við myndlist og tónlist og greip oft til píanós eða harmonikku í góðra vina hópi. Bjarni var ekki maður margra orða en það var vel hlustað tæki hann til máls því kímnigáfa hans var einstök. Hvunndagslegir hlutir og atvik í lífi vina hans og hans sjálfs urðu honum rík uppspretta gaman- sagna sem bötnuðu við hverja endurtekningu og voru um leið blessunarlega lausar við ill- kvittni. Oft var hlátur nývakinn í hans návist – og við gamansem- ina bættist sú hlýja sem ein- kenndi bróður okkar. Enda löð- uðust að honum börn og dýr. Bjarni hafði reyndar einstakt lag á því að umgangast börn, gaman að vera krakki sem Bjarni tók í fang sér og glettist við, las sögur og heillaði með frumsömdum ævintýrum. Áföll og erfiðleikar sniðgengu ekki þau Bjarna og Guðborgu fremur en svo marga aðra, en hjónaband þeirra hefur aldrei haggast við þau boðaföll og alltaf hefur Guðborg staðið sem klett- ur við hlið hans. Ekki síst í löngum og erfiðum veikindum undanfarin misseri. Sem Bjarni tókst á við með hugprýði og gamanyrðum á vör allt til síðasta dags. Nú hefur Bjarni kvatt okkur og heimurinn verður aldrei sam- ur aftur. En góðar minningar ylja okkur og sú vissa að í bana- legunni naut Bjarni allrar þeirr- ar umhyggju og kærleika sem hægt er að veita. Ef guð er kær- leikur var hann nálægt Bjarna í hans síðasta stríði og mun fylgja honum áfram. Megi allar góðar vættir blessa Guðborgu og börn- in. Ásta og Steinunn. Bjarni Marteinsson  Fleiri minningargreinar um Bjarna Marteinsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Yndislegi sonur, faðir og bróðir, BREKI JOHNSEN, Höfðabóli, Vestmannaeyjum, er látinn. Útför verður frá Landakirkju laugardaginn 7. apríl klukkan 14. Blóm og kransar afþökkuð en bent á Samhjálp fyrir þá sem vilja minnast hins látna. Halldóra Filipusdóttir, Árni Johnsen Eldar Máni Brekason Helga Brá Árnadóttir Þórunn Dögg Árnadóttir Elsku maðurinn minn, pabbi okkar, sonur, bróðir, tengdasonur, mágur og barnabarn, ÁGÚST ÁSGEIRSSON, Kirkjubæjarbraut 9, Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 6. apríl klukkan 15. Blóm og kransar afþakkað en þeim sem vildu minnast hans er bent á styrktarreikning fyrir konu hans og börn. Nr. 140-26-16037, kt. 160379-3599. Katrín Sólveig Sigmarsdóttir Eydís Líf Sigurður Elí Tristan Flóki Viktor Kári Hafdís María Darri Hrafn María Bjarnadóttir Gunnar Marteinsson Ásgeir Þór Árnason Karlotta J. Finnsdóttir Hafdís Hlöðversdóttir Sigmar Teitsson Ásgeir Bjarni Ásgeirsson Hanna Bryndís Heimisdóttir Helga Rún Heimisdóttir Árni Brynjar Dagsson Elísabet Ósk Ásgeirsdóttir Hrafn Viðarsson Guðný Sæbjörg Ásgeirsd. Ómar Sigurðsson Ásdís Ásgeirsdóttir Afi Bjarni Amma Dísa og aðrir aðstandendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.