Morgunblaðið - 06.04.2018, Qupperneq 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2018
Nú er ég farinn að
hljóma eins og afi. Gísli
Sigurbjörnsson, forstjóri
Grundar frá 1934-1994.
Frá því að ég man eftir
mér var hann sífellt að
tala um hversu slælega
stjórnvöld stæðu sig varð-
andi öldrunarþjónustuna.
Og hann hafði ávallt rétt
fyrir sér. Allt frá upphafi
síðustu aldar fram á dag-
inn í dag hefur sú þjón-
usta ekki verið eins og hún ætti að
vera. Vissulega hefur ástandið batn-
að, rýmum hefur fjölgað, einbýlum
fjölgað á kostnað margbýla og þar
fram eftir götunum. Engu að síður er
staðan sú í dag að það bíða margir
tugir eldri einstaklinga á Landspít-
alanum eftir að komast í hjúkrunar-
rými. Þau rými kosta í rekstri tvöfalt
til fjórfalt á við það sem þau kosta á
venjulegum hjúkrunarheimilum.
Fyrir utan auðvitað að það er miklu
betra og huggulegra að dvelja til
langframa á hjúkrunarheimili en á
Landspítalanum. Í dag bíða yfir 100
manns eftir rými hérna hjá okkur í
Mörk, hjúkrunarheimili.
Sem betur fer er hafin bygging allt
að 100 rýma á vegum Hrafnistu við
Sléttuveginn og er það vel. En á sama
tíma er íslenska þjóðin að eldast og
sífellt fleiri ná háum aldri og þurfa
þar af leiðandi á aukinni umönnunar-
þjónustu að halda. Maður gæti haldið
að ráðamenn tryðu ekki mannfjölda-
tölum eða ef til vill vilja
þeir ekki horfast í augu
við raunveruleikann.
Í dag eru líklega milli
50 og 100 manns í bið-
plássum LSH á Vífils-
stöðum, Akranesi og
fleiri stöðum. Þetta allt
saman sýnir fram á
verulega aukna þörf á
nýjum hjúkrunarrýmum
á næstu árum. Þessi
málaflokkur er ekki sér-
staklega vinsæll hjá
ráðamönnum. Þessir einstaklingar
sem þurfa á umönnun og hjúkrun að
halda eru ekki sterkur þrýstihópur
og flestir sem lenda í vandræðum
með mömmu og pabba, eða ömmu og
afa, eru oft á tíðum ekki lengi í vand-
anum. Hann leysist oft af sjálfu sér
og þar með minnkar áhugi þeirra á að
þrýsta á um úrbætur.
Ég er fjórði ættliður rekstraraðila
öldrunarheimila. Og allir ættliðir hafa
bent á mikilvægi þess að bæta og
auka þjónustuna án teljandi árang-
urs. Ætli ástandið verði nokkuð betra
að nokkrum kynslóðum liðnum? Ég
er hræddur um ekki.
»Maður gæti haldið að
ráðamenn tryðu
ekki mannfjöldatölum.
Gísli Páll Pálsson
Höfundur er forstjóri í Mörk,
hjúkrunarheimili.
gisli@grund.is
Sama sagan
Eftir Gísla Pál Pálsson
Aðstæður og þar
með forsendur EES-
samningsins hafa ger-
breyst frá því Alþingi
samþykkti hann 1993.
Efnahagserfiðleikar á
9. áratugnum höfu sáð
svartsýni og úrræða-
leysi, úrbótatilraunin
sem Alþingi að lokum
samþykkti var að gera
nýjan samning við
ESB í von um hagstæðari viðskipti.
Norðurlöndin höfðu líka lent í efna-
hagsþrengingum og bankakreppu
sem endaði með að Svíar gengu í
ESB. Norðmenn gengu í EES með Ís-
lendingum. Reynslan af samningnum
í aldarfjórðung liggur nú fyrir og er
hún misjöfn eins og við mátti búast.
Bretar ganga út
Snemma árs 2019 gengur Bretland
úr ESB. Þar með fer ein helsta við-
skiptaþjóð Íslendinga til langs tíma úr
ESB sem setur viðskipti Íslands við
Bretland í sömu stöðu og við lönd utan
ESB. Bretland verður ekki aðili að
EES. Opin og frjáls viðskipti við Bret-
land hafa verið einn af hornsteinum
atvinnu og velmegunar á
Íslandi um langt skeið.
Verði Ísland áfram í EES
eftir 29. mars 2019 verður
regluverk ESB í gildi
hvað varðar viðskipti við
Breta. Viðskiptahindranir
ESB við umheiminn
munu þá víkka út yfir við-
skipti Íslands við Bret-
land. Þetta atriði eitt og
sér gerir EES-samning-
inn úreltan.
Viðskiptaumhverfið
hefur breyst
EES-samningurinn er ekki lengur
hagstæður um útflutningsafurðir.
Hann tryggir ekki fullt tollfrelsi með
fiskafurðir. Útflutningur til ESB er
að miklum hluta tollaður samkvæmt
fríverslunarsamningnum sem upp-
runalega var gerður 1972 og hefur í
raun þýtt aðgang að „innri mark-
aðnum“ fyrir helstu útflutningsafurð-
irnar. Nýlegir samningar WTO hafa
haft í för með sér almennar tollalækk-
anir í milliríkjaverslun og hafa því
tollar og gjöld á vöruverlsun mun
minni áhrif en þegar EES-samning-
urinn var gerður. Meiri áhrif á versl-
un núorðið hafa vaxandi versl-
unarhömlur, s.s. tæknilegar kröfur,
leyfisskyldur, viðurkenningakröfur,
merkingareglur og skráning-
arskyldur hjá ESB. Þær hafa gert
milliliðalausan og hagkvæman inn-
flutning frá mörgum löndum ill-
mögulegan. Það á við þróuð lönd, t.d.
Bandaríkin, Kanada og Austur-
Asíulönd þar sem m.a. öruggar há-
gæðavörur eru fáanlegar. Þær hömlur
bætast á innflutning frá Bretlandi eft-
ir 29. mars 2019. Viðskiptahömlur
ESB eru sagðar vera til að tryggja
gæði, auka samræmi og öryggi og
bætta viðskipti en eru ekki síst til að
setja höft á viðskipti við lönd utan
ESB. Ísland dróst, vegna EES m.a.,
inn í viðskiptabann á Rússland sem
hefur lengi verið eitt af bestu við-
skiptalöndum Íslands. Á næsta ári
verða því stærstu viðskiptaþjóðir Ís-
lands, þegar verslunarfrelsi hefur
ríkt, Bandaríkin, Bretland og Rúss-
land, utan múra ESB. Hlutur ESB af
heimsviðskiptunum fer dvínandi en
ESB hefur aftur á móti í skjóli EES
verið að leggja undir sig meir af vöru-
markaði á Íslandi.
ESB hefur tekið til sín vald
Lýðkjörin stjórnvöld hafa í vaxandi
mæli misst völd. Tilskipanavald ESB
hefur reynst ígildi löggjafar- og fram-
kvæmdavalds. Íslensk stjórnvöld
hafa engin áhrif á EES-tilskipanir,
hvorki tilgang, innihald né tímasetn-
ingar. Stofnanavald EES hefur auk-
ist, t.d. hafa úrskurðir ESA og dómar
EFTA-dómstólsins verið gerðir að-
fararhæfir. Stjórnvald ESB hefur
haft tilhneigingu til að vaxa og teygja
sig lengra en talið var þegar samn-
ingurinn var gerður. Hann hefur með
tímanum orðið meira íþyngjandi og
kostnaðaraukandi fyrir bæði opin-
bera aðila sem og fyrirtæki og al-
menning. EES-regluverkið hefur
hægt á framkvæmdum og gert þær
dýrari, tímafrekari og erfiðari. Og
veitt verkefnum til ESB. Ísland þarf
að hlíta svipuðu magni ESB-reglna
og stærri lönd sem hefur í för með sér
að kostnaðurinn af samningnum er
margfaldur á hvern íbúa hér.
Atvinnuvegir færast
undir stjórn ESB
Stjórnvald ESB er að teygja sig
inn á orkugeirann með nýjum stofn-
unum og nýju regluverki, og auknu
valdi ESB, með fyrirsjáanlega slæm-
um afleiðingum fyrir sjálfsákvörð-
unarrétt um þjóðarauðlindir. Skerð-
ing verður á afkomu landbúnaðarins
með auknum innflutningi niður-
greiddra og/eða sýklamengaðra slát-
urdýrahluta og aukin hætta á smit-
sjúkdómum. Regluverk sem sagt er
vera um umhverfismál, öryggi, vernd
eða önnur samfélagsmál hefur haft
tilhneigingu til að hafa áhrif á fleiri
svið sem talið var að EES-samning-
urinn mundi ekki snerta. Regluverk
EES um fjármálakerfið og
fjármagnsflutningafrelsið reyndist
hættulegt fyrir Ísland og leiddi,
ásamt utanaðkomandi þáttum, til
bankahrunsins. Framkoma ESB-
landa við Ísland í hruninu var óvin-
samleg og gefur ekki góða vísbend-
ingu um hvers má eiga von þaðan.
Stjórnvald ESB vegna EES-samn-
ingsins er nú aftur að teygja sig
lengra inn á fjármálageirann með nýj-
um stofnunum og nýju regluverki.
Til sérstöðu Íslands sem fámenns
eyríkis langt frá meginlöndum er ekki
tekið nægilegt tillit í samningnum.
Það hefur reynst koma niður á at-
vinnuvegunum, uppbyggingu, þróun,
utanríkismálum, sjúkdómsvörnum,
fólksinnflutningi, glæpavörnum o.fl.
Æ erfiðara hefur reynst að koma við
skynsamlegri stjórn margra mála
vegna áhrifa EES-samningsins.
EES-samningurinn er að verða úreltur
Eftir Friðrik
Daníelsson
Friðrik Daníelsson
»Aðstæður og þar með
forsendur EES-
samningsins hafa ger-
breyst frá því Alþingi
samþykkti hann 1993.
Höfundur er í stjórn Frjáls lands.
Skál fyrır samstöðu
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
VOLVOV40 D3 EDITION CROSS COUNTRY
nýsk. 02/2017, ekinn 15 Þ.km, 2,0 dísel, sjálfskiptur,
MJÖG vel búinn aukabúnaði! Verð 3.790.000 kr.
Raðnúmer 257626
NISSANQASHQAI ACENTA
nýskr. 01/2017, ekinn 17 Þ.km, dísel, sjálfskiptur.
EINKABÍLL!Verð 3.690.000 kr.
Raðnúmer 257670
Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is
HYUNDAI SANTA FE PREMIUM2.2 TDI
NÝR BÍLL diesel, sjálfskiptur.
TILBOÐSVERÐ 6.990.000 kr.
Raðnúmer 230680
BMW520D XDRIVE
nýskr. 09/2016, ekinn 12 Þ.km, dísel, sjálfskiptur,
MJÖG vel búinn aukabúnaði! Verð 6.690.000 kr.
Raðnúmer 256774
BMW 225XE IPERFORMANCE
nýskr. 01/2017, ekinn 18 Þ.km, bensín/rafmagn,
sjálfskiptur, fjórhjóladrif, MJÖG vel búinn auka-
búnaði. Verð 4.880.000 kr. Raðnúmer 257669