Morgunblaðið - 04.08.2018, Side 4

Morgunblaðið - 04.08.2018, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2018 Reyktur lax í brunchinn Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Iceland verslanir, Kvosin, Melabúðin, Nettó, Samkaup, Sunnubúðin, Pure Food Hall flug- stöðinni Keflavík. Með því að velja hráefnið af kostgæfni, nota engin aukaefni og hafa verkhefðir fyrri tíma í hávegum, framleiðum við heilnæmar og bragðgóðar sjávarafurðir. Úrskurður kærunefndar útlendinga- mála í máli Hollendings að nafni Mir- jam Foekje van Twuijver leggur að mati Útlendingastofnunar auknar kröfur á stofnunina við einstaklings- bundið mat við ákvörðun um brott- vísun úr landi og endurkomubann samkvæmt lögum um útlendinga. Van Twuijver var dæmd í átta ára fangelsi fyrir stórfelldan fíkniefna- innflutning og tók Útlendingastofnun ákvörðun um brottvísun úr landi og 20 ára langt endurkomubann. Var það m.a. mat kærunefndarinnar að Mirjam væri ólíkleg til að fremja aft- ur refsivert brot á Íslandi. Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar, segir að niðurstaðan gefi leiðbeiningar um það með hvaða þætti skuli meta í ein- stökum málum. Hingað til hafi fram- kvæmdin verið sú að þeim sem stæðu að fíkniefnainnflutningi væri vísað brott. Þröskuldurinn hækkaður „Í þessum málum fer þó alltaf fram einstaklingsbundið mat og löggjöfin mælir fyrir um það að háttsemi við- komandi þurfi að gefa til kynna að hann kunni að fremja refsivert brot á ný,“ segir Þorsteinn. „Við höfum skoðað úrskurðinn og teljum að hann leggi á okkur auknar kröfur um þetta einstaklingsbundna mat og við tökum það til okkar. Vissulega má segja að nefndin sé að flytja þröskuldinn og setja markið hærra. Ekki þannig að fallið sé frá því að hægt sé að vísa brott einhverjum sem standa t.d. að innflutningi fíkniefna, heldur þurfi alltaf að fara fram þetta einstak- lingsbundna mat og meta þetta út frá hverjum og einum,“ segir hann og nefnir að eðli brota í fíkniefnainn- flutningi geti verið misjafnt. „Í þessu máli hefur viðkomandi einstaklingur verið nefndur þessu nafni, „burðardýr“. Þannig gæti ver- ið að eðli brotsins sé ekki slíkt að það gefi til kynna að viðkomandi sé lík- legur til að fremja refsivert brot á ný. Það má bera þetta saman við ein- stakling sem skipuleggur fíkniefna- innflutning og þá er eðli brotsins orð- ið annað,“ segir Þorsteinn. jbe@mbl.is Auknar kröfur séu gerðar til Útlendingastofnunar  „Burðardýrs“-úrskurður leiðbeining í brottvísunarmálum Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Verslunarmannahelgin er gengin í garð og flykkjast landsmenn á útihá- tíðir um allt land. Morgunblaðið hafði samband við forsvarsmenn nokkurra helstu útihátíða landsins í gærkvöldi og hófst helgin vel að sögn þeirra allra. Á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fór húkkaraballið fram á fimmtudag og segir Jónas Guðbjörn Jónsson, talsmaður þjóðhátíðarnefndar, allt hafa farið vel fram. „Bara ljómandi vel. Það var bara frábært húkk- araball og gekk allt vel. Ekkert ves- en.“ Hann gat ekki sagt til um ná- kvæman fjölda fólks í Dalnum í gærkvöldi. Umferðarslys á Suður- landsvegi olli því að veginum var lok- að og var fólki bent á hjáleið sem er 20 km lengri en sú sem liggur um Þjóðveg 1. Því ríkti einhver óvissa um hvort allir myndu ná í Landeyjahöfn í tæka tíð til að komast til Eyja. Að sögn Jónasar var hins vegar margt fólk komið til Eyja í gær og var hátíð- in sett af heimamönnum um miðjan dag áður en barnadagskrá og síðan almenn skemmtidagskrá fór af stað. Straumur af fólki fyrir norðan Halldór Harðarsson, sem er í for- svari fyrir hátíðina eina með öllu á Akureyri, segir hátíðarhöld hafa gengið vel fyrir norðan. „Glæsileg byrjun. Við byrjuðum dagskrána á Glerártorgi og opnuðum hátíðina þannig á fimmtudaginn. Það var góð mæting og bæði dagskrá fyrir börnin um daginn og svo kvölddagskrá. Það gekk bara glimrandi,“ segir Halldór. Hann segir að fólk hafi streymt inn í bæinn í gær og tjaldsvæðin væru að fyllast. „Mér sýnist tjaldsvæðin öll vera nokkuð full. Við búumst við mörgum og það er spáð góðu veðri þannig að það er lítið hægt að kvarta. Allt komið í gang og sólin farin að skína.“ Mýrarboltinn hefst í hádeginu „Þetta bara byrjar vel og komin svaka stemning á tjaldsvæðið,“ sagði Thelma Rut Jóhannsdóttir, ein af skipuleggjendum mýrarboltans í gærkvöldi þegar Morgunblaðið hafði samband. Engin dagskrá var fyrir vestan á fimmtudag og var skráning- ardagur fyrir mýrarboltann í gær. Keppni í sjálfum mýrarboltanum hefst í hádeginu í dag. Spurð um fjöldann sem tekur þátt í ár segir Thelma hann vera svipaðan og í fyrra. „Það hefur verið straumur inn í bæinn. Skráning í mýrarboltann hef- ur verið svipuð og í fyrra. Þetta er með öðruvísi sniði í ár. Það eru fleiri í liði og færri lið en var fyrir um þrem- ur fjórum árum síðan, en töluverð stemming og mikið fjör.“ Skemmti- dagskráin fyrir vestan hófst í gær- kvöldi síðan með sveitaballi í félags- heimilinu í Bolungarvík. Fjölskyldu- og bæjarhátíðin Flúðir um versló hófst á fimmtudaginn og að sögn forsvarsmanna hennar hafa fjöl- margir gestir komið sér fyrir á tjald- svæðinu á Flúðum. Hátíðin hófst með tónleikum KK bands í félagsheim- ilinu á Flúðum og voru tónleikarnir vel sóttir. Ljósmynd/Óskar P. Friðriksson Blaut byrjun Heimamenn voru mættir í Dalinn til að setja þjóðhátíð 2018 með pompi og prakt. Það rigndi örlítið en enginn virtist láta það á sig fá og stefnir í góða mætingu á þjóðhátíð. Ljósmynd/Óskar P. Friðriksson Barnadagskrá Þegar setningu þjóðhátíðar lauk var sett af stað barnadagskrá fyrir yngstu kyn- slóðina á þjóðhátíð. Skoppa og Skrítla skemmtu börnunum í rigningunni í Dalnum. Útihátíðirnar fara vel af stað  „Ekkert vesen“ á húkkaraballinu, segir talsmaður þjóðhátíðarnefndar Morgunblaðið/Skapti Fjölskyldufjör á Flúðum KK spilaði ásamt hljómsveit öll sín þekktustu lög á fjölskylduhátíðinni á Flúðum á fimmtu- daginn. Fjölmargir hafa gert sér ferð á Flúðir um helgina. Páll Óskar sá síðan um stuðið með Palla-balli í gærkvöldi. Ljósmynd/Aðsend Stemning fyrir norðan Gestir á fjölskyldu- og íþróttahátíðinni Einni með öllu á Akureyri létu rigninguna fyrir norðan ekki á sig fá og kíktu á útitónleika í hjarta Akureyrar. Hátíðin fer vel af stað að sögn skipuleggjenda hennar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.