Morgunblaðið - 04.08.2018, Síða 18
Sesselía Birgisdóttir frá Advania ásamt
stjórnarkonum Vertonet, Hrafnhildi Sif
Sverrisdóttur og Lindu Stefánsdóttur.
● Advania hefur gert bakhjarlasamning
við Vertonet, hagsmunasamtök kvenna í
upplýsingatækni, um að styrkja starf
félagsins. Advania hyggst meðal annars
taka þátt í viðburðum til að efla sam-
stöðu kvenna í tæknigeiranum.
Hagsmunasamtök kvenna í upplýs-
ingatækni á Íslandi voru stofnuð í apríl
sem vettvangur fyrir konur til þess að
tengjast og fræðast. Á fjölmennum
stofnfundi samtakanna kom fram mikill
samhugur um nauðsyn þess að auka
hlutfall kvenna í tæknigeiranum, að því
er fram kemur í tilkynningu. Megintil-
gangur félagsins er að vinda ofan af
þeim kynjahalla sem nú ríkir í greininni
og vekja áhuga kvenna á þeim fjölbreyttu
störfum sem rúmast innan tæknigeirans.
Advania og Vertonet hafa sett saman
aðgerðaáætlun og viðburðaríka dagskrá
á næstu mánuðum þar sem konum í
tæknigeiranum gefst færi á að kynnast
betur og efla tengslanetið. Fyrsti við-
burður verður í húsakynnum Advania í
september en nánar verður sagt frá dag-
skránni á vefsíðu Vertonet.
Hyggjast auka hlut
kvenna í tæknigeiranum
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2018
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Hann segir að tæknin sé þannig að
allir græði á henni. Landeigendur fái
leigu fyrir að vera með einingarnar á
landi sínu, orkuna sé hægt að nýta
annaðhvort af landeigendum sjálfum,
eða selja hana annað, og náttúran
græði þar sem verið sé að framleiða
hreina raforku með umhverfisvænum
og endurnýjanlegum hætti.
Tveggja rúmmetra einingar
Öström vísar í mikla umræðu sem
verið hefur hér á landi um aukna
orkuþörf í framtíðinni, meðal annars
til orkufrekra gagnavera. „Innan
skamms munum við sjá orkuverin
okkar rísa um allt Ísland. Einingarnar
eru tveir rúmmetrar að stærð, staðl-
aðar og hægt er að raða þeim mörgum
saman, allt eftir þörfinni á hverjum
stað. Núverandi áætlanir Varmaorku
eru að setja upp 17-18 lítil orkuver
sem framleiða raforku allan sólar-
hringinn.“
Um 70 manns vinna hjá Climeon í
Svíþjóð. Félagið er skráð á Nasdaq
First North markaðinn, og hluthafar
nálægt 10 þúsund. „Pantanabókin
okkar stendur núna í 80 milljónum
evra, og við erum nýbyrjuð að fjölda-
framleiða. Auk þess að vera komin
með starfsemi hér og í Japan, þá erum
við einnig í Þýskalandi og Kanada.“
Öström segir að fyrirtækið sé mjög
metnaðarfullt, og ætli sér að vera í
fararbroddi í umhverfismálum í fram-
tíðinni.
Allir geti framleitt orku
Orka Varmaorka tók við fyrstu orkustöðvunum að viðstöddu fjölmenni.
Sænskt fyrirtæki býður búnað til að framleiða orku á lághitasvæðum 197 ein-
ingar pantaðar hingað til lands sem framleiða alls 30 Mw Tekjur til landeigenda
Vannýtt auðlind
» Hiti er ein vannýttasta auð-
lind jarðar. 50% fara til spillis.
» Umhverfisvæn framleiðsla.
» Athafnamaðurinn Richard
Branson mun nota tæknina í
Virgin Voyages skemmti-
ferðaskipum sínum sem nú eru
í smíðum.
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Landeigendur með aðgang að heitu
vatni, eiga nú kost á því að hafa tekjur
af raforkuframleiðslu á landi sínu,
með tilstilli sænska tækni-
fyrirtækisins Climeon og íslensks
samstarfsfyrirtækis þeirra Varma-
orku.
Climeon opnaði á dögunum skrif-
stofu hér á landi til að styðja við út-
breiðslu tækninnar, sem þeir segja
einstaka í sinni röð, og vinni raforku
úr jarðvarmaorku á lághitasvæðum.
Fyrsti þjónustumaðurinn verður ráð-
inn með haustinu.
Pöntun fyrir 8 milljarða
Thomas Öström, forstjóri fyrirtæk-
isins, segir í samtali við Morgunblaðið
að Varmaorka hafi nú þegar lagt inn
pöntun á 197 einingum frá fyrirtæk-
inu fyrir andvirði 65 milljóna evra, eða
um 8 milljarða íslenskra króna. Búið
er að afhenda fjórar slíkar einingar
sem staðsettar verða nálægt Flúðum.
Hver stöð getur framleitt um 150 Kw
af raforku. Öström hvetur alla land-
eigendur til að skoða málið vandlega,
en til að vita nákvæmlega hve miklar
tekjur hægt er að hafa af orkustöðv-
unum sé nóg að vita hve mikið vatn er
í boði, og hve heitt það er. Eining-
arnar 197 framleiði samtals um 30
Mw.
„Það hafa margir gert tilraunir í
gegnum tíðina með að framleiða raf-
orku úr lághita með hagkvæmum
hætti, en enginn náð sama árangri og
við. Við byrjuðum að framleiða raf-
orku úr affallsvatni og hita úr skipa-
iðnaðinum, álverksmiðjum, sements-
verksmiðjum og stálverksmiðjum, en
eðlilegt næsta skref var að fara til
landa þar sem er mikill jarðhiti, eins
og á Íslandi. Við höfum einnig opnað
starfsstöð í Japan þar sem svipaðar
aðstæður eru fyrir hendi,“ segir Öst-
röm.
banki haldi áfram að styðja við Val-
itor til þess að auka virði félagsins.
Hin leiðin, sem er líklegri að sögn
Höskuldar, væri að selja félagið að
hluta eða öllu leyti. Þónokkrar fyrir-
spurnir hafi borist um Valitor og
áhuginn virðist mikill. Kom það eink-
um fram við skráningu bankans á
markað fyrr í sumar, að sögn Hösk-
uldar.
Mikil hreyfing er á félögum í þess-
um geira að sögn Stefáns, sem nefnir
sem dæmi kaup bandaríska fyrirtæk-
isins PayPal á sænska fjártæknifyr-
irtækinu iZettle
nýverið. Virðast
því eldri og stærri
fyrirtæki í geir-
anum, með eldri
kerfi, vera að fjár-
festa í auknum
mæli í smærri fyr-
irtækjum sem
bjóða upp á lausn-
ir sem henta nú-
tíma við-
skiptaháttum. Því hefur verið mikil
áherslu á vöxt Valitors, en þar geti
Arion banki að mestu leyti aðeins
stutt við fyrirtækið á innlendum
markaði.
Væntir breytingar í stjórn
Stjórn Arion banka hyggst boða til
hluthafafundar í næsta mánuði og
leggja fram tillögu um 10 milljarða
króna sérstaka arðgeiðslu. Búast má
við einni breytingu í stjórn Arion
banka á hluthafafundinum en að sögn
Höskuldar er eðlilegt að einhver
hreyfing verði á stjórn í ljósi nýrra
eigenda. peturhreins@mbl.is
Arion banki hyggst móta stefnu varð-
andi framtíðareignarhald á dótt-
urfélagi bankans, Valitors, fyrir lok
árs. Bankinn hefur fengið til liðs við
sig erlenda ráðgjafa, sem að sögn
Höskuldar H. Ólafssonar bankastjóra
er eitt af stærri ráðgjafafyrirtækjum
heims. Þetta kom fram á blaðamanna-
fundi í Arion banka í gær þar sem
Höskuldur, ásamt Stefáni Péturssyni,
framkvæmdastjóra fjármálasviðs
bankans, fóru yfir uppgjör bankans
fyrir fyrstu sex mánuði ársins.
Einn valmöguleikinn er að Arion
Líklegra að Arion banki selji Valitor
Áhugi á félaginu mikill segir bankastjórinn Kosið um stjórnarsæti í Arion
Höskuldur
Ólafsson
4. ágúst 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 106.52 107.02 106.77
Sterlingspund 138.4 139.08 138.74
Kanadadalur 81.8 82.28 82.04
Dönsk króna 16.538 16.634 16.586
Norsk króna 12.914 12.99 12.952
Sænsk króna 11.938 12.008 11.973
Svissn. franki 106.99 107.59 107.29
Japanskt jen 0.9532 0.9588 0.956
SDR 148.67 149.55 149.11
Evra 123.26 123.94 123.6
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 148.9494
Hrávöruverð
Gull 1217.6 ($/únsa)
Ál 2022.0 ($/tonn) LME
Hráolía 72.42 ($/fatið) Brent
Guide to Iceland
hefur samið við
við Philippine
Airlines um
stofnun markaðs-
torgs fyrir ferða-
þjónustu sem
verður í sameig-
inlegri eigu
beggja aðila.
Samningurinn er
gerður í gegnum
dótturfélagið Travelshift, hugbún-
aðararm Guide to Iceland.
Hið nýja markaðstorg nefnist
Guide to Philippines og er því ætlað
að fylgja eftir þeim árangri sem
Guide to Iceland og Travelshift hafa
náð við markaðssetningu á Íslandi.
Filippseyjar verða fjórða landið sem
Travelshift hugbúnaðurinn nemur
utan landsteinanna.
Ferðatorg í
austurvegi
Filippseyjar Setja
upp markaðstorg.
Guide to Iceland
stefnir til Filippseyja
STUTT