Morgunblaðið - 04.08.2018, Side 22

Morgunblaðið - 04.08.2018, Side 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2018 Stundum er sagt aðviðskipti byggist átrausti. Hið samamá segja um tungumálið. Það byggist á því að fólk geti treyst sam- eiginlegum skilningi á merk- ingu orðanna og hvað þau standi fyrir; samfélagssátt- málanum um hvað sé fagurt og réttvíst. Skilningur okkar Vesturlandabúa á friði, frelsi og fögnuði á rætur að rekja til siðbótarinnar og þeirra hugmynda sem leiddu til stofnunar Bandaríkjanna og frönsku byltingarinnar undir lok 18. aldar. Með því að veita Bob Dylan Nóbelsverðlaun í aðdraganda síðustu forsetakosninga í Bandaríkjunum minnti Sænska akademían okkur á þá arfleifð sem hugmyndin um þetta mikla ríkjabandalag stendur fyrir um alla heimsbyggðina: mennskuna, ástina og drauminn um réttlæti handa öllum, sem söngvaskáldið ráma frá Duluth orti og söng um í miðjum víetnamógöngum bandaríska hers- ins. Eftir að vinstrisinnað fólk á Vesturlöndum missti trú á kommúnism- anum í Austur Evrópu, Kína, Albaníu, Norður Kóreu og Kúbu (í þessari röð) náðist um tíma sátt um frjálslyndar borgaralegar dyggðir í okk- ar heimshluta – á þeim grunni sem Matthías Jo- hannessen byggði síðar hina nýju stefnu Morgunblaðsins í lok kalda stríðsins þegar Berlínarmúrinn var loksins fallinn. Í barnslegri einlægni trúði fólk því að tími átaka- stjórnmála væri liðinn, líkt og við héldum að tími fjárhagsvandræða væri að baki árið 2007, og að við tækju samræðustjórnmál um tæknilega út- færslu á því hvernig sem flestum gæti liðið sem best í samfélaginu. Fólk trúði því að nú yrði hægt að láta stjórnmálin snúast um evrópumál, um- hverfismál og frjálst aðgengi að internetinu – á meðan þjóðfélagið og trúarbrögðin sæju um sig á sjálfstýringunni. Svo vöknum við upp af þessum fagra draumi með andfælum og upp- götvum að stór hluti borgaranna getur ekki lesið sér til gagns, skilur varla trúarbrögð og hefur ekki tileinkað sér þann hugmynda- og lýðræð- isgrundvöll um frjálslyndi, víðsýni og umburðarlyndi sem hin vel upp- lýstu vestrænu samfélög hafa byggt tungutak sitt og samfélag á síðustu aldir. Í andvaraleysinu hafa öfund, þröngsýni, græðgi, hatur og fordómar grafið um sig – og skapað jarðveg fyrir einfeldningslegan áróður ómálga lýðskrumara á valdastólum í kringum okkur. Það er ekki nýtt að ráðamenn snúi upp á merkinguna líkt og Shake- speare lét nornirnar spá fyrir hinum valdasjúka Macbeth um að flátt yrði fagurt og fagurt ljótt en það er nýtt að þeir ráði ekki við tungumálið held- ur komist til valda með smáskilaboðum aðstoðarmanna og án þess að kunna einföld atriði á borð við tvöfalda neitun eins og forseti Bandaríkj- anna afhjúpaði á dögunum þegar hann reyndi að skera sig úr landráða- snörunni sem hann hengdi um hálsinn á sér á fundinum í Helsinki með Pútín vini sínum – en það er ekki ósennilegt að sá gamli refur kunni vel að beita tvöfaldri neitun (ekki ósjaldan þrefaldri) þegar mikið liggur við. „Flátt er fagurt, fagurt ljótt“ Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is Tvöföld neitun Stundum verður fólki fóta- skortur á tungunni. AFP/Getty Images Afar og ömmur minnar kynslóðar voru í lang-flestum tilfellum fátækt fólk til sjávar og sveita.Þegar ég fór í fyrsta sinn í sveit, í Flókadal íBorgarfirði sumarið 1950, var enn búið í þrem- ur torfbæjum í þeim dal. Einum og hálfum áratug síðar er tæpast ofsagt að leifar 19. aldar hafi blasað við í Skötufirði við Ísafjarðardjúp. Enginn vegur og mjólkurbrúsar fluttir á báti yfir í skip. Þeim mun merkilegra er – sem ég fór að hugsa um eftir samtal við Svein Einarsson, fyrrum Þjóðleikhússtjóra og áður leikhússtjóra Leikfélags Reykjavíkur í vor – að það var þessi sama kynslóð sem hóf endurreisn menningarlífs á Íslandi undir lok 19. aldar, eftir blómaskeið fyrri alda. Þegar við horfum yfir farinn veg í þessum efnum er nánast ótrúlegt hvað gerzt hefur á þessari fámennu eyju síðustu rúm hundrað ár. Það er ekki síðra afrek en upp- bygging íslenzks atvinnulífs með nýtingu auðlinda lands og sjávar. Undir lok 19. aldar spratt hér upp blómleg leiklistar- starfsemi, sem leiddi til stofnunar Leikfélags Reykjavíkur í janúar 1897, sem enn starfar. Þar var mik- ill metnaður á ferð og nánast ótrú- legt hvað því fólki hefur á þeim tíma tekizt að gera mikið úr nánast engu. En það er líka ljóst að blóm- legt leiklistarstarf hefur ekki bara orðið til í Reykjavík þeirra tíma, því að um land allt urðu til leikfélög áhugafólks. Gamli bóndinn í minni sveit var einn helzti áhugaleikari í sinni heimabyggð og dóttir hans varð leikkona við Þjóðleikhúsið. Rúmum áratug áður en Leikfélagið var stofnað fæddist lítill drengur í einangraðri byggð í Vestur-Skaftafells- sýslu. Nafn hans og verk munu lifa svo lengi sem Ísland verður byggt. Hann hét Jóhannes Sveinsson Kjarval. Hvernig tókst honum að verða það sem hann varð við þær aðstæður sem hann bjó við í æsku og síðar í Borgarfirði eystra? Hann var ekki einn á ferð. Það er með ólíkindum hvað fyrsta kynslóð íslenzkra myndlistarmanna hefur skilið eft- ir sig af verkum sem ekki munu gleymast þótt dægur- stjörnur samtímans á mörgum sviðum verði týndar og tröllum gefnar. Hér varð snemma til athyglisverður áhugi á tónlist og með sama hætti og myndlistarmennirnir komu fram tón- skáld sem náðu með ótrúlegum hætti að endurspegla nátt- úru landsins og íslenzka þjóðarsál í verkum sínum. En því skal ekki gleymt að við stöndum í þakkarskuld við land- flótta Gyðinga, sem hingað leituðu undan hörmungum styrjaldarinnar í Evrópu, vegna þáttar þeirra í uppbygg- ingu tónlistarlífs á Íslandi. Við sem horfðum hugfangin á skólasystur okkar, Bryn- dísi Schram – sem varð áttræð snemma í júlí – sýna list- dans á sviði Þjóðleikhússins á menntaskólaárum okkar gerðum okkur enga grein fyrir því að hálfri öld áður hafði listelskt fólk hafizt handa við að kynna þá listgrein á Ís- landi. Stofnun Háskóla Íslands, áður en þjóðin fékk fullveldi, sýnir þann mikla menningarlega metnað sem var til stað- ar hjá fólkinu sem hafði alizt upp í torfkofum og í hrörleg- um verbúðum. Kynslóð barna þeirra og barnabarna skyldi búa við aðrar aðstæður en það sjálft. Fæstir foreldrar elztu núlifandi kynslóðar Íslendinga höfðu efni á að afla sér þeirrar menntunar sem nú þykir sjálfsögð. Hápunktur þessarar merkilegu sögu eru auðvitað Nóbelsverðlaun Halldórs Laxness. Í þeim fólst viðurkenn- ing annarra þjóða á að þetta fámenna og áður fátæka sam- félag eyjarskeggja í Norður-Atlantshafi ætti sér verðugan sess meðal svokallaðra menningarþjóða. Saga bókmenningar okkar á síð- ustu rúmum hundrað árum er kapít- uli út af fyrir sig. Það hefur verið gef- ið út ótrúlega mikið af bókum á Íslandi á þessu tímabili. Bæði skáld- sögur og ljóð en ekki síður bækur um sögu og önnur fræðileg efni. Í þeim kafla menningarsögu okkar er hlutur einkaframtaksins mikill. Það eru lítil og meðal- stór bókaforlög, sem byggð hafa verið upp af áhugamönn- um, sem eru undirstaðan að því mikla menningarstarfi sem þar hefur verið unnið. Það er svo augljóst, bæði vegna smæðar markaðar og af öðrum ástæðum, að gróðavonin hefur ekki verið hvatinn sem hefur rekið þessa menn áfram. Þar er annars konar metnaður á ferð. Allt er þetta til en kannski spurning hvernig hægt er að veita fólki yfirsýn með aðgengilegum hætti yfir þá miklu arfleifð sem hér er á ferð. Það sem hér hefur verið rakið er hið mikla menningar- lega afrek afa og ömmu okkar allra, fólksins sem fæddist í torfkofunum eða verbúðunum. Þeirri sögu eigum við ekki að gleyma og megum ekki gleyma. Við þurfum að búa svo um hnútana að hún geymist og færist á milli kynslóða. Þessi mikla saga er ein af grundvallarástæðum þess að við getum hvorki leyft okkar að gera Ísland að smáhrepp í 500 milljón manna ríkjabandalagi, sem reynt er að byggja upp í Evrópu, en flest bendir nú til að mistakist, og við get- um heldur ekki látið það eftir okkur að selja útlendingum þetta land í smáskömmtum hér og þar og standa svo skyndilega frammi fyrir gerðum hlut, þótt miklir peningar séu í boði. Vilja menn kannski selja fiskimiðin?! Nú er reynt að halda því að fólki að það sé einhver „þjóðrembingur“ fólginn í því að við séum stolt af þessari bráðum 1.200 ára sögu. Það er mikill misskilningur. Við eigum þvert á móti að leggja áherzlu á að halda henni til haga og það gerum við ekki sízt með því að varðveita tungu okkar og menningu. Hið menningarlega afrek afa og ömmu okkar allra Þau ólust upp í torfkofum og verbúðum en arfleifð þeirra er Ísland nútímans Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Hús Seðlabankans við Kalkofns-veg er eins og hús flestra annarra seðlabanka heims smíðað eins og virki, og sést þaðan vítt um sjó og land. Mikið var um að vera í þessu virki í sumarblíðunni fimmtu- daginn 31. júlí 2008. Seðlabanka- stjórarnir þrír, Davíð Oddsson, Ei- ríkur Guðnason og Ingimundur Friðriksson, hittu tvo fulltrúa breska fjármálaeftirlitsins, Michael Ainley og Melanie Beaman, sem voru að fylgja eftir óskum stofn- unarinnar um færslu Icesave- reikninga Landsbankans úr útibúi bankans í Lundúnum í breskt dótturfélag bankans. Þannig yrðu reikningarnir í umsjá breska inn- stæðutryggingasjóðsins. Seðla- bankastjórarnir kváðust vera sam- mála breska fjármálaeftirlitinu um að þetta væri nauðsynlegt. Seðlabankastjórarnir þrír kvöddu síðar sama dag á sinn fund banka- stjóra Landsbankans, Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árna- son, og komu þar þeirri skoðun sinni á framfæri, eins og þeir höfðu áður gert, að færa yrði Icesave- reikningana hið bráðasta yfir í breskt dótturfélag. Davíð sagði um- búðalaust að ekki væri hægt að ætlast til þess af hinu smáa ís- lenska ríki að það tæki ábyrgð á Icesave-innstæðunum, enda stæðu engin lög til þess. „Þið getið sett Björgólf Guðmundsson á hausinn ef þið viljið,“ sagði hann, „og eruð sjálfsagt langt komnir með það, en þið hafið ekkert leyfi til þess að setja þjóðina á hausinn með þess- um hætti.“ Um kvöldið buðu seðlabanka- stjórarnir einum af æðstu mönnum Alþjóðagreiðslubankans (BIS) í Ba- sel, William R. White, í kvöldverð í Perlunni, en hann hafði verið að veiða hér lax. Talið barst, eins og við var að búast, að hinni al- þjóðlegu lausafjárkreppu sem geis- að hafði allt frá því í ágúst 2007. White sagði Davíð: „Það er búið að ákveða að einn stór banki verði lát- inn fara á hausinn, það verða Lehman-bræður, og síðan eitt land, og það verðið þið.“ Davíð spurði: „Hvar ertu búinn að fá þér marga gin og tónik?“ White svaraði: „Bara einn.“ Lehman-bræður fóru í þrot 15. september sama ár, og íslensku bankarnir þrír hrundu dagana 6.-8. október. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Fyrir réttum tíu árum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.