Morgunblaðið - 04.08.2018, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 04.08.2018, Qupperneq 44
LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 216. DAGUR ÁRSINS 2018 Í LAUSASÖLU 1.050 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Umferðarslys á Suðurlandsvegi 2. Tjaldaði í fuglahúsi á Nesinu 3. Gátan um Stonehenge ráðin að hluta 4. Breytt og bætt líf Helga  Bresk-tyrkneski dúettinn Nightjar, Náttfarinn, kemur fram á Pikknikk- tónleikum í Norræna húsinu á morg- un, sunnudag, kl. 15. Dúettinn flytur blöndu af tyrkneskri klassískri tón- list og vestrænu poppi. Náttfarinn svonefndi er gestur frá suðrænum löndum sem vakir á nóttunni, sem er lýsandi fyrir bakgrunn og áhugamál dúettsins, Lloyds Degler og Mehmets Ali Arslan, eins og segir á vef Nor- ræna hússins. Suðrænn gestur sem vakir á nóttunni FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s, skýjað nyrðra og eystra og lítils háttar rigning eða súld, en skýjað með köflum og stöku síðdegisskúrir sunnan- og vestanlands. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast á sunnanverðu landinu. Á sunnudag Austlæg átt, 8-15 m/s og hvassast syðst, en hægari norðaustan til. Skýjað og dálítil rigning á Suðausturlandi, skýjað með köflum á Norður- og Vesturlandi og stöku síðdegisskúrir, en annars skýjað en úrkomulítið. Hiti 9 til 17 stig, svalast eystra. „Galdurinn er að taka íþróttina alvar- lega en hafa gaman af henni um leið. Líf atvinnukylfinga í mótaröðunum er tilfinningarússíbani. Ef fólk hefur metnað til að komast í þann gæða- flokk þá þarf það að búa sig undir slíkar sveiflur,“ segir hinn reyndi Jude O’Reilly, sem aðstoðaði Harald Franklín Magnús á The Open, m.a. við Morgunblaðið í dag. »4 Lífið í mótaröðunum er tilfinningarússíbani Finnur Freyr Stefánsson, fyrr- verandi þjálfari KR í úrvals- deild karla í körfuknattleik, er á leið í nám í Háskólanum á Bifröst. Hann hætti með Ís- landsmeistara KR eftir að hafa gert liðið að meisturum fimmta árið í röð. Þá stefnir hann að því að þjálfa yngri flokka í körfuknattleik sam- hliða náminu en hann útilokar að vera áfram í Vest- urbænum. »1 Finnur Freyr á leið í nám á Bifröst Aníta Hinriksdóttir úr ÍR keppir á þriðjudaginn í 800 metra hlaupi á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Berlín. Væntingar til Anítu eru líklega hóflegar að þessu sinni en tuttugu hlauparar hafa hlaupið á betri tíma á þessu ári og fjórtán eiga betri tíma í greininni þegar besti tími kepp- enda frá upp- hafi er skoð- aður. »2 Mikil samkeppni hjá Anítu á EM í Berlín Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Óperusöngvararnir Aðalsteinn Már Ólafsson og Gunnar Björn Jónsson voru fengnir í aðalhlutverk í ítölsku óperunni Lucia di Lammermoor. Þeim var boðið að taka þátt í óperusmiðju sem fór fram í litlum bæ á Ítalíu á stærð við Ísafjörð, Novafeltria. Fimm sýningar voru í bænum og nágrenni. Íslending- arnir tveir voru hluti af 74 manna hópi sem tók þátt í verkefninu. „Þetta byrjaði með því að maður að nafni Joseph Rescigno, hljóm- sveitarstjóri sýningarinnar, kom til landsins síðasta vetur og var með námskeið í óperusöng. Við mættum þangað og sungum fyrir hann og í framhaldinu vildi hann fá okkur með í óperusmiðju,“ segir Aðal- steinn. Hann er menntaður verk- fræðingur en byrjaði að syngja óp- erur fyrir 10 árum. „Ég hef verið í þessu með náminu en hef ekki náð að helga mig söngnum fyrr en núna.“ Sýningarnar kröfðust mikils undirbúnings og þurftu söngvar- arnir báðir að fínpússa ítalska framburðinn. „Fyrstu þrjár vik- urnar fóru í að læra ítölsku og svo vinna með sérfræðingum og söng- kennurum og setja upp óperuna. Við vorum frá morgni til kvölds að læra ítölskuna og fá tilfinningu fyrir tungumálinu, til þess að tileinka okkur réttan stíl fyrir óperuna,“ segir Aðalsteinn. „Fimm sýningar voru skipulagðar í bænum Novafeltria og ná- grenni, þar á meðal í San Marínó. Vanalega hafa tvær til þrjár sýn- ingar verið settar upp á ári.“ Aðalsteinn segir að fólk hafi almennt verið sammála um að í ár hafi verið besti tónlistarflutningur sem hefur heyrst í óperusmiðjunni. Gunnar segir verkefnið hafa ver- ið hvetjandi og reynsluna dýrmæta. „Það er öðruvísi að syngja á Ís- landi, þá er maður tengdur öðru lífi og í vinnunni og annað. En þegar maður fer út í svona verkefni gefst tækifæri til að lifa og hrærast í þessu. Þetta er góður innblástur til að halda áfram á sömu braut.“ Gunnar er menntaður múrari frá Akureyri. Hann segir að í söng- námi vanti oft upp á reynslu á leik- sviði og því hafi verkefnið verið frá- bært tækifæri. „Þetta er erfiður bransi, það er ekki nóg að hafa bara góða rödd. Óperusmiðjan gaf mér meiri kraft til að vinna með þetta og koma mér áfram.“ Óperusöngvarar á Ítalíu  Uppgötvaðir og fengnir í óperu- smiðju á Ítalíu Ljósmynd/Ólafur Håkansson Ópera Gunnar og Aðalsteinn hneigðu sig ásamt Michelle Pedersen eftir vel heppnaða sýningu í San Marínó. Óperan Lucia di Lammer- moor er harmleikur eftir Gaetatno Doni- zetti og Salvadore Cammarano frá árinu 1835. Hún fjallar um hina tilfinn- ingaríku Lucy Ashton, sem verður djúpt ástfangin af manni sem fjölskylda hennar fyr- irlítur. Þegar Enrico, bróðir hennar, uppgötvar ástarsam- bandið verður hann bálreiður og reynir að stía elskendunum í sundur. Verkið hefur verið sýnt víða en það var frumsýnt 26. september árið 1835 í Teatro di San Carlo í Napólí. Síðan var það fyrst sýnt í London 1835 og loks náði það til Bandaríkjanna í New Orleans árið 1841. Lucia di Lammermoor HEIMSFRÆGT VERK SETT Á SVIÐ Morgunblaðið kemur næst út þriðjudaginn 7. ágúst. Frétta- þjónusta verður um versl- unarmannahelgina á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is. Hægt er að koma ábendingum um fréttir á netfangið netfrett@mbl.is. Áskrifendaþjónustan er opin laugardaginn 4. ágúst frá 8-12, lokað er sunnudaginn 5. ágúst og mánudaginn 6. ágúst en opnað aftur þriðjudaginn 7. ágúst kl. 7. Símanúmer áskrifendaþjónust- unnar er 569-1122 og netfangið er askrift@mbl.is. Auglýsingadeildin er lokuð og verður opnuð aftur þriðjudaginn 7. ágúst kl. 8. Hægt er að bóka dánartilkynningar á mbl.is. Net- fang auglýsingadeildar er augl@mbl.is. Blaðberaþjónustan er opin laugardaginn 4. ágúst kl. 6-12, lokað er sunnudaginn 5. ágúst og mánudaginn 6. ágúst. Blaðbera- þjónustan er opnuð aftur þriðju- daginn 7. ágúst kl. 5. Símanúmer blaðberaþjónustunnar er 569- 1440 og netfangið er bladberi@mbl.is. Fréttaþjónusta mbl.is um helgina

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.